Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 10
10 Þribjudagur í. nóvember 1994 KRISTJAN GRIMSSON IÞRO' Minna um meiösli í knattspyrnunni í sumar en áöur. Árni Árnason sjúkraþjálfari: Fyrirbyggjandi aðgerðir lofa góðu um minni meiðsli „Algengustu meiðslin, sem ég meöhöndlaði í sumar, voru ökklatognanir og vöðvatognanir og þá gjarnan aftan í læri. Þessi meiösli koma frekar í leikjum heldur en á æfingum, enda meiri Noröurlandamótiö í karate: Eitt silfur og tvö brons — og sigur varwst gegn Finn- um í sveitakeppninni Norðurlandamótið í karate fór fram í Laugardalshöll um helg- ina og stóðu íslendingar sig all- vel. Halldór Svavarsson náði í silfurverðlaun í -67kg flokki eft- ir að hafa keppt við Sten Rönn- ing frá Noregi í úrslitum, en varð að lúta í lægra haldi, enda Sten einn fremsti karatemaður Evrópu í þiessum flokki. Ás- mundur Isak Jónsson fékk bronsverðlaun í opnum flokki kata og Karl Viggó Vigfússon vann einnig til bronsverðlauna, í -75kg flokki. Finnar sigruðu í sveitakeppn- inni í karlaflokki, en eina þjóð- in sem lagði þá að velli voru ís- lendingar, sem höfnuðu svo loks í 4. sæti. ■ Breibablik í stað UBK „Þaö, sem við vorum aö breyta, var merki félagsins þar sem skammstöfunin UBK var tekin út og sett sjálft nafniö Breiða- blik í staðinn, en fyrir þessu liggur gömul samþykkt. Við höfum lagt áherslu á það á und- anförnum árum að nafnið Breiðablik væri notaö í staöinn fyrir skammstöfunina, vegna þess að þaö skilst betur og okk- ur finnst eins og margir viti ekki hvaö UBK þýðir í raun. Eft- ir sem áður verðum viö ung- mennafélag," sagöi Logi Krist- jánsson, formaður Breiðabliks. Molar... ... Reggiana rak þjálfarann, Pippo Marchioro, í gær eftir slakt gengi liðsins í ítalska boltanum. Enzo Ferrari tekur viö liðinu og bíður hans erfitt verkefni, þar sem Reggiana er á botninum með eitt stig. ... Diego Maradona bíður enn eftir að liðið sem hann þjálfar í Argentínu, Deportivo Mandiyu, vinni sigur í deildar- keppninni, en liðið hefur gert fjögur jafntefli og tapað ein- um leik síðan Maradona tók við. ... Pete Sampras frá Banda- ríkjunum hefur unniö til rúmra 140 miljóna fslenskra króna í verðlaunafé á tennis- mótum það sem af árinu. harka, meiri hraði og hreinlega meira álag í leikjunum. Ástæð- urnar fyrir ökklatognunum og liðbandatognunum eru yfirleitt tæklingar. Oft fæ ég til mín sömu leikmennina, sem eru að togna aftur og aftur á ökklanum, og þá virðist oft vanta á að það sé sinnt fullnægjandi fyrirbyggjandi að- gerðum, því það er jú hægt að koma í veg fyrir mörg þessara meiösla með réttum aðferðum. Hvað varðar vöðvatognanir, þá skiptir þjálfun þar miklu máli, því mörg af þessum meiðslum er hægt að sjá fyrir. Ef viðkomandi leikmaður er skoöaður nákvæm- lega með tilliti til þess, þá er hægt að setja hann á einstaklings- bundnar fyrirbyggjandi aðgerð- ir," segir Árni Árnason, sjúkra- þjálfari í Gáskanum, en hann hef- ur unniö mikið með knattspyrnu- mönnum gegnum tíðina með þeirra meiðsli og er m.a. sjúkra- þjálfari hjá Val. „í fyrravetur prófuöum við leik- menn einstaklingsbundið með hliðsjón af áhættuþáttum fyrir meiðsli. Þá fékk hver og einn leik- Knattspyrna: Dómurum í 1. deild karla fækkað um tvo Dómaranefnd KSÍ sendi frá sér í gær lista yfir þá dómara sem dæma í 1. deild karla í knatt- spyrnu á næsta keppnistímabili. Eins og komið hehir fram í Tím- anum, þá hefur það verið í bí- gerð að fækka dómurum um tvo og var það gert. Gunnar Ingvarsson er hættur vegna „aldurs", en mörkin eru 50 ár. Þá baðst Ari Þórðarson undan því að dæma í 1. deild og var Haraldur Ingólfsson gerbi sigur- mark íslands. Meistararnir fengu Selfoss Dregið var í bikarkeppnunum í 16 liöa úrslitum í karla- og kvennaflokki í handboltanum um helgina, en keppnin er nú kennd við Umferðarráð. Bikar- meistarar FH-inga í karlaflokki fá erfiöan leik, en þeir leika gegn Selfossi á útivelli. Valur spilar líka á útivelli gegn Aftureldingu og Víkingar fara í ljónagryfjuna á Akureyri og spila við KÁ. Aörir leikir í karlaflokki eru: Grótta- Fram, UBK-ÍBV, Valur b- KR, Stjarnan-HK og Haukar-ÍH. í kvennaflokki fær ÍBV bikarmeist- ara Víkings í heimsókn, en þessi liö léku til úrslita í fyrra. Áðrir leikir eru: Fylkir-Ármann, Valur b- Fram og FH-Stjarnan. Valur, KR, ÍBA og Haukar sitja hjá. Allir leikirnir eiga að fara fram 26. nóvember. ■ gengist við þeim óskum hans, en hann mun samt dæma í neðri deildunum. Þeir dómarar, sem dæma þá í 1. deild að ári, eru eftirtaldir: Gylfi Orrason, Guðmundur Stefán Maríasson, Bragi Bergmann, Eyjólfur Ólafs- son, Egill Már Markússon, Ólaf- ur Ragnarsson, Sæmundur Víg- lundsson, Kristinn Jakobsson, Jón Sigurjónsson og Gísli Guð- mundsson. Þá tilnefndi dóm- aranefndin FIFA-dómara og línuverði og er þar engin breyt- ing á frá því í sumar, en FIFA veröur á eftir að samþykkja list- ann. FIFA-dómarar eru: Gylfi, Guðmundur Stefán, Eyjólfur og Bragi, en FIFA-línuverðir eru: Sæmundur, Gísli Björgvinsson, Ólafur, Pjetur Sigurðsson, Ari Þórðarson, Egill Már og Kári Gunnlaugsson. íslenskur sigur íslenska A-landsliðið í karlaflokki sigraði Kuwaita 1-0 í vináttuleik í knattspyrnu sem fór fram í Sam- einuöu arabísku furstadæmun- um. Mark íslands gerði Haraldur Ingólfsson á 20. mínútu með skoti úr vítateignum eftir ágætt samspil viö Helga Sigurðsson. ís- lenska liðið átti allt fínan dag og var sigurinn fyllilega verðskuld- aður, en 30 stiga hiti var á meðan leikurinn fór fram og fengu allir leikmenn liðsins að spreyta sig við frábærar aðstæður. íslenska landsliðið heldur nú til Englands, þar sem það verður í æfingabúð- um til 7. nóvember, en leikið verður gegn Sviss í Evrópukeppn- inni þann 16. nóvember ytra. Alþjóöa Reykjavíkurmótiö í handbolta: Sterkasta mót til þessa hér á landi Á morgun hefst alþjóða Reykja- víkurmótiö í handbolta og er óhætt að fullyrða aö aldrei áður hefur eins sterkt mót far:ð fram hér á landi í nokkurri bolta- grein. Sjö erlend lið mæta til leiks auk íslendinga og verður leikið í tveimur riölum. Mótiö er ekki aðeins hugsað sem und- irbúningur sjálfs landsliðsins okkar, heldur er þetta líka gób æfing fyrir mótshaldara HM á næsta ári. íslendingar hefja leik á morgun gegn ítölum og hefst leikurinn kl. 20.30 í Höllinni. Á fimmtudag spilar ísland við Dani í Kópavogi í nýju íþrótta- húsi Breiðabliks klukkan 20.30 og á föstudag verður leikið gegn Spánverjum í Kaplakrika á sama tíma. Á laugardag er síðan leikið um sæti. í hinum riðlunum eru Svíar, Frakkar, Norðmenn og Svisslendingar. Það er ástæða til ab hvetja áhorfendur til ab júlíus Jónasson verbur í eldlínunni meb íslenska libinu. mæta, enda sannkölluð veisla á ferðinni fyrir handboltaáhuga- menn. Leikir íslands verða sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV. ■ maöur svokallað forvarnarpró- gramm meb tilliti til þeirra galla sem við fundum, og þó endanleg- ar niburstöður séu ekki alveg til- búnar, þá lofa fyrstu tölur góbu á þann veg ab minna sé um meiðsli en áður, þó svolítill munur sé á milli liba." Árni segir þjálfara vera mikið ab vakna til vitundar um þennan þátt í þjálfuninni, spyrjast mikið fyrir og eru mjög áhugasamir. „Þjálfararnir em að átta sig á því ab þab er hægt að gera óskaplega mikið áður en meibslin verða. Ef leikmenn eru skoðaðir á undir- búningstímabilinu, þá má finna marga veikleika sem hugsanlega geta leitt til meibsla seinna meir," sagði Árni. ■ Urslit Körfuknattleikur — Úrvalsdeildin Snæfell-ÍR....91-102 (43-48) Þór-Keflavík ...108-112(44-51) Njarðvík-Valur .102-65 (48-31) Tindast.-Skallagr. 64-73 (30-36) H^ukar-KR.....86-103 (42-48) Akran.-Grindav.. 81-98 (35-51) Staðan A-riðili Njarðvík ..109 1 937-748 18 Þór ......10 5 5 877-856 10 Skallagr. ..10 4 6 752-783 8 Akranes ...10 4 6 841-880 8 Haukar.... 10 4 6 797-841 8 Snæfell ....100 10 718-1057 0 B-riðill Grindavík .10 8 2 1019-840 16 Keflavík....10 8 2 1058-920 16 KR .......10 7 3 869-806 14 ÍR .......10 6 4 843-832 12 Valur......10 3 7 795-905 6 Tindast....10 2 8 796-834 4 Næstu leikir 3. nóvember: Skallagrímur-Snæfell, Grinda- vík-Haukar, Valur-Snæfell, Keflavík- Njarövík, Tindastóll- Þór, ÍR-ÍA. Handknattleikur — 1. deild kvenna Víkingur-Stjarnan 18-24 (7-10) Fram-FH ..........24-29 (14-9) Fylkir-ÍBV........21-25 (8-11) Valur-KR...........17-22 (6-7) Staban eftir 6 umferbir: Stjarnan 12, Fram 10, KR 9, Vík- ingur 8, ÍBV 6, FH 5, Ármann 3, Haukar 3, Fylkir 1 og Valur 1. Blak 1. deild karla Þróttur N-ÍS ..............0-3 (8-1, 13-15, 13-15) HK-Þróttur R...............3-2 (7-15, 8-15, 15-7, 15-9, 15-11) Stjarnan-KA ...............2-3 (15-17, 11-15, 15-10, 15-4, 13- 15) Staban Þróttur R.......5 4 1 14-6 14 KA..............5 4 1 14-9 14 HK..............54 1 13-7 13 Stjarnan ........5 2 3 9-9 9 ÍS..............5 1 4 7-12 7 ÞrótturN........505 2-15 2 1. deild kvenna Þróttur N-ÍS .............1-3 (9-15, 15-7, 9-15, 8-15) HK-Víkingur ..............1-3 (10-15, 5-11, 15-9, 7-15) Staban Víkingur ........4 4 0 12-1 12 KA ..............4 3 1 9-7 9 ÍS...............4 2 2 7-7 7 HK................3 12 4-7 4 Þróttur N........4 0 4 4-12 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.