Tíminn - 25.10.1994, Side 11
Þri&judagur 25. október 1994
11
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
íran:
Síbasti öldung-
urinn kominn
á gjörgæslu
Hinn hundrað ára gamli
stórajatolla Mohammad Ali Ar-
aki, sem er elstur andlegra leiö-
toga Shítamúslima, er kominn á
gjörgæslu í sjúkrahúsi í Teher-
an. Sýnt þykir að hann eigi
skammt eftir ólifað, en þar sem
Araki er sá eini sem eftir lifir af
elstu kynslóð trúarleiðtoga sem
hafa öll völd í landinu, eru líkur
á valdabaráttu í íran á næst-
unni.
Ajatolla Araki var kennari og
andlegur leiðtogi ajatolla Kho-
meinis, byltingarleiðtogans sem
lést árið 1989. Spurningar
vakna nú varðandi stöðu aja-
tolla Ali Montazeri, sem er 72ja
ára. Hann útnefndi Khomeini
sem eftirmann sinn en dró síð-
an útnefninguna til baka nokkr-
um mánuðum fyrir lát sitt og
bannaði Montazeri öll pólitísk
afskipti. ■
Blóbbab í Kabúl
eftir eldflaugaárás
Reuter
Kolaganga til heiöurs Draupathi
Hér má sjá Hindúa hlaupa yfir hrúgu afgióandi kolum á árlegri hátíb sem haldin er í Singapore. Á þessari hátíb
er þab gybjan Draupathi sem er vegsömub meb því ab fylgjendur hennar fremja ýmsar mannraunir. Ein þeirra er
ab ganga yfir fjögurra metra langa gryfju meb glóandi kolurn en abrir Hindúar hvetja menn óspart áfram. í
Singapore eru um 10% þjóbarinnar af indversku bergi brotin.
Bömum rænt í Súdan
og komiö í herþjálfun
Kabúl - Reuter
35 manns létu lífið og 98 særð-
ust í eldflaugaárásum á Kabúl í
gær. 20 fórust þegar tvær eld-
flaugar hæfðu strætisvagn og
leigubíl, að sögn sjónarvotta.
Talsmaður Rabbanis, forseta
Afganistans, segir ab andstæb-
ingar stjórnarinnar standi að
þessum árásum, en skammt er
nú stórra högga á milli, því sl.
föstudag létu 45 manns lífið og
150 særðust, en á sunnudaginn
fórust 15 manns og 42 særðust.
Síban múslimskir skæruliðar
náðu völdum af kommúnuist-
um fyrir rúmum tveimur árum
er talið að um 12 þúsund
manns hafi látið lífið í átökum í
landinu. ■
Kartoum - Reuter
Súdanstjórn sakar Sameinuðu
þjóðirnar og Rauða krossinn
um að láta sig hörmungar tug-
þúsunda barna engu skipta, en
stjórnin heldur því fram að
uppreisnarmenn í Suður-Súd-
an standi fyrir barnaránum í
flóttamannabúðum í Kenýu,
Zaír og Úgöndu og smali þeim
síðan í búðir sínar í Súdan þar
sem þau fari í herþjálfun. Þá
heldur talsmaður Súdan-
stjórnar því fram að Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna
vinni gegn hagsmunum barna
í landinu. Diplómatar hafa
flutt fregnir af því að börnum
sé rænt og þau síðan flutt í
þjálfunarbúðir beggja aðila
sem takast á í Súdan, en þeir
telja að engin leið sé að gera
sér fyrir fjölda þeirra.
Reknir fyrir
aö fleka
námsmeyjar
Mbabane - Reuter
Tveir kennarar hafa verið reknir
úr starfi fýrir að hafa samræði við
nemendur sína, að því er
menntamálaráðuneytiö í Svasí-
landi skýrði frá í dag.
I>á hefur ráðuneytib séð ástæðu
til að brýna fyrir skólastúlkum í
landinu að varast það að sænga
hjá kennurum sínum, en fyrr á
þessu ári lét ráðuneytiö í ljós
áhyggjur af vaxandi fjölda barns-
hafandi skólastúlkna í landinu. ■
Guörún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi
ljósmóðir og síðar þjónn Drott-
ins, lést á heimili sínu, Hverfis-
götu 6b, Hafnarfirði, 14. októ-
ber s.l. Hún var fædd á Vatns-
fjarðarseli 7/10 1901. Guðrún
var tvíburi og hún og Kristín
heitin, systir hennar, misstu
móöur sína tveggja ára gamlar
og var þá Guðrún tekin í fóstur
af sr. Páli Ólafssyni, presti og
prófasti í Vatnsfiröi, og konu
hans frú Arndísi Pétursdóttur
Eggerz, og ólst Guðrún þar upp
á stóru myndarheimili, eins og
hún sagði sjálf frá. Guðrún
lærði ljósmóðurstörf og starfaði
hún fyrst í sveitinni og nær-
liggjandi byggðum. Síðan á Ak-
ureyri ásamt hjúkrunarstörfum
á sjúkrahúsinu þar og síðast var
hún ljósmóðir í 7 ár í Hafnar-
firði.
Guðrún hætti ljósmóðurstörf-
um til að vera óskipt í þjónust-
unni. Hún skírðist í heilögum
anda og náðargjöf hennar var
lækningargáfan ab biðja fyrir
sjúkum og erfiðleikum fólks og
bobaði hún iðrun og syndafyrir-
gefningu. En upphaf þessara
þjónustu- og kristnibobsstarfa
var á heimili Einars Einarssonar
klæðskera í Hafnarfirði og konu
hans frú Helgu Þorkelsdóttur,
sem bæði eru látin. En það vildi
þannig til að Einar heitinn Sig-
valdason, sem var lækninga-
predikari af íslenskum ættum
frá Kanada, boöaði Guðs orð
manna á mebal og bað fyrir
t MINNING
sjúkum. Hann kom víða við,
m.a. á heimili Einars og Helgu,
en eftir að hann hætti, þá tók
Guðrún við. Einar og Helga
byggöu samkomusal og sér-
snyrtingu og var viðbyggingin
áföst húsi þeirra og í gluggan-
um, sem snéri að götunni, var
áritað spjald: Heimili til að boða
fagnaðarerindið. Þau gáfu allt
sem þau gátu til aö boða og
breiða út Guðs orð og þegar ég
kynntist þessari þjónustu í
Hafnarfirði á Austurgötu 6, þá
boðubu Einar og Gubrún fagn-
aðarboðskapinn til skiptis á
samkomum og Salbjörg þjónaði
að boðuninni meö þeim og Vil-
borg spilaði á orgelið undir
sálmasönginn. Kristilega starfib
hélt áfram þar til að hús þeirra
Einars og Helgu var fjarlægt eft-
ir lát þeirra og var samkomusal-
urinn einnig, sem var úr stein-
steypu, jafnabur vib jörðu.
Gubrún boðaði í fyrsta sinn
fagnaðarboðskapinn í Reykjavík
og bað fyrir sjúkum á Grettis-
götunni á heimili Sigríðar heit-
innar Ottósdóttur. Samband
hennar og Gubrúnar byrjaði
þegar Sigríður bað Guðrúnu um
bæn fyrir ungum syni sínum,
sem var sjúkur og læknir hafði
úrskurðað ab þab þyrfti að taka
af honum fótinn. En eftir bæn
Guðrúnar læknabi Drottinn fót
drengsins og Sigríður tók trú.
Síðan var ráðist í aö byggja
samkomusal í Hörgshlíð í
Reykjavík og Kristján Sveinsson,
frændi Guðrúnar, vann kaup-
laust. Sigríbur seldi húsiö sitt á
Grettisgötunni, byggði sér íbúð
og flutti á hæðina fyrir ofan
samkomusalinn, en hann var
vígbur árið 1958. Eins og
kristniboðsstarfið í Hörgshlíö
kom mér fyrir sjónir, þá boðaði
Guðrún iðrun og syndafyrir-
gefningu og bað fyrir sjúkleika
og erfiðleikum fólks, og Salbjörg
og Vilborg þjónuðu að boðun-
inni með henni. Einar Einars-
son skírði niðurdýfingarskírn,
las um síðustu kvöldmáltíbina,
hafði bænir á brotningu brauðs-
ins og hafði vitnisburði á sam-
komunum, auk þess ab dreifa
blaöinu Fagnaðarboöanum
ásamt hinum þjónunum og
þeim sem bættust vib í hópinn.
Og ekki má gleyma henni Krist-
ínu heitinni Hannesdóttur, sem
tók þátt í þessari þjónustu af
mikilli djörfung ásamt Margréti
Erlingsdóttur, tengdadóttur
sinni, en tryggð og störf Margr-
étar og hjálpsemi mátu þessir
Drottins þjónar mikils.
Það, sem einkenndi þessa þjón-
ustu í Drottni, var einfaldleik-
inn í ytri umgjörð, hógværbin
og trúarsannfæringin, en djörf-
ung Guörúnar í boöuninni var
eins og hafsjór í öldudal og
bænir hennar og fyrirbænir
voru sem blíbur blær friöarins
og kærleikans og ábyggilega
ógleymanlegar þeim sem fengu
þá náð og blessun að þiggja
slíka Guðsgjöf. Þab má með
sanni segja að Guðs kraftur og
náb var í hverju fótmáli Gub-
rúnar. Ég kann ekki að þakka
eins og þakka ber bænir hennar
og fyrirbænir fyrir mér og mín-
um, en hún sagði jafnan: „Mun-
ib að þab er Drottinn sem gerir
verkib." Fyrst þegar ég sá Guð-
rúnu þá fannst mér viðmót
hennar sérstakt, þab snerti mig.
Hún horfði beint framundan
sér, var traustvekjandi og mikill
sálarstyrkur í svip hennar. Hún
átti það til að vera afdráttarlaus
og agandi í tilsvörum, sem gat
komið við fólk, en ekki kannski
alltaf á þann hátt sem hún ætl-
aðist til. En Guðrúnu varb ekki
haggað, fagnabarboðskapurinn
og þjónusta hennar í Guðs orði
og anda var hennar líf og hélt
hún áfram þar til yfir lauk.
Páll postuli sagði: Virbib fyrir
yður, hvernig ævi þeirra lauk og
líkiö síöan eftir trú þeirra (Hebr.
13:7, tilvitnun stytt).
Eftir að Salbjörg dó, bjó Guð-
rún ein á hæðinni, en Rannveig
heitin, sem bjó uppi, hjálpaði
henni einstaklega vel. En það
má segja að Drottinn sér um
sína, því eftir að Rannveig féll
frá, þá tóku systurdætur Gub-
rúnar við starfi Rannveigar:
Guðrún nafna hennar, sem býr
í Hafnarfirði, og Júlíana, sem
bjó uppi hjá Guðrúnu. Þessar
indælu frænkur hennar hjálp-
uðu henni eins og með þurfti og
það vissulega gladdi okkur, sem
var annt um Guðrúnu.
Ég þakka þeim konum, sem sáu
um að starfið í Hörgshlíð hafði
sinn gang: Margréti, Salóme,
Sigrúnu, Elínu Bjarnadóttur og
Þorbjörgu, Jóni Pálssyni fyrir
bænir hans og vitnisburði og ab
leiða sönginn á samkomunum,
og sérstakar kvebjur og bless-
unaróskir til Unnar, fósturdótt-
ur Einars og Helgu, og fjöl-
skyldu hennar.
I Samúelsbók, 23. kafla, 2.-5.
versi, segir Davíð:
Andi Drottins talaði í mér
og hans orð er á minni tungu.
ísraels Guð talaði,
bjarg ísraels mœlti viö mig.
Sá sem ríkir yfir mönnum með
réttvísi,
sá sem ríkir í ótta Guðs
hann er eins og dagsbirtan, þegar
sólin rennur upp
á heiðríkju morgni
þegargrasið sprettur í glaða sól-
skini eftir regn.
Já! er ekki hús mitt svo fyrir Guði.
Ásdís Erlingsdóttir