Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. nóvember 1994 SMtni 3 Cuömundur Jónsson, oöstoöaryfirlögregluþjónn í Kópavogi: Líklega var ég of metnaðarfullur lögreglumaöur „Þaö virbist vera ab ég hafi sem abstobaryfirlögregluþjónn stuggab vib einhverju kerfi sem var búib ab vera vib iýbi árum saman. Þab var afskaplega óvin- sælt af sumum sem vildu kannski frekar kúldrast í sófan- um á vaktinni en ab taka virkan þátt í löggæslu í bænum. Ég vib- urkenni þab ab ég gerbi ýmis- legt sem áreitti suma, bab til dæmis um almenniiegar, vel orbabar og skýrar skýrslur og endursendi þær miskunnarlaust ef ég taldi þær ekki nógu góbar. Ég hef líklega verib of metnab- arfullur lögreglumabur," sagbi Gubmundur Jónsson, abstobar- yfirlögregluþjónn í Kópavogi, í rabbi vib Tímann í gær. Málefni hans hafa verib áberandi í fjöl- miblum ab undanförnu og röt- ubu meira segja inn í umræbur á Alþingi. Gubmundur segist ekki hafa grænan grun um hvaö framundan sé. Hann vinni nú meb rannsókn- arlögreglu Kópavogs, þiggi laun aöstoöaryfirlögregluþjóns, en stundi ekki þaö starf. „Athyglisveröast er, og þaö hefur hvergi komiö fram, aö þessir menn sem gengu á fund aöstoöar- manns dómsmálaráöherra í fyrra- haust og hótuöu aö ganga út ef ég kæmi til baka, þetta eru allt yfir- menn lögreglunnar, varbstjórar og aöstoöarvaröstjórar og varö- stjórar. Sex menn. Þaö eru 23 lög- reglumenn í Kópavogslögregl- unni, en aöeins fáir sem hafa tek- ib þátt í þessum látum gegn mér," sagöi Guömundur í gær. „Ég álpaöist í fyrrakvöld til ab opna útvarpiö og heyrbi þab meö- al fyrstu frétta aö máliö yröi tekiö fyrir í þinginu daginn eftir. Ég fór nibur eftir og skobaöi þessa um- ræöu. Ég veit ekkert hvaö er framundan, þaö er búiö aö fremja á mér því- líka rannsókn aö allt mitt líf er nánast eins og ég sé nýfætt barn, þaö er búiö aö fletta öllu upp." Gubmundur jónsson, abstobaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, of kappsamur lögreglumabur ab mati félaga hans? Tímamynd cs Nema hvaö ráöuneytiö sendi mig hingaö og taldi rétt aö ég hæfi störf aö nýju. Sýslumaðurinn tók mér opnum örmum, eins og hans var von og vísa, en afstrípaöi mig þó í leiðinni ef svo má segja. Ég hef aö vísu strípurnar og laun að- stoðaryfirlögregluþjóns, en enga stööu sem slíkur," sagöi Guö- mundur Jónsson. Hann sagöi aö í þessu máli væru aukaatriöin oröin aö aöalatriöum — um aöalatriöi málsins væri ekki fjallað. Sönnun- arbyröinni væri snúiö viö í þessu máli — þaö væri hans aö sanna aö hann heföi ekkert brotiö af sér. „Eitt er alveg ljóst í þessu máli, þaö var ekki ég sem ýtti þessu úr vör," sagöi Guömundur Jónsson aö lokum. ■ Óspennandi prófkjör sjálfstœöismanna \ Reykjaneskjördœmi um helgina: Þingmannslaunin freista ekki sannra sjálfstæöismanna IX mKYNN\N| 'S5' 7' / * 1 \\ M\ SÞA-°we Abeins níu sjálfstæbismenn í Reykjaneskjördæmi höfbu áhuga á ab komast á þing fyrir Sjálfstæöisflokkinn — fimm sitjandi þingmenn kjördæmis- ins og fjórir nýlibar. Áhugaleysiö er athyglisvert og óvenjulegt og gerir það aö verk- um að sjálfstæðismenn flykkjast ekki beinlínis á prófkjörsstaöina. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í tveim stærstu kjördæmum lands- ins, Reykjavík og Reykjanesi, þykja með eindæmum óspenn- andi. Árslaun til að komast á þing En áhugaleysiö er skýrt á ýmsan hátt. Fyrst og fremst er bent á ab eftirtekjan sé rýr á þingi. Þing- mannslaunin berstrípuð eru ein- hvers staöar í námunda viö 170 þúsund krónur á mánubi. Þing- störf gera engan ríkan. Þá er bent á þá miklu fjárhags- legu áhættu, sem frambob hefur í för meb sér. Þannig verja hinir yngri frambjóbendur í Reykjanesi allt ab 2 milljónum króna í kostn- ab vib ab komast inn á Alþingi ís- lendinga, nánast árslaunum þing- manns. Og enda þótt stubnings- menn reyni ab safna fé upp í kostnabinn, sem gengur oft illa, nægir þab ekki ævinlega til. Fram- bjóbandinn kann ab sitja uppi meb sárt ennib, án þingmanns- sætis, og meb talsverbar skuldir á bakinu. Þab er eblilegt ab margir álitlegir kandídatar heltist úr lest- inni og haldi ekki til prófkjörs. Eba eins og einn góbur sjálfstæb- ismabur sagbi: „Þab er ekki eftir miklu ab slægjast á Alþingi. Sann- ur sjálfstæbismabur grípur svona laun hvar sem er — og losnar vib argaþrasib og leibindin". I Reykjaneskjördæmi er kosib á laugardag á 13 stöbum í kjör- dæminu. Síbast þegar kosib var mættu 7 þúsund manns. Al- mennt er reiknab meb mun minni þátttöku nú, varla nema 3- 4 þúsund manns, ekki síst eftir af- ar dræma absókn ab prófkjörinu í Reykjavík um síbustu helgi. Toppar listans á Reykjanesi síb- ast, þau Ólafur G. Einarsson menntamálarábherra og Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, eru talin næsta örugg um sæti sín. Og þab þrátt fyrir ab þau leggi enga verulega vinnu í að verja sæti sín. Salome hefur ab vísu opnab kosn- ingaskrifstofu í Mosfellsbæ, en þab hefur rábherrann hins vegar ekki gert, en stubningsmenn hans og hann sjálfur hringja nokkub um kjördæmib og spjalla. Heimildarmenn sem rætt var vib spá ab bæbi Ólafur G. og Salome nái sætum sínum meb fylgi sem verbi „í sögulegu lágmarki". Reyndar var mjög sótt ab Salome um ab láta af þingmennsku. Hún lét sig hinsvegar ekki og óskabi eftir endurkjöri næsta vor. Hún segist ekki sjá neina ástæbu til ab hætta þingmennsku nú. „Starfs- þrek mitt er síst minna nú en þeg- ar ég hóf störf á Alþingi. Ég hef öblast dýrmæta reynslu sem ég vil nýta í þágu lands og þjóbar. Starfsferli mínum vil ég gjarnan ljúka á Alþingi og ef ég fæ til þess brautargengi verb ég stolt af því ab minn flokkur mun þá eiga konu í fyrsta sinn sem aldursfor- seta á Alþingi íslendinga," segir Salome sem varb 67 ára í júlí síb- astlibnum. Ólafur G. Einarsson hefur líka mætt andbyr í sínu byggbarlagi. En hann nýtur líka trausts margra góbra manna sem vilja sjá hann áfram á þingi. Þab munu þeir trú- lega fá ab sjá. Yngrl þingmenn verja sæti sín gegn „innrásum" Mun meira starf fer fram varbandi frambob yngra fóksins á listan- um. Þetta á vib þingmennina Árna Matthías Mathiesen, Hafn- arfirbi, Sigríbi Önnu Þórbardótt- ur, Mosfellsbæ, og Árna Ragnars Árnason, Keflavík. Þessi þrjú vita sem er ab mikið er í húfi ab verj- ast „innrás" nýlibanna fjögurra. Öll eru þau þó talin næsta trygg meb þingmannssæti, en jafn- framt ab einhver breyting geti orbib á röb þeirra á listanum. Margir tela ab Sigríbur Anna skjótist upp í 3. sætib. Bent hehir verib á ab stjórnmála- veldi Mathiesena í Hafnarfirbi, sem Matthías sjálfur stjórnar af mikilli röggsemi, sé ekld lengur það ósigrandi virki sem þab var forðum. í því sambandi er bent á hrakfarir Þorgils Óttars Mathiesen í bæjarstjprninni síöastliöiö vor. Honum var hafnaö. Slíkt er þó sagt aö sé ekki í myndinni varö- andi bróbur hans, Arna Matthías dýralækni. Fulltrúa Kópavogs er spáb vel Ofurhugarnir fjórir sem bjóba sig fram eru vel menntab fólk, þrennt meb góban bakgrunn úr starfi flokks síns, en sá fjórbi, vin- sæll bæjarstjóri Njarbvíkur til skamms tíma, en varla búinn ab fóta sig innan Sjálfstæþisflokks- ins. Hann er vanur mabur í pólit- ík óhábra borgara vestur í Ölafs- vík. Einna helst er bent á Sigurrósu Þorgrímsdóttur stjórnmálafræb- ing í Kópavogi, sem keppinaut um 5. sætib — og þá vib Árna Ragnar eba jafnvel Árna Matthías. Bent er á ab Kópavogur, hennar heimabær, er orbinn „blár bær" þar sem um 40% íbúanna kjósa Sjálfstæbisflokkinn í bæjarstjórn- arkosningum. Má búast vib mikl- um libsstyrk frá sjálfstæbisfólki í þessum næststærsta bæ landsins. Kristján Pálsson, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur unnib mikib ab frambobi sínu, og sagt ab honum hafi orbib vel ágengt. Kópavogs- menn senda honum þó kvebju sína í síbasta biabi sínu, Vogum. Halldór Jónsson, forstjóri Steypu- stöbvarinnar, segir ab stubningur sinn vib Kristján í prófkjörinu hafi ekki verib bundinn vib 3. til 4. sætib á listanum eins og lesa má í kosningabæklingi Kristjáns. Varar Halldór vib sjálfum sér sem mebmælanda í prófkjöri og í pól- itík sé hann meb óheppnustu mönnum. „Mínir kandídatar dúmpa venjulega en hinir vinna! Þetta byrjabi eiginlega meb séra Bjarna og hefur haldist nokkub óslitib síðan. Menn á framabraut ættu því ekki aö vera aö rella í mér um stuðning," segir Halldór. Um ungu frambjóbendurna Stef- án Þ. Tómasson, Grindavík og Viktor B. Kjartansson, Keflavík, er ekki gott ab spá. En víst er að mik- ib er unnib fyrir Viktor af ungum sjálfstæöismönnum í Valhöll. Og Stefán á góöa ætt ab baki sér. Tómas Þorvaldsson, mógúll stab- arins, er faðir hans, og kann sitt- hvab fyrir sér í pólitískum ref- skákum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.