Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 8
8 ÍKlttlíllllllööL Föstudagur 5. ágúst 1994 Frakkar senda Japana áloft París, Reuter Forráöamenn franska eld- flaugafyrirtækisins Arianspace hafa undirritaö samning um aö koma tveimur japönskum sjón- varpshnöttum á braut um- hverfis jöröu. Sá fyrri fer í loftiö áriö 1997 og sá síöari 1998. Formælandi fyrirtækisins sagöi aö þaö heföi veriö bandaríska fyrirtækiö Hughes Communic- ations International, en þaö sér um smíöi sjónvarpshnattanna, sem fór þess á leit viö Arian- space aö fyrirtækiö smíöaöi flaugar til aö koma gervihnött- unum BSAT-la og BSAT-lb upp í himingeiminn. Arianspace hefur gengið frá samningum við ýmsa aöra aö- ila um geimskot og allt í allt hefur fyrirtækiö skuldbundiö sig til aö koma 41 sjónvarps- hnetti á loft. ■ Júgóslavía slítur sam- bandi við Bosníu-Serba Belgrad, Reuter Júgóslavía, Serbía og Svartfjalla- land, lýstu því yfir á miðviku- dag aö þau ætluðu slíta efna- hags- og stjórnmálasambandi viö Bosníu-Serba eftir aö þing- menn þeirra höfnuðu alþjóða- friðaráætlun. Þing Bosníu-Serba hafnaöi áætluninni en boöaði um leið til þjóðaratkvæöagreiðslu um málið. Karadzic, leiðtogi Bo- sníu-Serba, sagði aö þjóöin yrði aö búa sig undir aö aukin harka færöist í stríðið og enn frekari einangrun á alþjóöavettvangi.* Norð- menn hafbir útundan Norömönnum hefur hvaö eftir annað veriö kastað fram á gang á fundum Vestur-Evrópusam- bandsins. Norömenn eru eins og íslendingar aðeins áheyrnar- aðilar aö sambandinu. Arbei- derbladet greindi frá þessu í gær. Vestur-Evrópusambandið er hernaðarbandalag níu Evrópu- sambandsríkja. Aöildarríkin hafa hingað til ekki viljað ræöa málefni þeirra ríkja sem eru aukaaöilar aö þeim viöstödd- um. Sigve Brekke hjá norska ut- anríkisráðuneytinu sagöi í viö- tali viö Arbeiderbladet í gær aö Norðmenn yröu aö sætta sig viö aö fara fram á gang þegar ýmis önnur mál væru rædd. ■ # Söguleg brú heyrir sögunni til í vikunni var Torgauerárbrúin sprengd í loft upp en hún komst á spjöld sögunnar viö lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Á henni miöri mættust herir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Á miövikudaginn var síöasti stöpull brúarinnar sprengdur. Bœjarfélagiö sá sér ekki fœrt aö punga út sem svarar 250 milljónum íslenskra króna til aö borga fyrir nauösynlegt viöhald brúarinnar. Samtök bœjarbúa sem vildu vernda þetta sögulega mannvirki gátu ekki sýnt fram á aö þau œttu möguleika á aö standa straum af viöhaldskostnaö- inum. Áfengismál Norömanna fyrir EFTA- dómstólinn? Áfengiseinkasala Norömanna samrým- ist ekki EES-reglum Greta Knudsen, viöskiptaráö- herra Noregs, lét í gær undan þrýstingi og opinberaði bréfa- skipti norsku stjórnarinnar og eftirlitsnefndar EFTA um rétt- mæti þess aö ríkiö heföi einkarétt á áfengissölu þar í landi. Norska blaöiö Aften- posten greindi frá þessu í gær. í bréfi eftirlitsstofnunarinnar kemur skýrt fram aö norskar reglur um sölu áfengis samræm- ast ekki þeim lögum sem gilda á hinu evrópska efnahagssvæði. Málið kemur því væntanlega til kasta EFTA- dómstólsins og hef- ur norska ríkisstjórnin fengið frest til 25. september til aö koma meö frekari réttlætingar á áfengiseinkasölunni. í viðtali viö fréttamenn í gær gaf viðskiptaráöherrann lítiö út á álit eftirlitsnefndarinnar og þá staðreynd að stjórnin hehir reynt að halda bréfaskiptum viö nefndina leyndum. Hætt vib alls- herjarverkfall í Lagos Lagos, Reuter Verkalýðshreyfingin í Nígeríu hefur aflýst 'allsherjarverkfalli sem staðið haföi í tvo daga til aö liðka fyrir viðræðum við herforingjastjórnina í landinu. Boðað var til verkfallsins til að knýja á um lausn Moshoods Abiola, helsta baráttumanns stjórnarandstööunnar í Níger- íu. Á miövikudag iétu þrír menn lífið í Lagos í átökum lögreglu og verkfallsmanna. ■ Frakkar saka banda- menn sína um óheilindi París, Reuter Frakkar sökuöu í gær Breta, Þjóöverja og Bandaríkjamenn um aö veita íslömskum bók- stafstrúarmönnum frá Alsír hæli í löndum sínum. Franska stjórnin neitar aö ræöa möguleika á aö hófsamir ísl- amstrúarmenn gætu komist til valda í Alsír. Þetta kom fram í máli Charles Pasqua, innanrík- isráðherra Frakklands, þegar hann ræddi moröin á fimm frönskum stjórnarerindrekum í Algeirsborg á miövikudag. Ráðherrann sagði að Frakkar gættu þess aö stemma stigu viö athöfnum bókstafstrúarmanna þegar þeirra yröi vart í Frakk- landi. Yfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum létu aftur á móti hjá líba aö grípa til viöeigandi ráöstafana þó aö upplýsingum væri komiö til þeirra um ólöglega starfsemi íslamstrúarhópa. ■ LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.