Tíminn - 24.11.1994, Page 17

Tíminn - 24.11.1994, Page 17
Fimmtudagur' WtHSÍWÆ LANDBÚNAÐUR 17 • NÍÐSTERK OG VÖNDUÐ PALLHÚS Á FLESTAR GERÐIR PICK UP BÍLA • HÚSIN FRÁ JRJ ERU ÍSLENSK HÖNNUN OG ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA. ÞAU ERU EKKI BARA FALLEG, HELDUR LÍKA SMÍÐUÐ MEÐ ENDINGU OG GÆÐI i HUGA. ÞESSI HÚS STANDAST ALLAN SAMANBURÐ BÆÐI HVAÐ SNERTIR VERÐ OG GÆÐI ... OG GOTT BETUR. HAFIÐ SAMBAND EÐA LÍTIÐ INN JRJ VAGNASMIÐJA SÍMI: 95-38119 . 560 VARMAHLÍÐ Þór hf. flytur inn John Deere Þór hf. hefur um margra ára bil veriö umboðsaöili fyrir land- búnaöartæki ýmis konar og hefur fyrirtækiö veriö þekktast fyrir innflutning sinn á Ford dráttar- vélum. í kjölfar sölu á Ford Mo- tor Company til Fiat hefur þeim innflutningi verið hætt. Þór hef- ur þess í staö hafið innflutning á bandarísku John Deere dráttar- vélunum, sem hafa veriö mjög vinsælar á heimamarkaði, auk þess sem þær hafa verið að sækja mjög í sig veðrið á Evrópumark- aði. Auk þess að sérhæfa sig í smíði dráttarvéla, framleiðir fyr- irtækið einnig aðrar tegundir bú- véla s.s. þreskivélar, rúllubindi- vélar og fleira. John Deere framleiðir dráttar- vélar í stæröunum 55-225 hest- afla, en Þór hf. hefur að undan- förnu verið aö kynna svokallaða 6000 línu, en þær eru af stærð- inni 75-125 hestafla. Þessar vélar voru fyrst kynntar á landbúnað- arsýningu í Eyjafirði í ágúst og síðan hafa þær verið sýndar vítt og breitt um landið og hafa þær fengið ágætar móttökur. Þess má geta að nýlega opnaði Þór hf. nýtt útibú á Akureyri sem ætlað er að sinna Norðurlandi og bæta þjónustu þar. ■ Globus; Lágmúla 5, s:681555 VAGNASMIÐJA JRJ H.F. KYNNIR RÉTT HÚS FYRIR ÍSLENSKA VEGI OG VEÐURFAR Pétur í Ófeigsfiröi og sögunarsamstæöa Háareka hf. á hlaöinu á Bassa- stööum. Alfa-Laval Agri AHa Lavai Agri /nnr^t f jngar í fjós Bylting í rekaviöarvinnslu á Ströndum: Afkastamikil stórvibar- sög gefur gó&a raun ALFA-LAVAL innréttingarnar eru smíðaðar úr öflugum rörum og prófílum. Þær eru zinkhúðaðar (galvaníseraðar) og málaðar með sérstakri aðferð (Combi-Coat). Þetta lengir líftíma, auðveldar þrif og gefur fjósinu fallegt yfirbragð. NYROS og KLÖVER innréttingarnar eru: • Smíðaðar úr stórum samansoðnum einingum. • Einfaldar í uppsetningu. • Án hvassra horna sem gætiu skaðað dýrin. • Gerðar fyrir venjulegar bindingar. • Auðvelt og fljótlegt að setja upp bása í nýtt fjós eða endurnýja í gamla fjósinu án sérstakra tækja. NYROS eru fáanlegar með boltafestingum eða til að steypa niður. KLÖVER er með klafabindingum sem er lokað með einu handfangi, sem sparar vinnu og tíma við mjaitir á sumrin. Leitið nánarí upplýsinga hjá sölumönnum okkar og fáiö tilboö í innréttingar, flórristar og annan búnaö í fjós. Pétur Guðmundsson í Ófeigs- firði á Ströndum stofnaði á síðasta vetri hlutafélagið Háa- reka hf., ásamt nokkrum öðrum bændum á norðanverðum Strönd- um. Sl. vor festi félagið kaup á stór- virkri sögunarsamstæðu frá Finn- landi og er samstæðan nú komin í notkun á rekafjörum Stranda- manna. Sögunarsamstæða Háareka hf. er tengd við aflúrtak dráttarvélar, og er færanleg. Þetta gefur möguleika á að ferðast meö vélina milli staöa. Forsvarsmenn Háareka hyggjast ferbast með vélina milli rekabænda á Ströndum og víðar, og taka að sér að saga rekavið eftir óskum hvers og eins. Rekabændur greiða síðan fyrir þjónustuna meb hiuta af timbrinu. Þannig komast bænd- urnir hjá því að leggja í beinan kostnaö, en standa þó eftir með seljanlega vöru. Fréttaritari Tímans á Hólmavík hitti Pétur í Ófeigsfirði á dögunum, þar sem hann var staddur með sög- unarsamstæðuna á Bassastööum í Steingrímsfirði. Reyndar hafa margir gert sér ferb að Bassastöðum síðustu daga til að sjá samstæöuna að verki, enda tilkomumikið að sjá snjóuga rekaviðarrafta breytast í fínasta borðvið á fáeinum mínút- um. Að sögn Péturs í Ófeigsfirði kom sögunarsamstæban til landsins í júnímánuði síöastliðnum. í sumar var hún staðsett í Ófeigsfirði og í Ingólfsfirði, þar sem mikib er af rekaviði. Einnig var eitthvað sagað fyrir bændur í Trékyllisvík. Bassa- staðir eru hins vegar fyrsti staður- inn sunnan Árneshrepps þar sem sögin er reynd. Að sögn Péturs eru afköst sam- stæðunnar slík, að hún ætti ab geta annað öllu rekatimbri sem berst á strendur landsmanna. Pétur sagði, að mestur hluti þess sem hann hefði sagað fyrir bændur til þessa Klöver innrétting hefði verið ætlaður til endurnýjun- ar á fjárhúsgrindum, en einnig hefði hann sagað töluvert að gólf- borðum og gluggaefni. Hann kvað mikilvægt að flokka viðinn af kost- gæfni, og ótrúlega stór hluti rekans væri gæðatimbur sem nýta mætti í glugga og húsgögn. Þannig jafnab- ist góbur rauðaviður fyllilega á við dýrar innfluttar harövibartegundir. Næstu verkefni sögunarsam- stæðunnar verða í Tungusveit við sunnanverðan Steingrímsfjörð, en þar hafa bændur gengið einkar vel um rekann, og því er viðurinn til- búinn til úrvinnslu á hvaða árs- tíma sem er. Þar sem rekatimbur liggur hins vegar dreift um fjörur, er ekki auðvelt um vik yfir vetrar- mánuðina í frosti og klaka. Markaðsmál rekaviöar hafa ver- ib nokkuð til umræbu að undan- förnu, og á dögunum mælti Björk Jóhannsdóttir, varaþingmaður Kvennalistans á Vestfjörðum, fyrir þingsályktunartillögu um það efni. Þar er gert ráð fyrir að skipaöur verði starfshópur sem geri tillögur um nýtingu og markaðssetningu rekaviðar, í þeim tilgangi að nýta þessa auðlind sem best. Meðan ekkert formlegt markaðskerfi er til staðar, geta þeir sem þurfa á smíða- viði að halda í öllu falli haft sam- band við Pétur í Ófeigsfirði til ab fá upplýsingar um rekabændur sem eiga til heppilegan við í tiltekna smíðisgripi. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.