Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 6
6 gPWtwH Föstudagur S. ágúst 1994 Meb vabib fyrir neban sig! Þab er vissara oð fara ab öllu meb gát þegar ekib er yfir óbrúub vatnsföll. Þessi bílstjóri keyrbi yfir Ábœjará ÍAusturdal í Skagafirbi um síbustu helgi, en hcetti vib ab fara lengra og snéri vib. Árbotninn er stórgrýttur og getur verib vara- samur og þess vegna þótti vissara ab hnýta kabal yfir íannan jeppa hinum megin vib ána, þegar farib var yfir til baka. Tímamynd ÁC Ljósmyndasamkeppni Evrópuráösins: Áhrif mannsins á náttúruna Evrópuráöiö hefur efnt til ljósmyndasamkeppni í tilefni af Náttúruverndarári Evrópu 1995. Keppnin er opin bæöi áhugaljósmyndurum og at- vinnuljósmyndurum og á myndefnib ab vera náttúran utan friblýstra svæöa. Markmið keppninnar er aö ljósmynda jákvæö eða neikvæð áhrif mannsins á náttúruna, sér- staklega á þeim svæðum sem Evrópuráðiö hefur lagt áherslu á í herferö sinni, þ.e. votlendi, skóga, landbúnaðarsvæði, borg- ir og bæi, iðnaðarsvæði, ferða- manna- og útivistarsvæði, hern- aðarsvæði, neðanjarðarmynd- anir og vegakerfið. Ljósmynd- um í keppnina ber að skila til Evrópuráðsins, fyrir 26. septem- ber nk. Póstfangiö er: Council of Europe Public Relations Service Photography Competition F-67075 Strasbourg-CEDEX France Dómnefnd, skipuð fimm at- vinnuljósmyndurum og tveim fulltrúum Evrópuráðsins, mun velja bestu myndirnar í október 1994. Myndirnar verða metnar eftir viðfangsefninu og tækni- legri og listrænni útfærslu. Veitt verða 33 peningaverðlaun og að auki 16 verðlaun, sem eru fimm Kodak filmur hver. Bestu mynd- irnar verba notaðar í útgáfur sem tengjast Náttúmverndarári Evrópu 1995. Nánari upplýsing- ar um keppnina fást hjá Um- hverfisráðuneytinu. Skilabob kríunnar: Skotmenn hvattir til þess aö skjóta ekki gœsir fyrir 20. ágúst: Gæsaveibi- tímabiliö nálgast Þab styttist í ab þúsundir veibi- manna axli byssur sínar og haldi til gæsaveiba. Heimilt er ab veiba gæsir frá og meb 20. ágúst, en nokkur brögb hafa alltaf verib ab því ab menn reyni ab laumast til ab skjóta gæs ábur en veibitímabiliö hefst. Samtök skotveibimanna hafa á hverju ári varað við að drepa gæs- ina í sárum, (þ.e. á meðan hún er ófleyg, en gæsir fella flugfjaðrirn- ar á hverju sumri og em ófleygar á meðan nýjar eru að vaxa). Það verður sjaldan of oft fyrir skot- mönnum brýnt ab veiöimennsk- an er ekki upp á marga fiska hjá þeim sem stunda ab elta uppi fugla í sárum og strádrepa til þess að geta sagt frá mikilli veiði á eft- ir. Nokkur brögð hafa verið að því undanfarin ár að skotveiðimenn fari upp á hálendið nokkrum dögum fyrir 20. ágúst. Sumir em eflaust að skoða líklega veiðistaði, en talib er að í sumum tilfellum hafi menn byrjab veibi ábur en þab var heimilt. Verði ferðamenn þess varir eru þeir hvattir til ab láta vita af því. Þá er einnig rétt ab minna á að í sumum tilfellum eru ungar ekki orbnir fleygir þrátt fyrir að veibi- tíminn sé byrjabur. Leyfilegt er að skjóta fjórar gæsategundir hér á landi: Grágæs, heiöargæs, hels- ingja og blesgæs. ■ Aö þekkja og nýta náttúruna I. Nokkuö hefur borið á svolítið rómant- ískri og tilgerðarlegri náttúmdýrkun. Hún felst m.a. í því aö nálgast náttúmfyrirbæri með lotningu eins og framandi skurbgoð. Látið er ab því liggja að firrtur nútímamað- urinn þurfi að sækja innri frið og ró með því einu að skoba og skynja óhefðbundið umhverfi sitt, utan heimilis og þéttbýlis. Kannski kristallast svona hugmyndir vel í fyrirlitningu á selveiði útvegsbóndans, að- dáun á ref í glerbúri, trúnni á ab endurnýt- ing á pappír kvitti fyrir eigin umhverf- issóðaskap og á bílgluggafræbum. II. Auðvitaö er ekki neinn ásakaður fyrir hræsni eða blindu með þessum orðum. Þab er fyllilega óhjákvæmilegt að endur- skobun á umgengni manna við íslenska náttúru blandist einföldunum og skyndi- lausnum, fjarrænni dýrkun eba hreinum viðskiptasjónarmibum. Öllu máli skiptir að viðurkenna að leggja þurfi vinnu í ab horfa lengra og greiða úr miklu flóknari vef en margur heldur. Og markmiðib? Get- ur það verið annab en að þekkja náttúruna til þess að nýta hana og til þess að lifa betra og lengra lífi en ella, kynslóð fram af kyn- slóð? III. Góðra gjalda er vert að beina íslenskum þéttbýlisbúum út í óbyggöir eða í strjálbýl- ið og hamra á nauðsyn þess að menn njóti vel. En samtímis þarf ab hefjast handa vib UM- HVERFI Ari Trausti Cuömundsson jarbeblisfræbingur brýn verk. Mig langar að nefna þrjú þeirra. í fyrsta lagi nefni ég heildstætt mat á um- hverfi okkar (samandregið og á manna- máli). Það á aö svara því (og vera í stööugri endurvinnslu) hvernig háttar með meng- un lofts, grunnvatns, yfirborðsvatns og sjávar. Hvernig er förgun sorps og ýmissa efna háttab? í hve miklum mæli eru jarð- myndanir og landsvæði skemmd? í hve miklum mæli em vegir, hús og línulagnir í óbyggðum? Hve mikil er landeyðing mib- ub við landgræbslu? Hve mikiö hafa menn breytt votlendi, fjörum eba vatnsföllum? Hver er staða skóga og endurnýjunar þeirra? Umhverfisráðuneyti á að skila svona mati innan árs til brábabirgba. Þá kemur fram meiri kjölfesta í náttúrusókn- ina. IV. í öðm lagi nefni ég fræöslu. Hún fer fram víða, en þarfnast meiri samræmingar og á ab aukast til muna. Fjölmiðlar, skólar og bein fræðsla á vettvangi em þrír mikil- vægir þættir. íslendingar hafa lengi lifað sem ábyrgöarlitlir notendur náttúmnnar og orðib fróðir um hana sem slíkir, en ekki sem varfærnir vörslumenn. í fjölmiðlum þarf ab auka frambob innlends efnis (með umröðun fjármuna og auknum framlög- um). í skólum þarf hið minnsta að tvö- falda náttúmtengt efni og tengja meira af því inn í almennar námsgreinar. í aukinni almenningsfræðslu þarf ab nýta sérfræb- ingana og bændur og sjómenn, sem sitja inni með gífurlega þekkingu á lifandi og dauðri náttúm. Það starf á að launa af sam- eignarfé okkar, líkt og í skólakerfinu. Þetta er verk handa menntamálayfirvöldum. í þriðja lagi nefni ég vinnu á vettvangi. Með því að búa til störf skólafólks og fullorð- inna og launa með tímabundnum gjöld- um af öllum ferðalöngum á sumum ferða- mannastöbum er hægt ab vinna gífurlegar bæmr þar sem við á. Til viðbótar á aö ýta undir sjálfboðalibsvinnu meö ríkisstofn- unum, félögum og fyrirtækjum með öllum ráðum. Öll vettvangsvinna er kennsla í náttúmfræðum, ef vel er ab staðið. Þetta er verkefni handa félagsmálayfirvöldum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.