Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 4
4
Miövikudagur 10. ágúst 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangurfrá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmi&lunar hf.
Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk.
í miklum vafa
Guðmundur Friðjónsson nefnir í ljóði þá, sem
hafa "hugsun litla í miklum vafa". Ekki verður það
sagt um forsætisráðherra lýðveldisins að hann
hafi litla hugsun. Þvert á móti. Hann hugsar marg-
ar stórar hugsanir um málefni þjóðarinnar. En
hann er hins vegar í svo nrklum vafa að óþægilegt
er orðið. Fyrir nokkrum dögum kvaðst hann vera
að hugsa um láta kjósa í haust. Kjörtímabilinu sé
hvort eð er svo til lokið, Norðurlandaráðsþing
muni tefja alla kosningabaráttu og gera alþingi ó-
starfhæft á útmánuðum og ekki sé hægt að stefna
kjósendum út í páskrahretið til þess að velja sér
löggjafa.
í nokkra daga trúðu menn því að ráðherrann hefði
tekið ákvörðun. Það er næsta óvenjulegt að sjálfur
forsætisráðherra lands fari að tala um að rétt sé að
kjósa til þings nema ákveðið hafi verið að það
skuli gert á tilteknum degi. Sjálfstæðismenn
brugðu auðvitað hart við og boðuðu prófkjör í
hvelli. Þeir trúðu leiðtoganum. Stjórnarandstaðan
fagnaði og Jóhanna fagnaði og fjölmiðlarnir fögn-
uðu. Umhverfisráðherrann fagnaði og allir voru
sammála um að þessu væri lokið. Davíð sagði að
kjörtímabilinu væri eiginlega lokið, stjórnarand-
staðan sagði að ævitími stjórnarinnar væri á enda,
og fjölmiðlarnir fóru að taka saman eftirmælin.
En utanríkisráðherra átti eftir að segja sitt. Hann
blés til fundar á Akranesi og þar var ákveðið að
taka ekkert mark á veðurspám forsætisráðherra.
Hann gæti svo sem rofið þingið og látið kjósa þeg-
ar honum sýndist, en þá væri það á hans ábyrgð
og kæmi Alþýðuflokknum ekkert við.
Og forsætisráðherra varð fórnarlamb efans. Stjórn-
arandstaðan stóð með honum, fjölmiðlarnir
þráðu kosningar til að lífga upp á haustið. Enginn
hvikaði nema Jón Baldvin. Hann sagði ekkert
knýja á um kosningar. Stjórnin væri góð og ætti
eftir að gera enn betur. Davíð gafst upp, - í bili- og
sagði að kosningar væru ólíklegri en fyrir viku.
Hann vildi ekki styggja samstarfsflokkinn. Hann
mundi hugsa málið.
Ríkisstjórnin sem talin var af fyrir helgi er nú risin
upp, að vísu fölari og þreytulegri en áður og eitt-
hvað horfið af sjálfsörygginu, en reiðubúin að
reyna á ný eins og hjón sem gera enn eina tilraun
til að halda hjónabandinu áfram.
En hvað um trúnaðartraustið, samstarfsviljann,
gagnkvæma virðingu? Hvað um fjárlögin, sem
eiga að gilda fyrir allt árið 1995 (og ekki bara fram
að aprílkosningum)? Verða kannski Evrópumálin
aðalmál kosninganna ef samningarnir við ESB
verða samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslunum í
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð? Verður þessi væng-
brotna stjórn að fást við að koma á nýjum samn-
ingum við launafólk upp úr áramótunum um
sama leyti og umboð hennar er að renna út? Verð-
ur kannski kosið á jólaföstunni eftir allt saman?
En málið snýst ekki um kosningar heldur um það,
að ríkisstjórnin er ekki lengur samstæð, hún hefur
gefist upp, - hvað svo sem forsætisráðherra ákveð-
ur.. Formaður í fjömennum flokki má ekki vera of
lengi "í miklum vafa".
Fýlupokaframbob jafnabarmanna
Eftir aö sérframboö Jóhönnu
Siguröardóttur, sem ekki er
enn orðið til, fékk þriöja hvert
atkvæði í skoöanakönnun DV í
vikunni, hafa stjórnmálamenn
farið að velta fyrir sér nýjum
stíi sem kynni að vera heppi-
legri en gamla pólitískusafram-
koman þar sem lævísi og lip-
urö, tannkremsbros og fáguð
framkoma eru í hásæti. Jó-
hanna hefur brosað sjaldnar en
aðrir stjórnmálamenn og oftar
verið sökuð um fýlupokahátt
en nokkur annar úr þessari
stétt á lýbveldistímanum. Sér-
staklega hafa samstarfsmenn
Jóhönnu úr Alþýðuflokknum
og stjórnarliöinu talað um
vandamál sem upp koma
vegna fýlukastanna og „frekj-
unnar í kerlingunni" eins og
fram kom m.a. í ummælum
fjármálaráöherrans núverandi
og utanríkisrábherrans í einu
glanstímaritanna fyrir nokkr-
um misserum.
Uppskera fýlunnar
Uppskera fýlunnar virðist
hins vegar vera meiri en nokk-
urn stjórnmálamann hefbi get-
að dreymt um - 30% fylgi við
framboð sem ekki er búið að
stofna. Það kemur því ekki á
óvart þó íslenska stjórnmála-
menn setji hljóða og íhugi
hvort þeir eigi að fara í fýlu og
freista þess að fá Jón Baldvin,
Frikka Sóph., Ámunda
Ámundason, Hannes Hólm-
stein og Sighvat Björgvinsson
upp á móti sér. Greinilegt er að
Ólafur Ragnar hefur áhuga á að
gerast fýlupoki meb Jóhönnu
enda tala þau bæbi um að nú
sé rétti tíminn fyrir mikla
breiðfylkingu jafnaðarmanna
sem gæti þá orðið að einu alls-
GARRI
herjar fýlupokaframbobi með
kálfalifur sem vörumerki, en
sem kunnugt er er nú komin
hefð á lifrarbandalög meðal ís-
lenskra jafnaðarmanna. Nafn-
gift framboðsins gæti tekið mið
af þeim félögum í Alþýðu-
flokknum sem þegar eru fyrir
hendi til að gera flokksmönn-
um þar lífið leitt eins og gert
var með nafngiftinni um Jafn-
aðarmannafélag íslands. „Félag
fýlupoka og jafnaðarmanna"
myndi t.d. verða skammstafað
FFJ alveg eins og félagið þeirra
Sighvatar, Ámunda og Jóns
Baldvins, Félag frjálslyndra
jafnaðarmanna!
Enn er þó langt í land meb að
af fýlupokaframboði verði því
Kvennalistakonur og raunar
flest félagshyggjuöfl, nema Ól-
afur Ragnar, virðast hafa uppi
ýmsar efasemdir um að fýlu-
pokaframboð sé rétti kosturinn
í stöðunni.
Fanginn í fýlupokanum
Mikilvægasta afleiðing þessa
mikla árangurs fýlupokans Jó-
hönnu er þó sá aö hrekkjusvín-
in sem fengu Jóhönnu upphaf-
lega tii að fara í fýlu, þeir Jón
Baldvin, Sighvatur og félagar í
ríkisstjórninni treysta sér
ómögulega til að fara í kosn-
ingar strax þrátt fyrir að viður-
kennt sé að stjórnarflokkarnir
geti ekki lengur unnið saman
af nokkru viti. Þeir hafa ein-
faldlega verið fangaðir í fýlu-
pokann sjálfan og nú virðist
vera búið að binda fyrir opið á
honum. Ríkisstjórnin getur
ekki starfað af nokkru viti en
það er þó skömminni skárri
kostur fyrir hana - sérstaklega
ALþýðuflokkinn - en að tapa
öllu með því að fara í kosning-
ar nú og eiga svo örlög sín und-
ir duttlungum Jóhönnu fýlu-
pokaforingja. Þannig hefur
þessum fyrrverandi félagsmála-
ráðherra og varaformanni
Krata tekist að halda erkifjand-
manni sínum Jóni Baldvin í
gíslingu ofan í poka. Jón Bald-
vin aftur er með hálstak á Dav-
íð sem ekki þorir að slíta sig
lausan af ótta við að vera sak-
aður um að þora ekki að takast
á við vandann.
Eina ráðið sem stjórnarliðum
gæti hugsanlega staðið opið
eins og málin standa er að nota
veturinn til að fara sjálfir í fýlu
og vita hvort þeir geta ekki náð
hylli þjóðarinnar sem er orðin
svo þreytt á endalausri mælgi
og yfirborðsmennsku að henni
finnst sjarmi yfir fýlupoka-
stjórnmálum.
Garri
Um bækur og menn
Fréttir berast af því að bókaút-
gáfa á landinu muni dragast
saman í haust. Við þessu var
reyndar búist. Bókaforlög
fengu nokkurn skell í fyrra,
bæbi vegna þess að þau tóku á
sig viröisaukaskattinn svo ekki
kæmi til hækkun á verði bóka,
og minnkandi sölu vegna efna-
hagsástandsins í landinu. ís-
lendingar hafa lengi kallað sig
bókaþjóð, með réttu eða
röngu. Bókaútgáfa hér er mikil
sé miðað við fámenni þjóðar-
innar, og á mörgum heimilum
er allgóður bókakostur.
Þótt margt merkilegra bóka
komi út á ári hverju er ekki
hægt ab líta framhjá þeirri
staðreynd að þær bækur sem
mest seljast fyrir hver jól eru
margar hverjar ómerkilegt rabb
við eba um fólk sem af ýmsum
ástæðum er áberandi á hverri
tíð. Þetta fólk er merkilegt í
sjálfu sér og allt gott um það að
segja, en því miður eru flest
þau rit um þetta góða fólk síst
til þess falin að auka hróður
þess. Undirritaður hefur
nokkrum sinnum hætt við að
lesa bækur um fólk sem hann
er örlítið kunnugur eða hefur
sérstakt álit vegna þess ab hin-
ar prentuðu segulbandsupp-
tökur sem eiga að greina frá
persónulegu lífi og hugsunum
þess eru þannig að ekki er til að
auka veg þess nema síður sé.
Vandinn a& skrifa
Það er vandi ab skrifa, ekki síst
Ascill
Á víbavangi
um sjálfan sig, og að skrifa um
aðra krefst gífurlegrar vinnu,
rannsókna og ígrundunar. Flest
erum við þannig að líf okkar og
hugsun er annað hvort svo
hversdagslegt að þab er í engu
frábrugðið Iífi og hugsun þús-
unda annarra. Og í öllum þess-
um ritum er í raun alltaf þagað
um það sem hverjum og ein-
um er dýrmætast, viðkvæmast
og frásagnarverðast um per-
sónuna. Hver einasta persóna
er merkileg, einstæb, og líf
hennar stórkostlegt, en það er
vandi að skrifa um líf einstak-
lingsins svo vel sé.
Þessar minningabækur hafa
vissulega ákveðiö sögulegt
gildi, en bæta litlu viö bók-
menntir í landinu.
Rithöfundar og
uppreisnarmenn
Þessa dagana er sá er þetta ritar
að lesa bók eftir bandarískan
rithöfund. Bókin er saga um
frægan rithöfund. Hann getur
ekki lokið við söguna sem
hann er að skrifa og veltir fyrir
sér starfi rithöfundarins. Ábur
voru sagnahöfundar uppreisn-
armenn, hermdarverkamenn
kallar hann þá, menn sem
sprengdu upp hugmyndakerfi
og hugsunarhátt, bentu á nýjar
leiðir, gegnumlýstu þjóðfélagib
og mannssálina, skópu óróa og
öryggisleysi og gáfu lesendum
sínum tilveru sem var eins
sönn og raunveruleikinn.
En hinn frægi rithöfundur seg-
ir ab nú sé sjónvarpið komið í
staðinn og flytji fólki ógnir og
hörmungar mannlífsins í sí-
bylju. Stríb og hungur, ofbeldi
og morð séu komin í staðinn
fyrir sögur á bókum, og sljó-
leikinn tekur við, áhugaleysið
gagnvart ógninni, þreyta gagn-
vart ofbeldinu, hugsunarleysi
gagnvart þjáningunni.
Spurningarnar vakna. Hamlar
skáldsagan, frásögnin, orðsins
list, ekkert gegn þessu? Á rit-
höfundurinn ekkert erindi
lengur í heimi sem er orðinn
ab einu þorpi?
Hér á landi eru merkilegir rit-
höfundar og skáld. Þeir vinna
gott verk. Eru þeir ef til vill í
annari og erfiðari varnarstöbu
en þeir gera sér grein fyrir?
HÓ