Tíminn - 24.11.1994, Page 6

Tíminn - 24.11.1994, Page 6
6 vR HtRAÐSFRtTTABLöÐUM Kvótakerfib ab leggja litlu sjávarplássin í eybi Jón Ásbjörnsson, formaöur Samtaka fiskvinnslustööva án útgeröar, telur að núver- andi kvótakerfi sé aö ganga af litlum sjávarplássum dauöum. Hann segir aö kvótakerfið hafi átt að vernda fiskistofnana, en verðminnsta fiskinum sé hent í sjóinn í stórum stíl. Það séu hagsmunir togara- eigenda aö leggja alla al- menna fiskverkun í landinu í rúst og kvótakerfið geri kvótaeigendur að forrétt- indahópi. Samtökin héldu félagsfund fyrir skömmu og sendu frá sér ályktun þar sem segir m.a. aö afnema skuli með öllu núverandi kvótakerfi og taka upp friðunarkerfi. Lögö verði meiri áhersla á um- hverfisvænar krókaveiðar báta af öllum stærðum og allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum. Samtökin mótmæla ofstjórnun og lög- veindaðri samkeppnismis- munun, sem nú viðgengst í fiskvinnslunni í gegnum kvótakerfið. í Samtökum fiskvinnslu- stöðva án útgerðar eru 65 fiskvinnslufyrirtæki. Ný sjúkrabifreib Fest hafa veriö kaup á nýrri sjúkrabifreið til Nes- kaupstaðar. Nýja bifreiöin, sem er Ford Econoline ár- gerð 1994, kemur í stað eldri bifreiðar sömu gerðar, sem þegar hefur verið seld. Bifreiðin kostar fullbúin rúmlega sex milljónir króna og greiðir sérverkefnasjóður Rauða krossins 2.3 milljónir, deildin í Neskaupstað um tvær milljónir og andvirði gömlu bifreiðarinnar nemur öðrum tveimur milljónum. Óhætt er að segja að meiri- hluti bifreiðarinnar sé íslensk smíði, því bifreiðin er yfirbyggð og innréttuð ásamt því að vera sprautuð og upphækkuð hér á landi. Kaupverð erlendis frá nemur aðeins einum þriðja af verði bifreiðarinnar fullbú- innar. Heilsuvika í Hafnarskóla í Hafnarskóla eru allir að stunda eitthvað heilsusam- legt þessa vikuna. Þeir sem mæta kl. 8 byrja daginn á morgunleikfimi í íþróttahús- inu og síðan skiptast bekk- irnir á að útbúa hollan morgunverð. Mikil áhersla er lögb á leik- fimi og sund og gömlu úti- leikirnir Sto, Höföingjaleik- ur, Fallin spýtan og Utilegu- mannaleikur eru hafnir til vegs og virðingar á ný. Læknir og hjúkrunarfræð- ingur hafa haldið fyrirlestra um gildi nægilegs svefns og hollrar fæðu og frætt um skaðsemi reykinga og fíkni- efna. Börnin hafa sjálf rannsak- að öryggisbeltanotkun í Svona œttu allir morgnar aö byrja. „Allur matur á aö fara upp í munn og ofan í maga." bænum og eru niðurstöð- urnar „hrikalegar" ab sögn Röggu kennara. Þá hafa börn haft með sér lista heim til að fara yfir ýmis öryggisatriði á heimilunum. Margt fleira ber á góma í heilsuviku Hafnarskóla. Krem úr hákarla- lýsi Nýjasta framleiðsluvara Kraftlýsis hf. á Djúpavogi er krem unnið úr hákarlalýsi, blóðbergssafa og ýmsu fleira. Hugmyndin varð til fljótlega eftir að hákarlalýsið kom á markað og psóríasis-sjúkling- ar og aörir, sem þjáðst hafa af exemi, fundu að lýsiö hafði góð áhrif á húðina. Prófanir á kreminu, sem ver- ið hafa í gangi að undan- förnu, styðja þá kenningu. Um er að ræða tvær teg- undir. Önnur er aðallega notuö sem rakakrem, en hin er meira græðandi og hefur reynst vel gegn exemi, liðagigt, fótsveppum og fleira. Kraftlýsi hf. var sett á lagg- irnar fyrir fimm árum og er eina fyrirtækið á landinu sem framleiðir afurðir úr há- karlalýsi. Belgirnir fást í verslunum um allt land og hafa nýlega verið settir á markab bæði í Danmörku og Bandaríkjunum. íslendingar þekkja hákarlalýsi frá fornu fari og muna eftir sögum um afl og hreysti þeirra sem neyttu, en afurbin er minna þekkt erlendis og markaðs- starf þar mjög tímafrekt. „Þetta hefst þó allt og þegar menn eru búnir að kynnast vörunni þá eru viðtökurnar góðar," segja Gunnlaugur og Kjartan hjá Kraftlýsi hf. pniunni nn in Bólstrun Kjartans á Hvolsvelli: Framleibir sófa til útflutnings á Bandaríkja- markab Bólstrun Kjartans á Hvol- svelli hóf í vor framleiðslu á sófa, sem fluttur hefur verið út til Bandaríkjanna. Sófinn hefur vakið verulega athygli vestra og selst vel, en næst er ætlunin að setja hann á markað í Evrópu. Fyrirspurn- ir um sófann hafa raunar borist úr flestum heimshorn- um, enda „augnakónfekt" að sögn Kjartans Einarssonar húsgagnabólstrara. Kristinn Brynjólfsson er hönnuður sófans og stendur einnig að fyrirtækinu Des- form hf., sem sér um út- flutning og markaðssetningu á honum. Bólstrun Kjartans er undirverktaki í þessu verk- efni, en sér um smíði sófans frá a-ö. Hjá fyrirtækinu hafa unnið tveir til þrír starfs- menn, en þeim gæti fjölgað um helming með tilkomu þessa og fleiri verkefna. „Þetta er mjög spennandi dæmi og styrkir reksturinn," segir Kjartan Einarsson. Hann segir að möguleiki sé á að fyrirtækiö framleiði fleiri húsgögn fyrir Desform, s.s. borðstofustóla og nýja gerð af sófa, sem er nú til sýnis á sýningu Félags húsgagna- og innanhússarkitekta í ráðhúsi Reykjavíkur. C unnlaugur, Birna oq Kjartan í Kraftlýsi.' „Augnakonfekt," segir Kjartan bólstrari um sófann sem hann smíöar til útflutnings. Austurland Timmtudagur 24. nóvember 1994 Sighvatur Björgvinsson iönaöarráöherra um lönlánasjóö: Neitar a ð upplýsa um styrki sjóðsins Iðnabarráðherra neitar að gefa upp hverjir hafi fengib styrki frá Ibnlánasjóbi og seg- ir þab ekki samrýmast lögum um sjóbinn. Þetta kom fram í^svari Sig- hvatar Björgvinssonar yið fyrir- spurn Guðna ÁgústsSonar, þingmanns Suðurlands, á Al- þingi í gær. Gubni gagnrýndi ráðherra fyrir að liggja á þess- um upplýsingum og vitnabi til þess að sambærilegar stofnanir j gerðu styrkveitingar sínar opin- berar. Ráðherra talaði tvisvar um málið og sagðist í seinna svari sínu ekki vera í stakk búinn til þess ab svara þessari fyrirspurn óundirbúinn_og hvatti Guðna Ágústsson til þess að senda inn skriflega fyrirspurn um málið. ■ Olís og Skeljungur: Sækja um lóðir í Reykjavík Olíufélögin Skeljungur og Olíuverslun íslands hafa bæbi sótt um lóbir undir bensínstöbvar í Reykjavík. Ekki er tilgreint hvar lóbirnar ættu ab vera, en bæbi félögin óska eftir ab koma til greina vib úthlutanir allra slíka lóba. í bréfi Olís til borgarráðs er vísað til opinberrar umræðu um áhuga erlends olíufélags á að fá lóðir undir þjónustu- stöðvar í Reykjavík. I bréfinu er tekið fram ab á 67 ára starfs- tíma félagsins I borginni hafi það aðeins fengið úthlutað sex lóðum undir þjónustustöðvar, þrátt fyrir allnokkuð fleiri beiðnir. í bréfi Skeljungs segir: „Skeljungur hf. sem frá stofn- un, árið 1927, hefur haft höf- uðstöðvar sínar og meginstarf- semi í Reykjavík, væntir þess aö þessari málaleitan verði vel tekið og lýsir sig reiðubúið til allra viðræðna hvenær sem er." Umsóknir olíufélaganna voru lagðar fyrir borgarráð í gær og vísað þaðan til skipulagsnefnd- ar og skrifstofustjóra borgar- verkfræðings. ■ Afkoma sveitarfélaga slœm: Hallinn 15% af tekjum Afkoma sveitarfélaga hefur versnab mikib undanfarin ár og samsvarar nú um 15% af tekjum þeirra. Þetta kemur fram í ritinu Hagvísar, sem er gefib út af Þjóbhagsstofnun. Á sibasta ári var hallinn 4,7 milljarðar króna og í ár stefnir í svipaðan halla eða jafnvel nokkru meiri. Þetta er mun meiri halli en þekkst hefur hjá sveitarfélögum um langt skeið. Hallinn á rekstri sveitarfélaga leggst vib hallann á ríkissjóði og stuðlar því að lakri útkomu hins opinbera. Að mati Þjóð- hagsstofnunar getur afkoma hins opinbera ekki talist viöun- andi eins og nú horfir í þjóbar- búskapnum, og er því talið brýnt að treysta hana verulega á næstu misserum. ■ Borgarráö um undirbúning aö yfirfœrslu grunnskól- anna: Of skammt á veg kominn Borgaryfirvöld lýsa áhyggjum sínum vegna þess hve skammt undirbúningur vegna yfirfærslu grunnskól- anna til sveitarfélaga er á veg kominn, mibab vib þab markmib ab yfirfærslan eigi sér stab 1. ágúst 1995. Bókun þess efnis var samþykkt á fundi borgarrábs fyrr í vik- unni. Borgarráb telur að samhliöa grunnskólafrumvarpinu þurfi að leggja fram á Alþingi frum- varp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem og frumvarp um meðferð kjara- og réttindamála kennara. Stjórnvöld hafa ekki enn kynnt slík frumvörp, en borgarráð tel- ur ab ekki sé unnt ab afgreiða grunnskólafrumvarpið nema fyrrgreind fylgifrumvörp verbi afgreidd samtímis. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.