Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. september 1994 Aldarfjóröungsátökum aö Ijúka? írski lýðveldisher- inn boðar vopnahlé Belfast, Reuter írski lýöveldisherinn, IRA, lýsti í gær yfir skilyröislausu einhliöa vopnahléi og batt þar meö enda á styrjaldarástand sem ríkt hefur á Noröur-írlandi í aldarfjórö- ung. I yfirlýsingu lýöveldishersins segir meöal annars: „Meö hliö- sjón af því sögulega tækifæri sem nú býöst og í von um aö slíkt geti leitt til þess aö friöur komist á meö lýöræöislegum hætti boöar IRA vopnahlé frá og meö miönætti miövikudaginn 31. ágúst." Yfirlýsingarinnar haföi veriö beöiö meö spenningi og fjöl- miölar höföu velt fyrir sér und- anfarna daga hvort hún kæmi og hvaö í henni myndi standa. Samkvæmt henni veröur öllum Bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur í augsýn Genf, Reuter Svo viröist sem líkur á banni viö kjarnorkusprengingum í til- raunaskyni sé i sjónmáli. Þetta var haft eftir háttsettum embætt- ismanni sem vinnur aö alþjóöa- samkomulagi um slíkt bann. Mexíkómaöurinn Miguel Mar- in- Bosch, forseti þeirrar nefndar Sameinuöu þjóöanna sem hefur í mörg ár unniö aö gerö alþjóöa- samkomulags um bann viö til- raunasprengingum, lét hafa það eftir sér í gær að drög aö slíku samkomulagi væru kraftaverki líkust. Marin-Bosch bætti því þó við að nær engar líkur væm til þess að hægt yröi aö ljúka endanlegri gerö samkomulagsins fyrir fund ríkjanna sem undirritað hafa samkomulag um bann viö út- breiöslu kjarnavopna en fundur- inn veröur haldinn í apríl á næsta ári. Stefnan er ab bannið við tilraunasprengingunum veröi hluti af samningnum um bann viö útbreiðslu kjarna- vopna. ■ hermdarverkum hætt og öllum deildum lýöveldishersins hefur veriö gert ljóst hvaö til þeirra friöar heyri. Samkvæmt friðaráætlun John Majors, forsætisráðherra Bret- lands, og Albert Reynolds, for- sætisráöherra írlands, veröur Sinn Feinn, pólitískum armi IRA, gefinn kostur á að taka þátt í áframhaldandi friðarviöræöum þremur mánuðum eftir aö vopnahlé er komið á. Kaþólikkar á Noröur-írlandi fögnuöu ákaft í gær en mótmælendur drógu í efa heilindi lýðveldishersins. Garry Adams, leiðtogi Sinn Fe- inn, skorabi í gær á Breta aö láta alla pólitíska fanga á Norður-ír- landi lausa og kalla herliö sitt heim. Hann skoraöi jafnframt á Bandaríkjamenn að taka þátt í aögerbum sem stuölað gætu að varanlegum friöi í landinu. Clinton Bandaríkjaforseti brást skjótt við og lofaði stuðningi viö Noröur-íra til aö þeim mætti auðnast aö sættast innbyrðis. Harölínumenn úr röbum mót- mælenda skoruöu á Breta að láta IRA ekki plata sig og norður-írski presturinn Ian Paisley sagöi breska forsætisráðherrann hafa svikiö Norður-íra. Breska stjórnin hefur gagnrýnt yfirlýsingu írska lýöveldishers- ins fyrir aö í henni segi ekkert um aö vopnahléiö skuli vera til frambúöar. ■ Bændur sektaðir vegna mótmæla Á fjóröa tug þýskra bænda í Nebra-Saxlandi eiga yfir höföi sér hálfrar milljónar króna sekt vegna mótmæla viö þinghúsib í Bonn þann 19. maí síðastlibinn. Þýska vikuritiö Der Spiegel greindi frá þessu. Saksóknari krafðist þess upp- haflega að bændurnir greiddu sekt aö upphæð sem svarar 700.000 íslenskum krónum en eftir mótmæli Jochens Borchert, landbúnaðarrábherra Þýska- lands, var upphæbin lækkub um nærri helming. Borchert er þó ekki sáttur og vill með vísan í kurteislega framkomu bænd- anna aö yfirvöld falli frá öllum fjárkröfum á hendur þeim. Bændurnir höfbu komið með svín meö sér til Bonn sem þeir ráku aö þinghúsinu og fóru þar yfir „strikib" svokallaba en þaö er máluð rönd sem menn og málleysingjar veröa að stoppa vib ef þeir hafa ekki sérstakt leyfi til ab koma nær byggingunni. Landbúnabarráöherrann bendir á ab bændurnir hafi að kröfu lögreglunnar afhent henni dreifibréf sem þeir hafi haft meöferöis og sömuleiðis tóku þeir af sér hvítan hettuklæönab sem átti aö hindra aö þeir þekkt- ust....... . . ■ Á heimleiö Síbustu rússnesku hermennirnir fóru frá Lettlandi og Eistlandi ígær. Fjo- dor Melnitschuk, yfirmabur rússneska heraflans í Eystrasaltríkjunnum, á ab hafa tilkynnt Cuntis Ulmanis, forseta Lettlands, um endalok herset- unnar. Reuter Friöur framundan? Kaþólskar stúlkur í Belfast á leib í skólann ígær eftir ab fréttir bárust af þvíab írski lýbveldisherinn, IRA, ætlabi ab lýsa yfir einhliba vopnahléi. Fremst á myndinni má sjá breskan hermann og ab baki stúlknanna eru tveir libsmenn konunglegu lögreglusveitanna í Uister. Yfirlýsing IRA gœti orbib til þess ab breski herinn yrbi kallabur heim eftir 25 ára styrjöld á Norbur-írlandi. Svíar leyfa vopna- flutning til Eystra- saltsríkjanna Margaretha af Ugglas, utanríkis- rábherra Svíþjóöar, tilkynnti í gær aö sænska stjórnin ætlaði aö leyfa vopnaflutning til Eystra- saltsríkjanna frá og meö degin- um í dag, óháö því hvort rúss- neski herinn væri endanlega horfinn á braut. Svenska Dagbla- det greindi frá þessu í gær. Norðurlöndin hafa stutt þaö aö komið veröi á fót gæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Eystra- saltsríkjunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, en þaö hef- ur verið sameiginleg afstaöa þeirra aö flytja ekki vopn til þess- ara fyrrverandi lýövelda Sovét- ríkjanna fyrr en síöasti rússneski hermaöurinn væri á braut þaöan. í gær komu utanríkisráðherrar Noröurlandanna saman til fund- ar í Palanga í Litháen mebal ann- ars til aö samgleðjast Eystrasalts- ríkjunum meö lok hersetunar. Eftir því sem Dagens Nyheder greindi frá ætlar Carl Bildt aö vera viöstaddur fundinn en komst ekki vegna kosningabar- áttunar heima fyrir sem er í al- gleymingi um þessar mundir. ■ Baráttan um þaö hvort Noregur eigi aö gerast aöili aö Evrópu- sambandinu er komin á fullt skrið. Á þriöjudagskvöldið var CARLOS KVARTAR VJÐ DOMARA. Tekist a um ESB-aðild fyrsta sjónvarpseinvígi helstu forsvarsmanna andstæöinga og fylgjenda aöildar á TV2. Stjórnmálaskýrendur norsku dagblaöanna vom á einu máli um að Anne Enger Lahnstein, formaöur Miöflokksins og helsti talsmaöur andstæbinga aöildar, heföi haft betur í oröaskakinu við Gro Harlem Bmndtland, for- sætisráöherra og forvígismann þess aö Noregur sóttist eftir að- ild aö sambandinu. Stjórnmálaskýrendur segja aö einvígiö hafi fariö hið besta fram og umfram allt verið mál- efnalegt. Að þeirra mati átti Gro erfiðast með aö verja tilfærslu á valdi frá Osló til Brusselar og það vafðist fyrir Anne aö skýra hvernig Norðmenn gætu látib sem þaö breytti engu þó ab bæöi Finnland og Svíþjóö yröu aöilar aö sambandinu. Sú afstaba Miöflokksins aö lítill meirihluti fyrir aöild eigi ekki að duga til aö koma Noregi í ESB virbist ekki eiga upp á pallboröiö hjá þjóðinni. { skoöanakönnun sem birt var í gær kemur í ljós aö tæplega 60 prósent Norömanna telja aö meirihlutinn eigi að ráöa í þessu mikla hitamáli hver svo sem hann veröj...■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.