Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 10. ágúst 1994 Hisbollah-mabur íbardaga í heimahögum: tengsl vib upphaf íslams. Ný írönsk hryðjuverkaalda? Khameini (t.v.), einn helstu rábamanna írans: 200 á daubalista ab þau hjálpi henni til viö að einangra íran. 59 morö íran hefur þegar langa reynslu aö baki af hryðjuverkum er- lendis. Frá íslömsku bylting- unni þar 1979 hafa 59 íranskir andstæðingar núverandi íransstjórnar verið myrtir er- lendis, að sögn Herberts Pundik, sem fjallaði nýlega um þetta efni í grein í danska blaöinu Politiken. Tíu þeirra í Frakklandi, níu í Pakistan, átta í Tyrklandi, sjö í Þýskalandi, sjö í Austurríki, sex í írak, þrír í Bretlandi o.s.frv. Flestir morbingjanna komust undan, en þeir af þeim sem lögregla náði voru yfirleitt látnir lausir vegna "pólitísks þrýstings," skrifar Pundik. Þýska lögreglan hefur þar að auki fundið "svartan lista" með um 200 nöfnum írana í útlegð, sem stjórn lands þeirra vilí feiga. Listinn fannst í fórum íransks sendiráðsmanns í Bonn. Einn áðuráminnstra 59 manna var Ali Akhbar Tabata- bai, blaðafulltrúi við íranska sendiráðið í Washington. Hann baðst hælis í Bandaríkj- unum sem pólitískur flótta- maður, en var skömmu síbar myrtur. Maður, sem dulbúinn var sem póstmaður, skaut Tabatabai til bana er blaöa- fulltrúinn fyrrverandi opnaði dyrnar heima hjá sér fyrir honum. Morbinginn var starfsmaður við sendiráð Al- sírs í Washington og hafði íranska hagsmuni þarlendis á sinni könnu. Hann slapp til írans og stjórnvöld þar neita að framselja hann, þótt hann sé bandarískur ríkisborgari. Bágindi í efnahagsmálum írans fara vaxandi og óánægja heima fyrir að sama skapi. Það kynni að hafa leitt til þess að ráðamenn telji sér þann einn kost nauðugan ab sýnast róttækir út á vib. Hófsemi kynni af andstæðingum þeirra, innan lands og utan, að verða túlkuð sem veik- leikamerki. Þar að auki er írönsku forustunni þaö metn- abarmál að íran teljist forustu- ríki alþjóðlegrar íslamskrar byltingar, eins og hún orðar þaö. Meb því er átt við að bók- stafssinnar, meira eða minna hliðstæðir þeim sem ríkja í íran, nái völdum og auknum áhrifum sem víðast. „Hjálpendur" Líklegt er talið að Hizbollah í Líbanon, eða hópar tengdir þeim flokki, hafi framið hryðjuverk þau gegn ísrael og gyðingum sem hér um ræöir, en Hizbollah hafa lengi verið í samböndum við íran. Einhver aðili sem lýsti einhverjum umræddra hryöjuverka á hendur sér nefndist Ans- arollah. Ansar, "hjálpendur", BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON nefndust stubningsmenn Mú- hameðs spámanns í Medínu. Líklega er þetta enn eitt dæm- ið um náin tengsli íslams við upphaf sitt. Jafnframt þessu sjást þess merki að breytingar séu að verða á neti bandalaga og samskipta ríkja í Vestur-Asíu. Þrátt fyrir svarinn fjandskap sín á milli eru íran og írak far- in að þoka sér saman. Hatur þeirra á Vesturlöndum, sér- staklega Bandaríkjunum, er þar sameinandi afl. Bæði ríki eru á móti friði meb ísrael og aröbum og bæði vilja efla heri sína. Bæbi eiga við að stríða erfiðleika vegna viðleitni vest- urlandaríkja, einkum Banda- ríkjanna, til að einangra þau. Vinátta írans og Sýrlands virðist í rénun, vegna þess að nokkrar horfur eru á að Assad Sýrlandsforseti, sem vill kom- ast í fulla náð hjá Vesturlönd- um (Sýrland er enn á lista Bandaríkjastjórnar yfir ríki sem hún telur styðja hryðju- verkamenn), gangi í spor þeirra Arafats og Hússeins Jórdaníukonungs og geri frið viö ísrael. Hinsvegar hefur batnað á milli írans annars- vegar og Saúdi-Arabíu og ann- arra olíufurstadæma við Persaflóa hinsvegar. Ástæður til þess gætu verib margar, en benda má á að bæbi íran og Saúdi-Arabía eru bókstafssinn- uð, þótt með nokkuð ólíku móti sé. Þau hafa til þessa keppt um forustuna í bók- stafsíslam, en undir vissum kringumstæöum gæti sú stefna innan íslams oröið grundvöllur bandalags með þeim. ■ Horfur á aö íran, írak og Saúdi-Arabía þoki sér saman Hryðjuverkahrinan ný- verið gegn ísraelskum og gyðverskum aðilum í Argentínu, Panama og Bret- landi er ásamt með öðru ó- þægileg ábending um að Vest- urlönd/Ameríka séu næsta berskjölduö fyrir slíkum atlög- um. Margra mál er aö hryðju- verk þessi hafi leitt í ljós að á bak við þau standi velskipu- lagt kerfi hryöjuverkahópa sem nái víösvegar um heim. Þetta kerfi hafi möguleika til að gera atlögur af því tagi, sem hér um ræðir, að raunveruleg- um eða meintum andstæðing- um svo að segja hvar sem er í heiminum án þess að þeim sem fyrir verða gefist ráðrúm til að koma vörn fyrir sig. Hvort slíkar árásir haldi áfram sé aðallega komið undir póli- tískum hentugleikum hryðju- verkamannanna eða þeirra sem á bak við þá standa. Víbtækt skipulagsnet í Vesturlöndum og í Rómönsku Ameríku eru víöast litlar hömlur á feröum fólks og búferlaflutningi milli landa. Það auðveldar hryðju- verkamönnum að þenja út skipulagsnet sín, efla þau og halda þeim við. Ætla má ab ís- lamskir hryðjuverkamenn eigi víba fremur auðvelt með ab fela sig innan um íslamska minnihluta, sem eru fjöl- mennir í flestum löndum vestanverðrar Evrópu og í mörgum Ameríkulöndum. Meðal þessara minnihluta eiga þeir sér stuðningsmenn og aðrir af þeim hópum sem ekki eru á þeirra bandi eru kannski hikandi við að segja yfirvöldum til þeirra, annað- hvort af samúð með þeim að vissu marki eða ótta við hefnd. Grunurinn, eftir umrædd hryðjuverk gegn gybingum, beinist ekki síst ab Iran og ab- ilum í Líbanon. Sumir frétta- skýrendur, meb heimildar- menn í leyniþjónustum og stjórnmálum að baki, telja lík- legt að við samræmdar að- gerbir sem þessar njóti hryðjuverkamenn stuðnings sendiráða og konsúlata. Standi klerkastjórn írans fyr- ir þessu mundi tilgangur hennar vera að leggja áherslu á andstöðu sína við ísrael og friöargerð milli þess og araba. Annað, sem íransklerkar kunna ab hafa í huga meb þessu er að sýna þegnum sín- um og múslímum yfirleitt fram á að Vesturlönd standi rábalaus gagnvart þeim og séu kjarklaus og beggja blands í andstöðunni við Iran og bók- stafssinna. Þetta er í fullu sam- ræmi við þá kenningu íransklerka að vestræn menn- ing sé úrkynjuð og í upplausn. í því sambandi er bent á að hvað sem líður andúð vestur- landaríkja á núverandi ráða- mönnum írans keppa þau um að ná sem mestum og hag- stæbustum verslunarviðskipt- um við íran. Þetta á einkum vib um Vestur-Evrópu, en Bandaríkin einnig. Þessvegna láta Vestur-Evrópuríki sér fátt um finnast er Bandaríkja- stjórn mælist til þess af þeim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.