Tíminn - 10.08.1994, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 10. ágúst 1994
11
■ I lK • KRISTJÁN GRÍMSSON
Dregiö í Evrópukeppninni í handknattleik í gcer:
Fimm íslensku liðanna
til austantjaldslanda
í gær var dregið í Evrópu-
keppnunum í handknattleik
og óhætt að segja að íslensku
liðin hafi verib óheppin með
dráttinn og það ekki í fyrsta
skipti. Hjá körlunum jíurfa
þrjú af fjórum íslensku libun-
um að mæta liöum frá austan-
tjaldslöndunum og tvö hjá
konunum og eitt þarf að fara til
Tyrklands. Aðeins tvö lið fara
til keppni í nálægum löndum.
Það er því ljóst að enn eitt árið
kemur kostnaður liðanna til
með að vera mikill og ekki
virðast andstæðingar íslensku
liðanna vera líklegir til ab
draga að marga áhorfendur og
tap af þátttöku því næsta víst.
Haukar keppa í Borgarkeppni
Evrópu og mæta þar Olimpij
Lviv frá Úkraínu og verður
fyrst leikið í Hafnarfirði. í IHF-
keppninni mæta Selfyssingar
Gorenje Velenje frá Slóveníu
og eiga heimaleik á undan.
Evrópumeistarar í IHF-keppn-
inni, Alzira frá Spáni sem Geir
Sveinsson leikur með, mæta
HAKA frá Hollandi. FH-ingar
keppa í Evrópukeppni bikar-
hafa og keppa við Prevent Sloe-
venj Gradec frá Slóveníu og
eiga fyrst útileik. íslandsmeist-
arar Vals mæta dönsku meist-
urunum Kolding og munu
spila fyrri leikinn í Danmörku.
Fyrri leikirnir eru fyrirhugaðir
8.-9. október en þeir seinni
viku síðar.
íslandsmeistarar Víkings í
kvennaflokki mæta tyrkneska
liðinu Spor í Evrópukeppni
meistaraliða. ÍBV fer til Frakk-
lands og spilar gegn USM
Gagny í bikarhafakeppninni
og Framstúlkur fara alla leið til
Azerbajdzhan og spila vib Ha-
lita í IHF-keppninni. Stjarnan
keppir í Borgarkeppni Evrópu
og leika þar við Monterc frá
Póllandi. Leikirnir eru fyrir-
hugaðir sömu daga og hjá körl-
unum. ■
Valsmennirnir Þorbjörn jensson og Gubmundur Hrafnkelsson fara meb
libi sínu til Danmerkur og mæta þar Kolding í Evrópukeppni meistaraliba.
Valsmenn þurfa ab fara styst allra íslensku libanna á Evrópumótunum.
Tímamynd BC
Breytingar á knattspyrnureglum á Englandi:
Nýju reglurnar á HM
valda usla á Englandi
Þœr reglur sem FIFA innleiddi á HM
verba teknar í gildi nú á þessu keppnis-
tímabili á Englandi og þar sem keppn-
istímabil er ab hefjast. Paul McGrath í
Aston Villa er einn af þeim sem hefur
kynnst nýju reglunum því hann lék
meb írum á HM í sumar.
Framkvæmdastjórar stórliðanna
í ensku knattspyrnunni vöruðu
við stjórnleysi í upphafsleikjum
deildarinnar eftir að þeim var
tilkynnt að nýju reglurnar sem
FIFA innleiddi á HM í Banda-
ríkjunum í sumar tækju gildi nú
strax á þessu keppnistímabili.
Þetta ætti þó ekki að koma stjór-
unum á óvart því FIFA hafði gef-
ið út þá yfirlýsingu að þessar
nýju reglur myndu taka gildi í
öllurn löndum eftir HM. Á ís-
landi verða þessar nýju reglur
teknar í notkun á næsta keppn-
istímabili því ekki var krafist að
reglurnar tækju strax gildi þar
sem tímabiliö væri hafið.
Þeir sem fylgdust með HM
muna sjálfsagt eftir reglunum
sem fólust m.a. í því að tekið
yrði hart á þegar leikmabur
sparkar annan niður aftan frá og
einnig fyrir Ijótt orðbragð og
tafir. Þá verða leikmenn sem
meiöast fluttir umsvifalaust af
leikvelli þar sem þeir verða með-
höndlaðir, líkt og í Bandaríkj-
unum. En ensku framkvæmda-
stjórarnir segja ekki vera þörf á
þessum breytingum og búast
við æði mörgum gulum og
rauðum spjöldum. En stjórarnir
eru óhressastir meö að breyting-
in skuli aðeins koma einni viku
áður en deildarkeppnin hefst,
en keppni í neðri deildunum
hefst á laugardag en úrvals-
deildin hefst 20. ágúst. Formað-
ur samtaka framkvæmdastjóra á
Englandi, Steve Coppell, var
ekki ánægður. „Síðasta tímabil
gekk mjög vel. Síðan sjáum við
HM-keppnina leikna undir allt
öbrum skilmálum og nú hefur
þessum skilmálum verið troðið
upp á okkur. Fyrstu vikur kom-
andi tímabils verða mjög erfið-
ar, ekki bara fyrir framkvæmda-
stjóra heldur líka leikmenn og
dómara," sagði Coppell. ■
Sjöþraut á EM í frjálsum:
Fyrsta gull Finna
Leikir KR og ÍBV og Þórs og ÍA fœrbir fram í
Trópídeildinni:
Ástæban er landsleik-
ir og bikarleikir
Tveir leikir 13. umferðar Tróp-
ídeildarinnar hafa verið færbir
fram og er um að ræba leiki KR
og ÍBV og Þórs og ÍA. Þeir áttu
ab verða leiknir næstkomandi
sunnudagskvöld en verba nú
leiknir á laugardaginn kemur og
hefjast báðir klukkan 14. Hinir
þrír leikirnir, UBK-FH, Valur-
Fram og ÍBK-Stjarnan, verba
leiknir á sunnudag. Ástæðan
fyrir þessum tilfærslum er
landsleikur íslands og Eistlands
á þriðjudeginum í næstu viku
og bikarleikur milli KR og Þórs
daginn eftir. Ekki var mögulegt
að færa til leik Keflavíkur og
Stjörnunnar þar sem síðar-
nefnda liðið spilar fyrri leik sinn
í Evrópukeppni bikarhafa á
morgun.
Þá hefur leikur Leifturs og ÍR í
2. deild verið færbur fram til
næsta föstudags og tengist það
unglingamóti sem haldið verð-
ur fyrir norðan en margir leik-
menn Leifturs eru þjálfarar liða
á mótinu. ■
Antony Karl Gregory er líklega á
förum frá norska libinu
Bodö-Glimt.
Sabine Braun frá Þýskalandi
sigrabi í sjöþraut kvenna á Evr-
ópumeistaramótinu í frjálsum
íþróttum í Finnlandi í gær. Þá
Norska knattspyrnan:
Samkvæmt fréttum Bylgjunnar
í gær þá eru íslensku atvinnu-
mennirnir í knattspyrnu, Krist-
ján Jónsson og Ántony Karl
Gregory, hjá Bodö-Glimt í Nor-
egi á förum frá félaginu. Félagið
stendur sig ekki vel í deildar-
keppninni og er nú í neðsta sæti
í úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins
er óánægöur með að Kristján
hafi lýst því yfir að hann ætli að
taka fullan þátt í undirbúningi
íslenska landsliðsins fyrir Svía-
unnu Finnar til fyrstu gullverð-
launanna á mótinu þegar Sari
Essayah vann lOkm göngu
kvenna. ■
leikinn í september. Þá mun
hann hafa verið óánægður þeg-
ar Kristján fór til Bandaríkjanna
með landsliðinu. Hvað varðar
Antony Karl þá hefur hann ekki
náð að sýna sitt rétta andlit hjá
félaginu. Óvíst er hvað þeir fé-
lagar gera en þeir geta ekki skipt
yfir í íslenskt félag þar sem búið
er að loka á öll félagsskipti á
þessu tímabili. Ekki er þó lokum
fyrir það skotið að þeir spili með
öbru félagi í Noregi. ■
Kristján og Antony
Karl á heimleib
Molar...
... Richard Moeller Nielsen,
landslibsþjálfari Dana í knatt-
spyrnu, tilkynnti 16 manna lands-
liðshóp í gær sem mætir Finnum í
vináttuleik þann 17. ágúst. har
vekur helst athygli að Laudrup-
bræðurnir, Michael og Brian, eru
báðir í hópnum en þar hafa þeir
ekki verið saman í langan tíma.
... Philippe Albert, belgíski varn-
armaburinn, er á leiðinni til
Newcastle í ensku knattspyrn-
unni, frá Anderlecht. Albert sem
er 27 ára hefur verib fyrirliði Belga
í 31. skipti og var valinn leikmað-
ur belgísku deildarinnar árib
1992. „Þungu fargi er af mér
létt," sagbi Albert við fréttamenn.
Hann sagbist hafa verib orðinn
mjög taugatrekktur undanfarib
því hann vildi prufa sig hjá félagi
utan Belgíu en samningar hafi
ekki náðst vib neitt félag fyrr en
nú. Fiorentina, Parma, Inter Mílan
og Tottenham ræddu öll vib
kappann á tímabili.
... Cobi Jones, bandaríski lands-
liðsmaburinn í knattspyrnu, er
genginn til libs við Coventry á
Englandi. Hinn 24 ára gamli
miöjumabur, sem lék gegn Brasil-
íu á HM og kom inn á í þremur
öbrum leikjum, skrifaöi undir eins
árs samning en bandaríska knatt-
spyrnsambandib á eftir ab leggja
blessun sína yfir samninginn.
... íslenska drengjalandslibib í
knattspyrnu, U16, hafnabi í 4.
sæti á NM-mótinu sem lauk um
síbustu helgi en íslenska kvenna-
landslibib U20 ára lenti í 6. sæti á
NM-móti í Þýskalandi.
... Ríkharbur Dabason í Fram er
búinn ab skora 7 mörk í 1. deild-
arkeppninni í knattspyrnu en ekki
fimm eins og missagt var í blab-
inu í gær.
... Linford Christie frá Bretlandi
sigrabi í 100m hlaupi í þribja sinn
í röð á EM í frjálsum sem fer fram
í Finnlandi. Hann hljóp á 10,14
sekúndum en Geir Moen frá Nor-
egi varb óvænt annar á 10,20
sekúndum.
... Anna Byiryukova, frá Rúss-
landi, vann í þrístökki á EM, stökk
14.89 metra.
... Þorkell Snorri Sigurbsson,
GR, sigrabi á Landsmóti unglinga
í piltaflokki sem fór fram á Grafar-
holtsvelli um síbustu helgi. Hann
lék á 284 höggum en Birgir Leifur
Hafþórsson( GL, varb annar á 289
höggum. Olöf María Jónsdóttir,
GK, sigrabi í stúlkaflokki á 305
höggum.
HM í körfu í Kanada:
Grikkir lögðu
heimamenn
Grikkir komu á óvart á Heims-
meistaramótinu í körfubolta í
gær þegar þeir Iögðu sjálfa gest-
gjafana í körfubolta 74-71 í
milliriðli. í hálfleik var 40-34
fyrir Grikki. í hinum leiknum í
sama milliriðli vann Króatía
aubveldan sigur á Kínverjum
105-73 eftir að hafa 20 stiga for-
skot í hálfleik 61- 41. Það sem
gerir fyrri leikinn merkilegan
var að af tæpum 12 þúsund
áhorfendum voru um 8000
Grikkir, enda er í Toronto, þar
sem leikurinn fór fram, um 90
þúsund manna samfélag grísk-
ættaðra Kanadamanna. „Að
spila fyrir framan þessa áhorf-
endur var eins og vera með 6.
manninn í liðinu," sagbi Makis
Dedrinos, þjálfari Grikkja. Ekki
batnar ástandið fyrir Kanada-
menn í næsta leik gegn Króatíu
sem fer fram í Hamilton því þar
er 65 þúsund manna samfélag
króatískra ættabra Kanada-
manna. ■