Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 5. ágúst 1994 Sigurbjörg Alexandersdóttir húsfreyja oð Krossnesi í Árneshreppi Fædd 13. maí 1922 Dáin 29. júní 1994 Hvað er Hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til Ijóssins leiðir, Ijósmóðir, sem hvílu reiðir, sólarbros, er birta él, heitir Hel. Hvað erHel? Hvíld, er stillir stonn og él, endumaering þungaþjáðum, þreyttum, þíndum, hrelldum, smáðum, eilífbót, þeim breytti vel, heitir Hel. (Matth. Jochumsson) Hún Sigurbjörg Alexanders- dóttir á Krossnesi er látin. Hún lést á Reykjalundi þann 29. júní s.l. eftir nokkurra mánaða veru þar, þar sem hún beið milli heims og helju þess, sem koma skyldi og var óumflýjanlegt. Hún var jörðuð að Árneskirkju 8. júlí að viðstöddu fjölmenni heimamanna og aðkominna, sem komu til að fylgja henni síbasta spölinn til grafar. Lífi hennar og löngum sjúkdóms- ferli var lokið. Sú hvíld var henni og öllum nákomnum og vinum hennar léttir frá því að vita hana helsjúka og fá þar ekk- ert að gert. — Þau umskipti, sem orðin eru, eru eins og segir í þeim ljóðlínum trúarskáldsins, sem hér er vitnað til: „Öllum líkn sem lifa vel" og dauðinn vitjabi hennar eins og ljósmóö- ir, sem tekur á móti barni og til- reiöir nýja hvílu með sólarbrosi. Slík hugsun er hverjum, sem kvebur ástvin sinn og samferba- mann við dauðans dyr, mikil huggun og fagnaðarbobskapur. Vitandi að Drottinn vakir daga og nætur yfir þeim sem ganga á guðs síns fund. Sigurbjörg var fædd í Reykjar- firði á Ströndum 13. maí 1922. Foreldrar hennar vom hjónin Alexander Árnason, ættaður og uppalinn í Hrútafirði, og Svein- sína Ágústsdóttir frá Kjós (Kjósarætt). Þau bjuggu í Reykj- arfirði fyrstu búskaparár sín, en fluttu að Kjós árið 1933 og voru jafnan kennd við Kjós. Þar ólst hún upp með foreldrum sínum og þrem systkinum. Þau vom: Ágúst, fluttist til Reykjavíkur, kvæntist og átti 3 dætur; dáinn. Skúli, fyrrv. al- þingismaður og útgerðarmaður á Hellissandi. Alda, gift Stefáni Kristjánssyni, Nesi í Fnjóskadal. Hún var ab mestu heima í for- eldrahúsum og átti þar góða og glaða daga við öll algeng heim- ilisstörf, þar til hún gekk að eiga Eyjólf Valgeirsson frá Norður- firði, árið 1944. Hann var þá orðinn kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Strandamanna, sem hann stýrbi með sóma og sann við al- mennar vinsældir í 13 ár. í hans kaupfélagsstjóratíð voru miklar umbætur gerðar þar á stabnum til mikils hagræðis og hagsbóta fyrir rekstur og starfsemi félags- ins alla. Nýtt íbúbarhús var byggt í stað gamals timburhúss, sem byggt var á fyrstu árum kaupfélagsins og var orðið óhæft til íbúðar. Var íbúð kaup- félagsstjórans á efri hæð húss- ins, en á neðri hæð sölubúð, geymsla og skrifstofuhúsnæbi. Voru þau húsakynni vel byggð og vönduð, að þeirrar tíðar hætti, og stórkostleg umbót frá því sem var áður búið vib. Einn- ig var byggö stór vömskemma niður yi.b sjóiAh yið uppskipun- t MINNING arbryggjuna, til mikils hagræbis viö upp- og útskipun á vörum. Jafnframt var keypt díselvél til framleiðslu rafmagns til lýsing- ar fyrir staðinn. Allt þetta voru nauðsynlegar framkvæmdir og til stórra bóta fyrir allan rekstur og starfsemi félagsins og leysti úr stórum vanda, sem áður hafði orðið að búa við. Á þeim ámm var stofnab útibú frá kaupfélaginu á Djúpuvík, sem þá var fjölmennur athafna- staður. Þar meb var öll byggðin í hreppnum orðin viðskipta- svæði Kaupfélags Stranda- manna. Og við þab bættust bæ- irnir austan Skorarheiðar, innan Grunnavíkurhrepps. Starf kaup- félagsstjórans á Norðurfirði var ærib umfangsmikið á þessum árum, en starfslið ekki margt. Við hlið Eyjólfs bónda síns á þessum árum vann hún Sigur- björg mikilsvert starf í allri fyrir- greiðslu og þjónustu við við- skiptamenn kaupfélagsins, sveitunga sína og aðra. Sam- göngur voru þá abrar en nú. Ak- færir vegir voru engir að staðn- um og abdrættir manna þá meb allt öðrum hætti. Menn komu í verslunarerindum á bátum sín- um og áttu þá undir högg að sækja um heimferðir, því oft skipast veður skjótt svo menn komust ekki leiðar sinnar svo sem ætlað var. Aðrir komu á hestum, þegar því varð við komib, og enn aðrir fótgang- andi og báru úttekt sína heim á sjálfum sér. Mörgum var þá meiri þörf á fyrirgreiðslu og ab- hlynningu en nú þegar rennt er hindrunarlaust á vélknúnum farartækjum og lítill stans hafð- ur á. Þá var gott að njóta við- móts og aðhlynningar Sigur- bjargar og þeirra hjóna beggja. Og mörgum komu vel leiðbein- ingar hennar um vöruval og viðskipti sín, því hún hafði glöggt auga fyrir þeim hlutum sem öðrum. Þó árin hafi libib og þeim fækkað, sem þessarar þjónustu nutu, og margt gleymist í tím- ans rás, þá hygg ég aö enn minnist margur heimamabur og burtfluttur þessara tíma með þakklæti, nú við burtför hennar af þessum heimi. Þau eignuðust 5 börn, þrjár dætur og tvo syni. Þau eru: 1. Hildur, f. 22/3 1944, húsmóð- ir í Reykjavík. 2. Úlfar, f. 27/3 1946, bóndi á Krossnesi. 3. Petrína Sigrún, f. 19/7 1950, búsett í Reykjavík. 4. Fríba, f. 23/11 1961, kennari á Hofsósi. 5. Valgeir Alexander, f. 17/4 1965, trésmibur. Búsettur í Reykjavík. Eftir 13 ára starf vib kaupfélag- ið breyttu þau um starf. Keyptu þau þá jörbina Krossnes og hafa búið þar og átt þar heima og notið vinsælda sem áður, og bjuggu góðu búi þar til þau létu jörb og bú í hendur Úlfars sonar síns fyrir nokkrum árum. Á Krossnesi undu þau vel hag sínum. Þar hafa þau komið miklu í verk að því er snertir byggingar allar á stabnum og ræktað svo til hvern blett í landi jarðarinnar, sem hægt er að rækta, sumt vib erfiö skilyröi. Bærinn á Krossnesi stendur á nesinu norðan við Trékyllisvík- ina og Norðurfjörðinn. Þaðan er meira víðsýni en frá nokkrum öðrum bæ í hreppnum og þó víðar væri leitað. Útsýni þaðan er sérstaklega stórbrotib og fag- urt. Af bæjarhlaði blasir við Tré- kyllisvíkin umgirt tignarlegum fjallahring, sem á góðviðrisdög- um spegla sig í haffleti Víkur- innar. Á bak við þau, innan Reykiarfjarðar, standa eins og risar á verði hin risavöxnu fjöll og tindar, sem eru með hæstu fjöllum Vestfjarðakjálkans. í austri getur að líta fjöll, Vatns- ness-, Víðidals-, Vatnsdals- og Skagafjöllin, og Skagaströndina út til ystu táar hennar, þá Fljóta- fjöllin allt austur undir Siglu- fjörð. Stöku sinnum sést Gríms- ey í hillingum, iðandi í tíbrá lofthjúpsins. Allt er þetta dásamlega fagurt og tilkomumikið og yndisauki þeim sem við það búa. Þó ekki verbi þetta metið til peninga- verðs, veitir það þeim unað, sem við þab búa, og bindur þá fastari böndum við sitt heima. Allt þetta kunni Sigurbjörg vel ab meta og náut þess. Árið 19*71, þann 17. mars, urðu þau fyrir því tjóni að íbúöarhús þeirra á Krossnesi brann til kaldra kola á örskammri stundu, svo fáu varð bjargað. Stóðu þau þá á köldum klaka, slypp og snauð um hávetur. Það var hörð raun. Þá stóðu þau Krossneshjón á krossgötum. Sigurbjörg var þá farin að kenna mjög þess sjúkdóms (lömunar), sem ekki varð við ráðið og ágerðist eftir því sem tíminn leið. Nokkru áður en bruninn varð, varð Eyjólfur fyrir sjúk- dómsáfalli, sem lamabi þrek hans á þeim tíma. En yfir það komst hann að mestu eða öllu leyti, án alvarlegs áfalls. Um þessar mundir var mikill fólksflótti héðan úr Árnes- hreppi. Hvert býlið af öbru fór í auðn. Fólkið flutti burtu. Ár- ferbi var illt í fleiri ár samfellt og margir reyndu að bjarga sér undan því í von um betri hag. Meira en helmingur hreppsbúa hafði flutt í burtu á fáum árum. Enginn vissi hver tæki sig upp næst og skildi eftir í eybi það sem hann hafði áður búið við. — Það var því ekki björt fram- tíð, sem blasti við þeim Kross- neshjónum á þessum tíma. Úr því sem komiö var, gat það ráð- ið úrslitum fyrir marga abra hvort þeir fáu, sem eftir voru, hrykkju eða stykkju og færu sömu leið og þeir sem á undan voru farnir. Mátti því segja, ab það, sem enn var ekki farið í eyði af sveitinni okkar, héngi á bláþræöi. Hér var því úr vöndu ab ráða fyrir þau Krossneshjón- in og börn þeirra, sem heima voru. Þab var síður en svo fýsi- legur kostur fyrir þau, eins og á stóð, að leggja í að byggja upp þab sem brunniö hafði. Það kostaði sína umhugsun. Eftir ab hafa velt þessu fyrir sér, varð sú ákvörðun þeirra ofan á, að þau ákváðu að veita það við- nám sem þau máttu, og vissu að mikið gat oltib á fyrir aðra, meb því ab leggja í nýja byggingu íbúbarhúss á Krossnesi. Þó ég viti ab um þetta fór hugur þeirra beggja saman, þá er hitt víst að hlutur Sigurbjargar var stór í þessari ákvörðun og réö mestu. Fyrir þab eigum vib sveitungar hennar henni stærri þökk ab gjalda heldur en margur gerir sér grein fyrir. Sá steinn, sem þar var lagður í undirstöðu okk- ar veikbyggöa sveitarfélags, var okkur happa- og gæfuvegur. Þegar ég nú hugsa til þess, þá drúpi ég höfði í hljóðri þakkar- bæn fyrir þá ákvörðun, sem hin látna heiðurskona og vinkona mín átti sinn stóra hlut að, um leið og ég þakka mínum góba bróður hans hlut. Enn stöndum við á krossgöt- um. Og enn stendur sá dómur yfir okkur af hálfu stjórnvalda, að þessi sérstæða byggð skuli fara í eyði til að létta ómegð af öðrum þegnum þjóðfélagsins, útgefin af æðstu stjórnvöldum undir kaldranalegasta tilsvari mannkynssögunnar: „Sjá þú sjálfur fyrir þínum hlut. Ekki á ég að gæta bróður míns." Eftir að þau hjónin létu jörð og bú í hendur sonar síns, byggðu þau sér á heimahlaði einkar snotra og þægilega íbúð þar sem séð var fyrir að allt gæti verið til þæginda fyrir Sigurbjörgu og þau hjónin, við vaxandi hreyfi- hömlun hennar. Þess hefur hún notib nokkur síðustu árin og fyrir það gat hún verið lengur heima en annars hefði orðið. Það mat hún mikils. Þau höfbu lengi notið aðstobar Petrínu dóttur sinnar, meðan hún var heima. Nú síðustu árin naut hún hjálpar tengdadóttur sinn- ar, Oddnýjar Þóröardóttur, konu Úlfars sonar þeirra. Fyrir það var hún mjög þakklát. Ég hefi hér stiklað á nokkrum atriðum frá lífi og samskiptum við hina látnu mágkonu mína og vinkonu um langa ævi. Þar er margt að þakka fyrir mig, konu mína sem nú er látin, og mitt skyldulið, sem hún sýndi ávallt mikinn og falslausan vin- arhug. Oftar en til nokkurs ann- ars hringdum við í símann til hennar og hún til okkar til að halda tengslum við, þegar ferö- um okkar fækkaði, og til ab spjalla um daginn og veginn og það sem við hafði borið, þó allt- af væri það ekki stórt. Sigurbjörg var ab eðlisfari stór- greind. Þaö átti hún ekki langt að sækja. Hún var mannblend- in að eðlisfari og fróbleiksfús. Hún var gædd frábæm minni. Hún mundi afmælisdaga flestra eða allra sveitunga sinna og margra annarra út í frá. Gott að eiga hana að með það fyrir þá, sem voru gleymnir á þá hluti. Hún var vinrækin og vinmörg, gædd falslausu vinarþeli til allra, sem hún átti samleið með, og bar ekki annað en hlý orð á milli manna. — Hún var mikill dýravinur og hafði yndi af öll- um skepnum, jafnt húsdýrum og búfénaði. Meðan hún hafbi heilsu og getu fór hún í fjárhús- in með bónda sínum og gældi við kindurnar, og þær hændust ab henni. Og á nöfn þeirra var hún minnug og gat rakjð ættir ánna sér og öðrum til glöggvun- ar. Af því og öðru dreg ég þá ályktun, að mannfræði og ætt- fræði hefði verið henni ákjósan- legt viðfangsefni, ef hún hefði haft ástæöur til að leggja það fyrir sig. — í barnaskóla var hún frábær nemandi. Við burtfarar- próf úr skólanum fékk hún hæstu einkunn, sem nokkurt barn hafði tekið fram til þess tíma, frá því próf hófust. Það met stóð lengi óhnekkt. Má vera að það standi enn. Þetta sýnir hve góðum námsgáfum hún var gædd og bendir til að hún hefði náð langt ef hún hefði lagt inn á þá braut, sem nú er öllum opin, en var ekki þá. Sigurbjörg fór snemma að kenna heilsubrests. Var það lömun sem ágerðist svo henni urðu ýmis störf óhæg og henni erfitt að hreyfa sig. Leitað var hugsanlegra íeiða til að bæta og lækna sjúkdóm hennar, en þab reyndist árangurslaust. Varð það henni mikil raun. Hún, sem hafbi svo glöggt auga fyrir því hvernig átti ab gera hlutina, gat ekki framfylgt því í verki. Það gat verið erfitt, henni og öðrum. Það skilst þeim misjafnlega sem heilbrigðir eru. I sjúkdómi hennar naut hún umönnunar og umburðarlyndis bónda síns í ríkum mæli, svo og barna sinna og nú að síðustu tengdadóttur. Upp úr síðustu áramótum ágerðist lömun hennar svo að ekki var hægt aö veita henni þá hjúkrun sem hún nauðsynlega þurfti. Var hún þá flutt suður á Landspítalann í rannsókn og til lækningar ef hægt væri. Það reyndist vonlaust. Þaðan fór hún á Reykjalund þar sem hún lá þar til yfir lauk. Var þá vitund hennar þverrandi og hún nærð í æð síðustu mánuðina. Dauð- inn, þegar hann bar að, var henni því kærkomin lausn. „Ei- líf bót, þeim breytti vel." Svo var um Sigurbjörgu. Ég hefi hér farið nokkrum minningarorðum um hina látnu vinkonu mína og náinn samferðamann um langan ævi- feril okkar, eftir því sem búib hefur í huga mér frá þeirri sam- leið og rifjast hefur upp við til- hugsun um burtför hennar úr því samfélagi, sem hún helgaði sig og vann fyrir af eðlislægri góövild sinni allt það er hún mátti, og hin síöari árin með veikum burðum. Ég finn mig standa í ógoldinni skuld við hana og sakna hennar nú þegar leiðir skiljast. Hafi hún hjartans þökk mína og minna fyrir það allt. Hygg ég mig geta sagt það sama fyrir hönd allra sveitunga minna, sem hún átti samskipti við. Ég lýk þessum kveðju- og minningarorðum um hina látnu heiburskonu meb ljóðlín- um úr hinu fagra trúarljóði Sig- urðar Kristófers Péturssonar: Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og ncetur yfir þér. Bróbur mínum og öðrum ást- vinum hennar sendi ég samúb- arkveðju mína og bib þeim blessunar. Bæ, 19. júlí 1994, Guðmundur P. Valgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.