Tíminn - 25.10.1994, Page 10

Tíminn - 25.10.1994, Page 10
10 Þri&judagur 25. október 1994 Astir, njósnir, trygging langlífis: þrjú hlutverk fylgikvenna Maos Zedong: F j ölþreifinn formaður Eitt þeirra rita, sem væntanleg eru á heimsmarkaðinn fyrir bækur og þegar hafa vakið verulega athygli, er Eitikalíf Maos formanns („The Private Life ofChairman Mao"), rúm- lega 660 blaðsíðna doörantur eftir Li Zhisui, sem var líf- læknir Maos Zedong, Kína- leibtoga, frá 1955 til 1976 er formaburinn lést, 82 ára ab aldri. Höfundur bókarinnar, sem nú er 74 ára, hefur búiö í Bandaríkjunum síban 1988. í grein í New York Times segir ab bókin þyki nokkub trúverð- ug, þar eö að sögn bandarískra Kínafræöinga komi efni hennar vel heim og saman við það, sem þeir töldu sig vita áður, svo langt sem sú vitneskja nær. Einn fræðinga þessara, Anne F. Thurston, vann raunar með lækninum að samningu bókar- innar. Útlit, hæfileikar, pólitískur áreiban- leiki Ekki er í bók þessari að finna mikib nýtt um pólitíska sögu Maosaldar, en hún er hinsvegar sögð gefa skýrari og skilmerki- legri mynd af aðalpersónunni en áður hafi sést í riti. Af öllu efni bókarinnar er það umfjöll- unin þar um kynlíf leibtogans, sem mesta athygli hefur vakib, en af því hafði heldur fátt frést áður. Að sögn Lis læknis ríkti Mao eins og hver annar keisari, var umkringdur af smjöbrurum og lagði ekki minnstu hömlur á langanir sínar og duttlunga. í kynferöismálum hafi hann ver- ið sérlega eftirlátur við sjálfan sig, og það á sama tíma og púrít- anskur mórall gilti um þesskon- ar fyrir flestalla aðra í ríki hans. Mao hafði konur til þrenns- konar nota, skrifar Li. í fyrsta og einkum og sér í lagi sér til ánægju. í heimahúsum og út um land, er formaðurinn var á ferðalögum til að líta eftir bylt- ingunni, lét hann halda dans- samkvæmi, þótt þesskonar sam- komur væru þá illa liðnar þar- lendis og kallaðar borgaralegur ósiður. A þessi böli var boðið stúlkum úr listageiranum og starfsliði kommúnistaflokksins. Voru þær „valdar eftir útliti, hæfileikum og pólitískum áreið- anleika". Mao valdi úr þeim eina eða fleiri og hafði þær síð- an um hríð sér við hönd í einka- herbergjum sínum, í einkalest sinni eða á gistihúsum. í öðru lagi lét Mao vinkonur sínar njósna um aðra helstu menn Flokks og ríkis. Ein vin- stúlka hans var eiginkona eins samstarfsmanna Lins Biao hers- höfðingja, sem þá hafði verið útnefndur tilvonandi eftirmað- ur formannsins. Hún flutti for- manninum fréttir af samsæri Lins gegn honum, að sögn Lis. í þriðja lagi, segir Li, trúði Mao því að kynlíf væri vænlegt til langlífis og studdist í því við einhver af fræðum taóismans. eða sofandi, og klæðst þá aldrei öðrum fötum en baðsloppi. Heilsa hans var þó yfirleitt góð. Aðstoðarmenn sína og nánustu samstarfsmenn hafi hann oft kvatt á sinn fund að nóttu til, ekki ósjaldan nokkru eftir mið- nætti. Tannburstar og tígrisdýr BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON „Ekki mér til ama" Að sögn læknisins hrjáði getu- leysi formanninn öðru hverju, en úr því hafi dregiö er leið fram á sjöunda áratuginn, er völd hans fóru að aukast að nýju eftir að hafa verið í nokkuri lægð eftir Stóra stökkið áfram, stórfellda iðnvæðingartilraun sem hafði mikil áföll og hörmungar í för framt því sem aldurinn færbist yf- ir formanninn. Mao var, ab sögn Lis, með smit- andi kynsjúkdóm og urðu sumar stúlknanna, sem hann smitaði, sjúklingar líflæknis hans. Mao sjálfum olli sjúkdómurinn ekki neinni vanlíðan, segir Li. Hann kveðst eitt sinn hafa stungið upp á því við leiðtogann að hann tæki inn sýklalyf, vinkonum sínum til varnar gegn sýkingu. „Þetta er mér ekki til neins ama, svo ab það skiptir ekki máli," segir Li Mao þá hafa svarað. „Hversvegna ertu þá aö æsa þig upp út af þessu?" Ný mynd af Li Zhisui, sem nú býr í útborg hjá Chicago. Mao fór aldrei í bað og aldrei þvobi hann sér um hendur og andlit, segir Li læknir. Hreinlæti hans meö sjálfan sig hafi helst fal- ist í því að lífveröir hans hafi farið heitum handklæðum um líkama hans, andlit og hendur. Að sögn líflæknisins burstaði Mao heldur aldrei í sér tennurnar, enda hafi þær allar verið þaktar grænu hrað- bergi. Hann hafði þann kínverska bændasið aö skola innan munn- inn á morgnana með tei og borða síðan telaufin. Li segist hafa stung- iö upp á því við hann að hann notaöi tannbursta, en því hafi for- maðurinn tekið fjarri. „Eða," hafi hann spurt, „hvenær hefur tígrís- dýr burstað í sér tennurnar?" Einhver sagði einhverntíma að vald sé alltaf spillandi og tak- markalaust vald spilli mönnum gersamlega. Sú mynd, sem bók Lis gefur af Mao, viröist sýna valdhafa sem er gersamlega einvaldur og ekkert í ríki hans til að setja valdi hans skorður. Umhverfis hann eru einungis menn, sem í einu og öllu dansa eftir duttlungum hans. Með þessu móti einangrast hann fljót- lega frá veruleikanum, fer að upp- lifa ímyndanir sínar og útópíur sem veruleika. Þetta kann aö hafa átt viö um Stóra stökkið áfram og þaö tímabil gríöarlegrar óreiðu sem kallað var menningarbylting. „Á yfirborðinu," sagði Li í frétta- viötali, „var Mao lipur í umgengni og auðvelt að nálgast hann. En með tímanum fann maður að hann var miskunnarlaus harð- stjóri, sem tortímdi öllum sem óhlýðnuöust honum." Ekki hefur Li háar hugmyndir um Zhou Enlai, einn helstu ráða- manna Kína á ríkisárum Maos, sem naut mikils álits erlendis. „Zhou var ekkert annað en þræll Maos," segir læknirinn. „Alltaf þegar ég sá hann með formannin- um voru þeir eins og þræll og hús- bóndi. Margir halda aö Zhou hafi verndaö fólk, en í raun og veru gerði hann ekkert nema það sem Mao skipaði honum." ■ Li Zhisui (til vinstri) og Mao 1955, árib sem sá fyrrnefndi varb líflœknir hins. með sér. Mao hafi þá verib hættur að sofa hjá Jiang Qing, þriðju eig- inkonu sinni (sem Li lýsir sem „ímyndunarveikum smjaðrara"), en bætt þab upp með því að leggja í sæng með sér sívaxandi fjölda ungra kvenna. Meðalaldur þeirra hafi farið lækkandi jafn- Li skrifar að því hafi og farið fjarri að stúlkurnar, sem formað- urinn smitaði, bæru sig illa út af því. „Ungu konurnar voru stoltar af því að hafa sýkst," skrifar lækn- irinn. „Sjúkdómuririn, sem þær höfðu fengiö af Mao, var í þeirra augum heiðursmerki, vitnisburð- ur um það hve nákomnar þær voru formanninum." Vinnudag Maos segir líflæknir hans hafa verið næsta óregluleg- an. Formaðurinn hafi gjarnan sofið um daga og stundum verið vikum saman vib rúmið, hvort heldur hann hafi verið vakandi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.