Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. nóvember 1994 13 Reyfari (Pulp Fiction) ★★★* Framleibandi: Lawrence Bender. Handrit og leikstjórn: Quentin Tarantino. Abalhlutverk: |ohn Travolta, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Bruce Willis, Ving Rhames, Tim Roth, Amanda Plummer, Eric Stoltz, Rosanna Arquette, Christopher Walken, Maria de Medeiros og Harvey Keitel. Regnboginn. Bönnub innan 16 ára. Heitasta nýstirnið í Hollywood í dag er ekki leikari heldur leikstjóri að nafni Quentin Tar- antino. Hann er ekki heitur vegna þess ab myndirnar hans skili milljörðum í kassann held- ur vegna þess ab hann er frum- legur, vel skrifandi og góður leikstjóri. Fyrsta mynd hans, Reservoir Dogs, vakti á honum mikla athygli og er Reyfari önn- ur myndin, sem hann leikstýrir. í millitíðinni var gerð mynd eft- ir handriti hans, True Romance, og enn önnur eftir sögu hans, Natural Born Killers. Reyfari fékk fyrir ekki löngu síöan Gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes og kemur það ekki á óvart því hér er um vissulega nokkuð sérstaka mynd að ræða en einstaklega vel gerða að öllu leyti. Aöalsöguhetjurnar eru Vinc- ent (Travolta) ogjules Oackson), en þeir eru undirsátar glæpa- foringja nokkurs og standa í hinum ýmsustu útréttingum fyrir hann. Inn í þessar útrétt- ingar blandast síðan nokkur fjöldi fólks af ýmsum stærðum og gerðum. Þar er að finna t.d. lagskonu foringjans (Thurman), hnefaleikara (Willis) og vopn- aða ræningja (Plummer og Roth). Sögurnar af öllu þessu fólki fá aliar nokkuð pláss en KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON tengjast síðan á hárnákvæman hátt þegar líða tekur á myndina. Ofbeldi kemur hér nokkuð við sögu en það er þannig úr garði gert ab einblínt er á þab sem hluta af tilveru persónanna og jafnvel gert að því stólpagrín. Þetta verður til þess aö erfitt er að taka þaö alvarlega en þar er einmitt kominn stærsti kostur myndarinnar. Persónur, sem erfitt er að taka alvarlega, standa í alvarlegum málum og alvar- legum rökræðum um fáránlega hluti. Mjög vel skrifað handrit Tarantinos er uppfullt af frábær- um samræöum þar sem fremur heimskulegir glæpamennirnir rökræða það sem fyrir þeim eru heimsmálin, allt frá hamborg- urum til (ó)hreinleika svípa. Leikhópurinn er stór og erfitt að skipta þeim í aðal- og auka- leikara. Mest mæðir þó á John Travolta, sem sýnir gamla takta í dansinum í frábæru atriði, og Samuel L. Jackson, sem er frá- bær í hlutverki Jules. Önnur hlutverk eru einnig mjög vel mönnuð. Reyfari (góð þýðing) skipar Quentin Tarantino á bekk með frumlegustu og skemmtilegustu leikstjórum Bandaríkjanna og er hún tvímælalaust besta mynd- in, sem komið hefur í kvik- myndahús hérlendis á árinu. Hægt væri aö fjalla í mun lengra máli um myndina en sjón er sögu ríkari. |||| FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kópavogur Abalfundur fulltrúarábs Framsóknarfélaganna f Kópavogi verbur haldinn ab Digra- nesvegi 12 mánudaginn 7. nóv. nk. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Ávörp gesta Cubmundur Bjarnason alþingismabur jóhann Einvarbsson alþingismabur Egill Heibar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Stjórnin Félagsvist Hin árlega félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu verbur í Þingborg föstudagana 4., 11. og 18. nóv. Byrjab verbur ab spila kl. 21.00 öll kvöldin. Abalvinningur er utanlandsferð ab eigin vali ab verbmæti kr. 70 þús. Cób kvöldverb- laun. Stjórnin K I N LiTT Vinningstölur miðvikudaginn: 2. nóvember VINNINGAR 6 af 6 m i. 5 af 6 l+bónus 5 af 6 ET 4 af 6 m 3 af 6 i+bónus FJÖLDI ■ VINNINGA 349 1.279 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 41.419.000 2.209.606 151.137 1.697 198 uinningur fór til Danmerkur og Noregs UPPLYSjNGAR, SÍMSVARI ðt- CS 15 11 LUKKUUNA W 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Tölum ekki í farsíma áferö! yu^EROAR Brigitte Bardot sextug Við skýrðum frá því í spegli Tímans fyrir skemmstu að ein ástsælasta leikkona heims, Sophia Loren, varð sextug í byrjun mánaðarins. Minna hefur farið fyrir sömu tímamótum hjá stallsystur Sophiu, Brigitte Bardot, en hún varð einnig sextug um svipað leyti. Báöar vom þær kyntákn síns tíma og útlitið þeirra aðall. E.t.v. er ósanngjarnt að bera þær saman í dag. Sophia hefur ætíö lagt mikið upp úr þokka sínum og heilbrigðu mataræði og ef- laust farið í urmul snyrtiaðgerða, en Brigitte hefur ekkert gert til að hamla gegn náttúrulegri hrömun sinni. Hún lifir fyrir hugsjónir sínar, aðallega dýravernd, og sú barátta hefur gefiö henni þá fyllingu sem líf hennar þarfnast. „Ytra útlit fólks er hégómi," segir Brigitte, „fegurð fólks kemur að innan." Hvað sem því líður var mikiö um dýrðir á tíma- mótum Brigitte. Eiginmaður hennar (sá fjórði), Bernard d'Ormale, flutti frumsamiö ástarljóð og kveðjur bárust hvaðanæva úr veröldinni. M.a. sendi þriðji eiginmaður hennar, Gúnther Sachs, blóm og ávísun upp á 4,5 milljónir íslenskra króna og fara peningarnir auðvitað í áframhald- andi baráttu Brigitte Bardot fyrir bættum að- búnaði dýra í veröldinni. ■ í SPEGLI TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.