Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. september 1994 13 Útför systur okkar Ingigerðar Þorsteinsdóttur frá Vatnsleysu Jörfabakka 22 fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. september n.k. kl. 13.30. Steingerður Þorsteinsdóttir Sigurður Þorsteinsson Einar Geir Þorsteinsson Kolbeinn Þorsteinsson Bragi Þorsteinsson Sigríður Þorsteinsdóttir Viðar Þorsteinsson ________________________ J FRÁ GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun september. Kennarafundir verða í skólunum kl. 9:00 árdegis fimmtudaginn 1. september. Nemendur komi í skólana þriðjudaginn 6. september sem hér segir: 10. bekkur (nem.f. 1979) kl. 9:00 9.bekkur (nem. f. 1980) kl. 10:00 8. bekkur (nem. f. 1981) kl. 11:00 7. bekkur (nem. f. 1982) kl. 13:00 6. bekkur (nem. f. 1983) kl. 13:30 5. bekkur (nem. f. 1984) kl. 14:00 4. bekkur (nem. f. 1985) kl. 14:30 3. bekkur (nem. f. 1986) kl. 15:00 2. bekkur (nem.f. 1987) kl. 15:30 Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1988) hefja skólastarf skv. stundaskrá fimmtudaginn 8. september, en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. w Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í staurareis- ingu fyrir 66 kV háspennulínu frá aðveitustöð við Flúðir, Hrunamannahreppi, Árnessýslu að aðveitustöð við Hellu, Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. Alls er um að ræða 241 staurastæður úr tré. Lengd línu 32.5 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins, Dufþaksbraut 12, 860 Hvolsvelli, og Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 1. sept- ember 1994 og kosta kr. 2500,- hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli, fyrir kl. 14:00, mánudaginn 26. september n.k. og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK-94011, 66 kV háspennulína Flúðir-Hella, staurareising". Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 REYKJAVIK. FAXNÚMERIÐ ER 16270 ___________ UMFERÐAR RAÐ Hoganhjónin fyrír framan glœsilega villu sína í Beverlyhœbum. Miklar breytingar á högum ástralska leikarans Pauls Hogan eftir ab hann flutti til Hollywood: Starfaði ábur sem lík- snyrtir og verkamaður Margir muna eftir leikaran- um ástralska, Paul Hogan, sem gerði hlutverk sitt í myndinni Krókódíla Dundee svo eftirminnilegt aö bíó- gestir grétu af hlátri þegar myndin gekk í bíóhúsum borgarinnar. Þetta var myndin sem fleygði hon- um í hæstu hæbir, jafnt í at- vinnulegu tilliti og í einka- lífinu. Paul Hogan, sem fram að þessu hafði aðeins verið þekktur í heimalandinu, sló eftirminnilega í gegn og í kjölfarið fylgdu gylliboð frá Hollywood. En þar er ekki nema hálf sagan sögö: hann varð einnig ástfang- inn af mótleikkonu sinni í Krókódíla Dundee, Lindu Kozlowski, og hafa þau bú- ið saman í hamingjusömu hjónabandi í fjögur ár síð- an. Paul Hogan var reyndar gagnrýndur nokkuö á sín- um tíma fyrir samband sitt við Lindu, en hann kastaði 34 ára hjónabandi fyrir róða og yfirgaf þáverandi konu sína. Það er langur vegur frá högum Pauls Hogan nú og fyrrum. Hann býr nú með Lindu í lúxusvillu í Beverly- hæðum og smjör drýpur af hverju strái í lífi þeirra hjóna. En hvernig skyldi „búskmanninum" Paul Hogan hafa gengið að að- lagast þotulífinu í Holly- wood? „Mjög vel, ég hef alltaf haft mikla aðlögunar- hæfileika og það var ekkert mál fyrir mig. Það er mér mikil hvatning að Ástralir eru stoltir af mér og heima fyrir er ég nokkurs konar þjóðhetja. Enda er það víst svo að margir vita það eitt um Ástralíu að Paul Hogan bjó þar í 50 ár," segir hann og glottir. Hefur frægðin ekki að neinu leyti stigið honum til höfuðs? „Nei, ég tek mig alls ekki alvarlega. Ég hef ekki getað stöðvað hungursneyðina í veröldinni, ég hef ekki „£g er ekki merkilegur mabur. Þab eina sem ég geri er ab koma fólki til ab hlœja." í SPEGLI TÍMANS gamall, kvæntist 18 ára og átti þrjú börn um tvítugt. Hann vann um 100 mis- munandi störf til að brauð- fæða fátæka fjölskyldu sína, m.a. var hann líksnyrtir og vegavinnuverkamaður. Síð- ar uppgötvuðust hæfileikar hans sem leikara og eftir „Krókódílinn" hefur allt breyst með undraverðum hraða. Að lokum, hver er lykill- inn að gæfuríkri framtíð? „Að taka hlutina ekki al- varlega, ég tek ekkert of al- varlega. Hér í Hollywood eru menn sem vinna hin ýmsu störf, en ná aldrei að njóta lífsins af því að þeir ná aldrei að slaka á, eru meb fullar hendur af ímynduðum vandamálum. Ég aftur á móti hef lent í lífsháska og m.a. verið hárs- breidd frá dauðanum er ég fékk heilablóðfall árið 1986. Eftir það tek ég lífinu eins og það er, og reyni að gera það besta úr því. Ein- föld hugsun, en virkar.vel." Þab vakti mikla athygli þegar Paul yfirgaf konuna sína eftir 30 ára hjónaband og fluttist til Bandaríkjanna meb Lindu Kozlowski. fundið lækningu gegn eyöni, ég kem bara fólki til að hlæja. Það er allt og sumt." Hogan viðurkennir þó að um margt svipi seinni tíma lífshlaupi hans til sögunnar um Öskubusku, nema hvað hann sé af gagnstæðu kyni. Hann hætti í skóla 15 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.