Tíminn - 10.12.1994, Qupperneq 3

Tíminn - 10.12.1994, Qupperneq 3
Laugardagur 10. desember 1994 3 Áfengisvarnaráö varar vib einkavœbingu áfengissölu: Öfbeldi ýkist gífarlega Yrði ríkiseinkasala á smásölu áfengis afnumin á íslandi fjölgaöi dauösföllum af völd- um áfengisneyslu um 110-120 og ofbeldisárásum um 600- 700 á ári, eftir því sem fram kemur í minnisatriöum áfengisvarnaráös um einka- væöingu áfengissölu. Tölurn- ar byggja á skýrslu sex vís- indamanna sem könnuöu hvaöa afleiöingar afnám ríkis- einkasölu á áfengi heföi í Sví- þjóö. I skýrslunni er gengiö út frá þeim forsendum að smásala áfengis yröi færö inn í venjuleg- ar matvöruverslanir og verð lækkað til samræmis við það sem tíðkast innan Evrópusam- bandsins. Helstu niðurstöðurn- ar eru að neysla og tjón af henn- ar völdum mundi óhjákvæmi- lega aukast, hvernig sem að breytingunum yrði staðið. Ef miðað er við að verðlag yrði svipað og í fjölmennasta ríki ESB, Þýskalandi, fjölgaði dauðs- föllum af völdum áfengisneyslu um fjögur þúsund á ári og ofbeldisverkum sem ekki leiddu til dauða um 22 þúsund. Ef miðað er við fólksfjölda þýddi það að sömu breytingar á Islandi hefðu í för með sér 110- 120 fleiri dauðsföll og 600- 700 fleiri ofbeldisárásir. í framhaldi af þessu spyr Áfengisvarnaráð: Höfum við efni á að fórna árlega 110-120 mönnum árlega á altari þeirra sem hagnast á einkavæöingu áféngissölunnar? Er ástæða til þess að fjölga fórnarlömbum ölvaðra ofbeldismanna um 600- 700 á ári? Áfengisvarnaráð bendir enn- fremur á að hvergi á Norbur- löndum er drykkja jafnmikil og í Danmörku og á Grænlandi en í þeim löndum er ekki áfengis- einkasala. Einnig er vísað í til- raun sem gerð var í tveim fylkj- um Bandaríkjanna, Iowa og Vestur- Virginíu, meb að leyfa sölu veikra vína og bjórs í ákveönum matvörubúðum. Við þab jókst heildarneysla áfengis í bábum fylkjunum, um 93% og 48%. ■ Flestar matvörur, óáfengir drykkir, fatnabur, gjafavara og orlofsferöir ódýrari en fyrir ári: Jólamaturinn um 5% ódýrari en í fyrra Þab ætti aö verða nær 5% ódýrara ab kaupa í matinn fyrir þessi jól heldur en fyrir jólin í fyrra, samkvæmt mæl- ingum Hagstofunnar. Gosiö og ölið meö jólasteikinni er líka ódýrara en í fyrra. Og svipab er ab segja um gjafa- vörur, föt og skó sem eru nú jafnaðarlega ódýrari eöa á álíka verbi og fyrir ári. M.a.s. orlofs- og innkaupaferöir til útlanda reiknast nú 2—3% ódýrari en fyrir síöustu jól. Þær veröhækkanir sem orbib hafa á undanförnu ári tengj- ast fyrst og fremst rekstri einkabílsins, sem nú er 4% dýrari, húsnæbiskostnabi sem hækkab hefur um 2,5% og ýmsu sem tengist tóm- stundaibkun. Samkvæmt verðkönnunum fyrir útreikning framfærsluvísi- tölunnar eru flestar matvörur töluvert ódýrari núna en fyrir Mannréttindi á Sóloni Islandusi 10. desember er mannrétt- indadagur og efnir Amnesty International til dagskrár á Sóloni íslandusi í kvöld kl. 21. Þar verbur lesib úr fjór- um nýjum bókum en efni þeirra allra tengist mannrétt- indum. Bækurnar eru; Villtir svanir eftir Jung Chang í þýðingu Hjörleifs Stefánssonar, Dagbók Zlötu eftir Zlötu Filipovic í þýðingu Helga Más Barðason- ar, Hvergi óhult eftir Susan Francis og Andrew Croft, Úr ríki samvizkunnar, en það er alþjóðlegt ljóðasafn sem kom út í tilefni af 20 ára starfsaf- mæli íslandsdeildar Amnesty International sl. haust. Á samkomunni leika félagar úr Kuran Swing nokkur lög, en þennan sama dag opnar Rósa Ingólfsdóttir myndlistarsýn- ingu sem nefnist Þangarmúr- inn og rennur hluti af andvirði verka sem þar seljast til Am- nesty International. ■ ári (og m.a.s. heldur ódýrari en í jólamánuðinum 1992). Einu matvöruliðir vísitölunnar sem hafa hækkað eru; kaffi, te, kakó og súkkulaði um 26% og sykur sem núna er 12% dýrari en í fyrra. Kjötvörur eru nú jafnaðar- lega rúmlega 4% ódýrari en fyr- ir síðustu jól, mjölvörur um 5% ódýrari, ávextir og grænmeti að jafnaði 7% ódýrara, feitmeti 12% ódýrara og kartöflurnar helmingi ódýrari. Liðurinn: mjólk, rjómi, ostar og egg er á sama verði og í fyrra. En Iiður- inn: .aðrar matvörur, sem spannar þab sem ekki fellur undir fyrrnefnda meginvöru- flokka, er nú nær 6% ódýrari en fyrir síðustu jól. Óáfengir drykkir eru nú einnig um 4% ódýrari og áfenga ölib heldur ódýrara. Erfiðara er sjálfsagt að mæla nákvæmar veröbreytingar á fatnaði og skóm en Hagstofan kemst aö þeirri niðurstöðu að þeir vöruflokkar séu nú heldur ódýrari en fyrir síðustu jól. Og liðurinn: gjafir kostar nú nær 3% minna en fyrir ári. Gallinn er, að allt þab sem „vísitölufjölskyldan" hefur get- að sparað sér með ódýrari mat- í tilefni ummæla menntamála- rábherra um ab foreldrahreyf- ingin sé ab dæma sig úr leik meb því ab neita ab skila áliti vib frumvarp um grunnskóla- lög vilja Heimili og skóli og SAMFOK leyfa sér ab endurtaka þab sem segir í bréfinu til menntamálanefndar. „Foreldrahreyfingin er reiðubú- in til samstarfs við stjórnvöld um málefni grunnskólans og telur sig hafa sýnt þab í verki fram aö þessu. Stjórnvöld verða að sýna raunverulegan áhuga á því að fylgja grunnskólafrumvarpinu eftir t.d. með því að eyrnamerkja fjármagn til framkvæmda og meb arinnkaupum og meira til, hef- ur horfið í kostnaðarhækkanir við rekstur einkabílsins/anna. Eftirfarandi tölur sýna það hlutfall heimilisútgjaldanna sem farið hefur í þessa tvo út- gjaldaliöi undanfarin þrjú ár: Des.: Matvæli: Einkabíll: Alls: 1992 17,1% 16,5% = 33,6% 1993 16,6% 17,6% = 33,6% 1994 15,8% '18,2% = 34,0% Samkvæmt vísitölugrund- vellinum fer rösklega þriðjung- ur heimilisútgjaldanna í þessa tvo liöi. Matarkostnaðurinn hefur ávalt verið mun meiri en bílakostnaðurinn þar til'á síb- asta ári, ab þessi hlutföll snér- ust við. Einkabíllinn er nú orð- inn miklu frekari á fóðrum heldur en vísitölufjölskyldan sjálf. í ljósi eilífðarumræðna um húsnæðimál og húsnæbis- vandamál sýnist það kannski umhugsunarvert að kostnaður vegna heimilisbílanna er eins mikill og allur húsnæðiskostn- aður vísitölufjölskyldunnar. Húsnæðiskostnaðurinn: fjár- magnskostnaður, viðhald, raf- magn og hiti, reiknast 18,1% af heildar framfærslukostnabi. ■ því að ganga af einurð til við- ræðna við sveitarfélögin og sam- tök kennara um fyrirhugaðan flutning grunnskólans." Samtök foreldra hafa lagt á sig ómælda vinnu hingaö til við að skila álitum og umsögnum til stjórnvalda. Landsfundur for- eldra, sem haldinn var í ágúst sl., snerist meira og minna um hina nýju menntastefu og grunnskóla- frumvarpið. Auk þess skilubu samtökin sérstöku áliti um frum- varpsdrögin 1. september sl. Það ætti því aö vera fullljóst að for- eldrahreyfingin lætur ekki dæma sig úr leik. Þab var hins vegar þegar for- Yfiriýsing Þetta er Ketkrókur, sem bíbur spenntur eftir ab komast til byggba, en þab verbur ekki fyrr en á Þorláksmessu. Á mánudaginn er hins vegar von á Stekkjastaur. Jólasveinarnir koma til byggða Fyrsti íslenski jólasveinninn kemur til byggða nk. mánu- dag. Samkvæmt ævafornri hefb er þab Stekkjastaur sem kemur fyrstur og verbur ab sjálfsögbu tekib vel á móti honum meb móttökuhátíb á Ingólfstorgi í Reykjavík. Þjóðminjasafnið stendur fyrir hátíðinni á Ingólfstorgi. Und- anfarin ár hafa jólasveinarnir haft það fyrir reglu að koma við í safninu daginn sem þeir koma í bæinn. Að þessu sinni munu jólasveinarnir hver á fætur öðr- um leggja leið sína á Ingólfstorg og verða þeir staddir þar klukk- an 14 daglega fram að jólum. Kertasníkir, sem er síðastur þeirra bræðra til byggða, verður þó mættur klukkan 11 á að- fangadag. Á móti hverjum þeirra verður tekið með söng og öðrum uppákomum. Móttökuhátíð Stekkjastaurs, eldrar fóru að spyrjast nánar fyrir um það hvernig ætti að fjár- magna þetta nýja metnaðarfulla frumvarp sem rábamenn misstu áhugann á því sem foreldrar hafa fram að færa og frekari viðræðum við þá. Hvers vegna er ítrekuðum beiðnum Heimilis og skóla um viðtöl við ráðherra ekki svarað? Er Ólafur G. Einarsson þá loksins til- búinn til að hitta forsvarsmenn foreldrahreyfingarinnar og svara fyrirspurnum þeirra varðandi frumvarpið? Reykjavík, 9. desember 1994 Utinur Halldórsdóttir Guðbjörg Bjömsdóttir sem vérður veglegust þeirra allra, hefst klukkan 14 á mánu- dag. Þá mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kveikja á jólatré safnsins, skólakór Kárs- ness syngur og Sigurður Rúnar leiðir fjöldasöng. Jólasveinarnir koma síðan til byggða, einn á dag fram að jól- um, í þessari röð: Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleik- ir, Askasleikir, Hurbaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ket- krókur og Kertasníkir. ■ Hjúkrunarfrœbingar: ítreka stubn- ing viö sjukraliða Stjórn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga ítrekar stuðning sinn við baráttu sjúkraliða fyrir bættum kjörum og skorar á samninganefnd þeirra og ríks- ins að ganga þegar til samn- inga. Jafnframt lýsir stjórnin yfir áhyggjum sínum af áhrifum verkfalls sjúkraliða, sem staðið hefur yfir í fjórar vikur, á skjól- stæðinga og starfsfólk heil- brigðis- og öldrunarþjónust- unnar. í samþykkt stjórnar FÍH kem- ur m.a. fram að í verkfallinu sé mönnun heilbrigðis- og öldr- unarstofnana langt undir þeim mörkum sem eblilegt getur tal- ist. Þjónusta við skjólstæðinga heilbrigðis- og öldrunarþjón- ustunnar sé því mikib skert og álag á starfsfólk meira en hægt er ab una. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.