Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Fimmtudagur 1. september 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 162.tölublað 1994 Sjómaöurinn frá Akranesi: Yfirheyrsl- um lokib Sjómaðurinn frá Akranesi sem bjargabist þegar trilla hans sökk í fyrrakvöld gaf lögreglunni á Akranesi skýrslu um atvikið í gær. Yfirheyrslum er lokið af hálfu lögreglunnar og verður væntanlega beöið um sjópróf hjá Héraðsdómi Vesturlands í framhaldi af þeim. Brynjólfi Viðari Júlíussyni var bjargað um borð í varðskipið Ægi í fyrrakvöld eftir að 4,5 tonna trilla hans, Lára MB-22, sökk undan Þormóðsskeri. ■ Óöinn í Barentshafi: Mikiö öryggi fyrir sjómenn „Þeir hafa veriö að hjálpa til í sambandi við veikindi og einn- ig skorið úr skrúfum," segir Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Landshelgisgæslunnar. Hann segir að Gæslan taki sanngjarna þóknun fyrir að skera úr skrúfum skipa. Um þab sé samið við viðkomandi vá- tryggingafélög og þab hafi ekk- ert breyst. Forstjóri Gæslunnar segir að með tilkomu Óbins á miðin í Smugunni hafi skapast mikið öryggi fyrir þá fjölmörgu sjó- menn sem þar eru vib vinnu sina. En talið er að um 800 ís- lenskir sjómenn séu að störfum þar nyrðra. ■ Cagnrýni SUS á RÚV: Óeblileg hagsmuna- tengsl? Ríkisútvarpiö er ein þeirra stofnana sem á sæti á „svarta listanum" sem fulltrúar Sam- bands ungra sjálfstæðismanna afhentu fjármálaráðherra fyrr í vikunni. Eftir afhendingu list- ans hafa ýmsir bent á tengsl for- manns SUS við aðrar útvarps- stöbvar en RÚV. Ungir sjálfstæðismenn gagn- rýna rekstur RÚV harkalega. Þeir segja að víða megi spara hjá fyrirtækinu og bera vissa þætti í rekstrinum saman við útvarps- stöbina Bylgjuna í því sam- hengi. Eftir afhendingu „svart- hvíta listans" hafa ýmsir bent á aö sami maður og ber fram þessa gagnrýni á RÚV, Guðlaug- ur Þór Þórðarson formabur SUS, situr í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva, sem hann er til- nefndur í af Bylgjunni og öör- um einkareknum útvarpsstöbv- um. Á „svarta listanum" er einnig gagnrýnt að framlög til Sinfóníuhljómsveitar íslands hafi hækkað ab raungildi und- anfarin ár, en Sinfónían fær ein- mitt framlög sín að hluta frá Menningarsjóði útvarpsstöðva. í ljósi stöðu Guðlaugs Þórs sem stjórnarmanns í Menningar- sjóðnum hafa menn spurt hvort þab sé eðlilegt að hann beri fram slíka gagnrýni. ■ Ótti bœnda um auknar álögur í kjölfar samein- ingar bœndasamtak- anna óþarfur? Landbúnaðarráðherra hefur gefið bændasamtökunum vil- yrði fyrir því að framlög ríkisins til félagskerfis bænda verði ekki skorin niður, þrátt fyrir að stefnt sé að sparnaði með sam- einingu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Formaður Búnaðarfélagsins segir ekki blikur á lofti um að hlutur bænda í kostun félags- kerfisins aukist við sameining- una. Heldur hefur dregib úr fram- lögum ríkisins til félagskerfis bænda á undanförnum ámm. Jón Helgason, formaður Búnab- arfélags íslands, segir enga tryggingu fyrir að fá framlög frá ríkinu til rekstrar leiðbeiningar- þjónustu og annarrar starfsemi sem tilheyrir félagskerfi bænda, þó að kerfið hefði verið óbreytt. Hins vegar hafi menn ekki ástæbu til að ætla annað en ab það haldi sér, enda ekki rök fyr- ir öðru. „Við höfum fengið fyrirheit frá núverandi landbúnaðarráö- herra um ab hann muni ekki láta þessa skipulagsbreytingu hafa áhrif til lækkunnar," segir Jón Helgason. „Hann mun beita sér fyrir því aö svo verði ekki. Þar með tel ég vera fengna mikilvæga stefnumörkun." Jón segir að dönsk yfirvöld styrki félagskerfi bænda þar í landi á svipaðan hátt, með greiðslum til einna heildarsam- taka bænda. ■ Viö munum berjastgegn Hvalfjaröargöngunum og fara í mál, sagöi Ólafur Sigurgeirsson á Þaravöllum viö Tím- ann ígcer. Tímamynd CS Olafur Sigurgeirsson á Þaravöllum í Innri Akraneshreppi segir yfirvöld ekki hafa hlustaö á mótmœli íbúa frekar en þeir vœru hundar: Munum fara í mál Ráöherra hefur lofab óbreyttum framlögum „Maöur er rétt ab ná sér eftir þetta áfall frá því í gær aö ljóst var aö fariö veröur út í þessa gangagerö. Aö vísu hefur þetta legiö í loftinu en nú viröist síöast vonin farin. Viö munum hiklaust fara í mál út af þessu og berjast hart og lengi," segir Ólafur Sigurgeirs- son bóndi á Þaravöllum í Innri Akraneshreppi, skammt þar frá sem noröurendi fyrir- hugaöra Hvalfjaröarganga á aö koma upp. íbúar þar hafa mótmælt þessari staðsetningu ganganna allt frá upphafi en Ólafur segir yfirvöld ekki hafa hlustað á þá frekar en hunda. Ekki er ljóst í hvaða formi málsókn geti orðiö og hvort hún muni beinast gegn Speli, Vegagerðinni eða öðrum en „við vonum bara ab þeir sem ætla sér að fjármagna þetta dæmi missi áhugann þegar þeir sjá aö þessu gætu fylgt hvers kyns bótakröfur, kærur og bönn og leiðindi," eins og Ólafur orð- aði þab. Hann sagbi í samtali við Tímann í gær ab íbúar á svæöinu heföu ekki enn hist eft- ir að tilboöin voru opnuð en íbúarnir hafi þó oft hist og mót- mælt, m.a. með undirskrifta- söfnunum. „Þetta er vitaskuld ekkert ann- ab er risastórt umhverfisslys fyr- ir sveitarfélögin hérna," segir Ólafur ennfremur. Þetta eru æskustöðvar flestra sem hérna búa og hinir hafa keypt sér eign- ir hér gagngert til að komast út í sveit þar sem menn fá að vera í friði og ró. Hvorki þetta fólk né við sem þarna búum, höfum áhuga á að fá hraðbraut fyrir ut- an stofugluggann hjá okkur," segir Ólafur. Hann bendir á að landið á þessum stað sé þröngt og lítið undirlendi og nefnir ab gamli vegurinn eigi að halda sér og vera í notkun auk þess sem hraöbraut verði byggð upp. „Málið er að þetta landsvæði ber varla einn veg hvab þá tvo! Sumar jarbir og íbúöarhús yrðu hreinlega eins og á umferðar- eyju milli veganna. Auk annars segir Ólafur á Þara- völlum þab hugsanavillu hjá bæjaryfirvöldum á Akranesi að göng á þessum stað muni verða lyftistöng fyrir bæinn. Þvert á móti sé líklegt ab þetta muni hraba þeirri þróun sem þegar sé hafin, að fólk sæki í auknum mæli þjónustu og vinnu til Reykjavíkur. Gangagerbin muni því veröa Skagamönnum til bölvunar auk þess ab vera stór- kostlegur skaðvaldur fyrir sveit- irnar í Innri Akraneshreppi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.