Tíminn - 20.09.1994, Síða 16

Tíminn - 20.09.1994, Síða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar, Subvesturmib til Breibafjarbar- miba: Vaxandi sunnan átt og þykknar upp undir hádegi. Allhvasst eba hvasst og rigning sibdegis. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra, Vestfjarbamib og Norbvesturmib: Léttir til méo subvestan golu í fyrstu en þykknar upp meb sunnan kalda síbdegis. • Norburland eystra til Austfjarbamiba: Sunnan gola og síban kaldi og þykknar upp síbdegis. • Subausturland og Subausturmib: Víba léttskýjab. Hægt vaxandi sunnan átt, kaldi eba stinningskaldi og þykknar upp síbdegis. Atvinnufull- trúi í Eyjum Frá Þorsteini Gunnarssyni, Vestmannaeyjum: Bæjarstjóm Vestmannaeyja hef- ur rábið Elías Bjarna Gíslason í stöðu atvinnu- og ferðamálafull- trúa. Þetta er ný staða, en mjög hefur dregist á langinn að ráða í hana og vakið furðu að það skuli loks gert þegar sumarið er á enda og helsti ferðamannastraumur- inn afstaðinn. Fulltrúar minni- hlutans í bæjarstjórn sögbust fagna rábningunni og lögöu þunga áherslu á að nýráðinn at- vinnu- og ferbamálafulltrúi sinni sérstaklega sköpun nýrra atvinnutækifæra. í síðustu viku samþykkti bæjar- ráb ab veittur verði 35% afsláttur af gjaldskrá bæjarsjóbs og stofn- ana hans til þeirra fyrirtækja sem stuðla að nýjum atvinnutækifær- um og nýsköpun í Vestmanna- eyjum. Gjöldin, sem um ræbir, eru fasteignaskattur, þjónustu- gjöld hafnarsjóðs sem eru þau lægstu í landinu, orkugjöld og sorpeyðingargjald. Afslátturinn skal gilda í tvö ár. Reglurnar koma í staðinn fyrir áður sam- þykktar reglur um niðurfellingu aðstöbugjalds vegna nýsköpunar og er matib í höndum nýráðins atvinnumálafulltrúa. Atvinnuástandiö í Eyjum hefur veriö mjög gott í sumar, þrátt fyr- ir erfiðleika í einkaútgerö. Um síðustu mánabamót vom 27 á at- vinnuleysisskrá, 12 karlar og 15 konur. ■ Vísitala byggingarkostnaöar: Mælir 2% verbbólgu Vísitala byggingarkostnabar hef- ur hækkað um 0,1% frá því í ág- úst samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan reyndist vera 198,3 stig og mun hún gilda fyrir október 1994. Undanfarna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 1.3% og undanfarna 3 mánubi um 0,5%. Það jafngildir um 2% verð- bólgu á ári. ■ Operan „A valdi örlaganna" eftir Verdi var frumsýnd í Þjóöleikhúsinu um helgina viö mikinn fögnuö og hrifningu óperugesta. Siguröur Steinþórsson, tónlistargagnrýnandi Tímans, var á staönum og á blaösíöu 5 má sjá hvaö honum fannst. Tímamynd CTK Áhrif mikilla hita í sumar á Noröaustur- og Austurlandi aö koma fram í fallþunga dilka: Lömbin léttari í ár vegna leti? Fallþungi dilka á Norbaustur- og Asturlandi virbist ætla ab verba minni í ár heldur en í fyrra, þrátt fyrir hlýindi og mikla grassprettu í sumar. Ein líklegasta skýringin sem nefnd hefur verib á þessu er ab sumarib hafi verib í heitara lagi og saubféb þess vegna leg- ib óvenju mikib í leti í stab þess ab vera á beit. „Þetta er skýring, sem maöur hefur heyrt hjá mönnum," segir Páll Gústaf Arnar, sláturhús- stjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. „Þó að tíöin sé gób hefur hún ekki alltaf jákvæö áhrif upp á þetta að gera. Ég held að bændur séu alveg sáttir við að meöalþyngdin sé lægri hér en í fyrra, þá koma þeir fleira að innan greibslumarks." Á Húsvík er búið að slátra um 10 þúsund dilkum, en ráðgert er að slátra þar um 36 þúsund. Þar er meðalvigt lambaskrokkanna um 15,4 kíló og búist vib að hún eigi eftir ab minnka nokk- ub þegar líbur á sláturtíb. Rúm vika er síban sauðfjárslátrun hófst hjá Kaupfélagi Hérabsbúa á Egilsstöðum. Þar hafa menn sömu sögu að segja. Eftir fyrstu vikuna er fallþungi lamba minni en í fyrra og orðrómur um að það sé vegna þess að féð hafi legið í skugga í hitunum í sumar og þess vegna verið minna á beit en ella. í slátruninni hjá Kaupfélagi Þingeyinga sker Kelduhverfib sig nokkuð úr, en þar er fall- þungi lambaskrokkanna um og yfir 16 kíló að meðaltali. Þetta styður hitakenninguna, en al- mennt verða ekki jafn miklir hitar í Kelduhverfinu á sumrin og geta orbið annars stabar á Keppt um lausn á húsnæðismálum M.R. Tillaga um framtíbarskipulag svokallabs menntaskólareits og þar meb framtíbarlausn húsnæbismála Menntaskól- ans í Reykjavík á ab liggja fyr- ir í byrjun maímánabar á næsta ári. Samkeppni um skipulag svæbisins verbur auglýst fljótlega. Menntaskólareiturinn nær yfir svæðib frá Lækjargötu að lóð- unum við Þingholtsstræti á milli Amtmannsstígs og Bók- hlöbustígs. Menntaskólinn hef- ur gamalt loforð frá ríkisstjórn íslands um að hann eigi ab eignast þetta svæbi. Ennþá eru tvö hús á svæðinu sem tilheyra ekki Menntaskólanum. Guðni Gubmundsson, rektor M.R., segir að samningar standi yfir varöandi annað húsið en óljóst sé meb hitt. Aðstandendur Verðlaunasjóös Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar hafa ákveðið ab halda samkeppni um skipu- lag þessa reits, í samvinnu vib Arkitektafélag íslands og borg- aryfirvöld, meb tilliti til fram- tíbarþarfa skólans. Gubni Gubmundsson segir löngu tímabært að leysa úr hús- næðisvanda skólans. „Viö hefð- um þurft að fá framtíðarlausn fyrir lifandi löngu. Það sem er sennilega mest aðkallandi er að fá hús með leikfimisal sem nýta má sem samkomusal, því það er enginn slíkur salur til í skólan- um. Það þarf líka að taka af- stöbu til þess hvort þab eigi að rífa þau hús sem eru fyrir á reit- inum eöa hvort þau eigi að standa." Guðni lýsir abstöbu nemenda og starfsfólks skólans vib núver- andi aðstæöur þannig: „Það er afskaplega þröngt. Við erum aö kenna 41 bekk í 29 stofum. í haust voru 929 nemendur skráðir til náms vib skólann sem er mesti nemendafjöldi frá 1971-2 þegar nemendur voru yfir þúsund. Vib höfum einu sinni áður farið yfir 900 nem- endur og það var veturinn 1991-2." Samkeppninni um skipulag menntaskólareitsins verður fljótlega hleypt af stokkunum og stefnt er að því að niðurstaða hennar liggi fyrir í maímánuði á næsta ári. í dómnefndinni verða þrír fulltrúar tilnefndir af stjórn Verðlaunasjóðsins og tveir af Arkitektafélagi íslands. Norbausturlandi. „Kelduhverfið hefur kannski dregiö mebalvigtina upp," segir Páll Gústaf. „Hérna á Tjörnes- inu og áfram, hefur kannski ekki verið eins heitt í sumar og þegar er norðanátt kólnar þar talsvert mikiö, t.d. miðað við Mývatnssvæbið og Aðaldalinn. Mér sýnist að þetta sé kannski helsta skýringin. Þetta er þaö sem mabur hefur heyrt frá bændum. Maður er hins vegar enginn sérfræðingur í þessu og þess vegna kannski best ab segja sem minnst." Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauöárkróki höfðu menn allt aöra sögu að segja, en þar var óvenju kalt frameftir sumri. Þar er mebalfallþungi nær 16 kíló, sem er meira en í meöalári. Ab sögn Vésteins Vésteinssonar hjá sláturhúsi K.S eru dilkarnir vænstir úr Fljótum eins og svo oft áður. ■ Hagblikk hf. Kristján P. Ingimundarson S: 91-642211 Fax: 91-642213 ÁL, ÞAKRENNUR OG FYLGIHLUTIR BLIKKSMÍÐAVÉLAR HANDVERKFÆRI TVOFALDUR 1. VIiVMNGUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.