Tíminn - 20.09.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.09.1994, Blaðsíða 8
8 Þribjudagur 20. september 1994 Óvíst með heima leiki KR-inga Eins og staban er í dag, er óvíst hvar KR-ingar koma til meö að leika heimaleiki sína í 1. deild karla í handknattleik. Fyrir- hugaðar eru framkvæmdir í Laugardalshöllinni vegna HM á næsta ári og að sögn Arnar Steinsen, formanns hand- knattleiksdeildar KR, þá er að- eins búið að bóka fyrstu tvo leiki liðsins á heimavelli. Sá fyrsti, gegn ÍH, fer fram í Laug- ardalshöll, en sá seinni, gegn Aftureldingu, í íþróttahúsinu við Austurberg. Örn sagði að það gæti orðið erfitt að finna stað og stund fyrir heimaleiki liðsins, enda væri ekki úr mörgu að velja, því íþrótta- húsin væru ekki mörg. Örn Magnússon hjá HSÍ sagði að líklegast væri að KR léki alla sína leiki í Höllinni eða Aust- urbergi, þar sem stefnan væri með framkvæmdirnar í Laug- ardalshöll að þær röskuðu ekki fyrirhuguðum leikjum þar. 8 tonn af vatni fjar- lægðafvellinum Eftir mikið hitasumar í Dan- mörku var eins og hellt væri úr fötu í síðustu viku og þaö fengu leikmenn danska liðsins Bröndby og Tirana frá Albaníu að kynnast rækilega síðastliöinn fimmtudag í Danmörku, en þá mættust liöin í Evrópukeppninni. Það þurfti nefnilega að soga burtu hvorki meira né minna en 8 tonn af vatni af vellinum áöur en hann var í leikhæfu ástandi. Bröndby sigraöi svo 3-0 í leiknum. Dómari í leiknum var Gylfi Orrason; stóö hann sig vel og gaf varaformaður dómaranefndar UEFA honum góöa einkunn. Gylfa til aðstoðar voru línuverö- irnir Ari Þórðarson og Pjetur Sig- urðsson. ■ Danir vilja Nielsen burt Danska landsliðið í knattspyrnu á við mikið vandamál að stríða þessa dagana, sem gerir það að verkum aö það er ekki eins vinsælt og í gamla daga. Eftir jafnteflið gegn Makedóníu í Evrópukeppninni hefur landsliöið verið mikið á milli tannanna á fólki og eru háværar kröfur á lofti um að Richard Möller Nielsen landsliðsþjálfara verði sagt upp störfum. Leikmenn eru einnig mikið gagnrýndir og að mati margra kominn tími til að byggja upp nýtt landslið. Það, að leik- mennirnir fóru í verkfall í ágúst og fengu umtalsverða launahækkun fyrir þátttöku sína í landsleikjum, varð ekki til að bæta álit Dana á „strákunum sínum". Evrópumeist- ararnir eru orðnir að gömlum og slitnum gullkálfum. ■ Molar... ... Akurnesingar hafa nú tap- að þremur leikjum í röð, tveimur í deild og einum í Evrópukeppninni, en þab hefur ekki gerst síban þeir féllu í 2. deild árib 1990. ... KR-ingar hafa nú leikib 10 leiki í röb án þess ab bíba ósigur, 7 í deild og þrjá í bik- arnum. Blikar unnu þá síðast 1 -0 í Frostaskjóli 21. júlí. ... Kristinn Tómasson, Fylki, varð markahæstur í 2. deild með 14 mörk. Gunnar Már Másson, Leiftri, gerði 13 mörk. ... Þórsarar hafa aðeins unn- ib 1 leik í síðustu 9 leikjum sínum í deildinni, gert eitt jafntefli og tapab 7. ... Tryggvi Guðmundsson, KR, var ekki sáttur við gula spjaldið sem hann fékk gegn Þór. Hann var tuðandi og másandi vegna þess í langan tíma á eftir og þurftu nær flestir leikmenn KR aö hafa tal af kappanum til að róa hann niður. ... Gunnlaugur Einarsson og Einar Páll Tómasson voru sér- staklega ánægðir eftir sigur UBK á Val, enda gamlir Vals- arar þar á feröinni. ... Breiöabliki nægir að fá eitt stig gegn Stjörnunni í sið- ustu umferðinni til að senda Þór niður í 2. deild. Ef hins vegar Þór vinnur ÍBK og Breiöablik tapar, heldur Þór sér uppi. Það gerir markatal- an. ... FH þarf að vinna Fram með 10 marka mun, ef ÍA tapar 1-0 fyrir ÍBV, til að veröa íslandsmeistarar. ... Kvennaiandsliðið í knatt- spyrnu tapaði óvænt fyrir Pressuliðinu, sem þjálfarar 1. deildar völdu, 2-4 og er það áhyggjuefni fyrir komandi landsleik gegn Hollandi á laugardag. ... Kristján Arason og læri- sveinar hans hjá Dormagen í þýska handboltanum unnu Héðin Gilsson og félaga í Dusseldorf 20-18 í 1. umferð deildarkeppninnar. Héðinn meiddist, en geröi eitt mark. ... Júlíus Jónsson gerði þrjú mörk fyrir Gummersbach, þegar liðið gerði 25-25 jafn- tefli við Niederwurschbach. ... Ruud Gullit gerði bæði mörk AC Milan í 2-1 sigurleik gegn Lazio. ... Ryan Giggs og Andrei Kanchelskis geröu mörk Man. Utd í 2-0 sigri á Li- verpool. ... Stoke City sigraöi Notts County 0-2 á útivelli í ensku 1. deildinni, en Þorvaldur Ör- lygsson skoraöi ekki að þessu sinni. Stoke er nú í 6. sæti með 13 stig, en efstir eru Úlf- arnir og Middlesboro með 17 stig. ... Guðmundur Torfason og félagar í Doncaster í ensku 3. deildinni unnu Hereford 3-0 og eru í 5. sæti deildarinnar. ... Þórður Guðjónsson kom ekki við sögu í 1-3 tapleik Bochum gegn Freiburg á heimavelli í þýsku úrvals- deildinni. Viö erum flutt! Við höfum flutt verslun okkar í DomuS Medica, Egilsgötu 3, niður fyrir hornið, þar sem við bjóðum ykkur velkomin í nýja og enn glæsilegri verslun. x SKOVERSLU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.