Tíminn - 25.10.1994, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 25. október 1994
Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleikhúsib:
HVAO UM LEONARDO? Höfundur: Evald
Flisar. Þýbing: Veturlibi Cubnason. Leik-
stjórn: Hallmar Sigurbsson. Leikmynd:
Axel Hallkell jóhannesson. Búningar: Ab-
alheibur Alfrebsdóttir. Lýsing: Elfar
Bjarnason. Hljóbmynd: Baldur Már Am-
grímsson. Frumsýnt á Stóra svibi 21.
október.
Þetta leikrit þekkts höfundar
frá Slóveníu er sagt hafa farió
víöa og sjálfur er höfundurinn
víðförull og marglyndur mað-
ur. Ef einhver heldur að leikrit
þetta veiti einhverjar upplýs-
ingar um menningu og aðstæð-
ur í heimalandi höfundar, er
best að segja strax að svo er
ekki. Verkið hefði getað verib
samið af hvaða vestrænum nú-
tímahöfundi sem vera skal. Þab
er úr smiöju þess stóra „heims-
þorps" sem við hrærumst í. Við-
fangsefnið er ábyrgð og tak-
markanir þeirra vísindamanna
sem fást við manninn sjálfan,
gerð hans og sálarlíf. Hvaða rétt
höfum við til að móta mann-
eskjuna, breyta henni eftir okk-
ar höfði?
Leikurinn fer fram á geðveikra-
hæli, annaö tveggja leikrita sem
nú ganga í stóru leikhúsum hér
sem fram fara á slíkum stað,
hitt er auðvitað Gaukshreiðrið.
Lengra nær ekki líkingin með
þessum verkum, og í saman-
burði við Gaukshreiðrið er
þetta verk næsta bitlaust. — Á
stofnun þeirri, sem hér er sýnd,
er yfirlæknirinn doktor Hoff-
mann. Honum handgengin er
hjúkrunarkona. Á stofnuninni
er fólk mjög veruleikafirrt, væg-
ast sagt, og læknirinn hefur þá
stefnu að leyfa því að lifa í eigin
heimi. Þarna er Caruso, sem
syngur óperuaríur og man alla
hluti, skýrir látlaust frá því hve-
nær páskar eru eftir þúsund ár
og annað álíka. Einn finnur
stöðugt geimgeisla, og reynist
hreint ekki svo vitlaust þegar til
kemur. Þarna er skakki maður-
inn sem ekki getur gengið
beinn nema hann hafi lóð á
gleraugunum, kona sem segir
stöðugt brandara sem enginn
hlær að, ung stúlka sem talar
stöðugt um dauöa móður sinn-
ar og hefur staðnað andlega á
bernskuskeiöi. En einkum bein-
ist athyglin að Martin sem
misst hefur minnið, þekkir
hvorki sjálfan sig né aðra.
Nú gerist það að sálfræðingur-
inn doktor Da Silva, einbeitt
hugsjónakona, kemur á stofn-
unina og vill gera tilraun með
Martin. Tilraunin gengur í
stuttu máli út á það að gera
þennan minnislausa mann aö
snillingi, kannski nýjum Leon-
ardo. Það er hægt að kenna
honum tungumál, vísindi og
tækni, í stuttu máli gera hann
að geysilega færu vélmenni, —
en það er ekki hægt að gefa
honum vilja, tilfinningu eða
dómgreind. Læknir hælisins
vinnur gegn hinni vísindalegu
tilraun sálfræðingsins og hefur
til þess skáldskap. Skakki mað-
urinn er leikari og í stuttu máli
sagt verða leikrit Shakespeares
til að rugla hér þá mynd sem
vísindin eru að kalla fram — og
skal svo ekki rakið frekar hver
niðurstaban verður. En aðeins
má geta þess að til er kallaður
samviskulaus sálfræðingur,
doktor Roberts, sem sér hvaða
vopn Martin getur orbið og
renna þá tvær grímur á Da Sil-
va.
LEIKLIST
GUNNAR STEFÁNSSON
Hvað um Leonardo? er þannig
dæmisaga, eiginlega býsna klí-
nísk dæmisaga. Leikritið kemur
manni svo fyrir sjónir að það sé
samið af góðri kunnáttu og
skynsemi, ekkert í því verkar í
sjálfu sér svo að þab geti ekki
staðist, í því samhengi sem hér
er um að tefla. Tilraunir með
manneskjuna hafa löngum ver-
ib gerðar. Læknar og sálfræb-
ingar deila auðvitað mjög, þeg-
ar út á þennan ís er komið. Hér
stendur deilan náttúrlega um
þab hvort ganga eigi út frá líf-
eðlisfræðinni eða sálfræðinni
og heyja þau doktor Hoffmann
og doktor Da Silva miklar snerr-
ur um það. Átökin þeirra á milli
detta þó nibur í næsta almennt
faglegt tal, sem skortir drama-
tík. Á meðan ráfa sjúklingarnir
um sviðið, hver inniluktur í
sjálfum sér og sínum þrönga
hegðunarhring.
Allt er þetta auðvitað íhugun-
arvert, mikil ósköp. Þab eru
grundvallaratriði til umræbu.
Hitt er öllu verra að sem lista-
verk er leikrit Flisars mestan
part dautt fyrir mínum sjónum.
Sýningin í Borgarleikhúsinu
náði aldrei flugi. Leikstjóri, leik-
endur og aðrir virðast ekki ná á
verkinu neinu sannfærandi
taki, hik og hálfvelgja fannst
mér einkenna sýninguna.
Ástæðan liggur held ég fyrst og
fremst í verkinu sjálfu, þeirri
abstrakt beinagrind sem það er.
Persónurnar ráfa um sviðib eins
og skuggamyndir. Persónulýs-
ingar eru grunnar, þetta fólk og
allar þær tilraunir, sem á því eru
gerðar, snertir mann næsta lít-
ið. Þab kviknar varla neisti á
svibinu sem nái út í salinn, að
minnsta kosti náði hann ekki
til þess leikhúsgests sem hér
skrifar.
Og þó —. Neistinn var hér og
sá sem miðlaði honum var
Magnús Ólafsson, Caruso.
Magnús er ágætur skopleikari
og aö hætti góðra skopleikara
getur hann gefið leik sínum
undirtón. Það mætti gjarnan
tefla honum oftar fram. Það var
líka gaman að sjá unga leik-
konu, Vigdísi Gunnarsdóttur, í
hlutverki barnsins Rebekku,
vandræðahlutverki að vísu, en
Vigdís skilaði því af þokka. Ég
hefði hug á að sjá hana glíma
við eitthvað bitastætt.
Hið fasta lið Borgarleikhússins
skilaði sínu eins og til stóð og
vant var. Bessi Bjarnason telst
að vísu ekki til þess hóps, en
skar sig ekkert úr. Pétur Éinars-
son (doktor Hoffmann) var
furðu höktandi í hlutverki sínu,
ósannfærandi sem ekki gerist
oft um hann. Margrét Helga Jó-
hannsdóttir bjó til skapmikla
og dálítið forskrúfaða frú, sem
hennar er vandi. Ari Matthías-
son oflék stórlega sem herra
Hnus, stundum varla hægt ab
skilja hann. Valgerður Dan og
Soffía Jakobsdóttir (frú Rykkja
og Hjúkrunarkonan) brugbu
upp þeim myndum sem til
stóð.
Þorsteinn Gunnarsson er
smekkvís leikari jafnan og
vandvirkur, og einnig hér. En
honum tókst ekki ab láta örlög
hins minnislausa Martins koma
við mann, en hann er þó mið-
depill sýningarinnar. Sökin á
því liggur að ég held fremur í
því hve ófullnægjandi persónu-
gerbin er frá höfundarins hendi
en að Þorsteini mistakist. Ein-
æði doktors Da Silva, sem María
Sigurðardóttir leikur skörulega,
verður einnig lítib annað en
þrjóskan. Skapgerðarleikkona af
þeirri gráðu sem María er — og
vonandi fáum við að sjá hana
meira á næstunni — hefur sem
sé ekki úr miklu að moba.
Ótaldir eru aðeins Þór Tulinius
(doktor Roberts) og Fréttamað-
ur, sem Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir leikur, hvorttveggja
ámælislaust.
Þýðing er lipur og leikgerð stíl-
hrein. En hafi Leikfélagið viljab
kynna nútímaverk frá Slóveníu,
hefði mátt velja eitthvað betra
en þá beinagrind sem þetta leik-
verk reyndist mestan part.
Afbragðsgóð erindaröð
Þá heimurinn dymar hrindir mér
hattinn afég lyfti
og til hinna hnatta fer,
holl eru mér þau skipti.
(Siguröur Breiöfjörö, 1798-1846)
Félag um átjándu aldar fræði
baub almennum áheyrendum til
„veislu" í Odda, laugardaginn 14.
okt., og fór ég af rælni þangað
vestureftir, en vissi þó ekki hver
ánægja mín yrbi. En þar fór á aðra
leið, og gat ég ekki betur heyrt en
þarna væri óvenjulega vel á mál-
um haldiö — á góðri íslensku hjá
flestum. Mér varb ljósara en ábur,
hve vel íslenskan hentar til ab
setja fram fræbi. Ef ég má nefna
þab sem mér fannst mest til um,
ab öðru ólöstubu, þá fannst mér
erindi Siguröar Steinþórssonar
jaröfræbings, um Jónas Hall-
grímsson sem náttúrufræbing,
snilldarlegt — og leiða m.a. vel í
ljós hve afkastamikill og stórhuga
sá náttúrufræðingur var. (Mörg-
um hefur orbið á ab ætla Jónas lít-
ilvirkan). Erindi Leifs Símonar-
sonar jarðfræðings um jarbvísindi
á 18. og 19. öld var skemmtilegt
og meö þeim þokka sem gerir oss
ófróbum allt aubvelt. En erindi
LESENDUR
Einars Guðmundssonar stjarnebl-
isfræöings um Stefán Björnsson,
reiknimeistara og rektor á 18. öld,
var þó um sumt merkilegasta ræb-
an, því aö Einar leiddi í ljós, ab
Stefán var til jafns við hina
fremstu í Evrópu á sinni tíð. Hef-
ur hann þó efalaust haft miklu
lakari aðstöbu en t.d. Euler, La-
grange og aðrir snillingar „reikn-
ingsins" á þeirri tíb. En það er
dæmigert um íslenska vanrækslu,
ab nafn Stefáns hefur verib nærri
því óþekkt í sögu íslands hingað
til.
Nafn Stefáns kannabist ég vel
við af „Rímbeglu" hans (um miss-
eristalib og af rektorsámm hans),
en hitt vissi ég ekki, sem kom
fram hjá Einari Guðmundssyni,
aö rit er til eftir hann (á latínu)
um íbúa annarra stjarna.
Stefán Björnsson reiknimeistari
(1721-1798) virbist því vera fyrsti
Islendingurinn, sem skrifar um líf
í alheimi og íbúa stjarnanna.
Náttúrlega setti hann ekki þá
hugsun fram meb sömu rökum
og gilda nú á dögum, en hún leit-
aði á hann, eins og nær alla aðra
frömubi vísindanna þá.
Óskandi er, að hin merku erindi
Átjándualdarfélagsins, nefnd og
ekki nefnd hér, eigi eftir að kom-
ast til sem flestra hlustenda og
lesenda.
Hugsunina um líf í alheimi hafbi
oss reyndar tekist að rekja hér á
landi allt aftur til ársins 1810 —
þegar Jón Bjarnason í Þórorms-
tungu fann Ebenezer Henderson
Það vakti óskipta athygli að
stærsti blaðajöfur Bretlands baub
Tony Blair, nýkjörnum foringja
Verkamannaflokksins, stubning
sinn í stjórnmálabaráttunni. Ekki
fóm sögur af því að eitthvað ætti
að koma í stabinn fyrir þann
stubning.
Ýmislegt bendir þó til ab svo hafi
verið. Tony Blair sveigir stefnu
sína æ meir til hægri. Þannig
hafnaði hann meb öllu miðstýr-
ingu af hálfu ríkisvaldsins á ný-
legum ársfundi flokksins í Black-
þar sem hann svaf í tjaldi, og leit-
aði Jón frétta af vísindum W. Her-
schels í Englandi. Eiríkur Laxdal,
höfundur álfasögunnar miklu, fer
nærri þessum málum, en þó meir
sem rithöfundur er vísindamað-
ur. Bók Stefáns Björnssonar færir
mörkin aftur um 30-40 ár. En
vera má að enn lengra megi seil-
ast. Vitab er um samband milli
Jóhannesar Kepler og Odds bisk-
ups Einarssonar, um 1600. Kepler
var „á leibinni" að þessari hugs-
pool. Ekki verbur hreyft við
einkavæðingu frú Thatchers, sem
þótti ganga of langt, t.d. á kola-
námunum, og olli mesta atvinnu-
leysi í sögu landsins. Verka-
mannaflokkurinn á að verða „nú-
tímalegur", sagði Tony, leggja
áherslu á fjárfestingu, hagvöxt og
framtak einstaklingsins, en gæta
hófs í skattlagningu og draga úr
velferbarkerfinu.
Minnir þetta óneitanlega á frjáls-
hyggjuáróður Jóns Sigurössonar,
fv. viðskiptaráðherra, hér heima
un, þó ófullkomlega væri. Lík-
legra er að Guðmundur Andrés-
son hafi vitað eitthvað — sbr.
undrasöguna um það, hvernig
hann slapp úr Bláturni (sem sum-
ir trúa ab vísu ekki). Þá eru um
100 ár „óbrúub" (1660-1760).
Telja má víst, að einhverjar glæt-
ur hafi náð aö koma fram í ís-
lenskum sálum á því tímabili; að-
eins er eftir ab finna þær sálir og
vita hvað vakti þær.
Þorsteinn Guðjónsson
eftir hrun kommúnismans í lok
síðasta áratugar. Tony Blair beið
ab vísu ósigur á floiisþinginu í
Blackpool, þegar hann vildi
breyta gömlu stefnuskrá flokksins
um þjóðareign atvinnutækja. En
hann kvabst ekki ætla að gefast
upp við áform sín. Vera má að
honum takist að leiða breska
Verkamannaflokkinn á sömu
braut upplausnar og niburlæging-
ar og Jón Sigurbsson leiddi Al-
þýðuflokkinn íslenska.
Gunnarr
Voru gerð kaup vib Tony Blair?