Tíminn - 10.12.1994, Qupperneq 19
Laugardagur 10. desember 1994
19
Hjónaminning:
Ebvald Halldórsson
Fceddur 15. janúar 1903 — Dáinn 24. september 1994
Sesilía Guðmundsdóttir
Fœdd 31. desember 1905 — Dáin 21. janúar 1994
Þegar líður að jólum leitar hug-
urinn ætíð til vina og vanda-
manna og svo er einnig nú. í
hópi vina eru hjónin í Framnesi,
Hvammstanga, en þau eru að
vísu horfin yfir móðuna miklu.
Eins og svo oft áður varð mér
hugsað til þeirra nú á dögunum
og þá varð það með þessum
hætti:
ígrœnum reit þau byggðu bœinn
sinn,
við bláan fjörð, í sátt við moid og
steina.
Þau unnu saman, lögðu hönd við
hönd
og hugsun beggja fiéttaðist í eina.
Og tíminn leið! — Nú lít ég
snöggvast inn
í litla bœinn, á þar minning Ijúfa
um hjónin, — sem ég hjúþa kcerri
þökk
og hugartengslin ekkert noer að
rjúfa.
Ég skynja þeirra fagra friðarreit
og frjálsa viðhorf— birtu Ijósra
nátta.
Þar tvinnast saman viska og
lífsins Ijóð
í listrœnt handbragð, — sameind
ríkra þátta.
En fyrir utan ber að augum bát
í báruleik við hvíta fjörusanda
og lítið nes, er rís með reisn frá soe.
í röðulskini fjöll á höfði standa.
Lóa Þorkelsdóttir
DAGBÓK
Lauqardaqur
10
desember
344. dagur ársins - 21 dagur eftir.
49. vika
Sólris kl. 11.07
sólarlag kl. 15.34
Dagurinn styttist um
4 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Sunnudag í Risinu: Brids-
keppni, tvímenningur, kl. 13 og
félagsvist kl. 14.
Dansað í Goðheimum kl. 20.
Mánudag: Söngvaka kl. 20.30.
Stjórnandi er Kári Ingvarsson og
undirleik annast Sigurbjörg
Hólmgrímsdóttir.
Gjábakka, Fannborg 8,
Kópavogi
Þeir, sem ætla að taka þátt í
jólagleðinni 19. desember, eru
beönir að skrá sig sem fyrst í síma
43400.
Breibfirbingar!
Minnum á aðventudag fjöl-
skyldunnar á morgun, sunnudag,
kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14.
Áskirkja
Kökubasar safnaðarfélagsins
verður í safnaðarheimilinu að
lokinni messu á morgun, sunnu-
dag.
Happdrætti Bókatíbinda
1994
Happdrætisnúmer laugardags
er 29509, sunnudags 33241,
mánudags 79864.
Kveikt á jólatrjám í
Reykjavík, Kópavogi og
Garbabæ
Á morgun, sunnudag, kl. 16
verður kveikt á Óslóarjólatrénu á
Austurvelli. Sendiherra Noregs á
íslandi, frú Kari Pahles, afhendir
tréð formlega og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri veitir því
viðtöku. Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur og Dómkórinn syngur.
Klukkan 15 á morgun kveikja
Kópavogsbúar á sínu jólatré, sem
er sænskt, frá Norrköping, vinabæ
Kópavogs í Svíþjóð. Sendiherra
Svíþjóðar mun afhenda tréð, en
því hefur verið valinn staður í
Hamraborg. Skólakórar úr Kópa-
vogi syngja.
Garðbæingar, hins vegar,
kveikja á sínu jólatré í dag, laugar-
dag, kl. 16. Það er gjöf frá Asker,
vinabæ Garöabæjar í Noregi, og
stendur á Garðatorgi. Öyvind
Stokke frá norska sendiráðinu af-
hendir tréð og tendrar ljósin. For-
seti bæjarstjórnar Garðabæjar,
Laufeyjóhannsdóttir, veitir trénu
viðtöku. Kór Flataskóla syngur.
Abventutónleikar
Fílharmóníu
Aöventutónleikar Söngsveitar-
innar Fílharmóníu 1994 verða
haldnir á morgun, sunnudag, kl.
17 og á mánudaginn kl. 21 í
Kristskirkju, Landakoti. Flytjend-
ur auk söngsveitarinnar eru Ingi-
björg Guiðjónsdóttir sópran og
nokkrir hljóöfæraleikarar. Stjórn-
andi er Úlrik Ólason og raddþjálf-
ari Elísabet Erlingsdóttir. Flutt
verður fjölbreytt dagskrá íslenskra
og erlendra tónverka, sem mörg
tengjast aðventu og jólum. Að-
göngumiðar fást í Bókabúöinni
Kilju, Háaleitisbraut 58-60, hjá
söngfélögum og við innganginn.
Abventuhátíb í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ
Aðventuhátíö verður í Hall-
grímskirkju í Saurbæ á sunnu-
dagskvöld kl. 20.30. Kirkjukór
Leirár- og Saurbæjarsóknar syng-
ur undir stjórn Kristjönu Hösk-
uldsdóttur organista. Börn syngja
jólalög og flytja helgileik. Hjörtur
Pálsson rithöfundur flytur ræðu.
Einnig veröur upplestur og al-
mennur söngur. Áð lokinni hátíö
eru öllum boðnar veitingar í Fé-
lagsheimilinu Hlöðum. Sóknar-
prestur.
Fjölskyldutónleikar í
Háskólabíól
Á morgun, sunnudag, klukkan
16.30 veröa haldnir fjölskyldu-
tónleikar með jólaívafi í Háskóla-
bíói. Allur ágóði tónleikanna
mun renna til Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna.
Meðal þeirra, sem fram koma,
verða Bubbi Morthens, Egill Ól-
afsson, Björgvin Halldórsson, Plá-
hnetan, SSSól, Vinir vors og
blóma, Kór Öldutúnsskóla og
margir fleiri. Enn fremur mun
Tríó Ólafs Stephensens leika í
anddyri Háskólabíós fyrir tónleik-
ana og í hléi.
Miðaverð 450 kr. fyrir börn
yngri en 12 ára og 900 kr. fyrir 12
ára og eldri. Tónleikarnir höfða til
fjölskyldna í heild sinni, þar sem
þeir bera keim af hátíö ljóss og
friðar sem nú nálgast óðfluga.
Jólatónleikar Tónlistar-
skóla Borgarfjarbar
Nú er að hefjast jólatónleikaröð
Tónlistarskóla Borgarfjarðar og
verða fyrstu tónleikarnir haldnir
um helgina, í Logalandi, Reyk-
holtsdal, sunnudagskvöld kl.
20.30. Síðan verba haldnir tón-
leikar í Borgameskirkju þriðju-
daginn 13. des. kl. 20.30 og mið-
vikudaginn 14. des. kl. 18.
Söngdeildartónleikar tónlistar-
skólans verða haldnir laugardag-
inn 17. des. kl. 14 í Borgarnes-
kirkju, en þeir eru jafnframt síð-
ustu tónleikarnir í jólatónleika-
röð skólans ab þessu sinni.
Á tónleikunum verða flutt lög
frá ýmsum löndum og skipa lög
tengd jólahátíðinni stóran sess í
dagskránni. Einnig hefur Lúðra-
sveit Borgarness verið endurvakin
og mun hún koma fram á tónleik-
unum.
Fribrik Örn sýnir Ijósmynd-
ir í Listmunahúsi Ofeigs
Á morgun, sunnudag, opnar
Friðrik Örn Hjaltested ljósmynda-
sýningu í Listmunahúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5. Á sýningunni
eru 17 verk sem Friörik Örn hefur
gert í Kalifomíu á s.l. tveimur ár-
um. Myndirnar eru í svart-hvítu
og fjalla um fólk. Notaðar eru
óhefðbundnar aðferbir við fram-
köllun þeirra.
Friðrik Örn er 24 ára. Hann
lauk námi frá Verslunarskóla ís-
lands 1990 og hélt að því loknu í
Ijósmyndanám til Bandaríkjanna.
Útskrifaöist frá Brooks Institute of
Photography í ágúst s.l. með BA-
gráðu í ljósmyndun. Lagöi hann
aðaláherslu á útgáfu- og auglýs-
ingaljósmyndun.
Sýning hans í Listmunahúsi
Ófeigs er opin frá 10-18 og lýkur
henni31.des. ■
Fréttir í vikulok
Frá fjölmennum fundi Sjúkraliðafélags íslands v/bobabs verkfalls.
Ekkert lát á verkfalli sjúkraliba
Enn gengur ekkert eða rekur í samningaviðræðum ríkisins
við sjúkraliða. Verkfallið hefur staðið í mánuð og er víða
orðið þröngt í búi á heimilum sjúkraliða. Dagsbrún og fleiri
aðilar hafa lýst yfir stuöningi við sjúkraliða og hafa hvatt til
skyndiverkfallsaðgerða. Alls er búið að halda 27 samninga-
fundi í deilunni.
Annríki hjá Mæbrastyrksnefnd
Ljóst er að fjárhagur heimilanna hefur vart verið bágari um
langt skeið og er annríki hjá Mæðrastyrksnefnd meö mesta
móti. Alls stefnir í að 1300 fjölskyldur muni njóta aðstoðar
samtakanna áður en áriö er úti.
Námsmönnum erlendis fækkar
íslenskum námsmönnum erlendis fækkaði um fjórðung frá
haustinu 1990 til 1992. Alls staðar hefur fækkun orðið
nema í listnámi, en fjórðungur námsmanna erlendis stund-
ar listnám.
Starfsmannafélag ríkisstofnana:
9000 kr. hæíckun mánabarlauna
Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur afhent samninga-
nefnd ríkisins kröfugerð sem hljóðar upp á 9000 kr. hækk-
un mánaðarlauna. Þetta þýðir 14,83% launahækkun fyrir
lægst launaða, en fer síðan stiglækkandi eftir launaflokk-
um.
Húsaleigubætur gallaöar?
Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtak-
anna, segir að lögin um húsaleigubætur séu meingölluð og
tekjubótin muni ekki skila sér í vasa þeirra sem heist þurfa.
Dæmi eru um að leigusalar hyggist hækka leigu vegna hol-
ræsagjaldsins, og Jón segir að brögð séu að því að leigusalar
neiti að skrifa undir samninga við leigutaka vegna bótanna.
Eftirspurn eftir leiguhúsnæöi í Reykjavík er mikil um þessar
mundir.
Utanlandsferbum fjölgar
Haustferðir til útlanda eru 13% fleiri í ár en i fyrra. Utan-
ferðir í október og nóvember eru fleiri en nokkru sinni fyrr.
Þetta kemur á óvart í ljósi þess að utanferðir íslendinga
voru með minnsta móti á árinu fram að haustinu.
Prófkjör
Framsóknar
á Vestfjöröum:
Gunnlaugur
vann
Gunnlaugur Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Kögunar
hf., vann fyrsta sætiö í próf-
kjöri framsóknarmanna á
Vestfjörðum um síðustu
helgi. Pétur Bjarnason, sitj-
andi þingmabur, varð í öðru
sæti.
Cunnlaugur
Sigmundsson