Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 4
4 %nmmi Þri&judagur 1. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 ' 111 ' 9...... 1 11 ■' ' Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Eru lág laun styrkleiki íslensks ibnabar? Sú umræða er ekki ný af nálinni að iðnaður skipi veglegan sess í þróun atvinnumála hér á landi og iðnaður verði að taka við því vinnuafli sem bætist inn á vinnumarkaðinn til aldamóta. Umræður af þessu tagi eru áratuga gamlar. Hins vegar hefur raunin orðið sú að þjónustustörf ýmis konar hafa tekið við vinnuafli sem losnað hefur í öðrum greinum. Það vandamál er óleyst að skapa öllum vinnandi höndum atvinnu. Opinberar áætlanir gera ráð fyrir atvinnuleysi þúsunda manna, eða 4.9% af mannafla á næsta ári. ■> Ekki er varlegt að gera ráð fyrir því að þjónustu- störf vaxi á næstu árum á borð við það sem gerst hefur á síðasta ártug. Ferðaþjónusta er í vexti um þessar mundir, en ljóst er að opinber þjónusta vex ekki í jafnmiklum mæli og áður. í öllum atvinnu- greinum leysir tæknin mannshöndina af hólmi. Þess vegna er iðnaðurinn mikilvæg atvinnugrein og getur séð fyrir mikilli atvinnu ef hann vex og dafnar. í september sl. var kynnt skýrsla um skilyrði ís- lensks iðnaðar miðað við nágrannalöndin. Þar er margt athyglisvert að finna. Þar er m.a. saman- burður á því hvað sé styrkur og veikleiki iðnaðar hérlendis miðað við atvinnulíf í nálægum löndum. Meginstyrkur iðnaðarins á íslandi er talinn lág laun og launatengd gjöld. Hins vegar er helsti veik- leikinn talinn minni framleiðni í iðnaði, há vaxta- gjöld og léleg eiginfjárstaða. Það má segja að þessi mynd sé ekki glæsileg. Það er áreiðanlega verðugra markmið í iðnaði að reka fyrirtæki með góðri framleiðni en að lág laun séu það haldreipi sem dugar. Það er verðugt verkefni fyrir forustu iðanaðarins að komast til botns í því hvað veldur þessum mis- mun á framleiðni hér heima og erlendis, hvort það er stjórnun, skipulag, minni afköst eða eitthvað annað. Hvert er til dæmis samhengi lágra launa og framleiðni í fyrirtækjum? Hefur verið gerð könnun á því? Er endilega víst að sú láglaunastefna sem er í ýmsum atvinnugreinum hér á landi borgi sig? Er maður ánægður í starfi sem hefur laun sem útilok- að er að lifa mannsæmandi lífi af? Nýtur starfsfólk- ið góðs af bættum árangri og aukinni framleiðni? An efa eru þetta spurningar sem forustumenn iðnaðarins hafa velt fyrir sér, en hins vegar hafa þær ekki verið fyrirferðarmiklar í umræðunni um skilyrði atvinnugreinarinnar. Fyrirferðarmest í um- ræðunni um skilyrði iðnaöarins hefur verið hugs- anlegt auðlindagjald í sjávarútvegi og sveiflujöfn- un í þeirri grein. Auðvitað skiptir stöðugleikinn í efnahagslífinu og rétt gengisskráning afar miklu máli fyrir iðnabinn. Hins vegar er ríkisstjórn ís- lands klofin í afstöðunni til þessara mála, eins og svi margra stórmála, og það eina sem gert hefur verið varðandi þetta mál er að leggja niður þá sveiflujöfnun í sjávarútvegi sem var þó fyrir hendi í verðjöfnunarsjóði sjávarútvegarins sem nú hefur verib lagðður af. Þab þarf að taka til alvarlegrar umfjöllunar í iðn- aði, sem öðrum greinum, hvort láglaunastefnan borgi sig frá sjónarmiði framleiðni. Tíminn er þess fullviss að stefnubreytingar er þörf í þessum efn- um. Bera gúmmíendur ábyrgb? 11 Kr.i BnntUÚ Sthriiiii |i A ÁKUNUM ,1 ,■ fjiiniuni. '.'„.mcnJurkomu »1 . aamveru ’ mann. “m >“ Ííj um h«cm ok cmn. m„ Ar"ÓrmSa'’«m«orl»»frt*» þeirra "Cu,ar hingeymgur og .» nokkurtokk- Ámór er ml" Sr«04r.f'SHKn.md»rmdur k' almcnningi scm „kki .Íí "Í.MóSlli crckkHii Eiginkona utanríkisráðherra ís- lands, Bryndís Schram, ritar at- hyglisvert bréf til Morgunblaös- ins sl. sunnudag. í bréfi þessu rifj- ar Bryndís upp ár sín vib Mennta- skólann á ísafirði og nefnir að í skólann hafi komið alls konar fólk, Austfirðingar og Þingeyingar og meira að segja fólk af Bergsætt hafi verið þar. Einn þeirra sem þarna var er Arnór Benónýsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Listahátíöar í Hafn- arfiröi. Bryndís Schram segist hafa lesið viötal við Arnór í Al- þýðublaðinu en í því viðtali segist hann vera fyrirframdæmdur af al- menningi sem þjófur. Garri minnist þess nú ekki ab hafa heyrt fólk tala um hann sem þjóf þótt margir séu að sönnu hneykslabir á bókhaldsóreiðu og fjármálastjómuninni sem hann stóð fyrir. Hins vegar sér hinn gamli kennari Arnórs sig knúinn til að lýsa því yfir í opinberu bréfi að Arnór sé ekki þjófur, „ekki frekar en ég sjálf. Þjófseðli er ekki til í þessum dreng," eins og Bryn- dís oröar það. Og mannlýsingar Bryndísar frá Menntaskólaárun- um styðja svo sannarlega þessa skobun hennar því hún segir m.a.: „Hann var Þingeyingur og talaði fegurra mál en nokkurt okkar hinna. Hann var mælskur og geislandi í ræðustól, brosið var einlægt og djarfmannlegt. Arnór er drengur góður. Ég þekki hann vel eftir langa samveru fyrir vest- an, og dómgreind mín bregzt ekki." Uppnefndur af kven- skörungum Greinilegt er að Arnór Benónýs- son er stórbrotin týpa sem fólk virðist hafa skoðanir á og nú hlýt- ur það að fara að verða lenska hjá íslenskum kvenskörungum ab finna á hann nafngiftir og hafa á honum skoðanir. Fyrrum eigin- kona hans og núverandi leihús- rýnir kallaði hann „Gúmmíönd" og varö landsfræg fyrir. Fyrrum kennari hans úr menntó kallar hann „Ekki þjóf" og auðvitað eru menn farnir að tala um aðalnúm- erið á næstu Listahátíð í Hafnar- GARRI firði verði leikfarsinn „Gúmmí- endur stela ekki". Meðmælabréf Bryndísar með Arnóri er að sönnu falleg sending frá formanns- frúnni í Alþýðuflokknum og sýn- ir að þar fer kona með stórt hjarta sem vill styðja við flokksmann í vandræðum. En því miður koma þessi meðmæli málefnum Arnórs sáralítið við ef nokkuð. Það hefur enginn nema Arnór sjálfur í um- ræddu Alþýðublaðsviðtali talað um að fjármálaóreiðan á Listahá- tíð beri vitni „þjófseðli" fram- kvæmdastjórans. Ábyrgöarleysi — ekki þjófnaður Það sem menn hafa verið að segja er að enginn viti í hvað opinbert fé fór og að allur frágangur mála varöandi fjármál hátíöarinnar og tengslin við bæjarsjóð Hafnar- fjarðar hafi verið til skammar. Arnór Benónýsson (sem og raun- ar ekki fyrrum bæjarstjóri heldur) hefur því ekki veriö fyrirfram- dæmdur sem þjófur af almenn- ingi. Honum hefur hins vegar verið borið á brýn ákveðiö ábyrgðarleysi í fjármálastjórn í tengslum viö Listahátíð Hafnar- fjarbar. Þessari fjármálaóreiðu ber Arnór ábyrgð á að hluta, Guö- mundur Arni að hluta og Alþýðu- flokkurinn að hluta vegna þess að Alþýðuflokkurinn hefur tekiö ábyrgð á Guðmundi og lýst trausti á honum í ráðherrastól. Raunar ber Sjálfstæbisflokkurinn líka sinn hluta af hinni pólitísku ábyrgð, því hann hefur ekki síður en þinglið krata tekið Guðmund Árna upp á sína arma. Arnór Be- nónýsson situr þess vegna alls ekki uppi einn á báti með fjár- málaóreiðuna á Listahátíð Hafn- arfjaröar á sínum höndum. Þar koma miklu fleiri við sögu og þótt „gúmmíendur steli ekki" eins og Bryndís hefur bent á þá er enn óljóst hvort gúmmíendur beri ábyrgö. Ríkisstjórnarsamstarfið er í raun ekkert annab en gúmmí- andasamstarf og á næstu dögum hlýtur að fást úr því skoriö hvort gúmmíendur beri ábyrgð. Annað hvort tekur stjórnin sér tak, axlar ábyrgð og fer frá. Eöa hún gerir það ekki og flýtur viljalaus með straumnum aö feigðarósi sínum. Garri Algjört skilningsleysi Gott er ef það var ekki Bernard Shaw sem lagöi Napóleóni keisara þau orö í munn, að siðgæbi (mor- ale) væri aöeins fyrir smáborgara. Skáldiö oröaði þetta eitthvað á þá leið að yfirstéttin væri hafin yfir siögæði, lágstéttirnar væru sokkn- ar niður úr því, en millistéttin streittist við að lifa eftir einhvers konar siðalögmálum sem hvergi eru skráð og skipta í sjálfu sér sáralitlu máli nema í hugum þeirra sem halda sig lifa og starfa innan ramma tilbúins siögæðis. Það siðgæbi á sér enga stoð nema í hugarheimum smáborgar- ans sem ekki er annað en atkvæbi til ab búa til yfirstéttir valdapír- amítans. Hægt er að bera niður næstum hvar sem er til að sýna fram á rétt- mæti orða Shaws um móralinn. í Bretlandi eru ritaðar miklar bæk- ur um ástarlíf Karls prins og Dí- önu spúsu hans. Tignarfólkið heldur framhjá hvort öbru með elegans og þeim tilburðum sem hæfa fólki af því standi sem hafið er yfir siðgæbisvitund smáborgar- ans. ✓ Astin og sibleysiö Fleiri meblimir kóngafamilíu gamla heimsveldisins sem er komið á heljarþröm eru berir af siðferbisbresti sem millistéttun- um líðst ekki. Þetta fólk veöur í villu og svíma þeirrar bábilju aö kynlífsbylting sjöunda og átt- unda áratugarins sé fyrir fýsnir þeirra gert og að kóngafólk eigi að giftast hvert öbru fyrir ástar sakir. Hvílíkar bábiljur! Ekki þarf a& leita til gamla heimsveldisins og tignarfólks þar til ab finna orbum Bernards Shaw um siðferbið stað. Á íslandi eru ráðherrar eða bankastjórar sjaldnast búnir að vera við völd í vikutíma áður en þeirra sibferöisvitund er rokin út í vindinn. Eitt af þeirra fyrstu verk- Á vfóavangi um er að kaupa bíla undir sitjand- ann á sjálfum sér og detta svo fullkomlega úr sambandi við smáborgarana sem kusu þá til starfans beint eða meb óbeinum hætti, að þegar að er fundið þess- um kjánalegu siðferðisbrestum hlaupa talsmenn þeira til og fara að þvæla um öfundsýki þeirra sem ab finna. Vel má leggja þetta þannig upp en þaö sýnir aðeins að trúnabar- brestur er oröinn á milli kjós- endafíflanna, sem láta bjóða sér nánast hvað sem er og þeirra sem með völd og sjóbi fara. Sljóleiki Fjórðungur þeirra smáborgara sem tekiö hafa húsnæðisstjórnar- lán og borga allt ab 25% vexti samkvaemt útreikningum Ön- undar Ásgeirssonar og 60% þeirra sem glapist hafa til að taka greiðsluerfiðleikalán geta ekki staðið í skilum. Þetta fólk kennir aðeins sjálfu sér um en aldrei hástéttinni við kjöt- katlana. Það stritast við að borga og heldur að það beri vott um einhverja siðferbiskennd aö standa í skilum, jafnvel þótt það geti það ekki. Sægreifarnir sækja sitt í úrelding- arsjób og fjöldinn allur af hástétt- arklíkunni fær víkjandi lán og þykir ekkert sjálfsagöara. Sljó og heiðarleg millistétt horfir upp á ósköpin og steinheldur kjafti vegna þess hve sjálfsagt það er að yfirstéttin hafi ekki snefil af siðferðisvitund og veit ekki af því. Langt er um liðið síðan Bernard Shaw skilgreindi siðferðiðsvitund eftir stéttum. En ekkert breytist, nema kannski þaö að breska kon- ungsfamilían heldur að hún gift- ist fyrir ástar sakir og allt fer upp í loft þegar annað kemur í ljós. Sé litið okkur nær starfa ráða- menn eftir kenningunni að sib- gæði sé eitthvað fyrir aðra aö lifa eftir en þeirra sjónarmið og lífs- stíll séu hafin yfir þetta leiðinlega, smáborgaralega siðgæði sem er bara fyrir pöpulinn, en kemur há- stéttunum ekkert vib. Þegar svo smáborgararnir á fjöl- miðlum og víðar fara að krefjast þess að hástéttirnar fari að lifa samkvæmt smáskítlegum vib- horfum sem gilda meðal milli- stéttarinnar botnar sjálfumglaba fólkið í hástéttunum ekkert í yfir hverju er verið aö múöra. Þetta gagnkvæma skilningsleysi er svo lífseigt að það er borin von að úr rætist. Því er okkur best að reyna að lifa með því og reyna aö umbera siðferðiskennd og siðleysi hvers annars. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.