Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. ágúst 1994 7 H JL ermann Arnason er þekktur tamningamaður og var áður fyrr mikið í sýningum. Hann er stjórnarmaður í Fjalla- hestum, sem er fyrirtæki sem annast hestaferðir. Tíðinda- maður Hestamóta hitti hann að máli fyrir skömmu til að for- vitnast um fyrirtækið Fjalla- hestar. Hvert er upphafiö að Fjallahest- um? Upphafið eru ferðir sem Eyfell- ingar byrjuðu með upp á Fimm- vörðuháls. Um þessa starfsemi var stofnað hlutafélag og Land- eyingum og /Mýrdælingum boðið að vera með. Hluthafarn- ir eru flestir bændur í þessum þremur sveitum og auk þess eiga búnaðarfélögin á svæðinu hluti í fyrirtækinu. Starfsemin er eingöngu hestaferðir, eins til sex daga og reyndar eru sex daga ferðirnar vinsælastar. Þetta er fimmta sumarið sem Fjallahestar starfa. Það hefur verið góður stígandi í starfsem- inni, en hins vegar finnur mað- ur fyrir meiri samkeppni, því hestaleigur og hestaferðir hafa skotið upp kollinum allt í kringum landið. Þetta kom greinilega í ljós í sambandi við landsmótið þar sem mikið framboð var á ferðum á mótið, en fæstir held ég hafi fengið eins margt fólk í þær ferðir og þeir bjuggust við. Að styrkja búsetuna En hvað með framtíðarhorfur í þessum rekstri? Ég tel þær góðar. Við erum auð- vitað enn að læra á þetta. Við höfum ab undanförnu nær ein- göngu bundið okkur við þessar Þórsmerkurferðir okkar, sem vib köllum Paradísarferðir, en næsta sumar ætlum við ab bæta nýjum ferðum við. Varðandi markaðssetninguna þá höfum við næstum ein- göngu verið undirverktakar hjá Eldhestum og þeir því séð um að auglýsa og markaðssetja þessar ferðir. En ætlunin er að verða sjálfstæðari í þessum rekstri að einhverjum hluta, þó svo við verðum áfram í sam- vinnu vib Eldhesta. Hvemig er með eign á hrossunum sem þið notið? Fram til þessa höfum við ekki leigt hross, heldur fengið þau lánuð hjá hluthöfum og velvilj- uðum aðilum og það hafa verið hross af öllu svæðinu. Vib höf- um verið mjög heppnir með hesta og verið með mjög góða hesta upp til hópa. Það er eigin- Iega okkar stolt ab geta verið með fólkið á góbum tölthest- um. Ferðamennimir, hvaðan koma þeir? Þetta hafa verið að langstærst- um hluta Svíar, en auk þeirra Danir og nokkrir Þjóðverjar. Þessi starfsemi er m.a. þáttur í því að styrkja búsetuna í sveit- unum. Fjallahestar veita þó nokkrum mönnum vinnu, auk þess að nýta ýmsa þjónustu sem bobin er á svæðinu. Vib gistum t.d. í félagsheimilunum og þannig fæst aukin notkun á þeim. Einnig er talsvert mikið selt af þeim hrossum, sem vib erum með í ferbunum, og þannig koma líka inn tekjur. Það má segja að tekjurnar komi nánast allar heim í hérab. í Þórsmörk gistum vib hjá Aust- Áb í hestaferb. Viötal viö Hermann Árnason, bónda á Stóru-Heiöi í Mýrdal: Ég tel framtíö- arhorfur góðar urleið h.f. í Húsadal, en þeir eiga hlut í Fjallahestum þannig að eignaraðildin er nokkuð breið og tryggir betur rekstur- inn. Hestarnir skipta mestu máli Hvað skiptir mestu máli í svona ferðum? Það eru hestarnir, fyrst og fremst hestarnir. Fólk hefur auðvitað gaman af að koma á nýja staði og skoba einstæða náttúru, en það eru fyrst og fremst hestarnir sem höfba til þeirra. Auðvitað finnst þeim margt í íslenskri náttúru stór- kostlegt og hafa gaman af að ríða vatn og annað sem þeir eru óvanir, en fyrst og fremst eru það hestarnir sem eru númer eitt, tvö og þrjú. Þetta bendir til þess að við þurf- um að vanda okkur við að fram- leiða hesta sem henta í þessa notkun. Já, það eru fyrst og fremst þess- ir hreingengu töltarar. Útlend- ingarnir, sem koma hingað, eru ekki ab sækjast eftir hestum með mikið og gott brokk, það er fyrst og fremst töltið. Við þurf- um hesta sem geta nánast tölt allan daginn. Og töltarinn, sem er að upplagi alhliðahestur, er þar langbestur. Klárhesturinn í svona ferðum sækir mikið yfir í brokktölt hjá þeim, sem ekki eru þeim mun betri reiðmenn, og mörgum finnst þeir ekki eins góðir ásetu. Með alhliðahestinn gerir það ekkert til þó hesturinn verði aðeins tvítakta, ef þab fer ekki yfir 1 lull, og útlendingarn- ir hafa alls ekkert á móti því. En þetta kom mér nú þægilega á óvart, því þegar maöur hefur verið ab sýna hesta til útflutn- ings þá er alltaf verib að leggja svo mikla áherslu á að þeir brokki, en reynslan sýnir svo að fólkib er ánægbast meb hesta sem stíga nánast ekkert nema tölt. En svo við snúum okkur meir ab ferðunum sjálfum. Hvab far- ið þið langar dagleiðir ab jafn- abi? Hermann Árnason bóndi á Stóru-Heibi. Ef við tökum t.d. Paradísarferð- ina, þá er fyrsti dagurinn yfir- leitt stuttur, svona fjögurra tíma reið. Fólkib kemur þá um hádegi og þetta er svona léttur HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON reibtúr. Næsta dag er dagleiðin um 35 til 40 km. Þab eru tveir dagar af þessari lengd, aörir dagar eru léttari. Mér finnst að dagarnir megi ekki vera lengri en þetta. Á öllum gististöbun- um er gób abstaða. Þab er alls staðar góð hreinlætisaðstaða, víða kemst fólk í sund og í Þórs- mörk er gufubað. Það er gób ab- staða til að matreiða og við leggjum mikið upp úr því ab hafa góðan mat. Við notum líka tækifærib og skobum merka stabi, komum t.d. alltaf við á Byggðasafninu á Skógum. Einnig er þeim sýnt hér austur í Vík hvernig lundinn er háfað- ur, svo dæmi séu nefnd. Þab verður reyndar að sleppa fugl- inum aftur, því Svíarnir þola ekki að sjá hann aflífaban. Það, sem vib þurfum að gera núna, er að búa til nýja ferð, því fólkið vill tilbreytingu. Margir þessara útlendinga koma ár eft- ir ár, en þeir vilja þá fara á nýjar slóöir. Sr. Halldór prímusmótor Hafið þið lent í einhverjum óhöpp- um með þetta fólk eða vandraeð- um? Nei, ég man nú ekki eftir sér- stökum óhöppum. Það er oft í upphafi ferðar, ef fólkið er al- gerlega óvant, að svolítil leit verður að heppilegasta hestin- um. En auðvitað eru alltaf ein- hver smá ævintýri í gangi. Ég man nú fyrsta túrinn sem við fórum, að við vorum að prófa okkur áfram með leið og fórum niður að sjó niðurundir Eyja- fjöllum. Sr. Halldór Gunnars- son í Holti, formabur Fjalla- hesta, treysti engum betur en sjálfum sér til að lóðsa okkur, enda var þetta í hans landi. En það fór svo að hann lenti í tals- vert miklum sandbleytum og svo þegar ríða átti yfir Holtsós, sem Halldór taldi nú mikið vandaverk, þá taldi hann sig þekkja þar best til, en það fór ekki betur en svo að allt fór á hrokasund. En þetta reyndist nú samt besti dagurinn í þessari ferb. Hefur Halldór verið í þessu með ykkur frá byrjun? Já, já, Halldór hefur verið prímusmótorinn í þessu, en abrir í stjórn eru auk mín Gub- mundur Vibarsson, bóndi í Skálakoti. Bergur Pálsson, bóndi í Hólmahjáleigu, vinnur nánast eins og stjórnarmaður líka, en hann er umsjónarmab- ur í Landeyjunum. Gubmund- ur hefur umsjón undir Eyja- fjöllunum og ég hér í Mýrdaln- um. Á þessu svæði öllu er mikill fjöldi hrossa og ég held að hvergi sé um ofbeit á þessu svæði að ræða. Sum þessara svæða, eins og t.d. Landeyjarn- ar, þola mikinn fjölda hesta. Við finnum það á þeim hross- um sem viö fáum í ferðirnar, að reiðhestakostur í Landeyjunum er ab verða góður. Þar var mikið um að menn framleiddu slátur- hross, en nú hafa þeir snúið sér að reiðhestarækt meb góðum árangri. Ég held ab bændur átti sig vel á því ab hrossahald sé ekki söfnunarárátta, heldur framleibsluvara. Víða hagar þannig til að menn geta fengib leigð beitilönd og þannig er það t.d. hjá mér að ég leigi haust- beitarland og það er hagkvæmt fyrir bába aðila. Þannig er þetta víða, ekki síst hjá þéttbýlis- bændum sem eru með hross. Flest hross nú til dags eru kom- in á gjöf um áramót, enda er öll umhirða um hross allt önnur en áður fyrr. í dag gefur framleiðsla á hross- um ekki mikið í aðra hönd og það þyrfti að lagast, en vinnan við hrossin, tamningar, hesta- leiga og hestaferðir skapa tals- verbar tekjur og er mjög já- kvæður póstur fyrir sveitirnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.