Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 7
Þri&judagur 1. nóvember 1994 7 Alþýöubandalagiö á Suöurlandi: Ekki forval Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Á aðalfundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Suðurlandi á dögunum var ákveðið að hafa ekki forval í flokknum fyrir Al- þingiskosningarnar í vor eins og fyrir síðustu kosningar. í stað- inn munu félög flokksins í kjör- dæminu koma meö tilnefningar úr sínum röðum til uppstilling- arnefndar fyrir 15. nóvember nk. Kjördæmisráðið ákveður síðan endanlega listann. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður flokksins í Suðurlands- kjördæmi, mun gefa kost á sér áfram í 1. sæti. Ragnar Óskars- son frá Vestmannaeyjum hefur verið varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins á kjörtímabilinu og sagðist hann í samtali við Tímann gefa áfram kost á sér í 2. sæti, sé það vilji félaga sinna. Ragnar segir að þar sem Margrét njóti mikils stuðnings í 1. sætið og ekki stefni í keppni um það, séu önnur viðhorf til forvals og því hafi uppstillingarleiðin ver- iö valin að þessu sinni. ■ Alpan á Eyrarbakka: Pottar o§ pönnur veröa rafbrynjaðar Alpan hf. á Eyrarbakka hefur fest kaup á alsjálfvirkri sam- stæðu til rafbrynjunar á pott- um og pönnum fyrirtækisins, sem tekin veröur í gagnið fyr- ir jól. Rafbrynjunin verður til þess að yfirborð varanna end- ist betur og hefur það þegar veriö þrautreynt og gefið góða raun á nokkrum bestu veit- ingahúsum iandsins og í Þýskalandi, kröfuharðasta markaðnum. Útkoman er sú að vömr Alpan sameina nú allt það sem ein- kennir góða pönnu eða pott. Þær hafa góða varmaleiðni og jafna hitadreifingu, þykkan botn sem ekki verpist, sleipa húð sem þarf litla feiti og auð- veldar þrif, hitaþolnar höldur sem þola bakarofn og slitsterka húð sem ekki tærist. Ákveðið hefur verið að setja þessa nýju framleiðslu fyrst á markað hér- lendis í þakklætisskyni fyrir hlý- hug landans og stuðning við þennan frumkvöðul í fram- leiðslu og markaðssetningu á fullunninni neytendavöru er- lendis. AMARO hf. heildverslun á Ak- ureyri sér um dreifingu vörunn- ar, en helstu vörumerkin eru Look, Gundel og Anodur. 37. þing BSRB motmœlir harölega skattastefnu stjórnvalda. Á milli áranna 7 993 og 7 994 hefur skattbyröi launafólks aukist til muna: Skattbyrði meðal- BSRB-fólks aukist á þriðja tug þúsunda A milli alagningararanna 1993 og 1994 jókst skattbyröi meðaltekjufólks innan BSRB um vel á þriðja tug þúsunda, miöaö við um 1280 þúsund króna árstekjur. Þetta kom fram á 37. þingi BSRB í sl. viku. Á nýafstöðnu þingi bandalags- ins var skattastefnu ríkisstjórn- ar harðlega mótmælt og þá einkum þeim áformum hennar að afnema hátekjuskatt og hætta við að leggja á fjármagns- tekjuskatt. Þingiö telur það einnig forkastanlegt að stjórn- völd skuli leggja sífellt þyngri byröar á launafólk á sama tíma og létt er á skattbyrði hátekju- fólks og fyrirtækja. Þingið telur nauðsynlegt að fram fari al- menn endurskoðun á skatt- og bótakerfinu í þeim tilgangi að auka réttlætið í skattamálum. í ályktunum þingsins um skattamál er þess m.a. krafist að tekinn verði upp hátekjuskattur og þá sem viðbótarþrep í stað- greiðslukerfinu, settur verði á fjármagnstekjuskattur, skatt- leysismörk eignaskatts verði hækkuð, skattaeftirlit verði stóreflt og tekið verði á skatt- svikum eins og hverju öðru fjár- svikamáli. Þá vill þingið að kveðið verði skýrar á í skatta- lögum um einkareikninga í bókhaldi fyrirtækja og spornað verði við því að einkaneysla verði skrifuð á fyrirtækin. Ábyrgðir verði lagðar fram vegna útgáfu VASK-númera og reiknað endurgjald einyrkja verði ekki lægra en meðallaun í viðkomandi starfsgrein. Opinberir starfsmenn vilja að persónuafsláttur veröi upp- reiknaður eftir lánskjaravísitölu frá árinu 1988 og að hann mið- ist framvegis við hana, tvískött- un lífeyrissjóðstekna verði af- numin tafarlaust, heimilt verði að fullnýta persónuafslátt maka og við útdeilingu á bótum s.s. barnabótaauka og vaxtabótum veröi miðað við nettótekjur, þ.e. tekjur eftir skatt. Þing BSRB krefst þess einnig að það komi skýrt fram í skattalög- um hver sé frádráttur vegna menntunarkostnaðar barna og hann verði hækkaður. Þá verði þeir þættir endurskoðaðir og af- numdir úr skattakerfinu sem valda mismunun á milli skatt- þegna, og unniö verði að því að lækka hlutfall í virðisaukaskatti og undanþágur afnumdar í áföngum. Þess í stað vill þingið að tekið verði upp endur- greiðslukerfi til þeirra sem ekki eiga að bera skattinn endan- lega. Tölvumynd af fyrirhugabri þjónustumibstöb í Sundahöfn. ^ Eimskip semur við Istak um byggingu þjónustu- miðstöbvar frystivöru Páll Sigurjónsson, framkvœmdastjóri ístaks (t.v.), og Hörbur Sigurgests- son, forstjóri Eimskips, vib undirritun verksamningsins. Undirritaður hefur verið verk- samningur milli Eimskipafé- lags íslands hf. og ístaks hf. um byggingu þrjú þúsund fer- metra þjónustumiðstöövar fyrir frystivöru á athafna- svæbi fyrirtækisins í Sunda- höfn. Gert er ráð fyrir aö byggingarframkvæmdir hefj- ist í þessum mánuði og verk- inu ljúki í lok maí á næsta ári. í þjónustumiðstöðinni verður ein fullkomnasta frystigeymsla hér á landi, samtals um 1.600 fermetrar. Þar verður komið fyr- ir færanlegum hillukerfum með geymslurými fyrir um 3.000 bretti. í miöstöðinni verður einnig 900 fermetra forrými þar sem aðstaða verður fyrir mót- töku vöru, hleðslu vöm í gáma og ýmiss konar umhleðslu og meðhöndlun á vörunni. Auk þess veröur um 450 fermetra stoðrými þar sem m.a. verður skrifstofu- og skoðunaraðstaða fyrir viðskiptavini, þar sem hægt verður að afþíða vöruna og taka úr henni sýni. Heildar- kostnaður við bygginguna og tækjabúnað er áætlaður um 300 milljónir króna. Bygging mið- stöðvarinnar er nokkuð flókin í útfærslu og kemur þar til útbún- aður eins og fjarstýrð færanleg hillukerfi, brettafæribönd, tölvustýrð frystikerfi, hurða- búnaður á geymslum og fleira. Vegna þessa var mikilvægt að fá samstarfsaðila sem byggt hafa slík mannvirki. ístak hefur í þessu skyni, með milligöngu Icecon, stofnað til samstarfs m.a. við finnska fyrirtækið Mor- us, sem hefur víðtæka reynslu af sambærilegum verkefnum er- lendis. Markmið Eimskips með þessari nýju byggingu er að koma til móts við þær þarfir sem mynd- ast hafa á seinni árum í kjölfar breytinga í veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða. Þannig hefur þörf fyrir geymslur aukist með tilkomu frystitogara, breyttrar pökkunar vörunnar og aukins innflutnings á hráefni til vinnslu. Einnig hefur sam- keppni í sölu sjávarafurða harðnað og kaupendur erlendis gera nú kröfur um tíðari afskip- anir og fjölbreyttari samsetn- ingu pantana. Islensk útflutn- ingsfyrirtæki þurfa því að geta brugðist hratt við og einn liður í því er uppbygging á þjónustu- miðstöð á endanlegum útskip- unarstað. Þar hefur seljandi greiðan aðgang að vörunni í gegnum öflugt upplýsingakerfi og hægt er að raöa saman pönt- unum með litlum fyrirvara. Öll meðhöndlun vörunnar verður innandyra, sem bætir alla vöru- meðferð til muna frá því sem verið hefur hér á landi til þessa. Áætlað er að þetta verkefni veiti á milli 40 til 50 manns at- vinnu fram á vor og er þá átt við innlenda starfsmenn hjá ístak og undirverktökum. Fyrir ístak hefur þetta í för með sér að upp- sagnir á nokkrum fjölda starfs- manna veröa dregnar til baka. ■ Bætt þjónusta og breytt- ur afgreiðslutími hjá Tryggingastofnun Nýr afgreiöslutími tekur gildi hjá Tryggingastofnun ríkisins nú um mánaðamótin. Trygg- ingastofnun verður opin frá kl. 8.05 til kl. 15.00 alla virka daga frá og meö 1. nóvember. A næstunni verður tekið í notkun nýtt tölvukerfi hjá stofnuninni, sem tengist Lífeyr- issjóði opinberra starfsmanna. Meö því fá viðskiptavinir ná- kvæmari upplýsingar á nýjum greiðsluseðlum um hvers kyns breytingar á lífeyrisgreiðslum. Afgreiðslutíminn var lengdur fyrr á árinu í tilraunaskyni. Reiknað er með að nýja tölvu- kerfið spari viðskiptavinum heimsóknir til Tryggingastofn- unar og er því horfið til fyrri af- greiðslutíma. Karl Steinar Guðnason, for- stjóri Tryggingastofnunar, sagö- ist vona aö viðskiptavinir tækju vel breyttum opnunartíma. „Veriö er að endurskipuleggja deildir Tryggingastofnunar með því að bæta þjónustu og upplýs- ingamiðlun til viðskiptavina. Einnig er unnið að hugsanleg- um flutningi stofnunarinnar, sem myndi gera okkur kleift að bæta þjónustuna enn frekar." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.