Tíminn - 24.11.1994, Qupperneq 9

Tíminn - 24.11.1994, Qupperneq 9
Fimmtudagur 24. nóvember 1994 WÍ9lÚtm LANPBÚNAÐUB 9 Norrœnu bœndasamtökin, NBC, álykta: Hefur ekki áhrif á samstarfib ab standa utan ESB Fundur formannaráðs Norrænu bændasamtak- anna, NBC, telur þab ekki skipta máli og ekki hafa áhrif á samstarf innan samtakanna þótt einhver aöildarlandanna standi utan Evrópusambands- ins, ESB. Formenn bænda- samtakanna á öllum Norður- löndunum hittast árlega til að funda um stöðu landbúnaðar á svæðinu og fór fundurinn fram á Hótel Sögu í Reykjavík á dögunum. í ályktun, sem samþykkt var á fundinum, segir að samtök- in ætli að beita sér fyrir því að landbúnaður á Norðurlönd- unum geti lagað sig að kröf- um nýja GATT-samkomulags- ins án þess að það komi niöur á því sem norrænn landbún- aður stendur fyrir, sem er fyrst og fremst sjálfbær at- vinnuvegur í sátt við náttúru og framleiösla heilnæmra fæðuvara. Norrænir bændur hafa starf- að saman í 60 ár á vettvangi þessara samtaka og að máti formannaráðsins reynst farsæl í starfi á breytingatímum. í ályktun fundarins kemur fram að umfangsmikil endur- skoðun hafi farið fram á land- búnabarmálunr í Evrópu og að síðasti áratugur hafi ein- kennst af miklum breytingum og kröfum til landbúnaðar. Nú sé framundan stækkun á Evrópusambandinu með inn- göngu Svía og Finna, auk þess sem innan skamms verður þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu Norðmanna í ESB. í þessu ljósi verði samvinna bænda innan þessara samtaka að aðlaga sig breyttum starfs- skilyrðum, en grunnur þessa samstarfs verði þó hinn sami. Bændur á Norðurlöndum hafi svipuð viðhorf í starfi sínu, virðingu fyrir landi og dýrum, skilninginn á skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, vilj- ann til að standa vel að rekstri búa sinna og síðast en ekki síst vissuna um ab með starfi sínu séu þeir að fullnægja grundvallarþörf mannsins fyr- ir heilnæma fæðu. ■ Ódýrir mykju- dreifarar fáanlegir án hjólastells Nú er fáanlegur hér á landi norskur mykjudreifari frá Orkel, sem þykir ódýr og er fáanlegur án hjólastells til notkunar á vögnum sem eru til staðar á flestum sveitabæj- um, en það er Bújöfur hf. sem er umboðsaðili fyrir þessa dreifara. Ekkert drifskaft er á dreifar- anum, hann er vökvadrifinn frá vökvakerfi dráttarvélarinn- ar og er hann mjög afkasta- mikill. Hægt er að fá mykju- dreifarann í sex stærðum. Af Alfa-Laval Agri Alfa Laval Agri Ný fjölhæf og öflug haugdæla Alfa-Laval TP 360 1/S Haugdæla Öflugur söxunarbúnaður Alfa-Laval TP 360 VS haugdælan • Til nota í grunna sem djúpa kjallara • Tengd á þrítengibeisli og vökvastrokk ofan á burðarramma • Vökvayfirtengi staðalbúnaður • Breytanlegt horn, 75 - 90 -105°, milli dælu og burðarramma. • Þekktar fyrir öflugan hræribúnað • Auðvelt að beina hræristútnum upp og niður og til beggja hliða • Þrenging á hræristútnum eykur kraftinn við upphræringu • Hræristútur neðarlega, auðveldar notkun í grunnum fjárhúskjöllurum • Þarf lítið op, 80x80 cm • Upp í 13.000 l/mín við upphræringu og 7.000 l/mín við dælingu á tank • Byggð á áratuga reynslu Alfa-Laval við smíói á haugdælum Dælan er í prófun hjá Bútæknideild RALA á Hvanneyri Leitiö upplýsinga hjá sölumönnum okkar Vinnur jafnt sem skásett dæla og brunndæla VETRARVERÐABUVELUM Eigum örfáar vélar af eftirtöldum tegundum, sem við seljum á vetrartilboðsveröi. IhiijIhiIIo ZWEEGERS GREENL/yslD LIR MS wnn Munið að panta Spiri rúllubaggai tryggja örugga afgreiðslu fyrir sumarið. Hafiö samband viö sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar- Ingvar Helgason hf. vélasala Sævartiöfða 2, SÍMI 91-674000.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.