Tíminn - 20.09.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.09.1994, Blaðsíða 4
4 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Klofningur Alþýðuflokksins staöfestur Nú hefur Jóhanna Siguröardóttir, fyrrum varaformaður Alþýðuflokksins og félagsmálaráðherra, sagt sig úr flokknum. Þessi tíðindi koma ekki að öllu leyti á óvart, en ljóst er þó að hér er um þáttaskil aö ræða í þeim átök- um sem staðið hafa undanfarið. Með þessari úrsögn liggur ljóst fyrir að Jóhanna verð- ur að fara í framboð í næstu þingkosningum undir merkjum nýs stjórnmálaafls, sem ekki er í beinum tengslum við Alþýðuflokkinn. Það verður einnig að telja fullvíst að hún hyggi á slíkt framboð. Jón Baldvin og Jóhanna senda nú hörð skeyti sín á milli; sannast sagna er öll þessi barátta nokkuð á per- sónulegu nótunum, og hefur ekki dregið úr því við úr- sögnina. Jóhanna fer ekki dult með það að persóna for- mannsins sé ein höfuðorsökin fyrir því hvernig komið er. Hins vegar tekur nú nýr kafli við og hin nýju samtök, sem líkur eru á að Jóhanna stofni til framboðs, eru að ýmsu leyti óskrifað blað og óljóst um það enn hve frá- brugðin stefna þeirra verður stefnu Alþýðuflokksins. Hún hefur ákveðið að gera út á misréttið í þjóðfélaginu, sem hefur dafnað mjög og þroskast á tíma ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, sem hún hefur stutt í þrjú og hálft ár. Hún ætlar einnig að gera út á hinn umdeilda for- mann Alþýðuflokksins og meint daður hans við frjáls- hyggjuöflin í Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir að það komi mörgum einkennilega fyrir sjónir þegar fyrrverandi ráðherra — sem sat þó þetta lengi í ríkisstjórn sem var svo ómöguleg sem hann lýsir — kemur fram nýfrelsaður, skal þetta nýja hlutverk ekki vanmetið. Jóhanna sagði af sér ráðherradómi, það verð- ur ekki frá henni tekið, og það er henni drýgsta vega- nestið á næstunni í áframhaldandi baráttu. Allt eins er líklegt að hún fái fótfestu í næstu kosningum, að nýr flokkur verði staðreynd og klofningur Alþýðuflokksins þannig staðfestur. Hins vegar á það alveg eftir að koma í ljós hvað þessi nýi flokkur stendur fyrir. Afstaða í öll- um stærri málum á eftir að koma fram. Það eru allir stjórnmálaflokkar með atvinnumál efst á stefnuskránni núna. Það eitt segir ekki neitt um þá hreyfingu sem að baki býr. Jóhönnu bíður nú það verkefni að hasla sér völl með sannfærandi hætti utan Alþýðuflokksins. Það getur skipt miklu máli um varanleika slíkrar hreyfingar hvað hún verður vel undirbyggð málefnalega. Eins og nú er, snýst slagurinn fremur um persónu Jóns Baldvins og samstarfsörðugleikana við hann. Það ólgar nú bæði í Alþýðuflokknum og Alþýðubanda- laginu, og.langt er síðan forusta stjórnmálaflokks hefur staöið frammi fyrir slíkum vanda sem Alþýðuflokksfor- ustan nú. Þetta hefur einfaldlega þá þýðingu að þörfin fyrir traust afl á miðju stjórnmálanna er augljósari en nokkru sinni fyrr. Án þess er staða Sjálfstæðisflokksins orðin miklu sterkari í íslenskum stjórnmálum en þeim flokki er holl, því að stærð hans er miklu meiri en nokk- urs íhaldsflokks í nálægum löndum þar sem fjölflokka- kerfi er viö lýöi á annað borð. gforinti Þri&judagur 20. september 1994 Það má ekki ráða pabba sinn Niöurstöbur úr skýrslu um fjár- hagslegan vi&skilna& Guömund- ar Árna og þeirra krata í Hafnar- firöi eru til þess fallnar aö lengja líf umræöunnar um spillingu og óstjórn krata, sem geisaö hefur í þjóbfélaginu aö undanförnu. Garra kæmi raunar ekki á óvart, þó Félag frjálslyndra jafnaöar- manna samþykkti sérstaka álykt- un vegna þessarar skýrslu, svona til að hnykkja á og tryggja aö Al- þýöuflokkurinn klofni nú örugg- lega sem rækilegast og með sem víötækustum afleiðingum. Reglur fyrir kratarábherra En þaö, sem mesta athygli hefur þó vakib í þessari krataspillingar- umræöu allri saman, er aö Jón Baldvin Hannibalsson hefur kvatt sér hljóös og gefið út yfirlýsingu um aö Alþýöuflokkurinn sé ekki spilltur stjórnmálaflokkur, enda ætli flokkurinn að ræöa embætt- isfærslur ráðherra sinna, þar á meðal Guðmundar Árna. Síöan boöar Jón Baldvin að þaö geti vel komiö til greina að setja einhverj- ar reglur um embættisfærslur ráð- herra flokksins, s.s. viö manna- ráðningar, þó hann treysti sér ekki á þessu stigi til aö segja til um hvernig þessar reglur yrbu. Þetta er vitaskuld mikil tíma- mótayfirlýsing hjá flokksfor- manninum, því almennt hefur veriö talið aö þeir sem veljast til ráöherrastarfa viti hvaö er við hæfi í mannaráðningum og hvar mörkin liggja milli þess sem siö- legt er og ósiðlegt. Hvaö Alþýöu- flokkinn áhrærir, hins vegar, er nú staðfest af formanninum að þar er ráðherrum ekki treystandi til aö ákveöa hjálparlaust hvað er siðlegt og hvaö siblaust — hvaö má og hvaö má ekki. Reglur sem aubvelt er að muna Garri hefur mikiö dálæti á Jóni Baldvini og gerir mikiö meö allt sem hann segir, enda er Jón óvenjulegur stjórnmálamaöur fyrir margra hluta sakir. Til dæm- is viröist hann stefna að vexti og GARRI viðgangi flokksins með því aö láta flokksmenn boröa skyr, í stað þess að koma í veg fyrir klofning og fylgishrun. En þaö er ekki síst fyrir það hversu óútreiknanlegur og frumlegur Jón Baldvin er, að Garri hefur veriö aö velta fyrir sér því sem hann sagði um þessar reglur. Augljóslega er Jón líklegur til að aö snara fram reglum sem flokksmenn geta haft á hraðbergi þegar mikið liggur viö í manna- ráðningum. Þannig aö ráðherrar geti viö öll tækifæri haft skýran leiðarvísi um þaö sem ekki má. Þá væri hentugt aö hafa reglurnar í þulu eða vísuformi, eins og þeir vita sem kunna vísurnar um mánuðina eöa stafrófið. Svo heppilega vill til aö þaö er einmitt til lítiö lag og vinsælt, sem er um þaö sem er bannað, og Jón Bald- vin þyrfti lítiö að breyta textan- um til aö geta notað þessa þulu og kallað „Þaö sem er bannað fyrir krataráðherra". Hana mætti t.d. raula í lok þingflokksfunda. Garri vill ekki fara aö hafa áhrif á það hvernig útfærslan á reglum fyrir krataráðherra yröi, en engu að síður er hér örlítið sýnishorn sem gefur hugmynd um hvernig regl- urnar hans Jóns gætu fallið aö þessu ágæta lagi: Þaö sem ekki má (drög) Þaö má ekki ráða pabba sinn og ekki eðalkrata-bróðurinn, því einkavinavæöing veldur fólki ógeði og ekki segja ráddi heldur réöi. Þaö má ekki skaffa frænku hús og ekki syngja Segulstöbvarblús, ekki bara kaupa krötum popp og tyggjó og ekki nota blýant fyrir sleikjó. Þetta fjölmiölafólk er svo skrítið, það er alltaf að skamma mann, þó maður geri ekki neitt, þaö er alltaf aö skamma mann. Þaö má ekki.. Garri Velgjörðarmaður fólksins Löngum hefur þótt mikill höfð- ingsbragur á því að styöja mynd- arlega viö bakib á listum og menningu. Þeir, sem eru ósínkir á fé til hvers konar listfremdar, fá á sig orö fyrir aö vera svakalega menningarlegir og eftir því sem þeir bruðla meira, eykst hróöur þeirra að sama skapi. Hvert einasta mannsbarn veit, eða á að vita, ab þessir útausandi verndarar listarinnar nota ann- arra fé til aö lyfta sér á stalla og leika listfrömuöi. Allt í einu bregöur svo við aö einn af máttarstólpum listarinn- ar, sem forfærir fé frá almenningi til sjálfrar menningarinnar, er út- hrópabur sem gjörspilltur og sér- góöur pólitíkus, sem kaupir lista- verk án heimilda og býöur fjölda manns ókeypis að njóta listahá- tíða. Fjölmiölalúöarganga nú í skrokk á Guömundi Arna Stefánssyni, fyrrum bæjarstjóra í Hafnarfiröi, fyrir aö halda listahátíðir sem ekki stóbu undir sér fjárhagslega. Last og lof Bókhald listahátíðanna er kembt og heimtaö skýringa á því hvers vegna í ósköpunum bæjarsjóður Hafnarfjaröar á aö standa undir illa útskýröum útgjöldum. Guömundur Árni stendur höll- um fæti, því loksins, loksins, loks- ins er búiö ab finna spilltan stjórnmálamann á íslandi. Mann, sem lætur flokkssystkini og skyld- menni fá stöður og embætti og ræður ekki viö aö halda útgjöld- um ráöuneytis innan fjárlaga. Þar ofan í kaupið skildi hann viö bæjarsjóðinn í Hafnarfirði í botn- lausum skuldum og eru firn mikil ab sveitarsjóöur skuli svo á sig kominn. Kvaö ástandiö vera svo slæmt aö ekki er annað sýnna en aö félagsmálaráöuneytiö veröi ab taka Hafnarfjörö í gjörgæslu, en dæmi eru um að sveitarsjóðir hafi áöur lent í slíkum hremmingum. Gubmundur Árni Stefánsson. Verður félagsmálaráöherra vænt- anlega aö ráöa fram úr þeim vandamálum! En þaö er listaspillingin sem hér er til umræöu. Mikið liggur viö aö ekki verði látið staðar numið í rannsókninni fyrr er öll kurl eru komin til grafar og flett ofan af gjörspilltum bæjarstjóra, sem lét menninguna fara fram úr fjár- hagsáætlun. Á víbavangi Verður að upplýsa hvab kom í hlut hvers og af hverju listir og menning er ekki ókeypis í Hafnar- firði, eins og alls staöar annars staðar, eöa aö þaö tekur ekki aö tala um hverjir borga. Níð og vegsauki í Reykjavík er aldrei rannsakað af hverju listahátíöir fara fram úr fjárhagsáætlunum, eöa lýöveldis- hátíöir á Þingvöllum, eða niöurrif og uppbygging Þjóðleikhúss eöa yfirleitt neitt af því sem til menn- ingarauka má teljast. Það er af því ab spillingin býr í Hafnarfiröi og þaöan er gjörspillti stjórnmálamaðurinn kominn. Hann er svo spilltur og vesæll að hann getur ekki einu sinni svarað fyrir sig, þegar sú fáheyröa sök er borin á hann að þaö sé spillt og ljótt aö verja peningum skatt- borgara til aö kaupa og sýna list. Öllum öðrum ráöamönnum er hælt fyrir listabruöl og er þaö tal- ið þeim til vegsauka. Ostuðib á Guðmundi Árna er svo algjört, aö honum er úthúðað fyrir sömu athafnir og abrir eru dáöir fyrir aö drýgja. Hann veitti ekkert hvaöan á sig stendur veðr- ið og kann engin svör viö ávirö- ingunum, nema dylgjur og hálf- kveðnar vísur um að hann viti hvaðan þær eru ættaðar, sem er algjört aukaatriði í málinu. Eftirleikurinn veröur forvitnileg- ur. Veröur spillingunni útrýmt, þegar Guömundur Árni verður hrakinn úr embættum? er áleitin spurning. Af fjölmiölaumfjöllun má ætla að svo verði. En takist ekki að einskoröa spill- ingu í opinberu lífi viö persónu Gubmundar Árna og farib veröi að upplýsa hana víöar og helst á sem flestum sviöum — þar sem hún reyndar blasir viö augum þeirra sem vilja sjá — veröur hann mesti velgjörðarmabur þjóbarinnar fyrr og síðar. Klaufaskapur hans viö aö víkjast undan ávirðingunum ætti aö geta opnaö augu almúgans fyrir því óheyrilega brubli og þeirri óskammfeilni, sem ráðandi menn, kjörnir og skipaöir, um- gangast fjármuni meö, sem þeim er trúað fyrir. Veröi fordæmi hans til þess aö flett veröi í alvöru ofan af gjör- spilltu valdaliðinu, mun Guö- mundur Árni eiga skiliö stóra styttu af sjálfum sér á almanna- færi, og munu skattgreiöendur leggja framkvæmdinni fé meö glöðu geði. Skítt meb listrænan ávinning af minnismerkinu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.