Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 3. ágúst 1994 11 §y 11 P)ETUR SIGURÐSSON IÞRO Enska knattspyrnan: Á fjóröa tug beinna útsend- inga frá enska boltanum Islenskir sjónvarpsáhorfendur fá tækifœri til ab fylgjast náib meb enska boltanum í vetur, eins og undanfarin ár. Ríkissjónvarpib verbur meb á fjórba tug beinna útsendinga frá leikjum úrvalsdeildarinnar ensku í allan vetur. Hér er þab Mark Hughes sem leggur knöttinn í net leikmanna Tott- enham og örugglega eiga íslenskir sjónvarpsáhorfendur eftir ab sjá slíkt gerast nokkrum sinnum. Á fjóröa tug beinna útsendinga frá ensku knattspyrnunni verða á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. Að sögn Ingólfs Hannessonar, deild- arstjóra íþróttadeildar Ríkisút- varpsins, hefur þegar verið gengið frá þessu. Að auki er stefnt að því að hafa einnig beinar útsendingar á laugardögum frá öðrum íþrótta- viöburðum, hér innanlands. Ingólfur segir að beinar útsend- ingar frá ensku knattspyrnunni á laugardögum hefjist um leið og íslandsmótinu í knattspyrnu er lokið, en því lýkur 24.september. Fyrsta útsendingin verði því l.október og líklegt má teljast að þær verði í heildina um 34-35 talsins, frá enska boltanum, meb úrslitaleik í bikarkeppni og jafn- vel fleira. „Við verðum síban vikulega í vetur, ef undan eru skildir þeir dagar þar sem ekki er leikib í ensku deildinni, og síðan ætlum vib ab reyna, eins og við gerðum síðastliðið vor, ab halda áfram þar til íslenska knattspyrn- an hefst næsta sumar," segir Ing- ólfur. Einnig verður þáttur 1X2 aftur settur á dagskrá Sjónvarpsins, en NM U16 ára í knattspyrnu: Góöur sigur á Englendingum íslenska landsliöiö skipað leik- mönnum yngri en 16 ára sigraði Englendinga á Norðuriandamót- inu í knattspyrnu, 4-3 og er þetta annar sigur liðsins á mótinu, því að í fyrradag sigrubu þeir Norð- menn 2-1. Þetta er frábær árang- ur hjá strákunum og svo gæti far- ið að þeir léku til úrslita á mót- inu, en þeir eiga eftir að leika gegn Dönum á laugardag. Staðan í hálfleik var 3-1 íslend- ingum í vil og pressuöu Englend- ingar stíft í síðari hálfleik og nábu ab jafna 3-3. Sigurmark ís- lands kom síban á síðustu mín- útu leiksins. Mörk íslands í leiknum gerðu þeir Haukur Ingi Guðnason, sem gerði tvö mörk, og Þorleifur Árnason og Edilon Hreinsson, sem geröu eitt mark hvor. ■ Vináttuleikur gegn Eistum íslenska A-landsliðið í knatt- spyrnu leikur vináttulandsleik í knattspyrnu gegn Eistlending- um á Akureyrarvelli ló.ágúst klukkan 18.30. Reiknað er meb að flestir atvinnumenn íslands muni verða með í þessum leik. ■ í kvöld Knattspyrna 2. deild karla Selfoss-Víkingur kl. 19.00 KA-Þróttur R. kl. 19.00 HK-Grindavík kl. 19.00 Fylkir-Leiftur kl. 19.00 3. deild karla Haukar-BÍ kl. 19.00 Höttur-Völsungur kl. 19.00 Tindastóll-Fjölnir kl. 19.00 Víbir-Skallagrímur kl. 19.00 4. deild karla Ökkli-Smástund kl. 19.00 Grótta-Ægir kl. 19.00 Ármann-Léttir kl. 19.00 KBS-Neisti D. kl. 19.00 hann naut, ab sögn Ingólfs, mik- illa vinsælda á mebal knatt- spyrnuunnenda og verbur hann með sama snibi og áöur. Þáttur- inn verður á dagskrá á miðviku- dagskvöldum kl. 19.00 og endur- sýndur sama kvöld kl. 23.15. „Þeim sem misstu af sýningunni á miðvikudögum í fyrra fannst of langt að bíða eftir endursýning- unni fram á laugardag og því end- ursýnum við hann sama kvöld." í þættinum verða sýnd mörk helg- arinnar áður, auk þess sem þjóð- þekktir abilar tippa á þrettán. Hvað aðrar beinar útsendingar varðar er íþróttadeildin stórhuga. „Það hafa engar ákvarbanir verib teknar, en við höfum mestan áhuga á því ab vera helst með beinar útsendingar alla laugar- daga í vetur frá handbolta, körfu- bolta og jafnvel fleiri íþrótta- greinum. Við höfum komist ab því ab beinar útsendingar eru þab efni sem flestir hafa áhuga á að sjá." Ingólfur segir það hins vegar vandamál að við upphaf keppnis- tímabils eru flestar íþróttagreinar ekki á sérstaklega háu plani og sumir af þeim leikjum sem sýndir Sex íslendingar keppa á Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþrótt- um sem fram fer í Helsinki í Finn- landi dagana 7-14. ágúst næst- komandi. íslendingarnir sex hafa allir náð tilskildum lágmörkum, sem gefur þeim keppnisrétt á mót- inu. Keppendurnir eru þau Pétur Guð- mundsson í kúluvarpi, Jón Arnar Magnússon í tugþraut, Gubrún Amardóttir í 100 m. grindar- hlaupi, Martha Ernstdóttir í 10 þúsund metra hlaupi, Sigurður Einarsson í spjótkasti og Vésteinn Hafsteinsson í kringlukasti. Auk þess fara fjórir þjálfarar og farar- stjórar, en það eru þeir Þráinn Haf- steinsson, Stefán Jóhannsson og Helgi Þór Helgason landslibsþjálf- arar og Helgi Siguröur Haraldsson formaður FRÍ og fararstjóri. Ekki er fullkomlega ljóst hver staða keppendanna er fyrir mótið, en möguleikar íslensku keppend- anna hljóta aö liggja sem fyrr í kastgreinunum. Reyndar er keppnin í kúluvarpi, kringlukasti Ron Atkinson, framkvæmdar- stjóri Aston Villa, hefur fest kaup á framherjanum, John Fashanu frá Wimbledon, fyrir um 1,4 milljónir punda. Fæðingin var erfið hjá Ron Atkinson því tvívegis hafbi slitnab upp úr viðræðum félag- anna, en í þriðja skiptið hafbist hafi verib beint á þessum tíma hafi ekki haldið áhorfandum við sjónvarpstækiö. Ingólfur segir að þegar hafi verið rætt bæbi við HSÍ og KKÍ um þessi mál og ab þær og spjótkasti mjög hörð, en ekki ætti að vera óraunhæft ab þeir Pét- ur Gubmundsson og Sigurður Ein- arsson komist í úrslit og á góðum degi ætti Vésteinn ab gera það einnig. Hvað hina keppendurna varðar þaö. „Samningaviðræðurnar tóku tíu daga og tvívegis vorum við reknir til baka. í þribja skipt- ið tókst okkur hins vegar að sannfæra stjórnendur Wim- bledon. Mín sannfæring er sú að Fashanu kemur til meb að hafa mikil áhrif á libib og færa líf í sóknarleikinn hjá okkur," viðræður hafi verið jákvæðar. Þeim vibræbum verði haldib áfram og vart ætti ab líða á löngu þar til niöurstaða fæst. er mjög á brattann ab sækja, en þó ættu íslandsmet að verða í hættu. Mótið verbur sett í Helsinki á sunnudag, en nokkrir íslensku keppendanna hafa dvalið á Norb- urlöndum vib æfingar og keppni að undanförnu. ■ sagði Atkinson. Fashanu var ánægður með ráðahaginn. „Ég er búinn að vera hjá Wimbledon í níu ár og ég verð að viðurkenna að ég var farinn að hægja dálítið á. Með því að skipta um félag vona ég að áhugi minn á leiknum auk- ist," sagði Fashanu. ■ Molar.. ... Alex Ferguson, framkvæmd- arstjóri meistara Man.Utd, hefur tilkynnt að írsku landsliðsmenn- irnir Roy Keane og Dennis Irv.ir' muni ekki leika meö liðinu í leiknum um góögerðarskjöldinn á Wembley 14.ágúst næstkom- andi, auk þess sem þeir verða ekki með í fyrstu leikjum li&sins í úrvalsdeildinni. Leikmönnunum tveimur var gefið frí eftir úrslita- keppni HM í Bandaríkjunum og eiga ekki að mæta í herbúðir Man.Utd fyrr en á næstkomandi þriðjudag. „Það er mikilvægt, bæði andlega og líkamlega að þeim sé gefið tækifæri til aö ná sér eftir gríöarlega erfiba keppni við erfiðar a&stæbur. Vib viljum ab þeir hvílist og vonandi fáum við að njóta ferskra krafta þeirra síbar," sagbi Ferguson. ... Erlendir fjölmi&lar segja ab brasilíski landslibsmaburinn Muller kenni stjórnendum brasil- íska liðsins Sao Paulo um að ekki gekk saman með liðinu og Tot- tenham um kaup á leikmannin- um. „Þeir voru svo lengi ab taka ákvörbun, ab Tottenham keypti Klinsmann. Ég missti því af möguleikanum ab komast til Evrópu. Ég tapabi af fjögurra ára samningi, 15% af sölufénu og háum launum og nú þarf ég ab fá einhverjar bætur frá Sao Paulo," segir Muller. Samningur hans vib Sao Paulo rennur út í lok ágúst og reynir hann nú ab semja upp á nýtt. ... PSV Eindhoven frá Hollandi hefur fest kaup á hinum 17 ára Ronaldo frá Brasilíu, sem af mörgum er talinn efnilegast knattspyrnumabur í heimi, fyrir um 420 milljónir íslenskra króna. PSV Eindhoven hábi harba bar- áttu vib stórlibin AC Milan og )u- ventus, en hafbi betur. Ronaldo var í 22 manna hóp heimsmeist- ara Brasilíumanna í úrslitakeppni HM, en lék ekkert í keppninni. Ronaldo fetar í fótspor Romari- os, sem lék meb PSV áður en hann hélt til Barcelona. ... Abou Soumahoro, 22 ára leikmabur meb áhugamannalibi í knattspyrnu á Fílabeinsströnd- inni, var stunginn til bana þegar hann var ab búa sig undir ab taka vítaspyrnu. Leikmaburinn lést á leibinni á sjúkrahús. Árásar- maðurinn flýði ásamt félögum sínum í skjóli skotvopna og hnífa. Tveir menn voru jáó hand- teknir sibar grunabir um verkn- abinn. ... Þeir Alexander Högnason og Sigursteinn Gíslason verba f leikbanni þegar Skagamenn mæta Bangor í forkeppni Evr- ópukeppni félagsliba á þribju- dag. Astæðan er tvö gul spjöld sem þeir fengu í Evrópukeppn- inni á síbasta ári. ... Það er rétt að taka þab fram ab í fréttinni um fyrstu umferö á íslandsmótinu í handknattleik karla var rangt farib meb það hvenær mótið hefst. Þab rétta er ab fyrsta umferb mótsins fer fram þann 21 .september, en ekki 1 .október. Það er hins vegar rétt ab 1 .deild kvenna og 2.deild karla hefjast 1 .október. ... Ekki er talib líklegt ab Grótta taki þátt í l.deildarkeppninni í handknattleik. Hópurinn hefur undanfarin ár ekki verib nógu stór og nú þegar hafa þær Fann- ey Rúnarsdóttir og Laufey Sig- valdadóttir, burbarásar libsins, skipt yfir í Stjörnuna. ... Everton hefur fest kaup á Vinny Samways frá Tottenham fyrir um 2,2 milljónir punda. Tottenham hefur þegar eytt um 4,6 milljónum punda í kaup á tveimur leikmönnum og ekki er ólíklegt að salan sé til að fá eitt- hvað upp í kaupin. Þó getur einnig verib að Tottenham hyggi á fleiri landvinninga, því abaleigandi félagsins hafbi lofab að afhenda framkvæmdarstjóra félagsins, Ardiles, 4 milljónir punda til ab eyba í leikmenn. Ardiles á því enn inni fé til þess ab ey&a í leikmenn. Frjálsar íþróttir: Sex keppendur á EM í frjálsum í Helsinki Pétur Cubmundsson verbur mebal keppenda í Helsinki. Enska knattspyrnan: John Fashanu til Aston Villa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.