Tíminn - 20.09.1994, Blaðsíða 7
ÞriSjudagúr 20,- septémber l 994 ■
BIWIWII •
7
Sjóburinn
gjaldþrota
nema lan seu
háb almenn-
um skilyrbum
Ztirich - Reuter
Markus Lusser, stjórnarformað-
ur svissneska seðlabankans segir
hætt viö því að Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn verði gjaldþrota
nema sett verði almenn skilyrði
fyrir lánveitingum tii fyrrum
kommúnistaríkja í Evrópu aust-
anverðri.
Lusser spáir því að þörf þessara
ríkja fyrir fjárhagsaðstoð frá
sjóðnum muni stóraukast á
næstu árum. í flestum þeirra er
hagvöxtur hafinn þótt hægfara
sé, en sömu sögu er ekki ab
segja í Rússlandi. Um helming-
ur nýrra lána úr sjóönum í fyrra
fór til Rússlands. Alls hafa Rúss-
ar fengib sem nemur 210 millj-
örðum ísl. króna að láni úr
sjóðnum en í ráði er að þeir fái
280 milljarða að auki síðar á
þessu ári. Talið er að það lán
verði háð skilyrðum um róttæk-
ar efnahagsráðstafanir.
Lusser segir að reynslan fram ab
þessu sýni að í Sovétríkjunum
fyrrverandi sé ekki hægt að
koma á jafnvægi verðlags með
öðru móti en að breyta jafn-
framt skipulagi efnahagsmála.
Þá segir hann að reynslan hafi
leitt í ljós að slíkar breytingar
muni taka miklu lengri tíma en
fyrst var ætlað.
Haíti:
Ætla ab kaupa
vopnin af libi
herforingjanna
Herliðið sem er á leið til Haíti
frá Bandaríkjunum er vel vopn-
um búið, enda er því ætlað að
afvopna þá sjö þúsund her-
menn sem herforingjastjórnin
hefur á að skipa. William Perry,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, segir að ekki sé óhætt ab
taka fullt mark á fyrirheitum
um friðsamlega uppgjöf af hálfu
herforingjanna og því muni
Bandaríkjamenn grípa til vopna
ef á þurfi að halda. John Shalik-
ashvili, bandarískur hershöfð-
ingi, segir að reynt verði að af-
vopna Haíti-menn með þeim
hætti að kaupa af þeim vígbún-
aöinn.
Bándaríkjastjórn treystir því
ekki að herforingjastjórnin á
Haíti standi við þau loforð sem
hún gaf Jimmy Carter, Colin
Powell og Sam Nunn með und-
irritun friðarsamnings um helg-
ina. Samkvæmt honum á her-
foringjastjórnin að vera farin frá
fyrir 15. október en áður á þing
landsins að samþykkja almenna
sakaruppgjöf.
Því er haldið fram að Jimmy
Carter, fyrrum forseti Bandaríkj-
anna, hafi þegar verið tilnefnd-
ur til friðarverðlauna Nóbels
fyrir að koma í veg fyrir innrás á
Haíti með því ab þröngva her-
foringjaklíkunni til að skrifa
undir friðarsamning. Þetta hef-
ur þó ekki fengist staðfest. ■
Þingmenn Lit-
háen sakaðir
um samvinnu
vibKGB
Ríga - Reuter
Yfirheyrslur eru að hefjast fyrir
rétti í Ríga vegna meintrar sam-
vinnu nokkurra þingmanna við
sovésku öryggislögregluna KGB
á tímum kommúnista. í apríl
vék löggjafarsamkundan í Lit-
háen fimm þingmönnum frá
tímabundiö eftir að upplýst var
ab nöfn þeirra voru á lista KGB
yfir njósnara. í þessum hópi
voru tveir ráðherrar og sagði
fyrrverandi utanríkisráðherra,
Georgs Andrejevs, af sér vegna
málsins eftir að viöurkenna ab
hafa verið í slagtogi meb KGB.
Samkvæmt litháskum lögum er
samvinna við KGB ekki glæp-
samlegt athæfi, en verði uppvíst
um slíkt af hálfu þingmanna
eiga þeir þó á hættu að missa
þingsætin. ■
Keppinautarnir Carl Bildt og Ingvar Carlsson bera hér saman bcekur sínar. Ósagt skal látib hvort þeir séu ab fara
yfir niburstöbur kosningaúrslitanna þar sem sœnskir jafnabarmenn unnu stórsigur. Reuter
Ingvar Carlsson ætl-
ar ab mynda „virka
samvinnustjórn"
Ingvar Carlsson fékk beiskan
kaleik frá sænskum kjósend-
um. Þeir greiddu honum nógu
mörg atkvæði til að verða
næsti forsætisráðherra en ekki
nógu mörg til ab mynda þá
öflugu ríkisstjórn sem naub-
synleg er til ab vinna bug á gíf-
urlegum vanda í efnahags- og
ríkisfjármálum.
Þetta er í stuttu máli álit þeirra
sem em að spá í spilin að lokn-
um kosningum. Ingvar Carls-
son, leiðtogi sænskra krata og
sigurvegari kosninganna, túlkar
úrslitin þó svo ab kjósendur hafi
fengib honum ótvírætt umboð
til ab grípa til ráðstafana sem
naubsynlegar séu til að ríkið
hætti aö safna skuldum og unnt
sé að stemma stigu við fjárlaga-
halla. Ljóst er að Ingvar Carlsson
á úr vöndu að ráða varðandi
stjórnarmyndun, en búist er viö
að hann gefi sér góðan tíma til
að ráðgast viö leiötoga annarra
stjórnmálaflokka áður en hann
myndar stjórn.
Sænsk blöð skora á Ingvar Carls-
son að mynda ríkisstjórn meb
stuðningi hægri manna svo tak-
ast megi aö koma í veg fyrir pól-
itískt og efnahagslegt öngþveiti í
landinu. í sama streng tekur Carl
Bildt sem segir ab ný ríkisstjórn
muni ekki ná árangri í efnahags-
málum með því aö reiða sig á
stuðning vinstri flokkanna.
Sjálfur segist Ingvar Carlsson
ætla ab mynda „virka samvinnu-
stjórn" og segir ab meginmark-
mið hennar verði tvíþætt - ab
uppræta hina efnahagslegu
meinsemd þjóðfélagsins og
koma Svíum inn í Evrópusam-
bandið.
Franska blaöið Le Monde segir í
forystugrein að úrslitin séu fagn-
aðarefni fyrir talsmenn aðildar
Svía að ESB. Um leið bendir Le
Monde á ab Carlsson þurfi að
láta hendur standa fram úr erm-
um til að koma reglu á ríkisfjár-
málin ef Svíar eigi að verða full-
gildir aðilar aö sambandinu, en
þjóðaratkvæbagreiðsla um ESB-
aðild fer fram í Svíþjóð 13. nóv-
ember.
Kratar víðsvegar um Evrópu
fagna kosningasigri sænskra
jafnaðarmanna, sem hlutu nærri
47% atkvæða og juku fylgi sitt
um rúm 9% þótt þá skorti 13
þingsæti til ab mynda meiri-
hlutastjórn. Vinstri flokkarnir
hafa lýst áhuga á samstarfi viö
jafnaðarmenn en Ingvar Carls-
son hefur sagt aö hann hafi helst
áhuga á Miðflokknum.
Fráfarandi forsætisráðherra,
Carl Bildt, sagði eftir að úrslit
lágu fyrir að þau endurspegluðu
mótmæli en ekki hugmynda-
fræðilega vinstrisveiflu.
Hlutafé til sölu
Þróunarsjóður sjávarútvegsins auglýsir hlutafé í nebangreindum fyrirtækjum til sölu. Sam-
kvæmt 12. gr. laga nr. 92 frá 24. maí 1994, skal starfsfólk og aörir eigendur fyrirtækisins,
sem í hlut eiga, njóta forkaupsréttar.
Fyrirtæki: Nafnverö mkr. Eignarhlutdeild %
Hrabfrystihús Grundarfjarðar hf 53,5 22,92
Oddi hf., Patreksfirbi 90,0 44,30
Fáfnir hf., Þingeyri 49,4 25,17
Hrabfrystihús Þórshafnar hf 54,8 49,98
Tangi hf., Vopnafirbi 115,6 39,48
Gunnarstindur hf., Stöðvarfirbi 84,4 32,14
Búlandstindur hf., Djúpavogi 70,0 35,39
Árnes hf., Þorlákshöfn 58,3 21,78
Meitillinn hf., Þorlákshöfn 119,3 30,09
Alpan hf., Eyrarbakka 15,0 27,13
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilbobi sem er, eba hafna öllum.
Tilboðsfrestur er til 1. október 1994, og skal tilboðum skilað til Þróunarsjóbs sjávarútvegs-
ins, Suburlandsbraut 4, 155 Reykjavík, í lokubum umslögum merkt „HLUTAFÉ".