Tíminn - 24.11.1994, Side 3

Tíminn - 24.11.1994, Side 3
Fimmtudagur 24. nóvember 1994 8Mmi 3 Rábskona verktaka sem fór á hausinn sér fram á ab þurfa ab borga fcebi heils vegavinnuflokks úr eigin vasa: Er ab missa húsið Steingrímur J. Sigfússon: GATT í upplausn hér og í Bandaríkjunum Hekla Tryggvadóttir á Hauga- nesi á Arskógsströnd gerðist undirverktaki hjá fyrirtækinu Verklegum framkvæmdum hf. síbastlibið sumar. Fyrirtækib var í eigu verktaka sem vann vib vegavinnu vib Ólafsfjarbar- veg. Verktakinn varb gjaldþrota ábur en verkinu lauk og Hekla sér nú fram á ab þurfa ab borga meira en þriggja mánaba fæbis- kostnab heils vegavinnuflokks úr eigin vasa. Auk þess lagbi hún af mörkum gífurlega vinnu sem hún fékk ekki krónu fyrir. í Tímanum fyrir stuttu birtist vibtal vib Rögnvald Rafnsson sem tók ab sér að leggja hluta Ól- afsfjarbarvegar norðan Dalvíkur. Rögnvaldur lauk verkinu að mestu leyti en það reyndist mun kostnaðarsamara en tilboð hans hljóðaði upp á og endaði með því að hann varð gjaldþrota. Meðan á vegagerðinni stóð dvöldu menn Rögnvaldar í skíða- skálanum Brekkuseli við Dalvík. Hekla Tryggvadóttir rak skálann sl. vetur og ákvað að leigja hann áfram um sumarið til að reka þar hótel fyrir ferðamenn. Hekla hélt að reksturinn væri í höfn þegar Rögnvaldur bað um gistingu og fullt fæði fyrir sig og sína menn frá því í byrjun júní og fram í miðjan ágúst. Þegar til kom dróst verkið á langinn og mennirnir fóru ekki fyrr en 16. október. „Mennirnir voru 22 þegar mest var. Þeir voru bæði í fæði og hús- næði hjá mér og lögðu skálann alveg undir sig. Ég keypti allar vörur út í reikning hjá kaupfélag- inu, heildsala á Akureyri, kjöt- iðnaðarstöðinni og í bakaríinu hér á Dalvík. Allt þetta ætlaöi ég síðan að borga þegar ég fengi borgað." Hekla segir að Rögnvaldur hafi borgað sér eftir fyrsta mánuðinn eins og um var samið en síðan hafi hún ekki séð peninga fyrr en um haustið og þá aðeins litla upphæð. Þegar mennirnir fóru átti Hekla eftir að fá greiddar 900 þúsund krónur fyrir útlögðum kostnaði. „Ég var svo grandalaus að ég hélt að þeir mundu halda áfram að borga mér skuldina smátt og smátt. Ég var þess vegna alveg róleg yfir þessu. Þegar leið á umsaminn tíma varð síðan fyrir- sjáanlegt að verkið mundi drag- ast á langinn. Samt var ég aldrei spurð hvort ég gæti haldið áfram að hýsa þá og auðvitað hefði ég átt að loka húsinu og segja hing- að og ekki lengra. Ég var bara svo grandalaus að ég gat ekki hugsað mér að henda mönnunum út enda var þetta ekki þeim að kenna." Þegar leið á verkið jókst jafn- framt sú vinna sem Hekla þurfti að inna af hendi. „Undir lokin unnu þeir allan sólarhringinn og þá þurfti ég aö nesta þá út fjórum sinnum á sólarhring. Þeir fóru með morgunkaffi með sér, mið- degiskaffi, kvöldkaffi og nætur- bita. Auk þess komu þeir bæði í hádegis- og kvöldmat. Ég var ein allan tímann og vann frá sex á morgnana fram yfir miðnætti. Ég Sótt um heimild til aö rífa eitt elsta húsiö viö Laugaveg: Tilgangurinn að fjölga bílastæðum Borgarlögmabur hefur sótt um heimild til að láta rífa húsib á ióðinni Laugavegur 92, til ab fjölga þar bílastæö- um. Umhverfismálaráð Ieggst eindregib gegn því ab húsið verbi rifib en eftir er ab af- greiba málib í byggingar- nefnd. Lóðirnar Laugavegur 90 og 92 voru sameinaðar árið 1973. Lóðirnar eru við hlið Stjörnu- bíós og þar eru núna bílastæði auk umrædds húss. Reykjavík- urborg hefur nýlega fest kaup á lóðinni og stóð til að rífa húsið til að fjölga þar bílastæðum. Umsókn um heimild til að rífa húsið var lögð fyrir byggingar- nefnd sem vísaði henni til um- hverfismálaráðs. Einnig var beð- ið um umsögn frá Árbæjarsafni vegna hússins. I umsögn Margrétar Hall- grimsdóttur borgarminjavarðar og Nikulásar Úlfars Mássonar safnvarðar húsadeildar kemur fram að varðveislugildi hússins sé mikið og er því eindregið lagst gegn niöurrifi þess. Húsið var byggt árið 1898 er eitt af elstu húsunum við Laugaveg. Vegna aldurs síns er húsið háð þjóðminjalögum um allar breytingar. Fyrsti eigandi húss- ins var Gísli Þorbjarnarson bú- fræðingur en getum hefur verið leitt að því að Samúel Jóhanns- son, faðir Guðjóns húsameist- ara, hafi byggt húsið. Jóhann Þorsteinsson keypti húsið árið 1902 og gerði hann á því miklar endurbætur, klæddi það m.a. Þetta er húsiö sem um rœbir, eitt elsta húsib vib Laugaveg, en þó ekki beinlínis í götumyndinni. Tímamynd: CS. með járni og lagaði innandyra en að öðru leyti er húsið að mestu óbreytt frá fyrstu tíð. Við- bygging úr holsteini var byggö við húsið árið 1947 og hluta af fyrstu hæðinni var breytt í versl- un árið 1956. í umsögninni er ekki lagst gegn niðurrifi við- byggingarinnar frá 1947. Umsókn borgarlögmanns verður aftur tekin fyrir hjá bygg- ingarnefnd á næstunni en það er á valdi hennar að samþykkja eða synja að húsið verði rifið. Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður segist gera ráð fyrir að húsiö verði selt án lóðar verði ekki heimilað að rífa þaö. ■ lagði mikið á mig til að mennirn- ir hefðu það gott og notalegt en sit eftir með sárt ennið og skulda- halann á eftir mér." Hekla er gigtarsjúklingur og eftir vinnuálagib í sumar og haust þurfti hún að gangast und- ir aðgerö. Eftir aðgerðina er hún 75% öryrki og hefur ekkert getað unnib síðan. „Mér berast daglega rukkanir frá lögfræðingum og hótanir um fjárnám. Þetta er bú- ib ab vera algjör martröb. Skuldir mínar hækka dag frá degi án þess að ég geti nokkuð gert. Eg er með lögfræöing á Akureyri en hann segir ab það sé ekkert hægt að gera, því það sé í raun enginn ábyrgur. Ég á ekkert annað en húsið sem vib hjónin búum í. Það er búið ab gera fjárnám í því tvisvar og sennilega endar þetta með því að við missum það. Mér líður svo hræðilega út af þessu að stundum æði ég um gólf og spyr sjálfa mig hvað í ósköpunum ég geti gert." ■ Steingrímur J. Sigfússon, varaformaöur Alþýbubanda- lagsins, gagnrýndi utanríkis- ráöherra og ríkisstjórn harka- lega fyrir ab hafa ekkert aö- hafst vegna undirbúnings fyr- ir gildistöku GATT. Umræðurnar fóru fram á þingi í gær, en utanríkisráð- herra sagði það meiriháttar áfall ef Uruguai-lota GATT-samning- anna tæki ekki gildi vegna and- stöðu á Bandaríkjaþingi. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði ofmælt að mál- ið væri í fullkomnum ólestri hjá íslenskum stjórnvöldum. Steingrímur J. sagði að fyrir lægi að heiftarlegur ágreiningur væri uppi meðal stjórnarflokk- anna um GATT og málið væri þess vegna í biðstöbu hér heima vegna pólitískrar óvissu. Stein- grímur J. gagnrýndi GATT- samningana, en hann og fleiri hafa varað við afleiðingum þeirra fyrir íslenskan landbún- Steingrímur ). segir heiftarlegan ágreining innan stjórnarflokkanna um CATT. ab. Páll Pétursson sagði t.d. á þingi fyrir nokkru að GATT væri mun hættulegra íslenskum landbúabi heldur en samning- arnir um evrópskt efnahags- svæði. ■ Vandaðar vélar oa tæki til búrekstrar Nýjung! Spamaður! Nýjung! Ódýr lausn Norskur mykjudreifari frá Orkel. 3.000-12.000 lítra. Orkel mykjudreifarinn er fáanlegur án hjólastells, til notkunar á vögnum sem eru til á flestum sveitabæjum. Ekkert drifskaft, vökvadrifinn frá vökvakerfi dráttarvélar. Afkastamikill, tankurinn tæmist á 1,5-2,5 mín. Auðveld ásetning á vagn. Þægilegur í viðhaldi. 10 ára ábyrgð gegn því að tankurinn ryðgi í gegn. Það er hagsýni að samnýta. Dæmi um það er að nota vagna sem eru fyrir á bændabýlum til meðal annars að dreifa mykju. TÍMABUNDIN verðlækkun á Valmet dráttarvélum Valmet vélarnar hafa hlotið góðar viðtökur á íslandi, hafa selst bændum, verktökum og bæjarfélög- um. Jákvæð viðbrögð viðskiptavina okkar gagnvart Valmet dráttarvélunum hafa haft þau áhrif að Valmet verksmiðjurnar hafa lækkað verð vélanna til okkar á bilinu 150.000,- til um 200.000,- kr. tímabundið. Viðskiptavinir okkar hafa tekið þessu með þökkum og sala Valmet dráttarvéla hefur gengið vel. Pantanir til afgreiðslu í ár þurfa að hafa borist fyrir lok þessarar viku. Valmet dráttarvél- ar fyrir norrænar aðstæður. Bújöfur hefur lausnina. Nýir Mueller mjólkurkælitankar með Freon 134 a. Bújöfur selur Mueller og Meko á mjög hagstæðu verði. Nýju Mueller mjólkurtankarnir eru afgreiddir fyrir Freon 13a. Þeir fást með einsfasa kerfi sem kælir allt að 2.985 I tank. Þriggjafasa eru þessir tankar fáanlegir allt að 24.000 I. Mueller tankarnir eru fá- anlegir í fleiri gerðum, með og án sjálfvirks þvottabúnaðar. Við bjóðum einnig Meko Evropa kælitanka Model P, sem eru lokaðir tankar með sjálfvirkum þvotta- búnaði. Bændur, við leysum vandann varðandi mjólkurkælinguna. Mueller mjólkurtankar, gerð -O, fáanlegir endurbyggðir af verksmiðju búnir sjálfvirku þvottakerfi. Einnig fáanlegir með Freon 134 a. Stærðir frá 1.240 I. Leitið upplýsinga um hagstæðustu kaupin. Finnska pökkunarvélin frá NHK. Vélin sem sparar bæði dráttarvél og mann og ca. 60% af eldsneyti. Hún gengur á eftir bindivélinni og pakkar um leið og bindivélin bindur næsta bagga. Notuð síðast- liðið sumar með góðum árangri í Hofstaðaseli Skagafirði, Jódísarstöðum Eyjafirði og Dufþakshelli Rangárvallasýslu. Sparaðu þér tugþúsundir og verslaðu á áramótaverði. Duun mykjudælurnar norsku leysa flest vandamál við mykjudælingu. Fjöldi ánægðra bænda lýsa ánægju sinni með dælurnar. Kynntu þér málið. Ennþá er hægt að panta Duun til afgreiðslu fyrir áramót. Fáanlegar sem skádæla og fyrir brunn. Sérlega hagstætt verð og skilmálar. Flagheflarnir frá Duun eru til margra nota. Trima moksturstæki. Trima moksturstækin eru fáanleg á flestar gerðir dráttarvéla. Við bjóðum þessi tæki á sérstaklega hagstæðu verði. Kynntu þér málið. Notað og nýtt. Case 785 4x4 r88 m. moksturstækjum Case 985 4x4 ‘90 m. moksturstækjum Case 985 4x4 ‘91 m. moksturstækjum Sláttuvél ný, verð kr. 135.800,- + vsk. Underhaug 7512 rúllupökkunarvél o.fl. Massey Ferguson 3080 ‘89 m/framtengibúnaði, skriðgír o.fl. Massey Ferguson 3080 ‘87 m/framtengibúnaði og ýtutönn Viðgerðaþjónusta og söluumboð: GH verkstæðið Brákarey hf., Borgarnesi. Sími 93-72020. Vélsmiöja Húnvetninga hf. v/Norðurlandsveg, Blönduósi. Sími 95-24128. Bessi Vésteinsson, Hofstaðaseli, Skagafirði. Sími 95-36064. Viðgeröaþjónustan hf., Dalsbraut 1, Akureyri. Sími 96-25066. Utvegum flest önnur tæki til búrekstrar. BÚfjÖFUR TANGARHÖFÐA 6, (S 112 REYKJAVÍK, ÍSLAND SÍMI677290 FAX 677177 HEIMASlMI 75160 FARSÍMI985-34917

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.