Tíminn - 01.09.1994, Page 5

Tíminn - 01.09.1994, Page 5
Fimmtudagur 1. september 1994 5 Árni Benediktsson: Hagræbing í m j ólkuribnabi Samkvæmt fréttum og viðtölum frá aðalfundi Landssambands kúabænda kom fram hörð gagnrýni á að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði hafi ekki hagrætt eins og skyldi. Meðal annars hafi þær fram að þessu látið ónotað það tækifæri sem nú byðist til þess aö fá fulla greiðslu fyrir afurðastöð, sem lögð væri niður. Mjólkurmagnið væri 100 milljón lítrar á ári, en afkasta- geta afurðastöðvanna væri 200 milljón lítrar. Það þyrfti því að leggja niður að minnsta kosti aðra hverja afurðastöö. Þjóbarsáttin og Sjömannanefnd Allt frá því að þjóðarsáttin var gerð í ársbyrjun 1990, meðal annars með tilstyrk bænda, hef- ur afurðastöðvunum verið ljóst að afurðaverð verður að lækka. Þær verða að náð niöur kostn- aði, verð landbúnaðarafurða til neytenda verður að lækka, op- inbert fjármagn til greinarinnar verður að minnka. Að þessu hefur verið unnið síðustu fjögur til fimm árin og mikill árangur hefur náðst. Þörfin fyrir hag- ræðingu er jafnvel enn meiri vegna GATT-samninganna, en það lá alltaf fyrir að innan tíðar yrði að einhverju marki opnað fyrir innflutning landbúnaðar- afurða. Og nú liggur það ná- kvæmar fyrir hvenær það verð- ur og að hvaða marki. Sjömannanefnd gekk út frá ákveöinni lækkun afurðaverðs til bóndans á tilgreindu árabili. Fulltrúar bænda gerðu að sjálf- sögðu kröfu til þess að samsvar- andi lækkun yrði hjá afuröa- stöðvum og á öðrum milliliða- kostnaöi. Það hefur gengið eftir að verð til bænda hefur lækkað. Það fé, sem afurðastöðvunum er ætlað til þess að standa undir rekstri sínum, hefur lækkað samsvarandi. Áframhaldandi lækkun mun væntanlega verða á næstu árum, bæði á verði til bóndans og afurðastöövanna, hvort sem afurðastöðvum fækk- ar eða ekki. Þessi mál hafa að sjálfsögðu verið til umræðu í afurðastöðv- unum síðustu fjögur árin og reyndar lengur, þar sem mönn- um var þetta ljóst áður en þjóð- arsáttin var gerð og Sjömanna- nefnd varð til. Afurðastöðvarn- ar hafa rætt um verkaskiptingu, sem gæti orðið til hagræðingar, og raunar samið um slíka verka- skiptingu í mörgum tilfellum. Rætt hefur verið um samein- ingu afurðastöðva og í einhverj- um tilfellum hefur verið rætt um að leggja stöðvar niður. í einu eða tveimur mjólkursam- lögum er til umræðu að sækja um úreldingu nú á þessu hausti. Ekki veit ég hver niðurstaðan af því verður. Annars staðar hafa menn komist ab þeirri niður- stöðu að fyrir viðkomandi byggðarlag náist engin hag- kvæmni við ab leggja niður samlag, eða við að sameina tvö samlög. Mjólkursamlag hef- ur verib lagt nibur Satt best að segja hefur þab óvíða fengiö mikinn hljóm- grunn að leggja afurðastöðvar niöur. Víðast hvar hagar þann- ig til að mjólkursamlagið er snar þáttur í tilveru viðkom- andi byggðarlags. Að leggja niður mjólkursamlagið getur verið nánast það sama og að „Endurskipulagning framleiðslunnar verð- ur í stórum dráttum að fara fram á und- an endurskipulagn- ingu úrvinnslunnar. Það hefði mátt œtla að þetta yrði eitt að- almál aðalfundar Landssamhands kúa- bœnda. Á þessu sviði hefði aðalfundurinn getað haft veruleg áhriftil góðs. En hvergi hefur komið fram að á þetta hafi verið minnst einu orði." VETTVANGUR leggja byggðina í rúst. Bændur eru, með einni undantekn- ingu, í meirihluta í stjórn þefrra fyrirtækja sem reka mjólkursamlög. Auðvitað eru þessir bændur háðir því að taka tillit til hagsmuna síns byggð- arlags, sem jafnframt eru þeirra eigin hagsmunir, og er það vafalítið að einhverju leyti ástæðan fyrir því aö þeir hafa ekki verið fúsir til þess að leggja viðkomandi samlag niður. Engu að síður hafa þeir haft vald til þess. Það er því lítið drengilegt aö láta síðan aðal- fund Landssambands kúa- bænda komast upp með að segja að allt sé öðrum að kenna. Á þeim eina stað sem bændur eru ekki í meirihluta er vilji fyrir því að hætta rekstri mjólkursamlagsins. Eitt mjólkursamlag hefur verið lagt niður. Eitt eða tvö verða ekki rekin án ríkisstyrks. Á ein- um stað tók stjórn kaupfélags ákvörðun um að leggja mjólkur- samlag nibur. Það hagaði þann- ig til að samlagið var lítið og munaði því ekki mikið um það í atvinnulífi staöarins. Atvinnu- ástandið á staðnum var raunar gott, þannig að ekki þurfti ab búast við verulegri röskun á lífs- afkomu manna. En þó að viökomandi kaupfé- lag ákvæði að hætta rekstri mjólkursamlagsins, var sagan ekki öll. Þegar í stað stofnubu bændur og sveitarfélagið hluta- félag um reksturinn og héldu honum áfram. Af þessu má sjá ab það er ekki svo einfalt ab leggja mjólkursamlag niður. í þessu tilfelli voru það bændur sem komu í veg fyrir þá hagræð- ingu, sem Landssamband kúa- bænda telur að eigi að leiða af því aö leggja samlag niður. Ekki ásaka ég viðkomandi bændur fyrir þetta, síbur en svo. En þetta ætti ab gefa Landssam- bandi kúabænda tilefni til þess að líta sjálfu sér nær í stað þess ab kenna öörum um. Skipulag mjólkur- framleibslunnar Þegar Sjömannanefnd ákvab að vinna út frá því að verð til neyt- enda lækkaði, gjöld hins opin- bera vegna framleiðslunnar lækkubu og að hagur bænda skyldi vera svipaður og annarra stétta, fólst að sjálfsögðu einnig í því að verulegar breytingar yrðu á skipulagi framleiðslunn- ar. Til þess að ná þessum þrem- ur markmiðum var augljóst að veruleg hagræðing yrði ab verða hjá bændum. í kjölfarið yrði bú- um að fækka, og framleiðslan yrbi fremur stunduð þar sem hagstæðast væri. Ekki kom til greina að leggja til að framleiðslu yrði hætt á þess- um stabnum eba hinum. Þess í stað var talið eðlilegast að efna- hagsleg lögmál réðu: Fram- leiðslan myndi færast til og þéttast á þeim svæðum, sem eru hagkvæmari til framleiðslu. Á þann hátt yrði hlutur bóndans bærilegur. Þetta hefur ekki gerst. Af mörgum ástæðum, sem hér verða ekki taldar, hafa bændur kosið ab þrauka áfram á sama hátt og áður og hafa tekið á sig mikla kjaraskerðingu, sem í mörgum tilfellum er lítt bæri- leg. Hins vegar hlýtur að koma að því fyrr eða síðar að búum fækki og það getur farið svo að fækk- unin dreifist ekki jafnt yfir land- ið, sums stabar verbi hún meiri en annars staðar. Dráttur á þessu veldur þvi að fyrirfram er ekki auðvelt að sjá hvar réttast er ab draga saman í rekstri mjólkursamlaga. Mjólkurfram- leiðsla gæti í verulegum mæli flust á svæbi þar sem ákveöið hefði veriö að hætta rekstri mjólkursamlags, og öfugt. End- urskipulagning framleiðslunnar verður í stórum dráttum ab fara fram á undan endurskipulagn- ingu úrvinnslunnar. Það hefði mátt ætla að þetta yrði eitt aðal- mál aðalfundar Landssambands kúabænda. Á þessu sviði heföi aðalfundurinn getað haft veru- leg áhrif til góðs. En hvergi hef- ur komið fram að á þetta hafi verið minnst einu orði. Kúabændum í sjálfsvald sett ab loka samlagi Sé það rétt, og um það ætla ég ekki ab efast, sem fullyrt var á aðalfundinum og í viðtölum við einstaka forystumenn samtak- anna, að framleiðslugeta mjólk- ursamlaganna sé 200 milljón lítrar á ári, en framleiðslan 100 milljón lítrar, gefur það auga- leið að hægt er að leggja niður afurðastöðvar í flestum lands- hlutum, aðra þar sem tvær eru. Hér sunnanlands eru tvær af- uröastöðvar og ætti því ab vera mögulegt að leggja aðra þeirra niður. Nú vill svo til að mjólk- urframleiðendur hafa full yfir- ráð yfir annarri stöðinni og geta lagt hana niður hvenær sem þeim sjálfum þóknast, og fengið að fullu bætta, ef þeir gera það á þessu ári. Þeir geta engum öðr- um um kennt en sjálfum sér, ef það tækifæri er ekki notað, og hljóta ab haga málflutningi sín- um í framtíðinni í samræmi við það, eigi hann að vera marktæk- ur. Nú veit ég að umrætt mjólkur- samlag verður ekki lagt niður og hef ekkert við það að athuga. Ég veit ab eigendur þess og forráða- menn hafa á takteinum ýmis rök fyrir því að það sé ekki rétt- lætanlegt að leggja þaö niður. Þau rök eiga vafalítið meiri eða minni rétt á sér. En þess ber að gæta að það em sömu rökin og abrir beita við að sýna fram á ab ekki sé réttlætanlegt að leggja önnur mjólkursamlög niður. Það er almennt viburkennt ab offjárfesting sé í mjólkuriðn- aði. Margir munu þó telja að þær tölur, sem komu fram á aðalfundi Landssambands kúa- bænda, séu of háar. Það þarf ekki að vera, ef tillit er tekið til þess að auðvitað er hægt að vinna vaktavinnu í mjólkur- samlögunum. Alltaf þarf ein- hverja fjárfestingu í atvinnu- starfsemi, jafnvel þó að áður hafi verið fjárfest umfram þarf- ir. Engu að síður er ástæða til þess, þegar þannig hagar til, að takmarka fjárfestingu eins og mögulegt er. Það kemur því harla kynlega fyrir sjónir að mjólkursamlag í eigu þeirra og að öllu leyti undir stjórn þeirra, sem harðast gagnrýna offjár- festinguna, skuli fjárfesta ótæpilega, jafnvel svo að kostnaðurinn á tveimur til þremur árum jafnast á við að byggja þokkalega stórt mjólk- ursamlag. Hagræbing verbur ab nást Þegar ljóst varð ab ekki yrði auðvelt að fækka mjólkursam- lögum úti um landið, varö jafn- framt að taka ákvörðun um hvernig lækkun afurðaverðs yrði mætt. Þar sem ég þekki til hefur sú ákvörbun verið tekin að meb öllum ráðum verbi að ná niður kostnaði á hverja vöru- einingu, án þess þó að það bitni á vörugæðum. Sú kostnaðar- lækkun mun koma víða niður. Hún mun til dæmis bitna mjög á starfsfólki mjólkursamlag- anna, en því verður að fækka um 20-30% fyrir aldamót til þess að markmiðin um lækkun vöruverðs til neytenda náist og til þess að framleiðslan standist erlenda samkeppni. Eins og staðan er í dag er það ekki fýsilegt að fækka starfs- fólki og kasta því út í atvinnu- leysi. Þess vegna er það von góbra manna ab mögulegt verði að fara hægt allra næstu árin, eba þangað til atvinnu- ástand batnar. Ef hins vegar eru gerðar kröfur um að ná hag- ræðingu fram meb fullri hörku á skömmum tíma, verbur að sjálfsögðu að taka því. Krafan um að leggja nibur mjólkur- samlög er líka krafa um að fækka starfsfólki. Höfundur er formabur Vinnumála- sambandsins. Uppeldi - agi - stiómmál Vonum seinna hefur ný- lega orðiö nokkur um- ræða um að pottur sé brotinn í hegðun yngstu kyn- slóðanna og samkvæmt nýj- ustu hugleiðingum ráðamanna um skólastefnuna virðist sem nú eigi ab beita menntakerfinu í þessu efni. Að vísu man ég ekki betur en að þegar ég var í skóla hafi agi og kennsla í mannasibum verið meðal þess sem lögö var áhersla á, en lík- lega hefur verið slakað á þar eins og svo víða annars staðar í þjóðlífinu. Hverjum hefbi til dæmis dott- ið í hug fyrir nokkrum árum aö unglingahópur myndi hindra lögreglu í starfi og reyna að varna því að hún handtæki ungan mann, vopnaðan hnífi? Þróun, alþjóölegt vandamál, kann einhver að segja, áhrif sjónvarpsins, gæti annar sagt eöa eðlileg afleiðing þéttbýlis- mynd- unar. Vissulega kunna allar þessar skýringar að eiga við og ljóst má vera að í fámennum byggðum Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE felst mikib aðhald í því einu að allir þekkjast og vita hvern mann nágranninn hefur að geyma. Það er hins vegar eitt sem aldr- ei heyrist nefnt: Getur ekki verið að almenning- ur taki nokkurt mib af hegðan rábamanna þjóbarinnar? Er það skrýtib að almenningur sýni af sér ámælisveröa hegðun þegar fordæmin eru eins og allt of oft vill verða? Er skrýtiö að almenningi finn- ist hann mega vera kjaftfor hvar og hvenær sem er, þegar ráð- herra heyrist ölvaður halda há- tíðarræöu drafandi röddu eða skítkast á allt og alla kemur frá mönnum í slíkri stööu? Væri ekki ráð að hugsandi menn reyndu ab hafa áhrif hver á sínum stað og byrja ofan frá? Væri ekki upplagt að gera hegð- unarvandann ab kosningamáli í komandi alþingiskosningum, og er ég þá allt eins ab meina hegðunarvanda stjómmála- mannanna sjálfra. Síðan mætti halda áfram, ala börnin betur upp, brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna öðrum gott fordæmi o.s.frv. Þab er að minnsta kosti alveg víst, að vilji menn ná árangri í að bæta aga og hegðun sem víð- ast í þjóðfélaginu, fæst ekki betra tækifæri til áróðurs en ein- mitt með því ab gera bætta hegðun ab kosningamáli. Ég trúi ekki öðm en slíkt bæri árangur og hugsib ykkur bara meb hvílíkum áhersluþunga menn eins og hæstvirtur utan- ríkisráðherra gæti ráöist að götustrákahegðun virðulegustu starfsmanna þjóbarinnar! ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.