Tíminn - 24.11.1994, Síða 11

Tíminn - 24.11.1994, Síða 11
Þriöjudagur Wmmm LANDBÚNAÐUR n Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum frá 1993: Nýju lögin þrengja starfs- skilyröi dýralækna Lagt hefur verib fram á Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum nr. 93 frá 1993, sem heimila m.a. lyfjaheildsölum að selja dýra- læknum lyf, en þeir hafa heim- ild til aö selja dýralyf á allt ab hámarksútsöluverði, en ekki eins og t.d. tannlæknar, þar sem lyfjakostnaöur fellur undir rekstrarkostnað. Það eru þau Ingibjörg Pálma- dóttir, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir sem eru flutningsmenn. í greinargerð meb frumvarpinu segja þau, að lögunum frá 1993 hafi verið ætlað ab rýmka starfsmöguleika dýralækna, en þess í stab hafi þeir verib þrengdir verulega. í gömlu lögunum höfbu hér- aðsdýralæknar heimild til lyfja- sölu og bar skylda til ab sjá um sölu lyfjanna í þeim héruðum þar sem ekki voru lyfjabúðir. Með nýju lögunum er öllum dýralæknum heimilt að kaupa lyf í heildsölu og nota á eigin stofum og í sjúkravitjunum. í úrskurbi heilbrigðisráðuneytis kemur hins vegar fram að dýra- læknum sé aðeins heimilt að afhenda lyf til að sinna með- feröarþörf þar til hægt sé ab ná Aukin fjölbreytni í landbúnaöarafuröum: Jólaostur meb íslensk- um jurtum Ostarúlla með íslensku birki og krækilyngi er jólaostur Ostahússins í Hafnarfirði í ár. Jólaosturinn kemur á markað um mánaða- mótin og verður seldur til ára- móta í tilraunaskyni. Framleiðsla jólaostsins er samvinnuverkefni eigenda Ostahússins, þeirra Þórarins Þórhallssonar og Maríu R. Ól- afsdóttur annars vegar og Stef- aníu Guðbjargar Gísladóttur, bónda í Seldal í Norðfirði, hins Framboðslisti • Fjárklippur • Hestaklippur • Kúaklippur • Kambar/Hnífar • Drykkjartæki • Drykkjarstútar • Merkilitir • Hitalampar • Júgurhlífar • Sparkvarnir • Sogkvarnir • Sýnikönnur • Spenadýfur • Kúabönd • Mjólkurmælar • Klaufaklippur • Ormalyfssprautur • Krókvogir • Sauðfjármerki • Gripamerki • Vökvayfirtengi • Aukahlutir • Varahlutir ÁRÆÐI HF. Höfðabakká 9,112 Reykjavík. Sími 91-670000. Fax 91-674300. vegar. Stefanía leggur til birkið og krækilyngið, en osturinn er framleiddur í Ostahúsinu. Verk- efnið hófst í sumar, þegar Þór- arinn bað Stefaníu um að senda sér birki til prufu. Tilraunin tókst það vel að ákveðið var að hún tíndi meira magn, þannig að hægt væri að setja ostinn á markað fyrir jól í tilraunaskyni. Krækilyngið bættist síðar við sem bragðbætir meb birkinu. Þórarinn segir að birkið og krækilyngið eigi mjög vel sam- an sem krydd. „Krækilyngið er talsvert mikið sterkara en birk- ið. Þab þarf lítið af því og það er mjög gott að blanda því í ostinn. Grunnur jólaostsins er rjómaostur, krækilynginu er blandað saman vib hann og honum síban velt upp úr birki." Stefanía hefur áður unnið með birki, því hún framleiðir svokallab birkisalt, sem er selt í verslunum. Krækilyngið hefur hún hins vegar ekki notað áð- ur. „Krækilyngið er mjög sein- vaxið og maður verður auðvit- að ab umgangast náttúruna með vissri virðingu. Þess vegna er erfitt að vinna krydd úr því í stórum skömmtum. Hins vegar er hægt að nota það á þennan hátt sem bragðbæti með birk- inu." Ostahúsið í Hafnarfirði er tveggja ára um þessar mundir. Þar eru framleiddar fimm teg- undir af ostarúllum, en Osta- og smjörsalan sér um dreifing- una á þeim. Jólaostur með ís- lensku birki og krækilyngi er sjötta tegundin af ostarúllun- um. ■ Kjötútflutningur numið 200 millj. í lyf í lyfjabúð og mega þeir ekki skilja eftir lyf hjá bóndan- um til eftirmeöferðar, eins og áður hefur veriö stundað til hagræðingar. Samkvæmt lög- unum frá 1993 verða bændur sjálfir að nálgast þessi lyf í lyfjabúð og reyndar einnig fyr- irbyggjandi lyf, sem þeir gátu áður fengið hjá dýralækni, en í sex dýralæknishéruðum eru engar lyfjaverslanir. Stéttarsamband bænda og önnur hagsmunasamtök hafa hvatt til þess ab gerðar verði breytingar á núgildandi lögum og segja að eldra fyrirkomulag hafi reynst vel. ■ Kjötútflutningur á tímabilinu janúar-ágúst á yfirstandandi ári nam um 200 milljónum króna, sem er mun meira en í fyrra, en á öllu árinu 1993 nam kjötútflutningur 123 milljónum króna og 150 milljónum árið 1992. Ástæða aukningarinnar á þessu ári má rekja til aukningar í svokölluöu umsýslukjöti. Um er aö ræða lambakjötsframleiöslu sem er umfram heimildir og er algerlega á ábyrgð bænda og þeim er óheimilt ab selja á inn- lendum markabi. í flestum tilfell- um er það flutt út og fæst aðeins markaðsverð fyrir það á erlend- um mörkuðum. ■ SON MF 390T 4x4 til á lager Mest selda dráttarvélin á íslandi 9 Tryggið ykkur úrvals dráttarvél fyrir áramót Kynnið ykkur verð og greiðslukjör Ingvar Helgason hf. VELASALA Sævarhöfða 2, SIMI 91-674000.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.