Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 3
Þribjudagur 1. nóvember 1994 fiwlBiiiixiingiBmTl w 3 Drœm þátttaka í prófkjöri sjálfstœöismanna í Reykjavík: Úrslitin eru ekki bind- andi fyrir kjömefndina Forysta Sjálfstæöisflokksins er mjög óhress meö prófkjöriö í Reykjavík um helgina. Kjörsókn var svo dræm að niðurstöðurn- ar ná því ekki að vera bindandi fyrir kjörnefnd, en það hefur ekki komið fyrir áður. Aðeins 48.6% greiddu atkvæði en í prófkjörinu fyrir síðustu alþing- iskosningar var kjörsóknin rúm 70%. Ekki vekur síður athygli að formaður flokksins og forsætis- ráðherra fær nú atkvæbi aðeins þriöjungs flokksbundinna sjálf- stæðismanna í Reykjavík í fyrsta sætið. Tíminn hefur heimildir fyrir því að þrátt fyrir kokhreysti í fjölmiðlum og yfirlýsta ánægju með glæsilegan árangur í glæsilegu prófkjöri sé uggur í mönnum vegna framhaldsins. Miklar vangaveltur eru um or- sakir þess að sjálfstæðismenn hafi hunsað prófkjörið í stórum stíl, en þær skýringar munu þó efst á baugi ab fjöldi sjálfstæðis- manna í Reykjavík sé ósáttur við stefnu flokksforystunnar í ESB-málum og margir eigi bágt með ab sætta sig við slælega frammistööu hennar í kjör- dæmamálinu. Núverandi þingmenn flokks- ins, þeir sjö sem voru í fram- boði, röðuðu sér svo í sjö efstu sætin: Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Sólveig Péturs- dóttir, Lára Margrét Ragnars- dóttir og Guðmundur Hall- varðsson. í áttunda sæti varö Pétur H. Blöndal sem er eina endurnýjunin á listanum, ef frá eru talin Katrín Fjeldsted og Markús Örn Antonsson sem urðu í níunda og tíunda sæti. Bæði luku ferli sínum í borgar- stjórn Reykjavíkur meö snubb- óttum hætti fyrr á árinu en ætl- uðu sér nú stóran hlut á lista til Alþingis. Auk Evrópumála og atkvæða- vægis, sem mun vera einskonar trúaratriði hjá mörgum sjálf- Könnun Dagvistar barna í Reykjavík: Mest þörf fyrir heilsdagsvistun Könnun Dagvistar barna í Reykjavík á óskum foreldra um dagvistarpláss fyrir börn þeirra leiddi í ljós að mest þörf er fyrir heilsdagsvistun, þ.e. 8-9 stundir daglega. Könnunin var send til alls 7898 foreldra sem eiga samtals 8913 börn á þessum aldri. Svör bárust frá 3193 sem er 36% svörun. Tæp- lega 30% foreldra sem eiga.börn í leikskóla svöruöu og um 45% þeirra sem eiga ekki börn í leik- skóla. Árni Þór Sigurðsson, for- maður Dagvistar barna, segist telja ab könnunin gefi góba vís- bendingu um þörfina þar sem lík- legt sé ab þeir sem óski eftir breyt- ingum, þ.e. lengri dvalartíma eða nývistun, svari betur en þeir sem eru ánægbir meb vistunina eða óski ekki eftir vistun. Af þeim foreldrum sem eiga börn í leikskóla óska 635 eftir lengri dvöi, flestir vistun í 8-9 stundir. Óskir þessara foreldra samsvara um 10 leikskóladeildum en áætl- að er að raunveruleg þörf sam- svari 11-12 deildum. Um þribj- ungur foreldra sem eiga ekki börn í leikskóla óska eftir heilsdagsvist- un en abrir eftir vistun í 4-6 tíma. Óskir þeirra samsvara um 55 leik- skóladeildum. Nokkur hluti þeirra foreldra sem svörubu könnuninni óskuðu eftir dagvistarplássi við ákveðinn ald- ur barnsins, flestir við 2ja ára ald- ur. Þegar allt þetta er tekið saman er niðurstaban, eins og áður segir, að þörfin samsvari um 60-66 leik- skólum og er taliö að hærri talan sé líklega nær lagi. stæðismönnum í Reykjavík, er enn eitt sem heimildarmenn Tímans telja að hafi vegið þungt varðandi daufar undirtektir en það er lítið úrval af alvörufram- bjóðendum, eins og það er orð- að. „Það þarf engan að undra þótt hæft fólk sé tregt aö gefa kost á sér í keppni þar sem ströng fyrirmæli eru gefin varð- andi úrslit," segir ónefndur sjálfstæbismaður, „en það hefur verið einskonar heilög skylda að setja formanninn í fyrsta sæti og fæstir hafa gert athugasemd- ir við þetta. En nú er þessi pönt- unarstarfsemi bara komin út í öfgar. Það er ekki nóg með að fyrsta sætið sé frátekið heldur er er annað sætið frátekið fyrir varaformanninn og svo gerir sá sem var í þriðja sæti síðast kröfu til að halda því áfram. Þessir menn líta svo á að þeir eigi þingsætin og það er þetta sem rúm 60% flokksbundinna sjálf- stæðismanna eru að mótmæla þegar þeir „stræka" t.d. á að setja formanninn í fyrsta sæti. Auðir og ógildir seblar tala líka sínu máli en þeir voru á fimmta hundrað í kosningu þar sem rúmlega sjö þúsund tóku þátt." ■ Birgitta Spur stendur hér vib „Skrúfu" Sigurjóns Ólafssonar. Leiöbein- ingar séu á ís- lensku Framkvæmdastjórn átaksins „Öryggi barna - okkar ábyrgð" fagnar ákvæði í nýlegri reglu- gerð um öryggi leikfanga og hættulegar eftirlíkingar, þar sem segir að aliar varúðarmerk- ingar skuli vera á íslensku. Um leið minnir stjórnin á mik- ilvægi þess að notkunarleið- beiningar með barnavörum og leikföngum séu á íslensku, enda megi rekja flest slys — þar sem öryggisbúnaður eða sérvörur koma við sögu — til rangrar notkunar og/eða lélegs viðhalds búnaðarins. ■ Skrúfan af- hjúpuö á lóð listasafns Stytta eftir Sigurjón Ólafsson, Skrúfan, var afhjúpuð á lóö safnsins á Laugarnesi vib há- tíölega athöfn föstudaginn 21. október sl., en þab er afmælis- dagur listamannsins og vígsludagur safnsins. Skrúfuna vann Sigurjón í stein- steypu árið 1968 og er hún eitt lykilverka listamannsins í vinnu hans ab íslandsmerki, minnis- merki um stofnun lýðveldis. Var minnismerkið reist á Haga- torgi árib 1977. Fjöldi gesta var við athöfnina, sem hófst með ávarpi Birgittu Spur, forstöðumanns safnsins. Færbi hún Erlingi Jónssyni myndhöggvara sérstakar þakkir fyrir að endurskapa listaverkið í varanlegt efni. Því næst söng Signý Sæmundsdóttir íslensk lög við undirleik Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur og Baldvin Hall- dórsson las ljóð sem ort hafa verib við verk Sigurjóns. For- maður menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Guðrún Jónsdóttir, afhjúpaði Skrúfuna og minntist í ræðu sinni á tengsl Sigurjóns og list hans við menningarlandslagið Laugar- nes. Ab lokum voru gestum boðnar veitingar í kaffistofu safnsins. ■ Rannsókn á algengi þvagleka meöal kvenna sýnir aö hann er gífurlega algengur: Falið vandamál yfir 50% kvenna Niburstaba könnunar sem fram- kvæmd var í Öxarfjarbarhérabi á síbasta ári bendir til ab meira en helmingur íslenskra kvenna eldri en 20 ára þjáist af þvag- leka. Fyntu niburstöbur meb- ferðartilraunar benda til ab hægt sé ab vinna bug á þessum vanda meb einfaldri mebferb á heilsugæslustöb. Könnunin var framkvæmd af starfsfólki Heilsugæslustöðvarinn- ar á Kópaskeri. Niburstöður fyrri hluta könnunarinnar voru kynnt- ar á 2. vísindaþingi Félags ís- lenskra heimilislaekna sem haldib var á Egilsstöðum um síöustu helgi. Tilgangur könnunarinnar var annars vegar að kanna algengi þvagleka og áhrif hans á daglegt líf kvenna og hins vegar hvort hægt væri aö bæta ástandiö meb tiltölu- lega einföldum aðferbum á heilsu- gæslustöö. Sendur var spurninga- listi til allra kvenna í Öxafjarðar- héraöi, eldri en 20 ára, sem bjuggu á einkaheimilum. Alls vor'u kon- urnar 131 og svör bárust frá 112 þeirra sem er 85% svörun. Niöurstaðan var sú að 63 konur, eða 56% af heildinni, væru með þvagleka. Af þeim voru 32, eða 29%, með talsverð eöa mikil ein- kenni. Ekki fannst samband á milli aldurs og þvagleka en sterkt samband vib fjölda fæöinga. Þannig átti engin barnlaus kona í hópnum við þetta vandamál ab stríöa en yfir helmingur þeirra sem höfbu átt börn. Af þeim sem áttu 4 börn eba fleiri voru um 75% með þvagleka. 23 konur (20%) sögöu þvagleka há sér í daglegu lífi. Seinni hluti könnunarinnar fólst í því að konum með væg einkenni þvagleka voru sendar skriflegar leiðbeiningar um grindarbotnsæf- ingar og konum meö talsverð eöa mikil einkenni var boöið vibtal og skoðun til nánara mats. í fram- haldi af því fengu 9 konur ýmsa meöferö svo sem hormóna eöa sýklalyf og öllum var boðin þátt- taka í æfingahópum undir leið- sögn sjúkraþjálfara og ljósmóður. í ágúst á þessu ári var síðan send- ur nýr spurningalisti til allra sem höfðu þvagleka samkvæmt fyrri spurningalista. Sigurður Halldórs- son, læknir á heilsugæslustööinni á Kópaskeri, segir aö úrvinnslu á niðurstööum síðari hluta könnun- arinnar sé ekki aö fuliu lokið en svo virðist sem grindarbotnsæf- ingar í hópum skili verulegum ár- angri. Árangur þeirra sem fengu sendar leiöbeiningar sé hins vegar ekki nærri eins góður. „Þær sem eru í hópum fá stuðning hver af annarri og þeim er líka kennt að gera æfingarnar rétt. Fjöldi þeirra sem taldi þvagleka vera vandamál sem háði þeim minnkaði umtals- vert eftir meðferðina," segir Sig- uröur. Sigurður segist ekki hafa neina ástæðu til aö að ætla aö þvagleki sé algengara vandamál í Öxarfjaröar- héraði en annars staöar á landinu og því megi líklega yfirfæra niöur- stöðurnar á allt landiö. „Það kom vel í ljós aö þetta er falið vandamál því aðeins örfáar af konunum höfðu áöur rætt þennan vanda við sinn lækni. Að mínu mati sýnir niöurstaðan okkur að þarna er á ferðinni vandamál sem er ekki ástæða til ab þegja yfir, því það er hægt aö vinna bug á því á tiltölu- lega einfaldan hátt." I niðurstöðunum kemur fram að abeins helmingur kvennanna taldi sig hafa fengið einhverjar upplýs- ingar um æfingar og af þeim kunnu aðeins örfáar ab gera þær rétt og gerðu reglulega. „Vegna tengsla við fjölda fæöinga eru ljós- mæöur í lykilaðstöðu til aö taka á þessu vandamáli. Eitt af því sem má læra af könnuninni er að starfsfólk kvenna- og fæöingar- deilda má ef til vill vanda sig meira viö upplýsingagjöf," segir Sigurður. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.