Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 4 nóvember 1994 Kveðja frá annarri stxönd Páll Pálsson. Vesturfarinn — skáldsaga eftir Pál Pálsson Bókaútgáfan Forlagiö hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Pál Pálsson, Vesturfaratm. Á bókarkápu segir: Gamall landflótta Tékki ákveöur eftir áralanga búsetu í Danmörku aö flytjast til systur sinnar í fyrir- heitna landinu, Ameríku. Hann á aö baki sára lífsreynslu og þegar kona hans deyr pakkar hann sín- um kærustu eigum niöur í feröa- tösku og kaupir sér far til New York — meö viðkomu á íslandi. En margt fer ööruvísi en ætlaö er, og raunveruleikinn er oft lyginni líkastur. Páll Pálsson segir sögu gamla mannsins af skilningi og kímni, en í frásögninni tekst mannleg hlýja og vinátta á viö þá grimmd sem hvarvetna leynist í samfélagi manna. Páll Pálsson er fæddur í Reykja- vík 1956. Hann hefur áöur sent Fréttir af bókum frá sér skáldsögurnar Hallœris- planið (1982), Beðið eftir strcetó (1983) og Á hjólum (1991). Hug- myndina aö Vesturfaranum fékk Páll fyrir 15 árum þegar hann las frétt í Dagblaöinu um gamlan landflótta Tékka, sem lenti í held- ur óskemmtilegri reynslu þegar hann feröaöist meö íslensku flug- félagi til Ameríku. Páll hefur unn- iö kvikmyndahandrit byggt á sömu hugmynd og hefur Friörik Þór Friöriksson keypt af honum kvikmyndaréttinn og þegar hafiö undirbúning aö gerö myndarinn- ar. Vesturfarinn er 114 blaösíöur aö stærö, prentuö í G. Ben./Eddu. Kápu geröi Valgaröur Gunnars- son listmálari. Bókin kostar 2.980 kr. ■ Kveðja frá annarri strönd heitir ný bók sem Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út. Höfundur er Steinunn Jóhannesdóttir. í bókinni er sögö saga Halldóru Briem, sem var í hópi braut- ryðjenda íslenskra kvenna til náms og jafnréttis. Hún var Briem, en líka Guöjohnsen. Hún var prests- og ráðherra- dóttir. Leiftrandi gáfur, list- fengi og glæsileiki voru heim- anmundur hennar. En líf hennar var ekki ljúfur dans á rósum. Sagt er frá bernsku hennar á Hrafnagili í Eyjafirði, Mosfelli í Grímsnesi og á Akranesi þar sem faðir hennar, séra Þor- steinn Briem, þjónaði sem prestur. Halldóra settist í stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík meðal fyrstu kvenna og lauk þaðan stúd- entsprófi 1935. Þá er sagt frá náms- og þroskaárum Halldóru í Stokk- hólmi. Þar var hún m.a. sam- tíða frænda sínum Eiríki Briem, Jónasi Haralz, Halldóri Jónssyni, Sigurði Þórarinssyni o.fl. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til þess að læra arki- tektúr og hlaut sérstaka viður- kenningu í Svíþjóð á sínu sviði. Á námsárunum í Stokk- hólmi kynntist Halldóra verð- andi eiginmanni sínum, læknanemanum Jan Ek. Fjöl- skyldusaga þessarar íslensku konu í Svíþjóð er baráttusaga. Hjónaband hennar og Jans Ek var stormasamt og erfiðleikar hennar við aö sameina eigin starfsframa og uppeldi barna voru miklir. Eftir að hún var orðin ekkja með fimm börn, skaut hún skjólshúsi yfir fjölda íslendinga í Stokk- Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tekur á móti nýútkominni œvi- sögu Halldóru Briem, úr hendi höfundarins Steinunnar jóhannesdóttur. Ljásm.: CARSTEN hólmi. Á lífsleiðinni var hún í vin- fengi við marga andans menn, svo sem Halldór Laxness, Jón Helgason, Olof Lagercrantz og listakonuna Siri Derkert. Saga Halldóru Briem er stórbrotin örlagasaga, sem lætur engan ósnortinn. Halldóra lést í Stokkhólmi 21. nóvember 1993, skömmu eftir að Stein- unn hafði lokið ritun bókar- innar. Saga Halldóru Briem er 327 bls. í stóru broti, prýdd á ann- að hundrað ljósmyndum af fjölskyldu, vinum og atburö- um. Prentvinnsla: Oddi hf. Frímerkja- áriö 1995 Síbustu frímerkin á þessu ári. Þegar mun vera farið að huga að frímerkjaútgáfum fyrir árið 1995. Eftir því sem næst verður komist, verður þar um a.m.k. sjö útgáfur að ræða og þá um 14-16 frímerki samtals. Hinar föstu útgáfur ársins verða, eins og venja er, eftirtald- ar: Samnorræn frímerkjaútgáfa með tveim frímerkjum og síðan Evrópuútgáfa, sem einnig verð- ur með tveim frímerkjum. Þá verður dagur frímerkisins að þessu sinni með 8 frímerkja smáörk, sem í verða tvö frímerki af hverri gerð, með myndum fjögurra póstskipa. Þetta verða þó önnur skip en þau er voru gefin út áður á samskonar örk. Hefir örkin víst reyndar verið tilbúin til útgáfu í rúmt ár, teiknuð og klár. Þá lýkur útgáfu- árinu eins og venjulega með út- gáfu jólafrímerkjanna, sem verða tvö eins og venja er. Ekki hefir tekist að fá staöfest að nú verði tekið til við útgáfu frí- merkja með myndum af göml- um kirkjum, en þá væri vel. En lítum svo aðeins á þær aörar út- gáfur sem vænta má á næsta ári. Seyöisf jaröarkaupstaður verður sennilega tilefni fyrstu frí- merkjaútgáfu ársins, en hann varð kaupstaöur skv. lögum nr. 15, 8. maí 1894. Opið bréf um fullgildingu Seyðisfjarðar sem kaupstaöarpláss var hinsvegar gefið út 14. desember 1842. Heimsmeistarakeppnin í hand- bolta fer víst ekki ófrímerkt framhjá neinum. Ekki er fullvíst hvort af því tilefni verða gefin út tvö eða fjögur frímerki, jafn- vel í blokk, og verður þaö senni- lega fjórða frímerkjaútgáfa árs- ins. Sú fimmta verður svo til þess að minnast afmælis S.Þ. Sameinuðu þjóðirnar urðu í raun til, þegar 14 ríkisstjómir undirrituðu þann 12. júní 1941 friðaryfirlýsinguna í London. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna var hinsvegar ekki undirritaður fyrr en 26. júní 1945. Því eru þær sem slíkar fimmtíu ára á næsta ári. Aðalmarkmið þeirra hefir alla tíb verið að varðveita friöinn í heiminum; því var frið- aryfirlýsingin nefnd hér að framan, sem varð kveikjan að stofnuninni. Þetta eru helstu fréttir, sem tek- ist hefir ab afla núna um vænt- anlegar útgáfur næsta frímerkja- árs. Pennavinir Alltaf berast ýmis bréf meb ósk- um eftir pennavinum hér á landi og þá er oft um ýmsar sér- óskir að ræða fleiri en frímerkja- söfnun. Nú skulum vib tæma FRÍMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON þennan lista og svo er það ykkar verk ab nota tækifærið og skrifa. íþróttir, saga og mannréttindi em áhugamál: Miss Tina Donkor, P.O. Box 596, Cape District, Ghana, West Africa. Miss Phyllis Anderson, P.O. Box 952, Cape District, Ghana, West Africa. Mercy Lena Quanash, P.O. Box 5464, Kumasi Main, Ghana. Gertmde Ama Acquah, er með sama heimilisfang og síðast- nefnda. Allar eru þessar stúlkur 25 ára ab aldri og óska eftir ab eignast vini á íslandi. Miss Dorisjuleit (27 ára), P.O. Box 1005, Atterbury Road, Cape Coast, Ghana. Miss Nana Kofi, 18 ára og hefir sama heimilisfang og sú fyrri. Miss Sophia Nilsson, P.O. Box 415, Oguaa Central Region, Ghana. Miss Alberta Essien, sama heimilisfang. Stefanie Polej, Gartenstrasse 22, D-31737 Rinteln, Þýska- landi (20-35 ára). Andreas Hahn, Richard-Knies- Strasse 52, D-67550, Worms, Þýskalandi (pennavinkonu á aldrinum 16-22 ára). Loks er svo ósk frá Kanada, en bréfritari er 33 ára kona og hefir fyrst og fremst áhuga á bréfa- skiptum: Miss Joyce M. Brown, # 102, 5770 E. Hastings Street, Burna- by, B.C., V5B ÍRC Canada. Þarna er úr mörgu ab velja og skulum við vona að einhverjir eignist góða pennavini og mörg frímerki. Ef einhver óskar eftir ab fá viö- komandi bréf send, þá getur sá hinn sami sent mér heimilis- fang sitt og 30 króna frímerki, eða alþjóðlegt svarmerki sem fæst á öllum pósthúsum. Þá mun ég senda viðkomandi ljós- rit af bréfinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.