Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 4
4 íjítuiim Föstudagur 5. ágúst 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Öfugþróun Þeir, sem spyrna viö fótum gegn reykingum og notkun vímuefna, eiga við ramman reip aö draga. Mikið starf er unnið til að lækna fólk af fíkniefnaár- áttu og miklar vonir hafa verið bundnar við fyrir- byggjandi starf til að forða fólki frá að ánetjast eitur- efnum og vímugjöfum. En nú blasir sú blákalda staðreynd við, að kannanir meðal framhaldsskóla- nema sýna að reykingar og vímuefnanotkun meðal þeirra fer í vöxt fremur en hitt. Mikið og gott starf hefur verið unnið til að upplýsa börn og unglinga um skaðsemi eiturefnanotkunar í þeirri von og trú að bægja hættunni frá og koma í veg fyrir að ungmennin byrji nokkru sinni að ánetj- ast óvananum. Áreiðanlega hefur starfið skilað góð- um árangri og beint mörgu ungmenninu inn á heil- næmari brautir og forðað því frá að verða reyking- um og vímuefnanotkun að bráð. Það ber ekki að vanmeta. Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála gerði viðamikla rannsókn á vímuefnanotkun fram- haldsskólanema 1992 og aftur í ár. Niðurstöðurnar eru hrollvekjandi umhugsunarefni. Reykingar, áfengisneysla og notkun annarra vímuefna er að aukast meðal unga fólksins. Enginn hörgull er á hassi, amfetamíni eða LSD á markaði og auðvelt er að útvega önnur eiturefni, ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Áfengi í öllu formi er yfirfljótandi og vandalaust að verða sér úti um það fyrir þá sem eiga fyrir því. Hér er aðeins um að ræða ástandið meðal unglinga í framhaldsskólum. Engin ástæða er til að ætla að ástandið meðal annarra hópa ungs fólks sé hótinu skárra. Ekki ber að skilja niðurstöðurnar svo að allur ung- lingaskarinn sé lagstur í áfengisþamb, tóbaksneyslu og dóp. Langt því frá. En eitthvað er að bila hjá ald- ursflokknum, því neyslan er að aukast þrátt fyrir all- an áróðurinn og forvarnarstarfið. Yfir helmingur þeirra sem könnunin náði til neytir áfengis að minnsta kosti mánaðarlega og fjórðungur hefur svælt hass og ótrúlega hár hundraðshluti segist geta útvegað ólögleg vímuefni. Markaðurinn er greini- lega yfirfljótandi af vímuefnum af öllu tagi og svar- ar kröfum aukinnar neyslu. í öðrum Evrópulöndum er þróunin svipuð og sums staðar mun örari en hér. Aukin menntun og fræðsla kemur ekki í veg fyrir að ungir sem eldri fórni lík- ama sínum og sálarfriði fyrir skammvinna eitur- efnavímu. Ekki dugir að leggja árar í bát þótt móti blási og enn er þörf að herða á fræðslu og áróðri gegn vímu- efnaneyslu. Forvarnarstarfið meðal ungmenna er miklvægast, því gangi það upp kemur að því að markaðurinn fyrir vímuefni hverfur með öllu. Smygl og eiturefnasala væri ekki fyrir hendi ef ekki væri markaður fyrir varninginn. Því ber að leggja höfuðáherslu á að uppræta neysluna. Það verður aldrei gert nema með því að kanna á heiðarlegan hátt og undanbragðalaust hverjar eru helstu ástæð- ur fyrir því að ungt fólk, sem á að vita betur, gerist þrælar vímuefnanna. Hverjir eru helstu áhrifavaldar á lítt mótaða hugi unglinga á viðkvæmu þroska- stigi? Hér er kannski fyrst og fremst við siðferðileg vandamál að kljást og úrkynjun heilbrigðra við- horfa. í baráttunni við vímuefnanotkunina verður að líta til fleiri átta og komast að því hvað gerir hana svona eftirsóknarverða í augum unga fólksins. Eða hvað veldur kæruleysinu gagnvart hættunni. Allt eftir bókinni Fátt kemur þjóöarsálinni svo úr jafnvægi sem tilfærslur í utanríkisþjónustunni. Á fyrstu árum lýðveldisins var meginreglan sú ab skipa upp- gjafastjórnmálamenn í sendi- herrastöbur. Var það almenn skoðun að þeir væru best fallnir til þess að verja hags- muni landsins á erlendri grund. Þegar fram liðu stund- ir óx úr grasi stétt atvinnu- fólks sem taldi sig eiga meiri rétt á slíkum stöbum, bæði vegna menntunar og reynslu, og ekki síður vegna þess ab fyrrverandi stjórnmálamenn hefðu oft á tíðum litla hug- mynd um þau verkefni sem sendiráð eiga að annast. Um hríð dró úr þessum pólitísku veitingum í sendiherrastöður, en þó hefur alla tíb veriö pláss fyrir stjórnmálamenn úr rétt- um flokki í þessar eftirsóttu stöbur. Það er ein meginregl- an í íslenskum stjórnmálum á lýbveldistímanum ab fyrrver- andi formenn Alþýbuflokks- ins séu skipaðir í sendiherra- stöbur, með tveimur undan- tekningum. Glas í hendi og kökudiskur Nú hefur þjóðarsálin komist úr jafnvægi, ekki vegna þess að fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins eigi að verða sendiherra viö hirð hennar hátignar Elísabetar II, heldur út af þeirri sjálfsögðu rábstöf- un abjakob Frímann Magnús- son skuli vera í forsvari fyrir jakob Frímann Magnússon sendiráðið í Lundúnum þang- að til Kjartan kemur. De Gaulle hafði lítib álit á sendiherrum og utanríkis- þjónustu yfirleitt, enda taldi GARRI hann að þjóðarleiðtogar ættu að gera út ummálin sín í milli. Sendiherrar væru í besta falli abstoðarmenn fólks í vand- ræðum, og þyrftu ella ekki að kunna annaö en halda á glasi og kökudiski í annarri hend- inni og heilsa viðmælendum sínum með hinni. Það þarf að vísu styrka hönd og sterkar taugar til þess ab ná slíkri leikni, en meb þolinmæði og æfingu tekst flestum það. Góöur menningarfulltrúi Jakob Frímann kann vafalaust ráð til þess að komast klakk- laust gegnum kokkteilbob, en hann virðist þó hafa fengist vib ýmislegt annað, og raunar sýnt með dugnaði sínum og hugkvæmni að hagsmunum landsins er ekki síður hægt að þjóna með uppákomum og auglýsingabrellum en eftir- mibdagsdrykkju og blabri út í bláinn. Þjóðin láti nú huggast. Jakob sér um ab kynna ísland og ís- lenska menningu í öllum sínum undarlega margbreytileik, og svo kemur fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins eftir hinni nær ófrávíkjanlegu reglu um stöðu- veitingar og sér um hitt. Garri Vegir og Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að skrifa um vegi og umferð, en þó vil ég freistast til þess nú eftir verslunarmanna- helgina. Umferð þá var ekki meiri en um venjulega sumarhelgi. Sann- leikurinn er sá að umferð er allt sumarið mjög þung um helgar, einkum í nágrenni höfuðborgar- innar. Batnandi vegir og mikil sumarhúsaeign eiga þarna með- al annars hlut ab máli. Algengt er ab bílaröðin sé lítt rofin aust- ur fyrir fjall og á Vesturlandsveg- inum og á sumrin er umferð innlendra og erlendra öku- manna mikil um land allt. Batnandi vegakerfi Nú fer að fækka þeim köflum á hringveginum frá Reykjavík til Akureyrar og Hafnar í Horna- firði sem eru með malarslitlag. Hins vegar eru langir kaflar á sama vegi á Noröausturlandi og einkum á Austurlandi sem enn eru með malarslitlagi. Þessir kaflar verða því hættulegri sem aðrir vegir verða betri. Þar að auki er fjöldi malarvega í öllum landshlutum utan hringvegar- ins sem bera mikla umferb. Það er afar brýnt ab gera enn mikib átak í ab ljúka þessum vegarköflum og leggja þá bundnu slitlagi. Munurinn á þeim og vegum sem byggðir hafa verið upp á síðustu árum er svo mikill og viðbrigðin fyrir ökumenn veröa því meiri sem þeir em vanari þeim góöu veg- um. Nýuppbyggðir vegir eru hæð- armældir og réttir af með einni akrein í hvora átt og miðlína merkt. Á malarvegunum er ekkert slíkt fyrir hendi og akst- ur á þeim krefst sérstakrar þjálf- unar. umferð Slitlagsáætlun Af þessum sökum þolir það enga bið að gert sé átak í að ljúka slitlagsframkvæmdum á malarvegum og rétt væri að gera sérstaka áætlun í því efni og fjár- magna hana sérstaklega. Hætt- Á víbavangi an á slysum vex mjög með svo misjöfnu ástandi vega á land- inu. Umferðarhraðinn vex á góðu vegunum og einnig á mal- arvegunum, einkum þegar skiptir yfir á þá og oft hefur það valdið slysum. Ég ætla ekki að leiða neinum getum að því hvað olli rútuslys- inu fyrir norðan um verslunar- mannahelgina. Þar voru vanir bílstjórar á ferb. Sú er hins vegar staðreyndin að það gerist á vondum malarkafla efst í Ból- staðarhlíðarbrekkunni sem ég þekki mjög vel en heyrir nú brátt sögunni til. Fjölmörg slys á malarvegunum eru áskorun um átak í slitlagsframkvæmdum. Umferöarhra&inn Hins vegar fylgir slitlagi á veg- um hröð umferð, og satt ab segja er furðulegt hvab margir eru stressabiT í umferbinni. Dæmi um þab sá ég á dögunum er ég var á ferðinni fyrir ofan Borgarnes á leið til Reykjavíkur og ók fram á umferðarhnút vegna stórslyss skammt frá Borgarnesi. Ég ók yfir gömlu Hvítarbrúna, en það stóð heima þegar ég var kominn út undir Hafnarfjall þá kom bílaröðin frá Borgarnesi og sá ekki fyrir end- ann á henni þegar hún rann í átt til Melasveitar á hámarks- hraða eða rétt þar undir. Þrátt fyrir þetta voru ávallt nokkrir bílar á vinstri akrein þar sem menn voru að reyna að fara fram úr tveimur til þremur bíl- um í einu ef glufa fannst í röð- inni. Meðan svona ökumenn eru á ferðinni er ekki von á góðu. Ef ökumenn aka á hæfi- legum hraba í bílalestum, ekki of hægt og ekki of hratt er allt í lagi. fón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.