Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 1. nóvember 1994 S.þ.-libar og bílar sem skotnir voru sundur fyrir þeim: skammabir af bábum stríbsabilum. Afengis- og svínakjöts- bann í Bosníu gengur senn í garð þriðji stríðsveturinn í röð. Bo- sníumúslímar og Bosníu-Serbar leitast með sóknum og gagn- sóknum viö aö bæta stöðu sína áður en úrfelli, bæði rigning og snjókoma, gera hernaðarað- gerðir illmögulegar. Landslagið í Bosníu, fjöll og dalir hvar- vetna, veldur því að það er land einkar erfitt til sóknar, jafnvel þegar vel viðrar til stríös. Það er ein af helstu ástæöunum til þess að hernaðurinn þar hefur ekki verið mjög hreyfanlegur lengst af frá upphafi núverandi stríðs. Bosníska landslagið kom líka Tito að góðu haldi í heimsstyrj- öldinni síöari. Stríðið er eins og sakir standa einkum á milli múslíma og Serba. Bosníu-Króatar hafast þar lítt aö. Þótt svo eigi nú að heita aö þeir og múslímar séu saman í einu sambandsríki, er sumra mál að þaö ríki sé varla annað en nafniö. Um teljandi samstarf með herflokkum múslíma og Króata er ekki að ræöa. Forusta múslíma heldur því fram að herflokkar þeirra fái ekki einu sinni að fara inn á svæði á valdi Króata. Bætt staða múslíma Múslímar og Serbar berjast eink- um um Sarajevo og landræm- una, sem Serbar hafa á valdi sínu milli nyrstu svæða á valdi múslíma og landamæra Króa- tíu. Sú ræma er nú í fréttum kölluð „serbneska hliðið". Nái múslímar henni á sitt vald, yrði búið með samgöngur milli aust- ur- og vesturhluta landsins, sem em á valdi Serba. Það yrði mikiö áfall fyrir þá. Múslímar reyna að rjúfa umsátur Serba um Saraje- vo, en Serbar að viðhalda því umsátri. Fréttamenn segja að hvomgum veiti betur eða verr. Staða múslíma hefur samt styrkst undanfarið og kemur einkum tvennt til. Þrátt fyrir stirðleika og gagnkvæma tor- tryggni í samskiptum þeirra og Króata varð samkomulag þeirra um sambandsríki, sem undirrit- aö var í mars s.l., a.m.k. til þess að vegirnir frá höfnum við Adr- íahaf, á valdi Króata, til svæða múslíma opnuöust. Enda segja fréttamenn aö um áberandi vöruskort sé ekki að ræöa á svæðum múslíma, nema í Sarajevo. í annan stað er við- skiptabannið, sem Vesturlönd og Rússland knúðu Júgóslavíu Serba og Svartfellinga til að setja á Bosníu- Serba. Slobodan Mi- Er þriöji vetur Bo- sníustríös gengur í garö, viröast horf- ur á friöi meö múslímum og Serbum litlu eöa engu meiri en ver- iö hefur, og bróö- erni Króata og múslíma er flátt mjög BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON losevic, forseti Serbíu, sem lengi var af Vesturlöndum sakaöur um að vera „vondi maöurinn" í júgóslavneska harmleiknum og potturinn og pannan bak við aðgeröir Bosníu-Serba, virðist í raun hafa hætt að mestu stuðn- ingi við þá. Radovan Karadzic, leiðtogi þeirra, kvartar nú yfir því aö Bosníu-Serbar fái ekki einu sinni lengur að tala máli sínu í fjölmiðlum í Serbíu. Trúrækni á uppleið Jafnframt fer trúrækni vaxandi með Bosníumúslímum, og hafa vestræn blöb eins og franska Le Monde og bandaríska New York Times meðal annarra fjölmiðla vakib athygli á því. „Virkir" múslímar eru farnir ab and- mæla hjónaböndum múslíma og kristinna, sem voru orðin al- Mabur á flótta undan skothríb: fáir búast vib stríbslokum í bráb. geng þarlendis, sérstaklega í Sarajevo, fyrir stríð. Bosnísk- múslímskir trúarleiðtogar hafa og bannað sínu fólki að brugga og drekka áfengi og borða svína- kjöt. Miðað við kringumstæður þarlendis, eins og þær hafa und- anfarið verið, er hætt við að svínakjötsbannið komi sér mið- ur vel fyrir marga. En svínakjöt hvarf úr verslunum í Sarajevo svo hundruðum kílóa skipti jafnskjótt og bannið hafði verið kunngert. Bosnískmúslímskum útvarpsmanni, sem gerði grín að bruggbanninu í útvarpinu, var umsvifalaust vikið úr starfi. Þessi vaxandi guðrækni hefur valdið misklíð í forustu Bosníu- múslíma. Forsætisráðherra þeirra, Haris Silajdzic, hefur op- inberlega mótmælt valdboðstil- hneigingum af strangtrúartagi. Hann er sagöur hafa áhyggjur af að þesskonar muni spilla fyrir Bosníumúslímum á Vesturlönd- um. Alija Izetbegovic, aðalleið- togi Bosníumúslíma, er hins- vegar sagður hlynntur vaxandi trúrækni meöal þeirra, m.a. af því tagi er hér um ræðir. Á valdatíð kommúnista sat hann um hríð í fangelsi fyrir mál- flutning í anda íslams. Sjálfbobalibar, Pakistanar Umræddar strangtrúartilhneig- ingar meðal múslíma eru ekki til þess fallnar að tryggja sam- stöðu þeirra og Króata né auka líkur á friöi milli þeirra fyrr- nefndu og Serba. Sama er aö segja um sjálfboðaliða frá íslam- slöndum, sem eru allmargir í liði Bosníumúslíma. Bosníu- Króatar tortryggja einnig í þessu samhengi hermenn frá íslam- slöndum í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna þarlendis. Nýlega sak- aði forusta Bosníu-Króata pak- istanska hermenn, sem eru á vegum S.þ. suður af Tuzla (í norðausturhluta landsins), um að ganga erinda Bosníumúsl- íma. Enn sjást engar líkur á því að Bosníu-Serbar fallist á síöustu tillögu Vesturlanda og Rúss- lands um skiptingu landsins. Helst vilja þeir aö líkindum sameiningu við „nýju" Júgó- slavíu, þar næst sjálfstæði. Um- heimurinn segist hvorugt geta samþykkt. Rússland er hinsveg- ar meðmælt því að Júgóslavía og Bosníu- Serbar myndi meö sér einskonar ríkjasamband, hliöstætt sambandi því sem til stendur aö komið verði á meö Króatíu og bosnísku sambands- ríki múslíma og Króata. Sagt er að Frakkland muni ekki vera frá- hverft slíkri lausn og jafnvel aö ekki sé útilokað að Bandaríkin fáist til stuðnings við hana. Eitt eru stríðsaðilar a.m.k. þeg- ar sammála um og það er aö gæsluliö S.þ. sé ekki til mikilla þrifa í landinu. Karadzic og hans menn segja að liö þetta sé Bosníu-Serbum alfarið til ógagns; væri það ekki væru þeir fyrir löngu búnir að vinna stríð- ið. Izetbegovic lætur ekki af ásökunum í garð ýmissa S.þ.- forkólfa þarlendis, einna helst Michael Rose hershöföingja og Yasushi Akashi, fulltrúa fram- kvæmdastjóra S.þ., þess efnis að J)eir dragi taum Bosníu-Serba. Hvað sem líður bollalegging- um um sambandsríki og ríkja- sambönd, viröast fáir búast við stríðslokum í Bosníu í bráð. Friðvænlegustu fréttirnar, sem þaðan hafa borist upp á síðkast- ið, eru líklega þær að bæði gæsluliðar S.þ. og vestrænir fréttamenn fullyrða aö bardagar þar um þessar mundir séu hvergi nærri eins harðir og blóðugir og stríösaðilar halda fram. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.