Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 23. nóvember 1994 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Knattspyrnuráö Keflavíkur: Hörb vibbrögb viö myndbanda- leigu Þær hugmyndir knatt- spyrnuráðs Keflavíkur aö opna myndbandaleigu í íþróttavallarhúsinu hafa vakið hörö viðbrögö eigenda mynd- bandaleiga í Keflavík. Þórir Tello, eigandi myndbanda- leigunnar Studeo, segir að meö þessu sé knattspyrnuráð að reka rýting í bak þeirra. Jó- hannes Ellertsson, formaður knattspyrnuráðs, segir að þeir séu aö efla rekstur samhliða lottó- og getraunaseðlasölu sem hafi dregist saman vegna aukinnar samkeppni á þeim markaði. Knattspyrnuráð Keflavíkur hefur ákveðið að opna mynd- bandaleigu í íþróttahúsinu við Hringbraut 25. nóvember nk. og mun knattspyrnuráð fá eldri myndbönd ókeypis frá Bónusvídeó í Reykjavík og jafnframt kaupa myndbönd í samvinnu við þá myndbanda- leigu. Jóhannes Ellertsson, segir í samtali að ekki sé verið aö færa viðskipti til Reykjavík- ur. Þeir séu að stofna mynd- bandaleigu og vilji með því styrkja reksturinn í nýja vall- arhúsinu samhliða iottósöl- unni, en hún hefur dregist saman vegna aukinnar sam- keppni. Eigendur mynd- bandaleiga telja aftur á móti óeðlilegt að knattspyrnuráö sé að fara út í slíkan rekstur í samkeppni viö þá. Fyrirtæki hafi stutt við bakið á' knatt- spyrnuráði og því séu þeir að koma aftan aö þeim nú, eins og Þórir í Studeo segir. Margir í verslunarrekstri eru þeirrar skoðunar að knatt- spyrnuráð sé með þessu að beina fjáröflunum sínum inn á samkeppni við fyrirtæki á svæöinu. Er því nokkur urgur í mönnum vegna málsins. Um 50 manns á stofnfundi nýbúa Um 50 manns frá níu þjóð- löndum mættu á undirbún- ingsfund að stofnun félags ný- búa á Suðurnesjum, sem hald- inn var fyrir skömmu. Undir- búningur hefur staðið um nokkurt skeið aö stofnun fé- lagsins og kom fram á fundin- um mikill áhugi á meðal ný- búa um stofnun félagsins. Valin var undirbúningsnefnd til að vinna frekar aö málinu og eiga sæti í henni Margeir Guðmundsson, Stephen Bust- os, Marisa Sicat og John Spencer. Gert er ráð fyrir að stjóm verði komin á í janúar. CHI EGILSSTÖÐUM Ný prjónastofa tekur til starfa Ný prjónastofa, Dyngja hf., hefur tekiö til starfa á Egils- stööum. Prjónastofan hefur tekið á leigu húsnæði og tæki sem eru í eigu Egilsstaðabæjar. Við fyrirtækið vinna þrjár manneskjur í fullu starfi. Unnið hefur verið að þróun framleiðsluvöru og öflun markaða og hefur einn af eig- endunum, Sigurður Guðjóns- son, unnið að markaðsmálum erlendis. Þá hefur hönnuður hannað nýja línu í prjónafatnaði fyrir fyrirtækið og er nú verið að framleiða sýnishorn, sem send verða væntanlegum kaupendum með vorinu, m.a. til Noregs. Einnig hafa náðst samningar um sölu á prjón- aðri voð til Rússlands og gera forsvarsnenn sér vonir um frekari viðskipti við Rússa í framtíðinni. Að sögn Ástu Sigfúsdóttur, stjórnarformanns Dyngju hf., er stefnt að því aö hlutafé verði 9 milljónir. Eigendur em bæði fyrirtæki og einstakling- ar. Ef vel gengur að afla mark- aða, segist Ásta gera sér vonir um að fyrirtækið geti í fram- tíðinni veitt á öðrum tug manna atvinnu. Blönduóss. Æft hefur verið linnulaust síðan í september og taka 40- 50 manns þátt í sýningunni. Með helstu hlutverk fara Helga Andrésdóttir sem leikur Uglu, Búi Árland er leikinn af Sturlu Þórðarsyni og Kristín Helga Andrésdóttir í hlutverki Uglu og Cuömundur Karl Ellerts- son íhlutverki ástmanns hennar. Guöjónsdóttir leikur konu hans. Guðmundur Karl Ellertsson er formaður leikfélagsins. Hann segir Atómstöðina mjög skemmtilegt leikverk. „Ég bjóst við að þetta væri svolítiö þungt verk, en það er nú eitt- hvað annað. Þetta er þrumu- góð leikgerð hjá Bríeti og full af húmor," segir Guðmundur Karl. SAUÐARKROKI Leikfélag Blönduóss: Sýnír Atómstöb- ina í tilefni 50 ára afmælis fé- lagsins Sl. laugardag frumsýndi Leikfélag Blönduóss Atóm- stööina eftir Halldór Laxness við leikgerð Bríetar Héðins- dóttur. Atómstöðin varð fyrir valinu sem afmælisverk, en um þessar mundir er haldið upp á 50 ára afmæli Leikfélags AKUREYRI Anton Ingvason stýrimabur um Hágangsdóminn: Fer ekki sjálfvilj- ugur í fangelsi í Noregi Síöastliðinn fimmtudag dæmdi undirréttur í Noregi Anton Ingvason á Dalvík, stýrimann á Hágangi II, í eins mánaöar óskilorðsbundiö varðhald vegna meintrar ólög- legrar notkunar hans á skot- vopni á Svalbarðasvæðinu á liðnu sumri. Anton gerir ráð fyrir að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Mér finnst allt þetta mál hið undarlegasta. Norðmenn- irnir eru meö buxurnar niðr- um sig í þessu. Málarekstur- inn í Noregi var þess eölis aö þaö var alveg greinilegt að þeir ætluðu sér að hengja ein- hvern. Það var öllum atriðum sleppt sem voru mér til hags- bóta." — Áttu von á því að fara í fangelsi í Noregi? „Nei, ég á ekkert frekar von á því. Þaö eru miklar líkur á að máliö fari fyrir annað dómsstig og ég trúi því ekki að ég fari í fangelsi. Eg tel að ég hafi ekki gert neitt rangt. Ég fer ekki sjálfviljugur í fang- elsi, það verður þá að fram- selja mig. Og ef íslensk stjórn- vöíd framselja mig, þá lít ég svo á að þau séu að viður- kenna yfirráð Norðmanna á hafsvæðinu þarna norður frá," segir Anton. Fundarmenn voru af ýmsu þjóöerni. Bújöfur hefur umboö fyrir hinar fmnsku Valmet- dráttarvélar. Þorgeir Orn Elíasson: Tryggb hefur veriö veraleg verðlækkun Bújöfur hf. er umbobsabili fyrir finnsku Valmet-dráttarvélarn- ar, en þær eru framleiddar af SlSU-Valmet verksmibjunum. Þorgeir Örn Elíasson, fram- kvæmdastjóri Bújöfurs, segir alltaf erfitt ab kynna nýjar vél- ar á jafn hörbum markabi og hér á landi, þrátt fyrir ab byrj- unin lofi góbu. Nýlega hafi tek- ist ab fá fram verblækkun á þessum vélum, sem nemur á bilinu 150-200 þúsund, og leggur Þorgeir áherslu á ab pantanir, sem koma eigi til af- greibslu í ár, þurfi ab berast fyrir vikulokin. Sögu Valmet-vélanna má rekja allt til ársins 1913, með fram- leiðslu Bolinder Munktell og síð- ar BM Volvo, og má því segja að um áttatíu ára þróunarstarf liggi að baki þeirri vél sem fyrirtækið framleiðir í dag. Þorgeir segir Val- met-vélarnar hafa fengið góðar móttökur hér á landi og þab megi fyrst og fremst rekja til þess að vélarnar eru framleiddar á Noröurlöndum, nánar tiltekið í Finnlandi, fyrir norrænar að- stæður. Þar er tekið mib af veður- fari og landslagi því sem við bú- um viö. Á henni eru engir hlutir sem standa niður undan vélun- um, s.s. drifskaft, olíutankar o.fl., og hún á því auðvelt með aö komast yfir óslétt land. Fyrstu vélarnar, sem pantaðar voru af viðskiptavinum Bújöfurs, voru afhentar í febrúar á síðast- liönu ári, og þar sem þær hafa komiö og verið notaðar hafa þær að sögn Þorgeirs vakið mikla at- hygli og „smitaö" út frá sér. Nú hafa verib afgreiddar vélar allt frá Þingeyjarsýslum og allt vestur í Dali og segir Þorgeir aö pantanir séu nú að berast úr Borgarfirði og af Suðurlandi, en þangað hefur abeins ein vél verið afgreidd fram að þessu. SlSU-Valmet eru mjög öflugir mótoraframleiöendur og fram- leiða vélar í nokkrar tegundir dráttarvéla auk Valmet og má þar nefna t.d. Massey-Ferguson, Steyr og fleiri, auk þess sem þær eru í mörgum öbmm landbúnaðarvél- Þorgeir Örn Elíasson hjá Bújöfri. um og bátavélum. Þorgeir segir það ekki nokkra spurningu að Valmet-dráttarvél- in eigi góba möguleika á þessum harða markabi hér á landi. „Það eru margir bændur sem hafa fylgst vel með þróun á þessu svibi erlendis og þeir hafa komið auga á kosti þessara véla. Þeir hafa tekið þessu tækifæri opnum örmum, og miðað við vibtökurn- ar er ekki nokkur vafi á því að Valmet-dráttarvélin mun verða leibandi í sölu á næstu árum," segir Þorgeir. Hann segir það hafa háb sölu, að ekki hafi verið fyrirliggjandi varahlutalager í landinu, sem hafi numið eitthverju öðru en rúmast í góöum kassa. Á þessu er verið ab ráða bót með samningi við fyrirtæki, sem sérhæfa sig í þjónustu og varahlutasölu. Þjón- ustusamningar hafa verið gerbir á viðkomandi svæðúm eftir að sala hefur farið fram, og þá í sam- ráði við kaupendur. Aðal varahlutalager Valmet fyr- ir Norðurlönd og Mið-Evrópu er í Danmörku. Þar er legið með mik- ið úrval varahluta, en þessi lager þjónar einnig BM Volvo-vélun- um. Þangað er flogib tvisvar til þrisvar á dag og flug-póstsending er orðinn ótrúlega ódýr kostur og fljótvirkur. Vald örlaganna meö Kristjáni jóhannssyni aftur á fjalirnar: Átta sýningar eftir og uppselt á margar Fyrsta sýningin af átta í seinni lotu uppfærslu Þjóbleikhússins á Valdi örlaganna eftir Verdi, verbur á föstudagskvödlib. Átta sýningar eru framundan, en sú síbasta 10. desember. Þegar er uppselt á nokkrar sýningar, en einhver laus sæti á öbrum. Má reikna meb ab allir mibar selj- ist fljótt. Hefur Vald örlaganna þá verib sýnt 16 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi. Kristján Jóhannsson syngur hlutverk Alvaró á öllum sýn- ingunum eins og hann gerbi fyrr í haust og gerði reyndar meö miklum glæsibrag. Með önnur hlutverk fara þau Trond Halstein Moe og Keith Reed, sem syngja til skiptis Carlos, með hlutverk Leónóru fara þær Elín Ósk Óskarsdóttir og Ingi- björg Marteinsdóttir, en Elín Ósk hlaut afar góða dóma fyrir túlkun sína og söng. í minni hlutverkum verða líka söngv- araskipti, eins og var í fyrri lot- unni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.