Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 6
6 Þribjudagur 1. nóvember 1994 Finnur Ingólfsson: Margsköttun lífeyris afnumin Þegar staögreiösla skatta var tekin upp og persónuafsláttur ákveö- inn, var gert ráö fyrir í persónuaf- slættinum að inn- og útgreiðslur í lífeyrissjóö yröu skattlagðar. Fram til ársins 1979 var heimilt aö draga iðgjald aö hámarki 10% af þeim launum, sem almennt eru til viðmiðunar lífeyrisgreiöslum, frá tekjum og gilti þetta jafnt um launagreiðanda og launþega. Frá og meö árinu 1979 var þetta há- mark frádráttar fært í 11%, en jafnframt kom þá til sögunnar fastur 10% frádráttur, sem gat komið í staö iðgjaldsfrádráttar hjá launþegum og vaxtafrádráttur. Margsköttun Meb tilkomu staögreiöslukerfis- ins áriö 1988 var þessi frádráttar- heimild felld niöur að fullu hjá launþegum, en launagreibendum var áfram heimilt að draga ið- gjaldagreibslur vegna launþegans frá tekjum sínum. Sjálfstæðir at- VETTVANCUR vinnurekendur, sem skylt er að vera í lífeyrissjóði, eiga hins vegar engan frádrátt á sínar iðgjalda- greiðslur og þurfa því að greiða skatt af öllum 10%, þ.e. bæði þeim 4% hluta sem launþegum er almennt gert að greiða og þeim 6% hluta sem launagreiöendum er gert að greiða. Þrátt fyrir að ið- gjaldagreibslur launþega í lífeyris- sjóbi séu ekki frádráttarbærar, eru þær skattskyldar þegar þær greið- ast út sem lífeyrir. Þar er því um tvísköttun að ræða af þeim 4% hluta ibgjaldsins, sem greiddur er af launþegum. Sjálfstæður at- vinnurekandi verbur hins vegar, eins og fyrr segir, að greiða allt ið- gjaldið sjálfur án nokkurs frá- dráttar og er hann því tvískatt- lagður af öllu 10% iðgjaldinu. En það eru fleiri þættir sem líta þarf til en tvísköttun, því greibslur úr lífeyrissjóði geta skert bætur al- mannatrygginga. í raun getur því stundum verib um margsköttun að ræða. Mismunun sparnaö- arforma Við samanburð á greibslum í líf- eyrissjóði og öðmm sparnaðar- formum kemur í ljós að mun hag- stæðara er ab fjárfesta í almenn- um sparnaði, því vaxtatekjur eru skattfrjálsar hjá einstaklingum, en þeir vextir sem fást endur- greiddir í formi lífeyris eru skatt- skyldir ab fullu. Ef tekið er dæmi um sjálfstæðan atvinnurekanda, þá er mun hagstæðara fyrir hann ab fjárfesta í spariskírteinum ríkis- sjóðs og tryggja sér þannig lífeyri heldur en að greiða í séreignasjóð, því í fyrra tilvikinu greiðir hann engan skatt af andvirði bréfanna og verður því ekki fyrir neinni tekjuskerðingu þegar hann leysir þau út. í flestum löndum Evrópu eru ið- gjöld, sem greidd eru vegna lífeyr- is, frádráttarbær frá tekjum til skatts, óháð því hvort það er launþeginn eða launagreiðand- inn sem greibir iðgjöldin, og oft er um það að ræða aö tiltekið há- mark iðgjalda sé frádráttarbært. Út fyrir skynsemis- og sanngirnismörk Við, nokkrir þingmenn Fram- sóknarflokksins, höfum lagt fram frumvarp á Alþingi, sem afnemur tvísköttun eba jafnvel margskött- un á iðgjaldagreiðslum lífeyris- sjóbanna. í réttarríki er þab ein- staklingurinn sem framselur rík- inu ákveðib vald, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Jafnframt gengst hver einstak- lingur undir aö hlíta þeim skorð- um sem ríkisvaldið setur honum. Á móti ætlast hann til þess að rík- ið beiti valdi sínu á skynsamlegan og sanngjarnan máta. Lífeyrisrétt- indi eru ákveðin frumréttindi hvers einstaklings og með þeirri margsköttun slíkra réttinda, sem að framan er minnst á, er ríkis- valdiö farið aö beita valdi sínu langt fram yfir þau skynsemis- og sanngirnismörk sem einstakling- urinn setti því í upphafi. Höfundur er alþingismabur Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Þórhildur Líndal verb- ur umboösmaöur bama Fyrstu tónleikar tveggja söngkvenna Forseti íslands hefur ab tillögu forsætisrábherra skipaö Þór- hildi Líndal iögfræðing um- boösmann barna frá 1. janúar næstkomandi. Samkvæmt 3. gr. laga um um- boðsmann barna nr. 83 frá 19. maí 1994 skal umbobsmaður „vinna ab því að stjórnvöld, ein- staklingar, félög og önnur samtök einstaklinga og fyrirsvarsmenn lögpersóna taki fullt tillit til rétt- inda, þarfa og hagsmuna barna. í starfi sínu skal umboðsmabur barna setja fram ábendingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag bama á öllum sviöum samfé- lagsins." Viö mat á umsóknum var eink- um litið á aldur, menntun og fyrri störf umsækjenda. í 2. gr. laganna segir m.a.: „Um- boðsmabur barna skal hafa lokið háskólaprófi. Hafi umboðsmaður barna ekki lokið embættisprófi í lögfræöi skal lögfræbingur starfa við embættið." í athugasemdum við frumvarp það, sem varb ab lögum um um- boðsmann barna, var tekið fram að „án efa muni umfjöllun um ýmis lagaleg atriði varðandi börn verða eitt meginverkefni um- Sinfóníuhljómsveit íslands hóf reglulegt tónleikahald vetrarins í Háskólabíói 27. október með „raubum tónleikum", en nú eru tónleikaraðirnar fjórar, í jafn- mörgum litum. í þetta sinn merkti rauði liturinn 35. sinfóníu Mozarts, 1. sinfóníu Mahlers, og Formgerð II fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit eftir Herbert H. Ág- ústsson. Stjórnandi var Richard Bernas, bandarísk-fæddur en starfar einkum í Bretlandi. Og einleikari á fiðlu var Gubný Guð- mundsdóttir, sem tónleikaskráin segir ab sé nýkomin heim úr tón- leikaferb í Mexíkó „þar sem hún lék einleik meb Ríkishljómsveit- inni í Toluca. Síban tók vib tón- leikaferð um Japan og ab henni boösmanns barna, a.m.k. á fyrstu árum embættisins." í athugasemdunum segir enn- fremur að afskipti hans séu ekki einskorðub vib barnaréttar- eða barnaverndarmál. Skipulags- og umhverfismál, svo ab dæmi séu tekin, falli einnig undir verksvið umboðsmanns, enda þar um að ræða svið sem snertir velferð og hag barna. Starfsreynsla, sem til álita kemur fyrir starf umboðs- manns barna, getur verib afar margvísleg. Þórhildur Líndal er fædd árið 1951, gift og móbir þriggja barna. Hún lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Islands árið 1977. Þórhildur var fulltrúi hjá yfir- borgardómara í Reykjavík til árs- ins 1985, en fór þá til starfa í fé- lagsmálaráðuneytinu. Þar starfabi hún einkum á sviði sveitarstjórn- armála, þ.á m. byggingar- og skipulagsmála. Þegar málaflokk- urinn um vernd barna og ung- menna fluttist frá menntamála- rábuneytinu til félagsmálarábu- neytisins um áramótin 1992- 1993, var Þórhildi falið að fara með þann málaflokk. Jafnframt var hún skipuð formaður í nefnd TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON lokinni fór Gubný til Kína í bobi Tónlistarháskólans í Peking þar- sem henni var boðið til tónleika- halds og sem gestakennari." Guð- ný hefur semsagt verið í hálfs árs leyfi frá SÍ og farið víöa — næst er för heitið til Lundúna og Akureyr- ar, áður en hún kemur til starfa í desember. Sú var tíð að stjórnendur jafnt sem hljómsveit tóku Mozart held- ur léttum tökum, svo sem eins og til að hita sig upp fyrir stærri átök, en sem betur fer virbist þaö vera til ab semja allar nauösynlegar reglugerðir um framkvæmd nýrra laga um vernd barna og ung- menna. Sú nefnd er enn að störf- um, en mun væntanlega ljúka þeim fyrir næstu áramót. Frá 1. október 1993 hefur Þór- hildur starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu. Þar hefur hún m.a. haft meb höndum kynningu og fræbslu á nýjum stjórnsýslulögum, þar á meðal séb um námskeiðshald og flutt fyrir- iestra um efni þeirra fyrir starfs- menn í opinberri stjórnsýslu. Sigríður Gubmundsdóttir guð- fræöingur hefur veriö valin til að vera sóknarprestur í Hvanneyrar- prestakalli í Borgarfjarðarprófasts- dæmi. Valið fór fram á kjör- mannafundi prestakallsins 30. október. libin tíð, a.m.k. í bili. Því nú var Haffner-sinfónían (nr. 35, K. 385) tekin föstum tökum, og stjórn- andinn vandaði sig mikið vib það að gera allt rétt. Enda kom hinn ágætasti Mozart út úr því. Þótt tónleikaskráin geti þess ekki, þá var Formgerð II eftir Her- bert H. Ágústsson, löngum horn- ista í Sinfóníuhljómsveitinni, flutt fyrst fyrir einum 10 árum, og einnig þá lék Guöný einleikinn. Verkiö er prýðilega áheyrilegt og laust við þann venjulega ágalla ís- lenskra verka aö vera dauðyflis- leg, líkt og milli svefns og vöku. Guðný spilaði af mikilli snilld auk þess sem ýmsar óvæntar uppá- komur urðu til ab skemmta mönnum: strengur slitnabi i fiðlu í kvöld, 1. nóvember, kl. 20.30 verða haldnir söngtónleikar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Tvær ungar söngkonur úr Kópa- voginum, þær Ágústa Sigrún Ág- Aðrir umsækjendur um presta- kallib vom Óskar Ingi Ingason guðfræðingur, sr. Siguröur Kr. Sig- urbsson sóknarprestur Grundar- firöi, sr. Önundur Björnsson og fimmti umsækjandinn óskaði nafnleyndar. ■ Gubnýjar í mibju verkinu og einn hljóðfæraleikari velti nótnagrind sinni um koll með tilheyrandi glamri. Síbust var svo 1. sinfónía Ma- hlers, ógurlega löng í 4-5 þáttum, líkust röð ævintýra á gönguför. Sem hún sennilega er, því Mahler hafði mikinn áhuga á þýskum ljóðum og ævintýrum. Þarna er margt skemmtilegt og fallegt ab heyra, og hljómsveitin tjaldaði sínu besta og stærsta, t.d. eru þarna tvö pákusett og þrír að auki í slagverki, átta horn en fjögur af hverju hinna blásturshljóðfær- anna. Enda var af hinn mesti glaumur og skemmtu menn sér hið besta. ústsdóttir og Harpa Harðardóttir, syngja þar sína fyrstu opinberu tónleika, en þær luku söngkenn- araprófi frá Söngskólanum í Reykjavík síðastliðið vor. Með- leikari þeirra á tónleikunum er Kolbrún Sæmundsdóttir. Efnisskráin samanstendur ab mestu leyti af dúettum. Á fyrri hluta tónleikanna eru dúettar eft- ir Purcell, Brahms, Schumann og ljóðaflokkur fyrir 2 raddir eftir Britten, sem mun ekki hafa heyrst hér áður. Á síðari hlutanum eru svo dúettar og einsöngslög í létt- ari kantinum eftir t.a.m. Satie, Delibes, Karl O. Runólfsson, Páí ísólfsson, Jónas Árnason og Jenna Jónsson. ■ Mynd féll niður Vegna mistaka birtist ekki þessi mynd af Sveinbjörgu Sigríbi Ás- mundsdóttur frá Syðri-Fljótum meö minningargrein um hana í blaðinu á laugardaginn. Við biðjumst velvirðingar á þessu og birtum myndina hér meb, þó seint sé. ■ Raubir tónleikar Sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli: Sigríbur Gubmunds- dóttir valin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.