Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. nóvember 1994 WfflÚlítM- 5 Kuran-Swing Jazz-kvartettinn Kuran-Swing spilaði á fyrstu Háskólatónleik- um vetrarins, í Norræna húsinu 2. nóvember. Kvartettinn skipa Szymon Kuran (fiðla), Björn Thoroddsen og Ólafur Þórðar- son (gítar) og Bjarni Svein- björnsson (bassagítar). Tilgang- ur með stofnun kvartettsins 1989 var að leika „strengjadjass" eða „Evrópudjass" í anda Django Reinhardt og Stephane Grappelli, segir í tónleikaskrá. Flutt voru 7 lög eftir gítarleikara kvartettsins, þá Björn Thorodd- sen og Ólaf Þórðarson, við mikl- ar undirtektir áheyrenda, sem troðfylltu sal Norræna hússins. Szymon og Björn spila einleiks- raddir, en hinir tveir skipa eink- um taktsláttarhlutann, sem er mjög góður; að auki tók Bjarni TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON nokkra prýðilega spunakafla á bassagítarinn. Szymon Kuran kemur víða við í tónlistinni og er auðvitað fyrst og fremst „klassískur fiðlari", enda vara- konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Þar hafa að sönnu verið ýmsir frægir jazz- spilarar gegnum tíðina, en eng- inn fengist við jazz-fiðlu fyrr en Szymon, mér vitanlega. Þannig spilaði Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari jazz á klarinettu, en Sveinn Jónsson lágfiðluleikari spilaði jazz á saxófón. Enda er víst ógurlega erfitt að spila jazz á fiðlu svo mynd sé á. Szymon gerir þetta nokkuð vel, en er að mínu mati of „klassískur" — sennilega er hann of lærður, tónninn er ekki nógu mjúkur og ísmeygilegur, og spunakaflar lík- astir skrautæfingum úr klass- íkinni. Sumir mundu kalla þetta „hvítan jazz" eða „hvítra manna jazz", sem þó er ekki rétt, því t.d. Oscar Peterson hefur svipaðan ágalla líka: harðan áslátt og klassíska tækni, sem gera hann þreytandi píanista nema sem ryþma- spilara — þar er hann óviðjafnanlegur. Björn Thoroddsen kemur úr dansiballa- og jazz-áttinni og gerði góða hluti, og þeir Szymon saman. Skemmtilegust þóttu mér hin fjörlegri lögin, Ástandið og Norrænt samstarf eftir Björn, og Hátt uppi og Föstudagssíð- degi eftir Ólaf — en allt var þetta skemmtilegt, enda heimtuðu áheyrendur aukalag og engar re- fjar. í næstu viku (9. nóvember) spilar svo Blásarakvintett Reykjavíkur á Háskólatónleik- um, í Norræna húsinu kl. 12:30. Fimm stjömur Tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins í Bústaðakirkju 30. október voru óvenjulega fullkomnir, jafn- vel fyrir þann æruverðuga félags- skap sem jafnan hefur sett hin háleitustu markmið í öndvegi. Fluttir voru píanókvartettar eftir Beethoven og Mozart, báðir frá árinu 1785, og píanókvintett eftir Sjostakóvits (1966). Fjórtán ár skildu Mozart og Beethoven í aldri; Mozart var 28 ára þegar hann samdi g-moll kvartettinn K. 478, en Beethöven 14 ára þegar hann samdi Es-dúr kvartettinn WoO 36 nr. 1 (verk án ópustölu). Beethoven var þannig við upphaf sköpunarferils síns, en Mozart stóð á hátindi sinnar ótrúlegu tónskáldagáfu. Og Sjostakóvits telst eitt helsta kammertónskáld — og tónskáld — 20. aldar. Fróðlegt var að heyra þetta æskuverk Beethovens, sem ekki hafði verið flutt fyrr hér á landi að mati tónlistarsagnfræðings Kammermúsíkklúbbsins. Því hér ber þegar á þeim litríku hljómum og safamikla tilfinningahita sem einkenna flest verk þessa mikla tónjöfurs — frumstæðan tilfinn- ingahita hefði Aldous Huxley kallað það, og taldi Beethoven upphafsmann hins hráa tilfinn- inga- popps sem einkennir 20. öldina. Píanókvartettinn var afar heillandi á að hlýða og mjög áhrifamikill. Enda þótt hlutur pí- anósins sé aö sönnu stærstur, þá er það hljóðfæri síður en svo yfir- gnæfandi, eins og til dæmis má heyra í eldri píanótríóum Haydns, heldur mynda hljóðfær- in öll eina heild. Kvartett Mozarts er skrifabur lík- ast konsert fyrir píanó og strengj- atríó, þar sem skiptast á einleiks- strófur í píanóinu og hljómsveit- arkaflar eða samleikur allra hljób- færa. Eigi að síður er kvartettinn hið ágætasta kammerverk, enda Mozart einn af stórmeisturum þess forms og tíður kammerspilari Ný plata meb Diddú: Töfrar Út er komin sólóplata Sigrúnar Hjálmtýssdóttur eða Diddúar, sem ber nafnið Töfrar. Á plötunni syng- ur Diddú mörg uppáhaldslög sín í gegnum tíðina og þræbir stór- skemmtilegan milliveg á milli klass- ískrar tónlistar og léttari sönglaga. Ekkert hefur verið til sparað að gera plötuna sem glæsilegasta úr garði. Framleiðandi plötunnar er Björgvin Halldórsson en útsetning- ar voru að mestu í höndum Þóris Baldurssonar. Undirleik annast Sin- fóníuhljómsveit íslands undir stjórn Roberts Stapleton, auk nokk- urra valinkunnra hljóðfæraleikara sjálfur. Frá barnæsku var hann heimsfrægur (á þeirra tíma vísu) einleikari á píanó og fiðlu, en í kammerspili þótti honum víst mest gaman að lágfiðlunni. Píanókvintett Sjostakóvits (g- moll op. 57) ber flest einkenni höfundar síns, margbreytileika og hugmyndaauðgi sem byggð eru utan um afar hversdagsleg stef, t.d. einfalda skala og því um líkt. Flytjendur á tónleikunum voru Steinunn Birna Ragnarsdóttir (pí- anó), Auður Hafsteinsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir (fiðl- annarra. Upptökur fóm fram í Há- skólabíói og í Stúdíó Sýrlandi í sept- ember sl. Meðal hinna 13 laga á Töfhim eru íslensku lögin Heyr mína bæn, ís- land eftir Jóhann G. Jóhannsson, lög Gunnars Þórðarsonar Þitt fyrsta bros og nýja lagið Nú á ég allt, sem Gunnar samdi og útsetti sérstak- lega fyrir Diddú. Þá má nefna lögin Glitter And Be Gay eftir Leonard Bernstein, La Danza eftir Rossini, By Strauss eftir Gershwin-bræbur og suður-amerískum tónum bregð- ur fyrir í Quando, Quando, Qu- ando. ■ ur), Ásdís Valdimarsdóttir (lágf- iðla) og Bryndís Halla Gylfadóttir (knéfibla). Mér þótti leikur þeirra og samspil með óvenjulegum ágætum. Þótt flestar séu þær ein- leikarar ab atvinnu og upplagi, þá var samleikurinn mjög heildstæð- ur, en einleikskaflar jafnframt sér- lega geislandi. Efnisskráin var sýnilega þaulæfð, eins og sæmir hjá sönnum atvinnumönnum, og vonandi heldur þessi hópur áfram að spila saman um ókomin ár. Sigrún Hjálmtýsdóttir. Bolli Héöinsson: Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík: Ingibjörg Davíösdóttir, fulltrúi sinnar kynslóðar í prófkjöri Framsóknarflokks- ins í Reykjavík fyrir næstu al- þingiskosningar, sem fram fer n.k. laugardag og sunnudag, tekur þátt ung kona, Ingibjörg Davíðsdóttir, og falast hún eft- ir stuðningi kjósenda við sig í fjórba sæti listans. Ástæba er til að vekja athygli á þessari ungu konu sem verðugum fulltrúa síns aldurshóps á list- anum. Hún hefur með starfi að íþróttamálum og starfi sínu innan flokksins og í kosninga- baráttu á hans vegum, sýnt að þar fer kona sem treysta má til starfa í hvívetna og lætur ekki sitt eftir liggja. Slíkt er ómet- anlegt í pólitísku starfi þar sem reynir á hvern einstakling og engin keðja er sterkari en hinn veikasti hlekkur. Prófkjör í einni eða annarri mynd hefur sýnt sig, þrátt fyr- ir alla sína ágalla, ab vera sú leiö sem stjórnmálaflokkun- um er affarasælust við skipan á framboðslista. í prófkjöri skiptir mestu ab kjörið fari heiðarlega fram: þátttakendur sitji við sama borð um upplýs- ingar og að einstakir fram- bjóbendur beiti ekki bola- brögbum vib ab koma eigin stubningsfólki inn í rabir kjós- enda í prófkjörinu. Því abeins ab þessum skilyrbum sé full- nægt er þess ab vænta ab ab prófkjöri loknu standi menn upp sáttir og tilbúnir í þann sameiginlega slag sem próf- kjörib var undirbúningur fyrir. í prófkjöri er brýnt ab meta menn ab verbleikum af verk- um sínum og starfi í þágu þeirra málefna sem sameina menn í stjórnmálaflokkum. í þeim efnum þurfa kjósendur í prófkjöri Framsóknarflokksins ekki ab hika í stubningi sínum vib Ingibjörgu Davíbsdóttur. Höfundur er hagfræbingur. FÖSTUDAGS PISTILL INNHERJA- KOSNINGAR Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík um síðustu helgi er merkileg samkoma fyrir margra hluta sakir. Ab vísu vantaði bæði lífsmark og fram- bjóðendur. En til þess voru refirnir skornir. Forystu flokksins er meinilla við utanaðkomandi liðsauka og vill stilla vexti flokksins í hóf. Henni finnst betra að hafa góð tök á litlum flokki en slæm tök á stórum. Fyrir bragðið var samkoman líkari neðanjarðarhreyfingu en vali stærsta stjórnmálaflokks landsins á frambjóð- endum til Alþingis. Forystan gætti þess vel að halda tölu frambjóbenda í skefjum og engir vænlegir kandíd- atar voru sottir út í bæ til að blása lífsanda í samkomuna. Prófkjörið var dæmigert innherjaprófkjör og hann- ab fyrir harðan kjarna flokkshesta til að kjósa þingmenn sína í einfaldri röð eins og níu litla negrastráka. Og það tókst. Þingmennirnir hrepptu allir sætin sín og sluppu með skrekkinn. Forystan hrósaði líka happi og fékk kosningatölur sem eru sovéskari en félagi Stalín. Vel yfir níu- tíu prósent atkvæða eða fullt hús. Engin alvarleg hætta steðjaði að inn- herjum frá almenningi úti í bæ og Pétur Blöndal fésýslumaður verður ekki til trafala, því borin von er að SjáIfstæðisflokkurinn fái fleiri en sjö menn kjörna í Reykjavík. Frekar sex eins og árið 1987. Aðrar tölur í prófkjörinu koma held- ur ekki á óvart. Hlutur kvenna er rýr miðað viö fjölda borgarbúa, en mjög góður miöað við eðli flokksins. Kon- ur kjósa ekki konur til ábyrgðar í Sjálfstæðisflokknum og hafa aldrei gert. Karlar ekki heldur, því Sjallinn er karlrembuflokkur og við það situr. Konur hafa löngum þvælst fyrir körl- um flokksins og þeir geta aðeins geymt eina konu í einu á forsetastóli, eins og frú Salóme Þorkelsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn velur heldur ekki ungt fólk til ábyrgbar. Að minnsta kosti velur ungt fólk ekki ungt fólk í prófkjörum íhaldsins. Raunar virðist hvorki ungt fólk né gamalt fólk hafa valiö unga fólkið í þetta skipti. Barnastjörnur flokksins á þingi eru kjósendum víti til varnaðar og varla á það bætandi að fjölga þeim í bráð. Enda er fátt eins ömur- legt og stálpub barnastjarna á miðj- um aldri í stuttum buxum. Sömu sögu er að segja af abstoðar- mönnum rábherra. Árib 1990 var Sjálfstæbisflokkurinn aö þróast úr gömlum krataflokki meb Framsókn- arslikju í aðstoðarmannaflokk. Þá gáfu allir aðstoðarmenn flokksins kost á sér í prófkjörinu, en áttu ekki erindi sem erfibi nema Björn Bjarna- son. Enda voru flokksmenn búnir að gleyma því ab Björn var aðstoðar- mabur Geirs heitins Hallgrímssonar í Stjórnarráðinu á sínum tíma og héldu ab hann hefbi alib allan sinn aldur á Morgunblabinu eins og Ferd- inand. Björn Bjarnason slapp þá fyrir horn og býr sig nú undir að taka brátt vib formennsku í Sjallanum. Ab öllu saman lögðu eru niðurstöb- ur prófkjörsins gult spjald á forystu Sjálfstæðisflokksins, þó hún hafi sáb til þeirra í öðrum tilgangi. Niburstað- an er líka vísbending um þreytu kjós- enda og rautt spjald á úrelt flokka- kerfi. Hvort tveggja hlýtur ab verba óflokksbundnu fólki til umhugsunar: Pólitíkin er á undanhaldi fyrir kjós- endum á íslandi og í vor er sjálfsagt ab reka flóttann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.