Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 7
* f • v - - at ------1- ...r,. 4 ♦ «*'• * Miövikudagur 10. ágúst 1994 SfelítfSÍ 7 Akureyrarlœknar ávísa nœr allir nema einn ódýrustu lyfjunum samkvœmt sparnaöarósk- um heilbrigöisráöuneytisins: Reykjavíkur- læknar enn „á mótþróa- skeibinu"? „R sy&ra — S nyr&ra" Sú athygl- isveröa ni&ursta&a kemur í ljós í athugun Lyfjatí&inda á ávís- anavenjum lækna, aö Akureyr- arlæknar S-merkja svo aö segja alla sína lyfsle&a, sem þý&ir aö apótekiö skuli afgrei&a ódýr samheitalyf í því skyni aö lækka lyfjakostna& ríkisins og sjúklinganna. En Reykjavíkurlæknar R-merkja nú meira af lyfseölum sínum en nokkru sinni fyrr — jafnvel enn frekar vegna mótþróa viö heil- brigöisráöuneytiö heldur en vegna sjúklinga sinna. Vegna umræöna sem spunnust út af auglýsingum Heilbrigöis- ráðuneytisins — þar sem almenn- ingur var hvattur til kaupa á ódýr- ari samheitalyfjum (S) til aö lækka lyfjakostnað í heilbrigðis- kerfinu — báöu Lyfjatíöindi fjóra lyfjafræðinga um álit á því hvort auglýsingarnar hafi boriö tilætl- aðan árangur. Guðmundur Örn Guðmundsson yfirlyfjafræðingur í Háaleitisapó- teki kveðst ekki hafa orðið var við nein áhrif af þessum auglýsing- um. Ekki hafi borið á því að við- skiptavinir hafi gengið eftir að apótekið afgreiddi ódýrari sam- heitalyf í stað þeirra sem rituð vaeru á seðlana. „Ég tek ákveðið undir þær raddir sem heyrst hafa meðal apótekara að þessi auglýsingaherferð hafi heldur hert á læknum að nota R- merkingarnar. Ég hef á tilfinning- unni að læknarnir „þrjóskist við" hvað varðar að krefjast að þau lyf séu afgreidd sem þeir ráðleggja, því R-merktu seðlarnir eru áber- andi fleiri en S-merktu seðlarnir. Að því leyti hafa þessar auglýsing- ar haft öfug áhrif vib það sem til var ætlast að mér sýnist", segir Guðmundur Örn. Og svipub sjónarmið koma fram hjá öðrum_ lyfjafræðingum í Reykjavík. „Ég er ekki frá því að læknar skrifi nú fremur R en áöur. Þeir hafa hugleitt þessi mál og það hefur orðið til að skerpa á þeim að rita R", segir þannig Ey- steinn Arason yfirlyfjafræðingur í Laugavegs apóteki. Böðvar Jónsson yfirlyfjafræbing- ur í Akureyrar apóteki hefur hins vegar allt aðra sögu að segja: „Hér á Akureyri starfa nær allir okkar læknar á Heilsugæslustöðinni og mér virðist að þeir hafi komið sér saman um aö S-merkja svo að segja alla lyfseðla. Fyrir vikið er ómögulegt aö meta áhrif auglýs- inga Heilbrigðisráðuneytisins. Þessi starfsregla lækna hér er það almenn að ekki nema einn læknir sker sig úr og ritar fremur R, og fæ ég ekki séb að hann hafi látið um- ræddar auglýsingar hafa áhrif á sig". Böövar segir það stundum koma fyrir að fólk láti í ljós ákveðna ósk um ab fá afgreitt sitt gamla lyf og yfirleitt sé þá látib að óskum þeirra. En flestir viðskipta- vinanna láti sér það vel líka að fá ódýru samheitalyfin. „Éins og ég sagði eru nær allir lyf- seblar S-merktir hér á Akureyri og geri ég ráb fyrir að því valdi vilji læknanna til þess að styöja við- leitni til sparnaðar í heilbrigbis- kerfinu", segir Böbvar Jónsson. ■ Greenpeace-samtökin hafa boöaö til fundar um umhverfisvernd í Borgartúni 6, mánu- daginn 22. ágúst n.k. Samtök í sjávarútvegi: Vilja ekkert með Grænfriðunga hafa Jötunn borar á ný eftir 8 ára ;/hvíld" útvellingum, þegar vatn meö blandast ekki lengur í holunni. mismunandi efnasamsetningu ■ Stysta helgarferðin „Engin ábyrg samtök í sjávarút- vegi eöa opinberir abilar geta með nokkru móti lagt nafn sitt við málflutning Greenpeace," segir í yfirlýsingu sem LIU, Landssambands smábátaeig- enda, Sjómannasambandib, Vél- stjórafélag íslands, Farmanna- og fiskimannasambandiö og Fiskifélag íslands hafa sent frá sér. Þá skora ofangreind samtök á íslensk stjórnvöld að láta nú þegar af öllu samráði og sam- skiptum við Grænfriðunga, ef rétt sé ab þau hafi átt óformlegt samstarf vib Grænfriðunga á bak viö tjöldin undanfarin ár á vett- vangi alþjóöastofnana. Tilefni yfirlýsingarinnar er aö Grænfriöungar hafa boðað til fundar í ráðstefnusölum ríksins, mánudaginn 22. ágúst n.k. um umhverfismál á breibum grund- velli með ýmsum aöilum og m.a. hagsmunaaöilum í sjávarútvegi. En undirbúningsaöili að þeim fundi er Fagþing hf. Framangreind samtök í sjávar- útvegi taka það jafnframt skýrt fram að þau muni ekki taka þátt í þessum fundi eða öbrum meb Grænfribungum, eða eiga nokk- ur önnur samskipti vib samtök- in. Samtökin mótmæla jafnframt þeim málflutningi Grænfrib- unga ab þau eigi samleið með ís- lendingum í umhverfismálum og markmið samtakanna fari saman vib hagsmuni íslensku þjóöarinnar. „Greenpeace-samtökin hafa hagað sér með mjög óábyrgum hætti á vettvangi umhverfis- mála, bæöi með andstöðu sinni gegn sjálfbærri nýtingu hvala- stofna og með öfgafullum og villandi áróðri gegn fiskveibum almennt og einstökum veiðar- færum," segir í yfirlýsingunni. Þá taka samtökin heilshugar undir ummæli forsætisráöherra þess efnis að Grænfriðungar eigi ekki skiliö aöild aö Alþjóöasigl- ingamálastofnuninni. Þau ítreka því fyrri áskorun til stjórnvalda um að þau lýsi því yfir og beiti sér fyrir því aö Grænfriöungum veröi synjað um endurnýjun á áheyrnarabild þegar gildistím- inn rennur út á næsta ári. ■ Framkvæmdir eru að hefjast við borun nýrrar vinnsluholu fyrir Hitaveitu Seltjarnarness, með jaröbornum Jötunn, sem starfs- menn Jarðborana hf. eru hér aö leggja lokahönd á að koma fyr- ir. Aætlað er ab verkið standi í sex til átta vikur meö vinnu all- an sólarhringinn, á tveim 12 stunda vöktum. „Þaö er vissu- lega ánægjulegt aö framkvæmd- ir með þessu öfluga tæki eru nú hafnar á ný", sagði Bent S. Ein- arsson framkvæmdastjóri Jarb- borana hf. En Jötunn hefur ekki verið notaöur síðan á Nesjavöll- um þar sem hann lauk borun- um 1986, þ.e. fyrir átta árum. Áöur en ákvörðun um borun var tekin var gert ítarlegt líkan af jarðhitasvæöinu á Seltjarnar- nesi, til þess að meta vinnslu- eiginleika þess og hvort og þá hversu mikið mætti auka vinnslu úr núverandi borhol- um. Áætlað er aö nýja holan geti afkastaö 40—50 1/sek. Meg- inkostinn viö borun nýrrar holu segir Bent fást með því að fóðra hana dýpra en núverandi holur. Viö það minnki hættan á kalk- í frétt frá staðarhaldara í Viðey er vakin athygli á stystu helgarferð- inni sem Reykvíkingar geta tekist á hendur. „Það tekur aðeins 5-7 mínútur ab sigla út í Viðey, og fargjaldið, 400 krónur, er 150 krónum ódýr- ara en að fara í bíó." Tekib er fram ab fyrir börn sé tekiö hálft gjald en ekkert kosti að tjalda í eynni, ab fengnu leyfi staðarhaldara eba ráðsmanns. Auk náttúruskobunar og göngu- feröa geta menn komist á hest- bak og svo er t.d. gaman aö skoöa gamla skólann á Sundbakkanum og Ijósmyndasýningu um lífiö á Stööinni, þorpinu er þarna var á fyrri hluta þessarar aldar. Ekki er síður athyglisvert aö skoða þær rústir sem enn eru á Sundbakkanum frá útgerðartím- anum. Þessa helgi verður hefðbundin dagskrá. Á laugardag kl. 14.15 veröur gengið af Viðeyjarhlaði á Vestureyna. Þetta er hálfs annars tíma ganga og menn þurfa góða gönguskó. Þarna ber margt fyrir augu sem gott er ab geta notiö við leiösögn kunnugra. Á sunnudag veröur svo staöar- sko&un kl. 15.15. Þá er þremur stundarfjóröungum variö til aö skoða kirkjuna, fornleifaupp- gröftinn og annað í næsta ná- grenni Viöeyjarstofu. Til þess þarf engan sérstakan útbúnað og þetta er öllum auövelt. Veitingar em á boðstólum í Viöeyjarstofu alla daga og hesta- leigan opin. Ljósmyndasýning er opin þessa dagana kl. 13.30- 17, að því er segir í fréttatilkynn- ingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.