Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 2
2 Mw Mi&vikudagur 23. nóvember 1994 Tíminn spyr,.. Eru deilur Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Jóhönnu Sigur&ardótt- ur á einhvern hátt dómur um ab félagshyggjuöflin geti ekki unnib saman? (Spurt á Alþingi) Páll Pétursson: „Ég held að þeirra tilburðir til að reyna að láta félagshygguöfl- in starfa saman hafi verib á mjög óraunhæfum grundvelli. Þau þykjast hafa verið í ein- hverju tilhugalífi í sumar. Nú er slitnað upp úr því. Samstarf fé- lagshyggjuaflanna verður að byggjast á einhverju öðru en að búa til kóng úr Olafi Ragnari, eða drottningu úr Jóhönnu Sig- urðardóttur." ÁrniJohnsen: „Þetta eru engin söguleg orba- skipti. Reynslan hefur sýnt ab fólk úr þessum röðum á ákaf- lega erfitt með að treysta hvert öðru. Það eru allir að sérsníöa eitthvaö eftir sínum vexti. Pól- itíkin virðist ekki vera almenn umhyggja fyrir velferð fólks, heldur eitthvað persónulegt. Þab kemur glögglega fram, bæði hjá Ólafi Ragnari og Jó- hönnu, ab það eru persónurnar sem skipta miklu meira máli en málstaðurinn." Guðmundur Bjarnason: „Þetta þarf ekki að vera nein vísbending um að þessi stjórn- málaöfl geti ekki unnið saman að loknum kosningum. Hins vegar er undarlegt hvernig þetta kemur upp núna. Einstak- lingar hafa verið að tala saman um sameiginlegt frambob, en þegar brotalöm verbur á spara menn ekki stóru orðin. Sá er aubvitað fyrst og fremst dóm- urinn um þessa einstaklinga." Grétar Guömundsson, rekstrarstjóri hjá Húsnœöisstofnun: Alltof lág laun eru helsta orsök vanskila í húsbréfakerfinu „Það er gert of mikið úr vanskil- um í húsbréfakerfinu. Stjórn- málamenn og aðrir hafa verib ab magna þessi vanskil upp og nefna jafnvel tölur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég er ekki að gera lítið úr alvöru málsins. Vanskil eru alvarlegt vandamál, en þau eru ekki bundin við húsnæðiskerfiö í landinu eða húsbréfin. Vanskil- in eru alls staðar í þjóðfélaginu og ég er hér með blaðafrétt þar sem sagt er frá 250 milljón króna vanskilum sem Hitaveita Reykjavíkur stendur frammi fyr- ir, eða 9% af útistandandi kröf- um þess fyrirtækis. Vanskil í húsbréfakerfinu nema nú rúm- um 700 milljónum eba í kring- um 20% af kröfum, og þab væri svona álíka viturlegt að halda því fram aö þau vanskil væru af- leiðing þess að húsbréfakerfið virkaði ekki og að kenna því um að vanskilin við hitaveituna stafi af því að hitaveitukerfið sé slæmt, þegar allir vita að við bú- um við besta og hagkvæmasta húsahitunarkerfi í heimi," segir Grétar Guömundsson, rekstrar- stjóri hjá Húsnæðisstofnun rík- isins, sem eflaust er sá er besta yfirsýn hefur yfir húsnæðismál jandsmanna. Hann ýtti ráðgjaf- arkerfinu hjá Húsnæðisstofnun úr vör 1985 og var um tíma ab- stoöarmaður félagsmálaráb- herra. „Sá vandi sem húsbréfakerfið á við að etja, svo og hitaveitan og yfirleitt hver einasta stofnun eða fyrirtæki sem á viöskipti viö launafólk í þessu landi, er fólg- inn í því ab of margt fólk fær endana ekki til að ná saman fjárhagslega. Fólkið er á alltof lágum launum, þab er sú ein- falda staðreynd sem við stönd- um frammi fyrir og kaupgeta þess hefur lækkað til muna á síðustu árum." -Gífurleg aukning hefur orðið á svokölluðu félagslegu húsnceði á undanfómum ámm og sú gagn- rýni er nú uppi að hið opinbera sé beinlínis að ýta fólki út í hið fé- lagslega húsnœðiskerfi. Hver er þín skoðun á því? „Þetta er að mínu mati ekki Grétar Guðmundsson. rétt. Til að skoða þetta í sam- hengi þarf að bera saman þau kerfi sem við höfum búið við undanfarin ár. Þjóðfélagsgerðin hefur verið að breytast og þeim hefur fjölgað sem hafa ekki bol- magn til að koma yfir sig eigin húsnæbi á almennum markaði. Það er staðreynd að nú er mun auðveldara að kaupa húsnæbi en var t.d. 1988. Hin stóra breyting frá kerfinu eins og það var 1986 er sú að nú ákvebur hið opinbera ekki hvenær fólk fer út í fasteignakaup eins og þá var. Kerfið er miklu raunhæfara nú en það var áður, þó svo að það hafi e.t.v. orbib til þess að fleiri búi í húsnæði sem ab ein- hverju leyti er á vegum hins fé- lagslega kerfis. Það endurspeglar þá bara raunsannari mynd, en að þeir sem fara með stjórn hús- næðismála í landinu séu ab ýta fólki út í félagslega kerfiö, það tel ég ab sé fjarri öllu lagi." -Brögð em að því, einkum úti á landi, að félagslega húsnœðið sé svo dýrt að margir séu nú að flýja úr því og út á hinn almenna mark- að. „Já, það eru brögð að þessu, en það stafar fremur af því ab markaðsverð húsnæðis á sum- um stöðum er orðið svo lágt ab það er komið langt niður fyrir kostnaðarverð húsnæðisins og verðlagið á hinum almenna markaði fer mjög eftir atvinnu- ástandi á stöðunum. Byggingar- kostnaður er það sem ræbur verði félagslegra íbúba. Þab verður þó að segjast eins og er að sveitarfélög hafa víða gengið of langt í því að byggja félags- ■legt húsnæbi án þess að þörf fyr- ir það væri fyrir hendi." -Talsvert er rœtt um að hœkka þurfi lánshlutfallið í almenna húsnceðiskerfinu og lengja láns- tímann þannig að greiðslubyrði lœkki og fólki sé þar með auðveld- að að koma yfir sig þaki. Hver er þín afstaða til þessara tillagna? „Ég er sammála því að láns- hlutfall húsbréfanna þurfi ab hækka, upp í 75 eba jafnvel 80%, í stab þeirra 65% sem þab hefur verið í síðan húsbréfakerf- ið var tekið í notkun. Hins veg- ar er ég ekki fylgjandi því að lengja lánstímann. Ég er þeirrar skoöunar að þá yrði erfiðara ab koma húsbréfum á markað og þá væri líka hætta á því að af- föllin hækkuðu. Hækkun láns- hlutfallsins mundi aftur á móti auðvelda íbúðakaup verulega og væntanlega gera þann herslu- mun sem þarf að stefna að. -Er eitthvað aðgerast í því máli? Má aetla að til slíkrar hcekkunar komi í náinni framtíð? „Mér vitanlega er ekkert sér- stakt að gerast í því. Þetta yrði pólitísk ákvörðun en hvenær eða hvort hún verður tekin get ég ekki sagt til um." -Ýmsir álíta að fjármögnun íbúðarhúsnceðis eigi heima í bankakerfinu og hið oþinbera eigi ekki að halda úti sérstakri stofhun til að annast þessa umsýslu. „Það er rétt að vilji er fyrir því hjá sumum að beina þessum málaflokki inn í bankakerfið, eins og hverjum öðrum við- skiptum. Með því eru ýmis rök. Ég efast þó um að af þessu verbi í fyrirsjáanlegri framtíð, þó ekki væri nema af því að það hefði áreiðanlega í för með sér hækk- un vaxta af húsnæðislánum." -Nú hafa gengið í gildi breyttar reglur um greiðslumat vegna hús- bréfalána. Em skilyrðin að verða strangari en fyrr? „Þab tekur tíma fyrir nýtt kerfi að festast í sessi og síðan húsbréfakerfið var tekið upp hefur þaö tekið ýmsum breyt- ingum sem ég heíd að allar hafi orðið til bóta. Nýjasta breyting- in varðar greiðslumatið sem er algjör forsenda þess að hægt sé að veita húsbréfalán. Nú er ver- ið að setja strangari skilyrbi í sambandi við ýmsa þætti mats- ins og tilgangurinn er sá ab færri lántakendur en veriö hefur þurfi ab standa frammi fyrir því ab ráða ekki við afborganir á lánunum. Fram til þessa hefur verið miðað við að afborganir fari ekki yfir 20% af heildar- launum, en í hinum nýju vinnureglum um greiðslumatib hefur þetta hlutfall verið lækk- að niður í 18%. Ástæðan er ekki sú að opinbera kerfið sé aö kippa að sér hendinni og skera niður lánveitingar. Reynslan hefur kennt okkur að það sé rétt ab taka á þennan hátt betur til- lit til ófyrirséðra atvika sem upp geta komið hjá lántakendum. Kaupgetan hefur einfaldlega farið minnkandi af því að tekj- urnar hafa lækkað. Þetta er stab- reynd sem ekki er hægt að líta fram hjá en tekjur stjórnast af ýmsu öðru en launatöxtum. Hækkun persónuafsláttar og lægri staðgreiðsluprósenta gætu til að mynda orðið til þess að vega verulega upp á móti minnkandi kaupmætti, þannig að ýmsar leiðir eru til að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði og búa við þab sjálf- sagöa öryggi sem því fylgir," segir Grétar Guðmundsson. -Á.R. 'Ö0GG! MÐ FR F//VS G0TT T/Ð VERF) BÆÐ/ UNGUR OG HRFUSTUR UM ÞFSSHR MUND/R, BOGG/ M/NN. MHÐUR MÉ) ERK/ E/NU S/NNI EÓTBROTNH ! > n9*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.