Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 23. nóvember 1994 WVmvwu 9 UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND Svona er umhorfs í sérhœfbu þvottahúsi í Donetsk í Úkraínu þegar þvottakonurnar draga tau sem hefur komist í snertingu vib geislavirk efni út úr sérhannabri þvottavél. Til frekara öryggis er farib meb leitartæki yfir tauib ábur en gengib er frá því. Blóðblettir í skúmum upplýstu morðið Lundúnum - Reuter 46 ára læknir frá Jórdaníu hef- ur verið dæmur í lífstíðarfang- elsi fyrir morð á konu sinni. Lík konunnar, sem hét Laura May, hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit, en þrátt fyrir það að helsta sönnunargagnið skorti varð undarleg tilviljun til þess að glæpurinn komst upp og hægt var að dæma manninn. Skömmu áður en konan hvarf sporlaust tók Hassan Shatanawi, en svo heitir lækn- irinn, á leigu garðholu í ná- munda við heimili sitt í Newc- astle. Þar reisti hann verkfæra- skúr en viku eftir að konan hvarf réð hann verkamann til að rífa skúrinn og greiddi hon- um 10 pund fyrir að sjá um niðurrifið. Verkamaðurinn vildi drýgja hýruna og í stab þess að rífa skúrinn brá hann á það ráð að selja hann nágranna sínum. Það var nýi skúreigandinn sem sá að ekki var allt með felldu varðandi þetta mannvirki. Hann fann blóðbletti og hár- flygsur inni í skúrnum og sneri sér til Iögreglunnar og þá var ekki að sökum að spyrja. Rétt- arlæknar sýndu þegar fram á það að blóðið var úr Lauru May. ■ Manntjón í eldgosi á Jövu Jakarta - Reuter Að minnsta kosti tólf manns hafa látið lífið síðan eldfjallið Merapi á eynni Jövu hóf að gjósa á þriðjudagsmorgun. Yf- ir hundrað hafa slasast og margir þeirra alvarlega. Fjallið gnæfir yfir borginni Yogyak- arta og spýr nú eldi og eimyrju yfir byggðir og bú. Svo mikið er öskufallið að víða á Jövu var myrkur um miðjan dag. Mikil eldvirkni er á mörgum eyjum í Indónesíu, en Merapi, sem merkir ekki annað en „eldfjall" er einhver virkasta eldstöð heims. Hrikalegasta gos þar á síðari árum varð 1930 en þá fórust um 1.300 manns. Já-menn í Noregi: Veröa a& fá 2/3 af efasemdar- mönnunum Lokaspretturinn stendur nú yfir í áróðursstríbi já- og nei- manna í Noregi. Já-menn þurfa aö vinna minnst tvo af þrem efasemdarmönnum á sitt band fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Evrópusambandsaðild Norömanna. Kjörib verður á sunnudag. Nú eru um það bil 300 þús- und kjósendur óákveðnir og um þá stendur slagurinn. Skoöana- kannanir hafa til þessa sýnt til- hneigingar í þá átt að þeir óákveðnu kjósendur sem mæta á kjörstað muni skiptast til helminga. Það mundi þýða að Noregur hafnaði Evrópusam- bandinu. Skobanakannanir hafa enn sem komið er verið gleðifréttir fyrir nei- fólkið, en munurinn í þeim oft lítill og aö mati sér- fræðinga vart marktækur. ■ Hagstofa íslands — Þjóðskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnib að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mik- ilvægt er ab lögheimili sé rétt skráb í þjóbskrá. Hvab er lögheimili? Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá staður þar sem mabur hefur fasta búsetu. Hvab er föst búseta? Föst búseta er sá stabur þar sem mabur hefur bækistöb sína, dvelst ab jafnabi í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstabur hans er. Þetta þýðir ab lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvab er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferba og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þarafleibandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihús- um, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígbri sambúb ab vera skráb? Séu þessir abilar samvistum, eiga þeir ab hafa sama lögheim- ili. Hvab barnafólk varbar er reglan sú ab dvelji annar hvor abilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna at- vinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráb hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á ab tilkynna innan 7 daga frá flutn- ingi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands — Þjóbskrár eba lögregluvarbstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerbum eybublöbum. Hagstofa íslands — Þjóbskrá Skuggasundi 3 150 Reykjavík Sími: 91-609850 Bréfasími: 91-623312 3% hagvexti spáö í ESB næstu tvö ár Brussel - Reuter Evrópusambandið birtir í dag nýja efnahagsspá þar sem gert er ráð fyrir 3% hagvexti í ab- ildarríkjunum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að árið 1996 verði einnig um 3% hagvöxt að ræða, en á þessu ári er hann 2.5%. Henning Christophersen, framkvæmdastjóri efnahags- sviös ESB, lét þess getið fyrir skemmstu að útlit væri fyrir 3% hagvöxt 1995 en vildi þá ekki nefna neina tölu fyrir 1996. Hagvöxtur í ESB-ríkjum dróst saman um 0.3% árib 1993. ■ „Svartur kassi" um borö í ferjur? Brussel - Reuter Samgönguráðherrar Evrópu- bandalagsinsætla að herða til muna öryggiskröfur um borð í ferjum sem gerðar eru út frá evrópskum höfnum. Ráðherr- arnir birtu í dag yfirlýsingu um að í ljósi hins hörmulega ferjuslyss er Estonia sökk meb meir en 900 manns innan- borðs sé nauðsynlegt að end- urskoða hæfni og ábyrgð fyrir- tækja sem reka ferjurnar, svo og áhafnanna, um leið og yfir- fara þurfi frá grunni allt er lýt- ur að hönnun og búnabi. Tillögur samgöngurábherr- anna eru víðtækar og fela m.a. í sér að rannsakað verði hvort ekki sé ástæba til að hafa „svartan kassa" eins og þá sem eru í flugvélum, um borð í ferj- um. / SKEMMTILEG BOK A LAGMARKS VERDI Sendiherra á sagnabekk eftir dr. Hannes Jónsson fv. sendiherra. Segir frá innlendum og erlendum mönnum og mál- efnum úr reynsluheimi höfundar á löngum ferli diplómatsins. Full af fróð- legum og skemmtilegum frásögnum. Hulunni flett af utanrikisþjónustunni og ævintýmm landans, sem leitar til sendiráðanna vegna ótrúlegustu vandamála og klandurs. Alcraseli 22 - 109 Reykjavík - Sími 75352

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.