Tíminn - 08.12.1994, Qupperneq 8

Tíminn - 08.12.1994, Qupperneq 8
8 fMHMW Fimmtudagur 8. desember 1994 Moloto, œttbálkshöfbingi sem lébi flóttafólki undan galdrafári land undir þorp. Galdrafár í Subur-Afríku Nelson Mandela á yngri árum: margir yngri „félaga" hans hafa ekki borib úr býtum þab sem þá hafbi dreymt um. Yfír 75 manneskjur hafa á árinu verib brenndar fyrir meinta galdra í nokkrum hluta Transvaal Galdratrúin er á uppleib í Suöur- Afríku hinni nýju," segir Robert Thornton, prófessor í mann- fræði vib Witwatersrand-há- skóla í Jóhannesarborg. Hann hefur ab líkindum tals- vert til síns máls. í hérabi einu í Norbur- Transvaal hafa rúmlega þrjátíu blökku- mannafjölskyldur byggt sér nýtt þorp. Þetta fólk á þab sameiginlegt ab þab hefur verib sakab um galdra og af þeirri ástæbu flúib heimili sín. Þab hefur safnast saman og byggt sér þorp til ab reyna ab tryggja sér afkomu og ör- yggi- Nornaþorp Héraðsmenn kalla þetta nýja byggða ból Nornaþorp. Þab samanstendur af nokkrum kof- um byggöum úr þurrkaöri leöju og blikkplötum. Umhverfis það er geröi úr greinum til aö halda innangarðs fáeinum holdgr- önnum hænsnum og geitum, sem eru búpeningur þorpsbúa. Þeir hafa fulla ástæðu til að óttast um sig. Þar í héraðinu hafa yfir 75 manneskjur veriö brenndar fyrir galdra á þessu ári. Eitt af því, sem einkennir Suður-Afríku eftir apartheid, er vaxandi heift sem beinist ab fólki sem grunað er um galdra. Galdratrú er fastur liður í átrúnaði almennings víöast hvar í Afríku sunnan Sahara og blökkumenn í Suður- Afríku eru í því engin undantekning. Christina Lamb, blaðamaður við breska Sunday Times, segir frá blökkumanni í áminnstu héraði, Jack Matsipane að nafni. Fjórtán ungmenni frá þorpinu hans, Segkopo, fórust er rúta sem þau voru með lenti í um- ferðarslysi. Við jarðarför ung- mennanna hélt barn eitt, drengur, því fram að faðir Jacks, Speelman Matsipane, og kona að nafni Mamiagabo Makwele, hefðu valdið slysinu með göldr- um. Bæði vom þau öldruð, Matsipane 77 og Makwele 85 ára. Þorpsbúar komu saman á fund til að ræöa ásakanir drengsins. Fann fundurinn gamalmennin tvö sek og var hár aldur þeirra helsta sönnun- argagnið, líklega á þeim for- sendum að þeim hefði vart orð- iö svo langs lífs auðið, ef þau hefðu ekki notið til þess kunn- áttu sinnar í fjölkynngi. Barinn grjóti og brenndur Að kvöldi sama dags söfnuð- ust yfir fimmtíu þorpsbúar sam- an og vopnuðust bareflum og grjóti. Þeir héldu fyrst til kofa Makwele, drógu hana út, helltu yfir hana steinolíu og brenndu hana til bana fyrir augunum á dótturdóttur hennar, Rachel að nafni, og dóttur Rachelar sem er aöeins fárra ára gömul. Hópurinn hélt því næst áfram til híbýla Matsipane-fólksins, sem var meðal efnaðri fjöl- skyldna í þorpinu. Speelman Matsipane var blindur og þjáð- ur af liöagigt. Sonur hans segir svo frá.: „Við vorum nýbúin að borða. Við vissum að þeir höfðu brennt gömlu konuna, en það var enginn hávaði úti. En allt í einu kom fjöldi fólks, þaö var eins margt og bútar í eldiviðars- tafla. Það æpti og dansaði toy- toy (einskonar stríösdans). Þaö kveikti í einum af kofunum okkar og einhverjir hrópuðu: „Hvar eru þessar galdrakindur?" Þeir kveiktu í öðrum kofa og tóku síðan föður minn. Þeir drógu hann út og börðu hann grjóti. Síðan kveiktu þeir bál og lögöu hann á það. Hann var blindur og gat varla gengið. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Hvernig í ósköpunum átti hann að geta verið galdramaður?" Mest fer fyrir galdraákærum á regntímanum. Þá er þrumu- veörasamt á þessum slóðum og allalgengt aö eldingar valdi tjóni, verði mönnum að bana t.d. Um það er algengt að kenna meintu galdrafólki. Fyrir því varð kona að nafni Machuene Lebojo. Hún flýði frá þorpinu, þar sem hún bjó, ásamt manni sínum og Moloto, ættbálks- höfðingi sem er kona, lét hana hafa landskika til ábúðar. Það var upphaf Nornaþorps. Herskáir „félagar" forgangsmenn Fólk það, sem veröur fyrir galdraofsóknum, á það margt sameiginlegt með ofsækjendum sínum að það trúir á galdra. Þaö gerir t.d. Lebojo, en hún segir samt að raunverulega ástæöan til ofsóknanna á hendur henni hafi verið öfund. Fjölskylda hennar hafi verið meðal þeirra efnaðri í þorpinu þeirra, átt fal- leg húsgögn, bíl, sjónvarp og boröað kjöt næstum daglega. Nú hafa þau varla annað til matar en mjölgraut og tómata. Lögreglan þar í héraðinu segist telja að galdraákærurnar séu oftast aðferð til að ná sér niðri á nágrönnum sem manni er illa við. Galdraákærur eru ólöglegar samkvæmt suðurafrískum lög- um, settum meðan hvítir menn réðu þar. Mörgum málum af því tagi hefur undanfarið verið vís- að til dómstóla, en enginn enn verið sakfelldur. Sennilegt er aö grunnástæöa á bakvið galdrafár þetta sé að nú, þegar blökkumenn hafa náð völdunum í Suður-Afríku, eigi sér stað endurreisn ýmislegs í siðum þeirra, sem bælt var niö- ur á valdatíð hvítra manna. En eftirtektarvert er að þeir, sem standa fyrir galdrafárinu, eru yf- irleitt ekki ráðamenn ættbálka, sem kannski hefði mátt ætla að öðrum fremur vildu endurreisa forna siði, heldur ungir „félag- ar" („comrades"), sem í viður- eigninni við apartheid voru í liði Afríska þjóðarráösins (ANC) og fleiri samtaka blökkumanna sem beittu sér gegn þáverandi valdhöfum. Flestir þessara ungu manna eru lítt menntaðir og hafa margir orðið fyrir von- brigðum meö hina nýju Suður- Afríku ■ Nelsons Mandela. For- ingjar þeirra í viðureigninni við apartheid lofuðu þeim gjarnan gulli og grænum skógum að sigri unnum, en eins og vænta mátti hefur orðið bið á efndum þeirra fyrirheita. „Félagarnir" eru gramir og ráðvilltir út af þessu og leita skapi sínu útrásar með ýmsu móti. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.