Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.09.1994, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. september 1994 TÍMINN SPYR... Munu Hvalfjaröargöngin ekki eybileggja afkomu þessa rekstrar? Aöalsteinn Friöfinnsson í Þyrli í Hvalfiröi: Betra aö vera ofan á sjónum en undir honum Brœburnir Aöalsteinn Fribfinnsson (t.v.) og Sveinn Fribfinnson, matsveinn í Söluskálanum Þyrli, eru sœmilega bjartsýnir meb framhaldib. „Ég hef litla trú á aö umferbin um fjöröinn hverfi nú alveg og menn sem ekki eru aö flýta sér því meira, fari þá fyrir fjöröinn, um helgar í þaö minnsta," segir Aöalsteinn Friöfinnsson sem rekur veit- ingaskálann Þyril í Hvalfiröi. „Ég býst nú viö aö þaö veröi margir sem ekki fara í gegnum þessi göng og þegar ég var til sjós í gamla daga þótti það nú betra aö vera ofan á sjónum en undir fleiri tonnum af þess- ari mýri." Hann segir aö ef- laust muni margir sem aki þarna niður hafa áhyggjur af því aö þessi spölur undir fjörö- inn veröi síðasti spölurinn. Aðalsteinn segist eiga von á aö umferðin muni heldur minnka þótt það yröi ekki til þess aö honum féllust hendur varðandi þennan rekstur. Hann hefur þó mestar áhyggj- ur af því aö veturinn kunni að reynast söluskálunum í Hval- firði erfiður, þótt þeir kynnu að þrauka yfir sumarmánuö- ina. Aöalsteinn segist vera þeirrar skoðunar aö samgöngubætur séu yfirleitt af því góöa og han voni innilega að gangaævin- týrið gangi upp. Hann segist þó ekki geta varist þeim grun aö þegar fram líði stundir muni koma í ljós að áætlana- gerðinni við fjármögnunina hafi verið ábótavant og þá komi ríkiö til að yfirtaka skuldbindingar á stórum upp- hæöum. „Ráðamenn þjóðar- innar hafa nefnilega alltaf ver- iö tilbúnir aö bruðla með þaö sem þeir hafa ekkert af — nefnilega vitsmuni og fjá- muni," segir Aðalsteinn bros- andi og bætir því viö aö nú sé hann kominn með vínveit- ingaleyfi í skálann þannig aö vel geti verið að þaö auki enn aðsókn hjá sér. Þorsteinn ber sig þokkalega þrátt fyrir þau áhrif sem Hvalfjarbargöngin munu hafa á rekstur hans. Þorsteinn Magnússon í Botnsskála í Hvalfirbi: Verírnm að stíla upp á ferðamenn „Nei, nei, maður vonar aö þetta þýöi bara dálitla breyt- ingu. Viö verðum aö reyna að stíla meira upp á ferðamenn, hér eru t.d. miklar og góöar gönguleiðir. Aö vísu má búast viö aö þetta minnki mikið og þaö má búast viö aö grundvöll- urinn hverfi alveg undan þessu yfir veturinn," sagöi Þorsteinn Magnússon sem rekur „Botns- skála í samtali við Tímann í gær. „Á sumrin held ég aö þaö ætti aö vera rekstrargrundvöllur fyrir þessu og það er aldrei aö vita nema hlutirnir glæðist þá eitthvað líka ef það veröur lagð- ur vegur héðan yfir á Þingvöll, en það er gamla Leggjabrjóts- leiðin. Hins vegar liti málið ekki eins vel út ef til viðbótar göng- um kæmi aö vegurinn yrði færður hér út þannig aö hann lægi yfir grynningarnar í botn- inum en um það hefur líka ver- ið rætt," sagöi Þorsteinnn og bætti því við aö göngin þyrftu ekki aö leka mikið til aö um- ferðarstraumurinn fyrir fjörö- inn færi í sitt fyrra horf. ■ Daöi Arngrímsson í söluskálanum viö Ferstiklu í Hvalfiröi: Verð aö setja niður sólskýlið og keyra burt „Eg held nú satt aö segja að til- koma ganganna hljóti aö vera dauöadómur fyrir hina söluaðil- ana en hér í Ferstiklu erum við þó með skástu staðsetninguna. Hér er mikil sumarbústaða- byggö fyrir ofan og sundlaugin á Hlööum er hérna rétt fyrir ut- an. Það er spurning hvort þeir keyri ekki fyrir fjöröinn sem eru aö fara hér upp dragann því styttingin er ekki þab mikil á þeirri leiö og menn hljóta ab hugsa sig um tvisvar áöur en þeir fara aö eyða peningum í að aka gegnum göngin," segir Daði Arngrímsson sem rekur sölu- skálann viö Ferstiklu í Hvalfiröi. „Ég get hins vegar ekki séb nokkra glóru í þessum rekstri yf- ir vetrartímann eftir ab göngin eru komin, því mér finnst ótrú- legt ab menn fari aö basla fyrir fjöröinn í alls kyns veðri ef þeir þurfa þess ekki. Mér sýnist svona, ef maður ætlar aö vera raunsær, að það séu ekki þau sóknarfæri vib þjónustu hér í sveitinni eöa eitthvab í þeim dúr sem muni vega upp minnk- andi umferö." Dabi segir aö taprekstur sé á út- geröinni yfir vetrarmánuöina og hann sjái ekki hvernig hægt veröi að halda þessu úti eftir aö göngin komi og dragi enn frek- ar úr viðskiptunum. Þess vegna muni göngin veröa til þess aö hann hætti þessum rekstri hvað svo sem veröi um húsnæöi á þessum staö. „Já það er ekkert um annað aö ræöa en setja sólskýlið niöur og keyra bara í burtu," segir Daöi Arn- grímsson. ■ Dabi Arngrímsson rekur veitingaskálann vib Ferstiklu. Tímamyndir CS Flutningur grunnskólans. Kennarar taka menntamálaráöherra á oröinu: Tækifæri til launahækkana Eiríkur Jónsson, formaöur Kennarasambands íslands, sagöi á landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga á Akureyri í gær aö kennarar ætluöu aö notfæra sér flutning grunn- skólans til aö ná fram launa- hækkunum. Þjóöleikhúsiö: Verkfallsboðun FÍH Samninganefnd ríkisins hef- ur vefengt lögmæti boöaös verkfalls FÍH fyrir hönd tón- listarmanna hjá Þjóbleikhús- inu. Nefndin telur ab verk- falliö hafi ekki verib bobab meö fullum sjö daga fresti. Verkfall hefur verib bobab frá og meö 5. september n.k. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þorsteinn Geirsson, formabur samninganefndar ríkisins, sagöi í gær ab það hefði ekki vérib tekin afstaða til þess hvort málinu yröi vísaö til úr- skuröar Félagsdóms. Hann sagöi aö ákvöröun um þaö yröi ekki tekin fyrr en Félag ís- lenskra hljómlistarmanna hefbi svarað athugasemd samninganefndarinnar um verkfallsbobunina. Búist er viö að framhaldið skýrist í dag. Árangurslaus sáttafundur var í deilunni í gær hjá ríkissátta- semjara og hefur annar fundur veriö bobabur á föstudag. Eftir sáttafundinn ræddu fulltrúar FÍH vib fulltrúa frá Þjóöleikhús- vefengd inu. Kjartan Óskarsson, sem á sæti í samninganefnd FIH, vildi hvorki tjá sig um þann fund né deiluna og sagöi aö þeir heföu þegar sagt allt um málib. Eins og fram hefur komiö þá krefjast tónlistarmenn viö Þjóöleikhúsiö, sem allir eru lausrábnir, aö gmnnkaup þeirra veröi sambærilegt vib það sem launsráönir hljóðfæra- leikarar hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni fá. Talib er aö þessi krafa þýöi allt aö 30% grunn- kaupshækkun. ■ í því sambandi vitnaöi hann m.a. orörétt til ummæla menntamálaráöherra þess efnis „aö kennarar eigi aö notfæra sér þessi þáttaskil til aö brjótast út úr núverandi launakerfi." Skóla- stjóri í 900 nemenda skóla með 70 manna starfslib hefur 130- 170 þús. kr. í mánaðarlaun. Formaöur KÍ sagði einnig aö það væri útilokað sökum tíma- skorts aö flutningur grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga gæti komiö til framkvæmda þann 1. ágúst á næsta ári. Hann lagði ennfremur áherslu á aö tryggt yrði ab kennarar heföu aöeins einn viðsemjanda þegar samiö yröi um kaup og kjör. Þá þyrfti raunar aö ganga frá yfirfærslu grunnskólans fyrir mars n.k. vegna kennararábninga fyrir kennsluáriö 1995-1996. Eiríkur sagðist jafnframt hvorki mæla meb né á móti flutningi grunnskólans til sveit- arfélaganr —að máliö væri ekki komiö á þaö stig aö hægt væri aö taka af- stööu til þess. Þaö yrði hinsveg- ar gert þegar þaö lægi ljósar fyr- ir. í umræöum sveitarstjórnar- manna um flutning grunnskól- ans kom m.a. fram að þeir stefna ótrauöir aö því aö yfir- færslan komi til framkvæmda þann 1. ágúst 1995. Þeir leggja hinsvegar áherslu á aö til aö svo geti orðið, þurfi aö takast gott samkomulag við ríkiö um aö sveitarfélögunum veröi tryggð- ar tekjur til aö standa straum af þeim útgjöldum sem flutning- urinn hefði í för meö sér. Auk þess þurfi meö jöfnunaraögerö- um að gera fámennari sveitarfé- lögum kleift að standa jafnfætis þeim fjölmennari á þessu svibi. Hinsvegar liggur ekki enn fyrir hver kostnaðurinn veröur sam- kvæmt breyttum grunnskóla- lögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.