Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 9
Þri&judagur 1. nóvember 1994 mtumu 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Ný hryllingsskýrsla um mengun og um- hverfisspjöll Hún er ófögur álitsgeröin sem ný umhverfismálastofnun ESB birti í Kaupmannahöfn í gær. Þar kem- ur fram að milljónir Evrópubúa andi að sér lofti og neyti vatns sem uppfyllir ekki kröfur um al- þjóðlega heilbrigðisstaðla og fjöl- margir eigi þaö yfir höfði sér aö sýkjast af húðkrabbameini þar sem ózonlagið sé sífellt að þynn- ast. Helstu atriði álitsgerðarinnar eru þessi: r - Ózon-lagið yfir Evrópu hefur rýrnað um 6-7% sl. tíu ár. - Líklegt er að árið 2030 hafi tvær milljónir manna látið lífið af völdum húðkrabbameins sem stafar af aukinni útfjólublárri B- geislun, en jafnvel þótt alþjóða- sáttmálar um aðgerðir til að varð- veita ózonlagið séu haldnir munu enn líða um 70 ár þangað til þynningu þess linnir. - í flestum stórborgum Evrópu gýs loftmengun upp fyrir leyfileg mörk skv. stöðlum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar a.m.k. einu sinni á ári. - Nítröt og önnur eiturefni í grunnvatni eru yfir mörkum ESB víðast hvar á meginlandi Evrópu. - Skógar sem áður þöktu 80-90% af Evrópu þekja nú aöeins 33% lands. Allt að 54% skóga í Tékk- landi hafa að líkindum spillst svo að þeir eiga sér ekki viðreisnar von. - Þriðjungur og jafnvel helming- ur alls fiskjar, skriðdýra, spendýra og dýra sem lifa jafnt á láði sem legi em nú í útrýmingarhættu. - Stóraukin hætta er af eitur- mengun frá iðnaöarúrgangi. Yfir 55 þúsund hættulegir sorphaugar með slíkum úrgangi hafa verið skráðir í aðeins sex löndum Evr- ópu. ■ Of gömul til ab giftast að dómi ættingjanna Æstir borgarar ollu umferöar- öngþveiti er efnt var til mót- mælaaðgerða á aöalgötunni í bænum Zafferana á Sikley í gær. Geöshræringunni olli brúðkaup Salvatores og Mariu Catena, sem bæði eru 83ja ára aö aldri og voru að ganga í heilagt hjónaband. Mótmælendur telja að blessuð gömlu hjónin séu orðin of gömul til að ganga í hnapphelduna á ný, en bæði hafa veriö gift áður og misst maka sína. Ættingjar brúðhjón- anna eru mótfallnir ráðahagn- um, ekki síst afkomendur brúð- arinnar en ekkert sjö barna hennar lét sjá sig við vígsluna. „Eitt er víst," segir Salvatore Ca- tena í viðtali við blaöið La Repu- blica, „við María eru dauðást- fangin." í ávarpi sem hann hélt í brúðkaupsveislunni, þar sem bekkurinn mun ekki hafa verið þéttsetinn, sagði hann að ónáð fjölskyldunnar væri það eina sem skyggöi á hamingju þeirra. SÞ í Kaupmannahöfn: 10 þúsund koma saman til ab ræða um fátækt Ekkja djáknans Shamils Wadia grœtur sáran þar sem hún heldur mynd af honum á lofti viö útför hans sem gerö var í Bagdad í gœr. Djákninn lét lífiö ásamt þremur öörum mönnum þegar sprengja sprakk í gámi meö barnamat fyrir utan kaþólska kirkju í borginni sl. sunnudag. HROSSA- RÆKTIN 1993 Reuter Hrossarœktin 1993 er komin út Fœst hjá Búnaðarfélagi íslands, síma 91-630300, búnaðarsam- böndum um land allt og í helstu hestavöruverslunum. Verð kr. 2.500 til áskrifenda og kr. 3.400 í lausasölu, að viðbœttu burðargjaldi. Búnaðarfélag íslands Kaupmannahöfn - Reuter Borís Jeltsín og Francois Mitter- and verða í hópi 65 þjóðarleib- toga sem koma saman á fundi í VINNIN LAUGA ©( (5 3STÖLUR RDAGINN 29. október 2?)(25) (6^ i)® tD VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 af 5 0 1.892.308 2. piús5 Cf 82.011 3. 4 af 5 68 8.321 4. 3af 5 2.585 510 Heildarvinningsupphæö: 4.104.530 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Kaupmannahöfn snemma í mars á næsta ári. Leiðtogafund- urinn er haldinn í tengslum við félagsmálaráöstefnu Sameinuðu þjóðanna sem efnt er til með þátttöku um 10 þúsund fulltrúa frá 187 þjóðlöndum. Þessari rábstefnu Sameinuöu þjóðanna er ætlað ab leggja fram áætlun um að auka at- vinnu, draga úr fátækt og efla félagslegt öryggi í þeirri veröld sem við tók eftir daga kalda stríðsins, eins og það er oröaö. Danski þróunarmálaráðherr- ann, Poul Nielsen, vildi ekki staðfesta á fréttamannafundi í gær hvort Bill Clinton kæmi til leiðtogafundarins, en sagði að megintilgangur fundarins væri að efna til hreinskilinna skoð- anaskipta með fulltrúum ibn- ríkjanna og ríkjum þriðja heimsins. Hjá SÞ er talið að meira en milljarbur manna búi nú við ör- birgö og þar af svelti um helm- ingurinn heilu eða hálfu hungri. ■ fimmtudaginn 3. nóvember, kl. 20.00 og laugardaginn 5. november, kl. 14.30 Hljómsveitarstjóri: Everett Lee Listrœnn stjórnandi: Wayne Sanders Hinn óviðjafnanlegi bandaríski söngflokkur Opera Ebony samanstendur af negrasöngvurum og sérhœfir sig íflutningi negrasálma og tónlistar. simi 622255

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.