Tíminn - 25.10.1994, Qupperneq 7

Tíminn - 25.10.1994, Qupperneq 7
Þribjudagur 25. október 1994 7 Sveinbjörn Björnsson háskólarektor: Þörf er á fjölbreyttari háskólamenntun á íslandi Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor kom víöa viö í rœöu sinni viö braut- skráningu kandídata viö Háskóla íslands sl. laug- ardag. Tíminn birtir hér kafla úr rœöu rektors viö þetta tœkifœri, en val þessara kafla sem og millifyrirsagnir eru alfariö blaösins. Ég býð ykkur hjartanlega vel- komin til þessarar Háskólahátíö- ar og brautskráningar kandídata. Enn á ný fögnum við fríðum hópi æskufólks, sem lokið hefur ströngu námi. Við gleðjumst yfir árangri ykkar kandídatanna og væntum mikils af ykkur í frekara námi og starfi. Til að þjóðir haldi velli í vaxandi samkeppni um takmörkuð lífsgæði er fátt væn- legra til árangurs en traust al- menn menntun. Við þurfum góða grunnskóla og framhalds- skóla, nútímalega verkmenntun og fjölbreytta háskólamenntun, sem veita þroska og yfirsýn, og þjálfun til sérhæfðra starfa og rannsókna. Við skiljum nauðsyn þess að hvetja ungt fólk til náms og sjá starfandi fólki fyrir greið- um aðgangi að endurmenntun og viðbótarnámi, svo aö það geti tileinkað sér nýjungar og nýtt þær í atvinnulífi. Þessi trú á menntun byggir á reynslu okkar sjálfra og þeirra jájóða, sem fremstar standa og við viljum líkjast um velferð og lífshætti. Én það þarf að gera betur, ef við viljum halda velli. Menntakerfi okkar er að minnsta kosti áratug á eftir samkeppnislöndum okkar í þróun. Vilja unga fólksins til náms skortir ekki, en við verjum ekki nægu fé til menntakerfisins. Samanburður á opinberu fé til menntamála í Danmörku, Noregi og á íslandi sýnir að til að jafna muninn viö Dani eða Norðmenn þyrftum viö að auka framlög til menntamála um rúma sex millj- arða króna. Þessi samanburður byggir á vergri landsframleiðslu. Munurinn yröi enn meiri, ef tek- ið væri tillit til þess að laun eru mun lægri hér og að mun stærri hluti íslensku þjóðarinnar en hinna þjóöanna er undir þrítugu. Við vitum að flestar nágranna- þjóðir okkar eru með einsetinn grunnskóla. Við vitum einnig að við höfum vanrækt verkmennt- un í framhaldsskólum. En mest verk eigum við þó fyrir höndum á háskólastigi. Vöxtur í aðsókn að háskólanámi varð hér seinna en í nágrannalöndum okkar og há- skólakerfiö er aðeins byggt upp að hluta. Við þurfum að geta boðið allt að 60% ungmenna á 20-24 ára aldri fjölbreytta há- skólamenntun. Til þess þurfum við fleiri gerðir háskóla en nú er. Þá mætti greina í rannsóknahá- skóla, fagháskóla og héraðshá- skóla, hliðstætt heitunum „uni- versity", „polytechnics" og „community college" í ensku máli. Þessi greining á við eðli og markmið náms, en ekkert er því til fyrirstöðu að innan sömu skólastofnunar séu allar gerðir í boði. Enda þótt Háskóli Islands sé fyrst og fremst skilgreindur sem rannsóknaháskóli, gæti hann einnig boðið nám með fag- háskólasniði og segja má að margt, sem nú fer fram innan Endurmenntunarstofnunar Há- skólans, sé skylt því sem boðið er á vegum héraðsháskóla í Banda- ríkjunum. Rannsóknaháskólar Rannsóknaháskólar em mann- frekastir og dýrastir þessara gerða háskóla. Margar þjóðir telja að þeit þrífist ekki í minna samfélagi en tveggja milljóna manna. Við höfum lagt metnað okkar í að byggja upp slíkan háskóla, þrátt fyrir fámennið, og náð bærileg- um árangri. Þannig má velta því fyrir sér, hvernig umhorfs væri í íslensku samfélagi, ef Háskóli ís- lands væri ekki til staðar. Hitt gef- ur augaleið, að við munum ekki hafa efni á að byggja upp margar slíkar stofnanir. Við verðum því að fara varlega í uppbyggingu okkar og gæta þess að dreifa kröftum ekki umfram getu. Sam- vinna og verkaskipti við erlenda skóla geta styrkt okkur og það hlýtur einnig að verða meginregl- an í samstarfi skólastofnana okk- ar, sem vilja bjóða nám með sniði rannsóknaháskóla. Hins vegar virðist vel orðið tímabært, aö til mótvægis við það rannsóknahá- skólanám, sem nú er í boði innan Háskóla íslands, verði komið upp öflugum fagháskóla með fjöl- breyttri fagmenntun. Við gætum einnig heimilað bestu framhalds- skólum okkar að gera tilraunir með rekstur héraösháskóla, sem byðu styttri starfsmenntun og byrjun almenns háskólanáms. Háskóli íslands gæti hæglega stutt slíka þróun með samvinnu, en þar mættu stærstu sveitarfé- lögin einnig láta til sín taka. Svo róttækar breytingar innan háskólastigsins þurfa langan að- draganda og vandlegan undir- búning. Meðan þeirra er beðið verður Háskóli íslands að axla þá ábyrgð og þann vanda sem fylgir ört vaxandi aðsókn að háskóla- námi. Háskóli íslands er með lög- um skyldugur að taka til náms alla stúdenta sem til hans sækja. Svo hlýtur enn ab verða, meðan þeim standa ekki til boða aðrir háskólar hér á landi. Af þessum sökum hefur Háskólinn ekki farið fram á almenna heimild til tak- mörkunar á 'fjölda, heldur skýrar lagaheimildir til að auka faglegar kröfur og til að beina hluta að- sóknar yfir á aðrar námsgreinar, ef aðsókn ab einhverri grein verð- ur svo mikil að gæbum námsins þar er stefnt í hættu vegna skorts á aðstöðu. Duttlungar ríkis- stjórna Til að valda þessu hlutverki sínu og mæta vaxandi absókn þarf Há- skólinn að fá trygga fjárveitingu í samræmi við nemendafjölda. Slík verklagsregla mun í gildi í grunn- skólum og framhaldsskólum og einnig í öðrum skólum á háskóla- stigi, en ekki í fjárveitingum til Háskóla íslands. Þar sveiflast fjár- veitingar eftir duttlungum ríkis- stjórna í litlu samræmi við þarfir Háskólans. Til að skýra þessa full- Sveinbjörn Björnsson háskólarektor. yrðingu vil ég fara nokkrum orb- um um þessi mál undanfarin sjö ár. Á þessu tímabili hefur skráð- um nemendum fjölgað um fjórb- ung. Þeir munu verða a.m.k. 5400 í upphafi næsta árs. Fjöldi innritaðra segir þó ekki alla sögu. Meira er að marka fjölda þeirra sem þreyta próf. Ef sá fjöldi er umreiknaður í full ársverk í námi, jafngildir hann 4000 nemendum nú, en 2700 árið 1988. Nemend- um í fullu námi hefur því fjölgað um 50% á þessum sjö árum. Virkni stúdenta í námi vib Há- skólann mun vera með því hæsta sem þekkist í háskólum, sem ekki velja á neinn hátt úr þeim stúd- entum sem inn sækja. Ef eðlilega væri að málum staðið, hefði fjár- veiting átt að hækka í hlutfalli við fjölda nemenda í fullu námi og væri þá 50% hærri aö raun- gildi en 1988. í reynd hefur fjár- veitingin sveiflast lítillega eftir árferöi, en er nú 1,5% lægri ab raungildi en 1988. Háskólinn hefur alla tíb andmælt þessari þróun fjárveitinga, en hlotið litl- ar undirtektir. Með ábyrgri fjár- málastjórn var vaxandi kennslu- þörf mætt með verulegri hagræð- ingu á árunum 1988-1991, en með skerðingu fjárveitingar 1992 var það svigrúm á enda og grípa varð til harkalegs niðurskurðar. Þær ráðstafanir voru ætlabar til eins árs, en þar sem ekki hefur úr ræst og nemendum hefur enn fjölgab, er staða mála í mörgum kennsludeildum orðin óbærileg. Gæ&um hrakar Valnámskeiðum hefur verið fækkað svo, að nemendur eiga erfitt með ab finna sér námskeið viö hæfi og verða að velja nám- skeib sem ekki skila þeirn í átt að því marki, sem þeir hafa sett sér meb náminu. Kennsla fer fram í sífellt fjölmennari hópum og fjöldi nemenda um hvern kenn- ara er slíkur, að lítið tóm gefst til vibræbna og leiðbeininga. Verk- legar æfingar og vinna við raun- hæf verkefni er og í lágmarki. Engum dylst að standi þessir kennsluhættir til lengdar, hrakar gæðum kennslunnar, og gildi þeirrar menntunar sem veitt er verbur rýrara en við er unað. Há- skólinn hefur borið kennsluhætti sína saman við staðla sem notað- ir eru í evrópskum háskólum. Af þeim er Ijóst að í fjölmennustu greinum hér eru kennarar of fáir miðað við nemendafjölda, kennt er í stærri hópum en æskilegt er og nemendur fá of litla þjálfun og leiðbeiningu í lausn verkefna í smærri hópum. Til að ná eðlileg- um kennsluháttum miðað vib þessa staðla þyrfti fjárveiting til kennsludeilda Háskólans að aukast um 300 milljónir króna. Frá því aö þessi samanburður var gerður hefur nemendum í fullu námi enn fjölgað um 300 og því er ljóst, að enn mun kennsluhátt- um hraka, ef ekki kemur til aukið fé. Ný menntastefna Spyrja má hvernig vib getum vænst þess, að okkar skólar standi jafnfætis skólum annarra þjóða, ef við verjum mun minna til þeirra? Menn mega ekki taka orð mín sem gagnrýni á mennta- málaráðherra. Hann hefur sýnt málefnum Háskólans fyllsta skilning, en átt óhægt um vik sökum þess hve þröngt stakkur ráðuneytisins er skorinn. Menntamálaráðherra hefur unn- ið að mótun nýrrar mennta- stefnu og lagt fram frumvörp til laga um grunnskóla og fram- haldsskóla, sem er ætlað að festa þessa stefnu í sessi og búa í hag- inn fyrir framkvæmd hennar. Skólamenn vænta sér mikils af þessum áformum. Hætt er þó við að þau bæti lítið stöbu okkar í samkeppni vib aðrar þjóðir, ef ekki er jafnframt mörkuð stefna og markvisst að því unnið ab ná jöfnuði við helstu vibmiðunar- lönd okkar í framlögum til fræðslumála. Hér dugar ekki minna en viöhorfsbreyting þjób- arinnar til menntamála, sem ger- ir Alþingi og ríkisstjórn kleift aö setja málefni skóla á jafnháá skör og aðrar þjóbir, sem við viljum líkjast. Bókhlaðan Nú nálgast þau tímamót ab Þjób- arbókhlaðan verði opnuð not- endum. Alþingi hefur samþykkt lög um Landsbókasafn íslands, sem jafnframt er háskólabóka- safn. Að vonum er mikil eftir- vænting í röðum stúdenta og starfsmanna Háskólans, enda færir þessi bygging námsmönn- um og öllum, sem fræbistörf stunda, nýjan heim aðstöðu og þjónustu. í stað margra smásafna með ófullburða bókakost og þjónustu kemur öflugt miðsafn búib nútímatæknibúnabi til gagnaleitar og miðlunar. Þetta safn er ekki síbur mikilvægt fyrir þá sem starfa í atvinnulífi og þjóðlífi. Hingað til hafa þeir orð- ið ab bjarga sér með eigin bóka- kosti eða leita til annarra landa eftir upplýsingum og heimildum. Vib höfum beðið rúm tuttugu ár eftir þessari byltingu. Mennta- málaráðherra og ríkisstjórn eiga þakkir skilið fyrir að hafa skilað byggingunni í höfn þrátt fyrir harðindi í ríkisbúskap. Nú er að vona að eftir fylgi fé til að reka Landsbókasafnið með sama myndarbrag. Engan þarf ab undra þótt kostnaður aukist við ab stökkva frá kotbúi í stórbýli, sem jafnast á vib söfn annarra landa. Sá kostnaðarauki mun - hins vegar skila sér aftur í bættu verklagi vib nám og störf. Vissu- lega mun það taka nokkurn tíma að bæta bóka- og tímaritakost safnsins, sem er langt undir því marki sem verjandi getur talist. Þar hafa stúdentar sýnt lofsvert framtak með þjóðarsöfnun sinni til að fylla bókhlöbuna. Er von- andi að hún fái víðtækan stuðn- ing almennings og ekki síður fyr- irtækja og stofnana, sem hingað til hafa leyst sinn vanda með eig- in söfnum, en gætu nú komið Landsbókasafninu til styrktar gegn því að njóta þjónustu þess. Allur aðgangur að hinu nýja mið- safni er auðveldari en ætla mætti, vegna tölvutækni, en með aðstoð tölvu og síma geta menn notið þjónustu safnsins hvaðanæva af landinu og reyndar hvaban sem er úr heiminum. Miblun upplýsinga Mikilvægi upplýsingatækni í nú- tímasamfélagi er óumdeilt og notkun slíkrar tækni er ekki síður mikilvæg í háskólastarfi. Miðlun upplýsinga og meðhöndlun þeirra með tölvutækni er nú orð- in svo ríkur þáttur í daglegu starfi háskóla, að tryggja verður öllum greiðan aðgang að grunnþjón- ustu þessarar tækni án endur- gjalds. Not þessarar tækni í fjar- kennslu eru augljós, en hún mun einnig valda straumhvörfum í kennsluháttum innan háskóla og auðvelda kennurum að eiga sam- skipti við nemendur utan kennslustunda og leiðbeina þeim í sjálfsnámi. Á undanförnum árum hefur Háskóli íslands unnið markvisst að því aö nýta þá möguleika sem tölvutækni og upplýsingatækni bjóða í kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu. Nú er unnið sérstaklega ab því að bæta sambandið við erlenda há- skóla með því að fá hraðvirkari tengingu vib útlönd. Sérstök nefnd háskólaráðs vinnur nú að mótun stefnu Háskólans í þess- um málum. Vegir Gubs ... Hefðum við spurt forsvarsmenn atvinnulífs fyrir 30 árum hvort þeir hefðu þörf fyrir 350 tölvun- arfræöinga, hefði svarið verið hiklaust nei og þeir hefðu jafnvel ekki skilið hvað okkur gengi til meb slíkri fásinnu. Þessi fræði væru bara á færi stórfyrirtækja og við ættum að láta okkur nægja að veiða fisk og kaupa tæknina. En svo er framsýni Háskólans fyrir að þakka að við eigum nú fjölda vel menntaðra tölvunarfræðinga, sem geta skipað okkur í fremstu röð á sviði upplýsingatækni, ef vib skiljum kall tímans. Þetta dæmi sýnir kannski betur en margt annað, ab vegir framfara og framtíðar eru líkt og vegir Guðs órannsakanlegir. Eina hald- reipið er traust trú á gildi mennt- unar og góðra skóla. Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri stundu, ab þib takiö við vitnisburbi Háskólans um árang- ur ykkar í námi. Háskólinn er metinn eftir menntun þeirra, sem frá honum koma, hvort sem það er til frekara náms í öbrum háskóla eba til starfa í þjóbfélag- inu. Við vonum að ykkur farnist vel og þið berið héöan staðgott vegarnesti. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.