Tíminn - 25.10.1994, Blaðsíða 5
Þribjudagur 25. október 1994
5
mmmn
Cissur Pétursson:
Sjávarútvegsnám þarf ab efla, þar
meb talib Fiskvinnsluskólann
Starfsemi Fiskvinnsluskólans í
Hafnarfirði er í uppnámi um
þessar mundir vegna ákvörð-
unar menntamálaráðherra um
að fresta inntöku nýrra nem-
enda í skólann um eitt ár með-
an starfsemi hans er endur-
skipulögð. Sú ákvörðun. er
grunduð á þeirri staðreynd að
skólinn hefur sætt mikilli
gagnrýni fyrir að bregðast ekki
nægilega við þróun fiskvinnsl-
unnar og þörfum atvinnulífs-
ins. Þessi gagnrýni kom frá
fulltrúum atvinnulífsins, en
ekki síst frá nemendum skól-
ans, sem kvörtuðu yfir
kennsluháttum og innra starfi
skólans. Brautskráningum frá
skólanum hefur ekki fjölgað
hin síðari ár og er það ekki í
samræmi við þá þróun, sem
ætla mætti að sítæknivæddari
atvinnugrein hefði þörf fyrir.
Þessi ákvörðun mennta-
málaráðherra er hugsuð vegna
þess að skólinn er staðsettur í
kjördæmi hans og ljóst að
þessi ákvörðun myndi vekja
mikið umtal og gagnrýni. Ní-
els Árni Lund, deildarstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu,
gerði þessa ákvörðun að um-
talsefni í grein í Tímanum ný-
verið og sagði að þessi ákvörð-
un menntamálaráðherra
sýndi að hann hefði engan
skilning á menntamálum í
sjávarútvegi. Fleiri hafa lagt
orð í belg með svipaðar skoð-
anir. Margar ávirðingar hafa
dunið á menntamálaráðherr-
anum vegna starfa hans, en ég
vil leyfa mér að taka upp
hanskann fyrir hann í þessu
máli.
Nefnd um endur-
skoðun sjávarút-
vegsnáms
Nýlega lauk vinnu nefndar,
sem menntamálaráðherra
skipaði í samráði við sjávarút-
vegsráðuneytið, um endur-
skoðun sjávarútvegsnáms.
Greinarhöfundur starfaði fyrir
nefndina við skýrslugerð og
efnisöflun. Það er athyglisvert
að í nefndinni, sem skipuð var
sex mönnum, var aðeins einn
úr menntamálaráðuneytinu
— aðrir voru beint tengdir
sjávarútveginum með einum
eða öðrum hætti. Þetta var
gert til þess að tryggja að þarf-
ir greinarinnar, hvað mennt-
un varðaði, væru vel tryggðar
er til tillögugerðar kæmi.
Róttækar tillögur
Nefndin gerði fjölmargar rót-
tækar tillögur um endurskoð-
un sjávarútvegsnámsins — og
ein þeirra fjallar m.a. um end-
urskipulagningu og eflingu Fisk-
vinnsluskólans í Hafharfirði. Sú
leið hefur áður verið farin að
loka skólum meðan uppstokk-
un þeirra'fer fram. Það var gert
í bændaskólanum á Hólum
með góðum árangri. Sá skóli
glímdi orðið við mikinn til-
vistarvanda, þegar ákveðið var
að gjörbreyta honum og leggja
áherslu á nýjar námsgreinar,
m.a. hestamennsku og tamn-
ingar. Nú komast þangað færri
en vilja.
Ein megintillaga nefndar-
innar er að boðið verði upp á
sérstaka sjávarútvegsbraut á
framhaldsskólastigi. Námsskrá
slíkrar brautar verði mótuð
þannig að nám brautarinnar
nýtist nemendum hvort sem
þeir hyggja á frekara nám í sér-
skólum á sjávarútvegssviði eða
til undirbúnings náms á há-
skólastigi. Fagnám brautarinn-
ar verði metið að fullu til stúd-
entsprófs. Á höfuðborgar-
svæðinu starfræki Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík,
VETTVANGUR
Vélskóli íslands og Fisk-
vinnsluskólinn í Hafnarfirði
sameiginlega slíka sjávarút-
vegsbraut.
‘ Með öðrum orðum er verið
að segja að með því að sækja
nám á sjávarútvegsbraut nýt-
ist tími nemandans að fullu,
hyggi hann á frekara fram-
haldsnám, en lendi ekki í
menntunarlegum blindgöt-
um. Staðreyndin er sú að
starfsnám hefur ekki verið
metið jafngilt ööru námi á
framhaldsskólastigi og því
hafa nemendur sótt mun
meira í bóknám en eðlilegt
getur talist. Nám á þessari
sjávarútvegsbraut verður bæði
bóklegt og verklegt. Kjósi
nemandi, sem sjávarútvegs-
brautina hefur valið, að halda
áfram námi í almennum fram-
haldsskóla, s.s. Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti, í stað þess
að fara í fiskvinnslur-, stýri-
manna- eða vélskólanám, á
honum að vera það kleift og
fagnámið verði metið að fullu
til stúdentsprófs.
Nefndin leggur til að innra
og ytra gæðaeftirlit verði aukið
til muna í skólum og sam-
ræmd próf tekin upp í rétt-
indanámi. Hún hlýtur að vera
uggvænleg sú staðreynd, að
víða er málum svo háttað að
sami kennari semur námsefni,
kennir, semur próf og fer sjálf-
ur yfir. Aðrir koma þar hvergi
nærri. Tryggt verður að vera
að sá, sem lært hefur til lög-
verndaöra starfsréttinda, búi
yfir þeirri þekkingu og leikni
sem gert er ráð fyrir í viðkom-
andi námsskrá. Jafnframt
verður að vera ljóst að sam-
bærilegar kröfur séu gerðar í
sama námi í öllum skólum.
Þessu til viðbótar leggur
nefndin m.a. til að áhrif aðila
vinnumarkaðarins verði
tryggð við stefnumótun og
skipulag náms í sjávarútvegi.
Stofnuð verð/ Frœðslumiðstöð
sjávarútvegsins, sem standi fyr-
ir sveigjanlegu starfsnámi og
endurmenntun á sviði sjávar-
útvegs fyrir fyrirtæki og ein-
staklinga, en árangursríkt starf
Starfsfræðslunefndar fisk-
vinnslunnar er þar haft til
hliðsjónar. Námsframboð á
sviði sjávarútvegs verði eflt í
grunnskólum og kannaður
verði möguleiki á stofnun al-
þjóðlegs sjávarútvegsskóla hér
á landi.
Vinna framundan
Enn sem komið er, eru þetta
aðeins tillögur á blaði. Tíma-
bundin lokun Fiskvinnsluskól-
ans í Hafnarfirði kallar hins
vegar á að tillögunum verði
sem allra fyrst hrint í fram-
kvæmd. Endurskipulagður og
öflugur skóli á að hefja þar
starfsemi næsta haust. Sú erf-
iða ákvörðun, að fresta inn-
töku nýrra nemenda í skól-
ann, fékk stuðning frá endur-
skoðunarnefndinni og ég tel
þessa ákvörðun sýna að vilji sé
til breytinga innan mennta-
málaráðuneytisins og það er
vel. Það er hinsvegar mikil
vinna framundan og nú reynir
á kraft menntamálaráðuneyt-
isins og hagsmunaaðila sjávar-
útvegsins við að vinna úr til-
lögunum og efla sjávarútvegs-
menntun til þess vegar, sem
slíkri menntun ber meöal
þjóðar sem lifir á sjávarútvegi.
Höfundur er verkefnisstjóri í sjávarút-
vegsrábuneytinu.
Hallur Magnússon:
Ein þjóö í einu landi,
ísland eitt kjördæmi
Þegar horft er til framtíðar, er
æskilegt að ísland verði gert að
einu kjördæmi. Þannig er
tryggt að atkvæði allra þegna
landsins hafi sama vægi. Við
eigum að starfa, lifa og kjósa
sem ein samhent þjóð í einú
landi, þar sem mannlífið
byggist á samhug, réttlæti og
heiðarleika. Alþingismenn
eiga að vera þingmenn allrar
þjóðarinnar og hafa heildar-
hagsmuni hennar að leiðar-
ljósi. Því á ekki að skipta máli
hvaðan af landinu þingmenn-
irnir koma.
Gömlu einmenningskjör-
dæmin hentuðu því þjóð-
skipulagi sem þau voru mótuð
í. Þau liðu undir lok á sínum
tíma, vegna þess að þjóðfélag-
< ið hafði breyst. Nýir tímar
kölluðu á nýja kosningaskip-
an. Lausnin var núverandi
kjördæmafyrirkomulag og
listakosning, sem hentaði
„Því hlýtur framtíðin
að felast íþvf að ís-
land verði gert að
einu kjördœmi. En
það verður að gera
með hið gamla slag-
orð „íslandi allt" að
leiðarljósi"
VETTVANGUR
hinu nýja samfélagi sem þá
hafði mótast upp úr gamla
bændasamfélaginu. Nú hafa
aðstæöur enn breyst. Það er
kominn tími til að móta kosn-
ingafyrirkomulag nýrrar aldar.
Það fyrirkomulag hlýtur að
byggja á jöfnum kosningarétti
og honum er best náð með því
að gera landið að einu kjör-
dæmi.
Miklar samgöngubætur og
ótrúleg bylting í upplýsinga-
tækni gerir það að verkum að
ísland nútímans er nú orðið
sambærilegt og kjördæmin
vom á þeim tíma sem núver-
andi kjördæmaskipan var
komið á fót. Það tekur einn
dag að skjótast frá Reykjavík
til Egilsstaða á fund. Það tekur
50 mínútur að fljúga til baka
frá Egilsstööum til Reykjavík-
ur. Og það tekur mann á Egils-
stöðum sekúndubrot aö tengj-
ast tölvukerfum í Reykjavík til
þess að vinna að verkefnum
sínum þar. Það er ekkert því til
fyrirstöðu að menn vinni dag-
lega saman í fyrirtæki, annar í
Reykjavík, hinn á Egilsstöð-
um. Búseta fólks á því ekki
lengur að skipta máli, þegar
litið er til tækifæra sem því
bjóðast í lífinu.
Því hlýtur framtíðin að felast
í því, aö ísland verði gert að
einu kjördæmi. En það verður
að gera með hið gamla slagorð
„íslandi allt" að leiðarljósi.
Það er einfalt að tryggja að all-
ir landshlutar eigi sína fulltrúa
á Alþingi, þótt landiö sé eitt
kjördæmi, með lagasetningu
um uppröðun á framboðslista,
ef þjóðin kýs það. En ég treysti
íslenskum kjósendum fram-
tíðarinnar til þess að ganga til
kosninga með það í huga að
íslendingar eru ein þjóð í einu
landi og velji því á Alþingi
fjölbreyttan hóp þingmanna,
sem endurspegli búsetu og
samsetningu íslensku þjóðar-
innar. Slíkt Alþingi myndi
tryggja hagsmuni landsbyggð-
arinnar jafnt sem höfuðborg-
arsvæðisins, ekki með tog-
streitu kjördæmanna eins og í
dag, heldur meb samhug
þeirra sem kjörnir eru sem
fulltrúar þjóðarinnar allrar.
Höfundur er meb BA í sagnfræbi og
þjóbfræbi og lýkur háskólanámi í
rekstrarfræbum í vor.