Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 2
2 —'g-.-i.-_ wfWfttfl Föstudagur 4. nóvember 1994 Tíminn spyr... Telurbu ab útgáfa á lögum meb The Beatles, sem hljóbritub voru í útvarpssal breska útvarpsins í upphafi 7. áratugarins, muni höfba eitthvab til ungs fólks? Tómas Þór Tómasson, markabsstjóri Skífunnar: Já, ég held að þab sé alveg á hreinu. Ég fullyrði það bara af fenginni reynslu, þótt unga fólkið líti þá öðrum augum en sú kynslóð sem ólst upp með þeim. Bítlarnir þykja gamlir í augum unga fólksins, en þeir eru jafn miklir brautryðjend- ur fyrir því. Magnús Eiríksson hljómlistarmaður: Unga kynslóðin kannast kannski við Bítlana af orð- spori, en ég held aö hún hlusti ekkert á þessa tónlist. Ég byggi þá skoðun mína ein- ungis á mínum eigin sonum og hvað þeir eru að pæla í tónlistinni. Þótt þeir hlusti ekkert á Bítlana þá þarf það ekki að vera neinn samnefn- ari fyrir ungdóminn. Þannig að ég sé engan nýjan markað fyrir þetta efni þótt eitthvað af miðaldra fólki, 45-50 ára muni trúlega kaupa þetta í safniö. Gunnar Þórbarson hljóm- listarmaður: Mér er sagt það, en ég veit ekki hvort ég á að trúa því. Syni mínum finnst Bítlarnir vera bara hallæraislegir og hlustar bara á rapp-tónlist. Hinsvegar held ég að þetta efni muni höföa meira til þeirrar kynslóðar sem ólst upp við Bítlana. En það er síö- an spurning hvort sú kynslóð sé hætt ab kaupa plötur eða ekki. Borga- Farsímastríb magnast — veröstríb í gangi — ótrúleg aukning á notkun GSM-farsímanna: Póstur 02 sími býöur Bonus-verð Fjölmargir aðilar blanda sér þessa dagana í harðvítugt veröstríð í sölu GSM-farsí- manna. Bónus kom inn á markaöinn með mun lægri verb en keppinautarnir á dögunum. Salan á tækjum þeirra hefur verið þokkaleg, selst hafa 50 til 60 tæki á hálfum mánuði. Helsti keppinauturinn og ris- inn á símamarkaðnum, Póstur og sími, hefur nú svarað Bón- Athugasemd: Ekki snubbótt hjá Katrínu í frétt Tímans sl. þriðjudag er tekið þannig til oröa aö Katrín Fjeldsted og Markús Örn An- tonsson hafi lokið „ferli sínum í borgarstjórn Reykajvíkur með snubbóttum h'ætti fyrr á árinu en ætluöu sér nú stóran hlut á lista til Alþingis". Ástæöa er til gera þá athugasemd við þetta að Katrín endaði sinn feril í borgar- stjórn ekki með snubbóttum hætti heldur lauk hún kjörtíma- bili sínu. Hún ákvað hins vegar að fara ekki aftur fram á þessum vettvangi eftir 12 ára setu í borgarstjórninni. Við biðjumst velvirbingar á þessu. ■ usi með því ab lækka Ericsson farsímana svo um munar, eða um 18%, og einnig ódýmstu símana, Hagenuk, sem kosta nú um 43 þúsund krónur. Sím- arnir frá Ericsson sem kostubu áður 115 þúsund staðgreiddir kosta nú 93.953 krónur. Heimildarmenn sem vel þekkja til á símamarkaði segja að framundan sé enn harðari samkeppni og spá menn enn meiri verðlækkunum á þess- um tækjum, enda munu fyrir- tækin hafa' rúma álagningu upp á að hlaupa. Hrefna Ingólfsdóttir, blaða- fulltrúi Pósts og síma, sagði í samtali við Tímann í gær að aukningin á notkun GSM-far- símum, sem hófst 16. ágúst, væri hreint ótrúleg. Nú þegar væru 1.127 skráðir notendur í kerfinu og viþ bætast um 100 notendur í viku hverri. Hrefna sagði að gamla farsímakerfið, NMT sem svo er kallað, sem byrjaði árið 1986 hafi farið hægar af stað. Þá hafi notend- um fjölgað um 350 fyrstu mánuðina — núna fjölgar um 450 á mánuði. Ljóst er ab ekki eru öll kurl komin til grafar í sölu á farsím- um, því öruggt má telja að tugir slíkra tækja fara gegnum græna hliðið í Leifsstöð án þess að tilskilin gjöld séu greidd. Símarnir eru síðan skráðir af Pósti og síma og ekk- ert spurt um hvaðan þeir eru fengnir. ■ Borgavegur var opnaður fyrir umferð í gær. Borgavegur sem liggur norðan núverandi byggðar í Grafarvogi er tengi- braut á milli Strandvegar í austri og Víkurvegar í vestri. Jafnframt var sá hluti Strand- vegar sem tengir Borgaveg við eldra gatnakerfi tekinn í notk- un. Vegurinn skapar aðkomu aö nýjum áföngum Rimahverfis, Stararima og Smárarima sem áður höfðu aðkomu til bráða- birgða frá Strandvegi. Hann skapar einnig aökomu að fyrstu byggingasvæðum Borgahverfis en þar eru framkvæmdir við fyrstu húsin um það bil ab hefj- ast. Með tilkomu Borgavegar er unnt að loka Langarima mið- svæðis fyrir annarri umferð en strætisvagna eins og aðalskipu- lag gerir ráð fyrir. Heildarkostn- aður við framkvæmdirnar var 71 milljón króna. ■ Stofnlánadeild landbúnabarins: Margrét fór meö rangt mál Leifur Kr. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins, ber til baka ummæli Margrétar Frímanns- dóttur, þingmanns Alþýbu- bandalags á Suðurlandi, um að Stofnlánadeild hafi lækkað mat eigna í garðyrkju. Margrét sagöi í umræðum utan dagskrár um vanda garðyrkju- og kartöflubænda á mánudag, að Stofnlánadeild landbúnaðarins hafi haft forgöngu um að lækka mat eigna í garöyrkju um 30% á síðasta ári. Þetta var haft eftir henni í Tímanum á þriðjudag. Leifur Kr. Jóhannesson segir þetta fjarri lagi. Mat á eignum í garð- yrku hafi ekki verið lækkað á síð- asta ári og stofnlánadeild hafi ekki breytt veðhæfni gróöra- stoðva. í tilkynningu frá Stofnlánadeild segir að það varði ekki síður hags- muni hennar en bændanna sjálfra að veðhæfni garðyrkjubýla haldist. Þar velti á miklu að grein- in hafi þau rekstrarskilyrði sem þarf í því breytta rekstrarumhverfi sem hún sé að ganga inn í. Stofn- lánadeild hafi m.a. tekið þátt í því að létta greiðslubyrði garðyrkju- bænda sem áttu í erfiöleikum á þessu ári með frestun á afborgun- um lána hjá deildinni og um leið lengingu á lánstíma. ■ Rokktíöindi: Ný Bítlaplata í byrjun næsta mánaöar kemur í verslanir nýr tvö- faldur geisladiskur meö The Beatles sem nefnist „Live At The BBC". Þarna er um ab ræba 56 lög sem breska út- varpib tók upp með hljóm- sveitinni í upphafi 7. áratug- arins. George Martin, fyrrum upp- tökustjóri Bítlanna, safnaði efninu saman í samvinnu vib Apple- útgáfuna og BBC. Rúm- lega helmingur laganna, eba 30, var á sínum tíma ekki tek- inn upp með útgáfu í huga, en flest þeirra eru gamlir rokk- standardar frá Liverpool- og Hamborgartímabilinu í sögu sveitarinnar. Auk þess verða á diskunum hljóðritanir af sam- tölum Bítlanna viö tvo þáver- andi dagskrárgerðarmenn BBC. Þá munu fylgja með í pakkan- um ítarlegar upplýsingar um upptökurnar, yfirlit um sam- starf Bítlanna og BBC og fjöl- margar ljósmyndir sem ekki hafa birst áður opinberlega. Tómas Þ. Tómasson, mark- aðsstjóri Skífunnar, segir að þessar upptökur verði einnig gefnar út meb gamla laginu, þ.e. á vínil. Hinsvegar hefur ekki verið tekin ákvörbun um það hvort sú útgáfa muni standa neytendum til boöa samhliða geisladiskinum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.