Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 10. ágúst 1994 ffimVfri^ifli^'A'ir •*'•*•*' 5 Á liðnum vetri hafa svo margir refir veriö drepnir í Skagafjarð- ardölum að ég held að þetta merkilega dýr sé að komast í út- rýmingarhættu og þá verður að koma ráðstöfun á móti. Þab væri nóg að láta eitt greni í friöi. Fábrotið dýralíf má þab kallast í stóm landi, þar sem ekkert villidýr er, bara meinlaus smákvikindi og örverur. Refurinn hefur fullkomin landsréttindi hér á landi, nam land löngu á undan mann- skepnum, og hann er líka bæbi vitur og slægvitur. Svo hefur hann svo næma skynjun, að hann finnur mannaþef með golunni í fimm mílna fjarlægð. Nú, refurinn stelur, getur ekki annað. Menn stela líka einn og einn og eru stórtækir, svo það er bitamunur en ekki fjár. Þeir menn, sem draga saman fjármuni pínulítið fyrir utan ramma laga, eru kallaðir refir í viðskiptum. Skrifað stendur: „Þú skalt ekki stela", en menn stela samt einn og einn, af því holdið er veikt. Eg hlusta oft á frásagnir af því sem er að gerast fyrir sunnan og ég er ekki látinn borga fyrir það, af því ég er hundgamall og á ekki neitt, ekki einu sinni fyrir fjölum í kistubotn. Nú er Reykjavíkurborg fallin undir vinstrivillu. Margir hafa fundið rétta leið úr villu. Eg vona að borgin finni rétta leið úr sinni villu fyrr en síðar, og því verður ekki á móti mælt að Reykjavíkurborg meö því sem hún geymir er höfuðskart ís- lensku þjóðarinnar. Fyrir ekki löngu var mikil um- ræða og getgátur um hvort Jón Baldvin yrbi endurkosinn. Hon- um var gefið að sök að hann styddi sig við „hægri hupp". Það þurfa allir að hafa stuðning af einhverju. Það hefbi verib mikil skömm ef Jón Baldvin hefði verið felldur eftir áratuga störf fyrir jafnaðarstefnu. Það er ekki mjög oft, sem íslendingar verða sér til skammar, og Jón Baldvin var endurkosinn. Mér brá þegar Jóhanna reis upp úr ráðherrastól. Hún er bæði falleg og góð og hugsjónir VETTVANCUR leynast með henni. En Jóhanna er ekki bangin og segist halda áfram að gera eitthvað. Hún veit um hreyfinguna, að allur efnisheimurinn er á stöðugri hreyfingu um eilífa tíð. En hreyfist hinn andlegi heim- ur með sömu sveiflu? „Þab veit ég ekki og það veit enginn." Fyrr og síðar hefur eitt og ann- að verið að gerast hér á landi. Jón Hreggviðsson missti sinn glæp niður í Kaupmannahöfn. Rómaréttur tók af honum glæp- inn. Það er grundvöllur Róma- réttar að betra væri að sekur slyppi en refsa saklausum, og það þótti ekki fullsannaö að Jón Hreggviðsson hafi drepið Bessa- staðaböðul. Mér finnst allir stjórnmála- flokkar hér á landi á vorum dög- um vera góðir. Eg gæti verið í þeim öllum. En það er ekki tekið mark á þeim sem eru í öllum flokkum. Þess vegna ákvað eg fyrir löngu að halda í klæðafald maddömu Framsóknar. Það er góður faldur ef hann blaktir rétt, en þolir ekki storm. Maddama Framsókn hefur nú dregið sig til hlés inn til miðju. Þar gerir hún engum mein og fáir vita að hún sé til. Hér í heimi er allt hverfult. Alþýðuflokkurinn hefur ekki misst glæp, því hann hefur eng- an glæp framið fyrr né síðar, en hann hefur misst hlutverk sitt gersamlega. Hvernig víkur því vib? Það er vegna þess að Sjálfstæð- isflokkurinn, stærsti stjórn- málaflokkur hér á landi, boðar og framkvæmir svo fullkomna jafnaðarstefnu ab ekki er þörf á meiri jöfnuði. Kratar standa nú til hliðar í skugga, sem er ómak- legt. Eg verð að þola mótlæti eins og aðrir. Eg hef nú skrifað blaða- greinar á stangli í slétt fimmtíu ár og ekki verið neitað að prenta það sem eg hef skrifað fyrr en nú. Fyrir nokkru sendi eg Morgun- blaðinu grein með yfirskriftinni „ Reykjavíkurvald". „Mér finnst allir stjórnmálaflokkar hér á landi á vorum dögum vera góöir. Eg gœti veriö í þeim öllum." Ritstjórnarfulltrúi Guðlaug endursendi mér ritling þenna. Að kona er fulltrúi ritstjóra sýnir vel að stjórnendur Morg- unblaðsins em liberal og leggj- ast ekki á konur. En það eru fleiri pressur til en pressa Morgunblaðsins. Á Króknum er gefið út lítið, meinlaust blað. Feykir heitir það. Ritstjóri þess tók grein mína, er send var að sunnan, og þar var hún prentuð 1. júní síð- astliðinn. Þó svona færi í þetta sinn, þyk- ir mér vænt um Morgunblaðið. Margsinnis á liðnum árum hafa ritstjórar Morgunblaðsins látið prenta vafasamar greinar, sem eg hef skrifað. Blaðamenn og blaðakonur Morgunblabsins eru gott fólk, sem vill gera allt fyrir alla, sem aldrei er hægt. Þegar ég lít mér nær, get ég borið vitni um að mannlíf á Króknum undir Nöfunum er gott, eins og er. Fólkið lítur vel út, hefur nóg að borða og er sæmilega klætt. Svo er það létt í lund og brosir til hægri og vinstri. Hið sama get ég sagt frá okkur sem erum hér í Elliheim- ilinu. Við höfum ekki um neitt að kvarta. Það er allt gert sem í mannlegu valdi stendur til þess að okkur líbi sem best. Ég hef aldrei kostað því til að eiga fín föt, vegna þess að eg er ekki nógu fínn maður til að bera þau. Eg hef reynt að tileinka mér ráðdeild og svo er mér stundum gefið, svo eg hef kom- ist af. Vinur minn Björn á Mæli- fellsá gaf mér peysu fyrir tveim- ur árum og eg hef verið í henni síöan. Þó mannlíf á Króknum sé gott, er ekki hægt að segja að ekkert vanti. Það er skuggi yfir bæn- um. Þeim skugga valda skuldir sem ekki er hægt að greiða. Það, sem vantar nú, er ab svo sem tveir fjármálarefir og einn Hannibal komi hingað og standi fyrir því að bæta fjárhag bæjarins. Hannibal var sigursæll herfor- ingi á fyrri öldum suður í Evr- ópu. Skrifað 1. júlí 1994. Höfundur er fyrrum bóndi. í liðlega þrjú ár hefur Nicolas Hayek, stjórnarformabur Ste Su- isse Microelectronique et d'Hor- ologerie, SMH, haft samstarf við bílasmiðjuna Mercedes-Benz um gerð lítils samþjappaðs bíls, „micro copmact car," sem vænt- anlega verður settur á markað 1997-98. Um framleibslu bílsins munu fyrirtækin setja upp sam- eiginlegt fyrirtæki, 51 % í eigu Mercedes-Benz, 49 % í eigu SMH, og mun þab sameiginlega fyrirtæki væntanlega hafa eigin söluaðila. Financial Times sagbi svo frá 5.- 6. mars 1994: „Án fordæmis í bílaibnaöi heims er það samstarf hins nafntogaða þýska framleið- anda lúxus-bíla og SMH, fyrir- tækisins, sem lagði á lausnarráð- in til bjargar svissneskum úra- iönabi með gerð hágæða, en ódýra, Swatch-úrsins. — Fyrir- tækja-samsteypurnar tvær stefna að því ab opna á botni bílamark- aðarins alveg nýjan geira til handa tveggja sæta borgar- smá- bíl, sem yrði 2,5 m. á lengd, (verulega styttri en hin 3,05 m. langi Rover Mini)... Búist er við, að bíllinn muni kosta undir DM 20.000 ($ 11.739)." „Sakir hinnar stuttu, en háu, lögunar bílsins verður vél hans og gírkassi undir farþegarýminu. Geldur Independent verbstríbs í Fleet Street? Á Bretlandi hafa að undan- förnu tvö af kunnustu dagblöð- unum átt í verðstríði. Sagði Newsweek svo frá 1. ágúst 1994: „Gagnkvæm undirboð eru á milli tveggja af helstu dag- blöbunum, Times og Daily Telegraph, og hinna vel fjáðu forráðamanna þeirra, Ruperts Murdoch og Conrads Black. Murdoch lét til skarar skríða í fyrrahaust. í áratugi hefur hið hallarekna Times staðib að baki Daily Telegraph, helsta keppi- naut sínum á hægri væng markaðarins. í september 1993 var upplag þess rétt um 360.000, en forystusauðar breskra „betri" blaða, Daily Telegraph, liðlega 1.000.000. Murdoch afréð ab grípa til rót- tækra aðgerða." „Bjartsýnn á eftir velheppnaða slíka verðlækkun Sun — stall- bróbur Times á lægri þrepunum — lækkaði Murdoch í sumar lausasöluverb Times um þriðj- ung, úr 45 pence í 30 pence. Seig upplag Daily Telegraph þá niður fýrir 1.000.000. Seint í júní gerði Black gagnráðstafanir og lækkaði lausasöluverb Daily Telegraph í 30 pence. Sigur úr býtum ber væntanlega sá aðil- inn, sem lengur stendur undir hinum mikla kostnaði af undir- bobunum. Daily Telegraph seg- ir gagnrábstafanir sínar kosta 40 milljóna £ tekjumissi. Sakir verölækkunarinnar féll rekstr- arhagnaður blaba Murdochs á Bretlandi 1993 um 30%, niður í 49 milljónir £." „Mestu kann þó Independent ab tapa, hinn virbulegi keppi- nautur Times um hylli blaðales- enda. í mars 1994 varð blaðið af hinu básúnaba sjálfstæði sínu, þegar Mirror Group Newspa- pers keyptu meirihluta hluta- fjár þess. Upplag Independent er nú um 277.000 — en var mest um 400.000 — og það hef- ur varla ráð á að lækka lausa- söluverö sitt úr 50 pence á ein- tak." ■ VIÐSKIPTI Mercedes-Benz rábgerir, ab hann hafi hámarkshraðann 140 km. á klst., komist 500 km. á bensíni í tank sínum og komist á 13-14 sekúndum úr kyrrstöbu upp í 100 km. hraða á klst. Bíllinn mun ganga fyrir bensíni, raf- magni eba hvoru tveggja." „Mercedes-Benz skýrði (4. mars 1994) frá því, ab það hefði unn- ið aö hönnun lítils borgarbíls frá öndverbum níunda áratugnum. Afhjúpaði fyrirtækið (4. mars 1994) tvær frumgerðir lítils sam- þjappaðs bíls, hannaðs á teikni- stofu þess í Kaliforníu. — Þessi ákvörbun Mercedes-Benz að framleiða borgar- smábíl kemur fjórum mánuðum á eftir þeirri tilkynningu þess, að það muni brátt framleiða fjögurra sæta fólksbíl, ab stærð mitt á milli Ford-Fiesta og Volkswagen-Golf. — Fmmgerð að enn öbrum litl- um bíl, Vision-93, afhjúpabi fyr- irtækið í fyrra. Verbur sá vænt- anlega framleiddur í Rastatt- smibju Mercedes-Benz í Þýska- landi subvestanverðu, — allt að 200.000 bílar á ári." ■ Pínubíllinn Pínu-bíll 1997?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.