Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 7
Mibvikudagur 23. nóvember 1994 Hestar í útigangi Algengt er ab hross, sem ganga úti að vetrarlagi, fái svokallaða holdhnjúska eða hold- hnjósku, eins og sumir nefna þennan húðsjúkdóm. Það er því rétt fyrir hestaeigendur að kanna hvernig þessu er háttað með þeirra eigin hross. í Hestaheilsu, bók Helga Sig- urðssonar dýralæknis um hrossasjúkdóma, er fjallað um holdhnjóskuna og hefur hann góðfúslega veitt HESTAMÓT- UM leyfi til aö birta þann kafla og fer hann hér á eftir: Hóldhnjóska Tíðni þessa kvilla er mest á haustin og veturna í votviðra- sömu tíðarfari, þegar skiptast á rigningar og kuldi. Kvillinn er algengari sunn- anlands vegna veðurlags, en er þó þekktur alls staðar á land- inu. Þá er reynsla fyrir því að hestar, sem aldir eru upp norðanlands, séu viðkvæmari fyrir haustveðrum fyrstu árin sunnanlands og hættir frekar til að fá holdhnjósku. Einnig eru dæmi um hesta sem aldrei virðast þola útigang. Orsakir Holdhnjóska eru hrúður og sár sem koma á hross, einkum lend og hrygg. Orsakir kvillans eru þær að hestar eru sífellt holdvotir í rysjóttu vebri. Þeg- ar skiptist á votviðrasamt veð- ur og stuttir frostkaflar er voð- inn vís. Efsta lag yfirhúðarinn- ar blotnar og eyðileggst smám saman af rakanum. Leðurhúð- in, sem sér um viðhald hita í líkamanum, verður varnarlítil fyrir kuldanum og fitukirtlarn- ir veita fitu til varnar út á yfir- borð líkamans. Útferðin verð- ur að hrúðrum á yfirborðinu HEJTA- / MOT 4§ KÁRI ARNÓRS- SON 1 og klístrast föst við hárin. Þá má vera að hin snögga skipt- ing milli hita og kulda hér á landi eigi sinn þátt í ab lama starfsemi fitukirtlanna, þannig að þeir haldist galopnir. Einnig er hárafar hestanna mismunandi gisið og langt. Að baki þessu liggja í sumum til- fellum erfðafræðilegir þættir sem vert væri að athuga. Einkenni Eins og ábur segir eru ein- kennin,hrúður sem myndast á yfirborði húðar á lend og Huga þarf ab hrossum í útigangi. hrygg, en geta komið víðar á líkamann. Hrúðrið situr fast í hámnum og þegar mikið kveður að kvillanum em hrúðrin oft í stórum flákum. Séu þau rifin af er kvikan ber undir. Hestarnir verða kulvísir Aöalfundur Fáks: Sveinn Fjeldsted kjörinn formaður og leggja fljótt af. Vika til eða frá getur skipt sköpum. Hross- um, sem eru ab leggja af, ann- að hvort vegna hagleysu eða annarra ástæbna, er hættara vib en öðrum hrossum að fá holdhnjósku. Meðferð Mikilvægast varðandi hold- hnjósku er að hrossin hafi gott skjól. Sérstaklega er þetta mik- ilvægt þar sem flatlent er og skjóllítið. Á þessum stöðum er nauðsynlegt að byggja skýli eða skjólvegg svo hrossin geti leitað þangað í vondum veðr- um. Kostnaðurinn sem í þessu er fólginn er lítill miðað við þann fóöurkostnaö sem þarf til að fita hest sem hefur lagt verulega af í kjölfar hold- hnjósku. Opin hús eða byrgi þar sem hrossin geta farið inn eru þó það besta. Til að verjast holdhnjósku, sérstaklega á hrossum sem er hættara en öðmm, er hægt að bera parafínolíu eða abra mjúka feiti á hrygg og lend. Hins veg- ar ber að varast að bera of mik- ið á bakið, því það getur valdiö útbreiddum sárum þegar frjósa saman olía og hár. Sé útbreiösla holdhnjósku mikil þarf að taka hestana á hús og það fyrr en seinna, því vika til eða frá getur skipt miklu máli. Hestar með hold- hnjósku geta á skömmum tíma lagt mikið af. Holdhnjóska er lengi að hverfa, en þegar frá líður lyft- ast hrúðrin þegar hárin vaxa og grær smám saman undir þeim. Ekki er ráðlegt að skafa hrúðrin af, því þá myndast sár. Betra er að reyna ab mýkja þau smám saman upp á löngum tíma með parafínolíu eða annarri mjúkri olíu. Þá er hægt að örva hárvöxtinn með vítamíngjöf og einnig með því að gefa bíótín, sem virkar hvetjandi á allan hornvöxt og þar með talið ysta hornlag húbarinnar og hárvöxtinn. Holdhnjóska á hryggnum get- ur valdib vandræbum í sam- bandi vib notkun, því hætta er á að hnakkurinn særi húðina meira en góðu hófi gegnir. Því er mikilvægt að byrja strax að mýkja þessi hrúður upp eftir aö hestar koma á hús, en gæta verður þess að ekki komi sár. ■ Aðalfundur Hestamannafé- lagsins Fáks var haldinn síð- astliðinn miðvikudag 16. nóv- ember. Fundurinn var mjög vel sóttur og sýnir mikinn sóknarkraft í félaginu. Fráfar- andi stjórn gerbi grein fyrir starfinu á liðnu starfsári. Hag- ur félagsiris hefur batnað til muna, þrátt fyrir allnokkrar framkvæmdir. Keppendum á vegum Fáks farnaðist vel á Hestaíþróttamabur ársins: Sigurbjörn Bárbarson, margfaldur meistari. Sigurbjörn ósigraður Á þessari uppskeruhátíð var til- kynnt um hver hlotið heföi titil- inn Hestaíþróttamaður ársins. Það var að þessu sinni, sem reyndar í ótal mörg skipti önnur, Sigur- björn Bárðarson úr Fáki. Mönn- um er í fersku minni þegar Sigur- björn hlaut í fyrra titilinn íþrótta- maður ársins. Hann var þá sá elsti sem þennan titil hafði hlotið. Sú útnefning var mikil viðurkenning fyrir hestaíþróttina og jafnframt mikil lyftistöng. Síðan þá hefur Sigurbjörn hlotið miklar þakkir frá hestamönnum við ýmis tæki- færi. En hann lætur ekki deigan síga, eins og fram kom á uppskeruhá- tíðinni þegar formaöur Hesta- íþróttasambandsins, Jón Albert Sigurbjörnsson, lýsti kjöri hans. stórmótum liðins keppnis- tímabils og mikil notkun hef- ur verið á svæði Fáks í Víðidal. Nokkub hefur áunnist í reið- vegamálum, þó þar þurfi að gera mun betur. Borgaryfir- völd og Vegagerðin virbast þó vera að taka ögn við sér í þess- um efnum. Viðar Halldórsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku, en hann hefur verið formaður Fáks nokkur undanfarin ár. Voru honum þökkuð góð og óeigingjörn störf í þágu félagsins, sem og Rögnu Bogadóttur, konu hans, sem unnið hefur mjög ötullega fyrir félagið. Jóhanna Arngrímsdóttir meðstjórnandi lét einnig af störfum og hlaut hún þakkir fyrir sitt framlag. Formaður var kjörinn Sveinn Fjeldsted, sem áður var gjaldkeri félagsins. í aðalstjórn Fáks í stab Jóhönnu var kjör- inn Bragi Ásgeirsson. Samþykkt var á fundinum tillaga þar sem þess er eindreg- ið farið á leit að íþróttadeild Fáks eignist Reiðhöllina með sömu kjörum og önnur í- þróttafélög eignast sín íþrótta- hús, þ.e. Reykjavíkurborg leggi fram 80% og íþróttadeildin 20%. Á þessu ári keypti borgin Reiðhöllina og er þess nú að vænta ab hún afhendi hana íþróttadeild Fáks með framan- greindum skilmálum. Á fimmtudaginn 24. nóvem- ber verður Sigurður Haralds- son, fyrrum hrossabóndi í Kirkjubæ, með erindi um hrossarækt í Félagsheimili Fáks og hefst það klukkan 20.30. Erindib er flutt á vegum fræðslunefndar Fáks. ■ KYNBOTAHORNIÐ Gustur frá Hóli II fékk 10 fyrir vilja. Knapi Ragnar Ingólfsson. Vilji 6.5 og lægra -Leti; svo mikiö viljaleysi að það stendur afköstum á gangi stór- lega fyrir þrifum, hrossið tekur ekki hvatningu. 7,0 -Þungur vilji; hrossið nær ekki afköstum á gangi nema fyrir mjög afgerandi hvatningu. 7.5 -Þokkalegur vilji; hrossið nær afköstum á gangi, en þarf nokkra hvatningu til þess. 8,0 -Reiðvilji; hrossiö nær fullum afköstum á gangi við nokkra hvatn- ingu, ekki ásækið. 8(5 -Ásækni; hrossið nær fullum afköstum á gangi við óverulega hvatningu. 9,0 -Hörb ásækni; hrossið spinnur sig upp til afkasta. 9,5-10 -Fjör.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.