Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 10
10 t &í$iúmu Laugardagur 10. desember 1994 Hjálmar Vilhjálmsson, helsti sérfrœbingur landsins um iobnu, varbi á dögunum doktorsritgerb sína um ísienska lobnustofninn. Tíminn tók dr. Hjálmar tali: Marhnútafræðingur á laun, segir loðnuna eðalfisk „Þú getur rétt ímyndab þér ab eftir aö ég kom heim gat ég ekki sagt nokkrum lifandi manni frá þessari sérgrein minni. Ég held þab hafi libib ein fimmtán ár þangab til ég fór ab kjafta þessu í vibskipta- vini mína, nótaskipstjór- ana. Þá var ég búinn aö fóta mig í síldinni. Þab hefbi varla oröiö til þess ab auka þann litla trú- verbugleika sem ég hef haft, ef menn heföu vitaö aö þab eina sem maöur- inn hafbi sérþekkingu á, ef nokkuö, var breskur marhnútur," sagbi dr. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur, í vibtali vib Tímann. Hann hefur um langan tíma veriö loönusérfræbingur Haf- rannsóknastofnunar og þab allt frá upphafi loönuveiba. I síbustu viku varbi Hjálmar dokt- orsritgerö sína um ís- lenska lobnustofninn vib háskólann í Bergen. Dr. Hjálmar Vilhjálmsson. Tímamynd CS Frænka laxins, konungs fisk- anna Loönan er fiskur sem ís- lendingar almennt berja sjaldan augum. Hún er ekki matfiskur og leiö hennar liggur einkum úr lestum fiskiskipanna í þrær fisk- mjölsverksmiöjanna. En þetta er merkari fiskur en viö höfum haldiö. „Þetta er eöalfiskur og ná- skyldur laxinum," segir dr. Hjálmar. „Þar ab auki er loönan á nánast sama þrepi fæöukeöjunnar og síld. Hins vegar verb ég aö játa þaö aö út af loönu hafa aldrei orðið styrjaldir. Þaö hefur hins vegar oröiö vegna síldar, ég held ég muni þaö rétt aö þaö hafi verið Hollendingar og Bretar sem böröust stundum um síld fyrr á öld- um." Loðnan er ekki krassandi matur, aö því er dr. Hjálmar segir í samtalinu: „Eg hef borðað loönu steikta, og fannst hún í lagi, en ekkert meira. Ég hef hins vegar ekki smakkað loönuna eins og Japanir tilreiöa hana, og þykir hún lostæti mikiö þar og víöar. Grænlendingar boröa hana eins og hún fell- ur til, og þaö þykir íþrótt á Nýfundnalandi aö taka á móti henni í júlí, þegar hún hrygnir. Þá ausa menn loðnu upp meö tiltækum tólum, hún hrygnir nánast á sandinum. Þar er loönan boröuö. Grænlendingar eru hins vegar þeir einu sem ég hef heyrt að borði marhnút. Bjarni Sæmundsson segir aö marhnútur sé ætur, en ekki étinn. Þaö mun hafa þýtt á tungumáli Bjarna heitins aö þetta hafi nú verið hálfgert óæti, því hann hafði það orö á sér aö vera ekki mat- vandur. En ég hef heyrt aö marhnútur sé mjög góöur til átu og einhverjir hafa veriö aö skoöa þetta hér. En gall- inn er sá aö í íslenskum marhnút er mikiö af hring- ormi." Breskur mar- hnútur sem lokaverkefni Viö spyrjum dr. Hjálmar um tildrög þess aö hann varöi ritgerö sína um loön- una. Eins og kunnugt er hef- ur hann um langt árabil ver- iö helsti sérfræöingur okkar í loönunni, smáfiskinum sem bjargaöi miklu í efna- hagsmálum þjóöarinnar, þegar veiöar hófu^t. „Tildrögin til þess, aö ég hef nú variö doktorsritgerö um íslenska loönustofninn viö háskólann í Bergen, má eiginlega rekja til ársins 1965. Þannig var aö ég læröi úti í Skotlandi. Áöur en ég var búinn var það afráðið aö ég færi aö vinna hérna á Haf- rannsóknastofnun, sem þá hét nú reyndar Fiskideild Át- vinnudeildar Háskólans. Þar átti ég aö vinna við síld undir stjórn Jakobs Jakobs- sonar. Sem prófverkefni fékk ég send utan tiltekin gögn varðandi íslenska sumar- gotssíld og ætlunin var að ég skrifaöi um hana kandíd- atsritgeröina. Nú æxlaðist þaö svo að gagnasöfnunin fór eitthvaö úr böndunum og haustið áöur en ég klár- aði sat ég uppi án þess aö hafa nægan efnivið. Nú fannst mér úr vöndu að ráöa. En umsjónarkennar- inn minn, dr. Peter Miller, var hvergi banginn og ég fékk ekki betur séð en að hann væri bara ánægöur meö þessa þróun mála. Hans áhugamál voru breskir fjöru- fiskar og þaö endaöi meö því að ég skrifaði mína kandídatsritgerð um tvo hópa breskra marhnúta, annars vegar frá Orkneyjum og hins vegar frá Cornwall. Út á þetta var ég útskrifaöur sem fiskifræöingur." í loönuna fyrir tilviljun „Næsti þáttur þessarar sögu er sá aö ég lýk námi á miöju sumri og fer heim aö vinna meö Jakobi í síldinni, þrátt fyrir marhnútana. Viö vorum svo í þessu á haus al- veg fram í október aö það verður stund á milli stríöa. Einhverju sinni sat Jakob inni á skrifstofu og opið inn til hans eins og alltaf. Ég heyrði þá að forstjórinn, Jón Jónsson, kom askvaðandi inn til Jakobs, en Jón var þá nýkominn af ársfundi Al- þjóöahafrannsóknaráösins í Kaupmannahöfn. „Heyröu," segir hann, „ég er búinn aö lofa því aö þú takir saman allt sem vitaö er um loðnu viö ísland fyrir mikinn fund á vegum ráös- ins næsta haust og hafir klárt í ritgeröarformi." Jakob tók þessu heldur fá- lega, enda ekki aö hugsa um loönu á þessum árum. „Jón," sagöi hann, „ég má ekkert vera aö svona dundi, þú getur sett strákinn í þetta." Og þannig má segja aö afskipti mín af loönunni hafi hafist, en þau uröu til þess aö ég varöi doktorsrit- gerðina um þennan smáa en ágæta fisk á dögunum." Lobnuveibar hefjast „Um veturinn 1965 fóru menn í alvöru að fást viö loðnuveiðar hérna í flóan- um og lönduðu þá um 50 þúsund tonnum. Þaö var hægt að bræöa þetta og nýta eitthvað. Á næstu árum smájókst loðnuveiðin og menn færöu sig upp á skaft- iö, þannig að áriö 1973 fóru menn aö veiða út af Austur- landi í janúar, áöur tóku menn á móti loðnunni út af Hornafirði í febrúar. Eftir aö veiðar byrjuöu strax í janúar fyrir austan fór vertíðarafl- inn upp í hálfa milljón tonna og auöséð aö afkasta- geta verksmiöjanna leyfði ekki meira á þessum stutta tíma. Þá var farið aö spekúl- era í veiöum á öðrum árs- tímum. Sumarveiðar fóru svo í gang 1976, eftir mis- heppnaöa tilraun áriö á undan vegna hafíss. Á tveimur árum jókst aflinn í meira en milljón tonn. Síð- an hrundi stofninn upp úr 1980, eins og allir vita. En loönan kom aftur og stofn- inn rétti viö á tveim árum þangaö til 1990 aö veiðin dalaði aftur um tíma." Hver étur hvern? „En þaö hefur verið mikið aö gera í loönuveiðum og rannsóknaátakiö fylgir gjarnan aflanum. Menn eru ekki ginnkeyptir fyrir því að setja peninga í rannsóknir, nema þeir sjái augljósan hagnað af þeim. Því er nú verr. En ég lenti semsagt í loönuslagnum viö upphaf veiðanna og hef setið í súp- unni síðan. Fyrir svona 5 til 6 árum fór ég að finna til þess að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.